Tíminn - 19.10.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.10.1972, Blaðsíða 1
GOÐI ;ýyrir góottn mat JO/tóite^véfa/t A/ RAFTÆKJADEILD Hafnarslræti 23 Símar 18395 & 86500 Stjérnar tillaga á þingi í dag um smíði nýs, stórs og fullkom- ins varð- skips Forsætisráðherra á alþingi í gær: SKORAÐI Á BRETA AÐ KALLA TOGARANA ÚR LANDHELGINNI meðan samningaviðræður um lausn deilunnar standa yfir og sýna með því meiri samkomulagsvilja en falizt getur í fagurmælum TK—Heykjavik i umræöum um starfsemi' Landhelgisgæzlunnar á Aiþingi i gær skýrði ólafur Jóhannesson, forsætis- og dómsmálaráðherra frá því, að rikisstjórnin myndi i dag leggja fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um heimild til handa ; rikisstjórninni að láta smiða nýtt, stórt og fullkomið varðskip. Jafnframt færöi Ólafur Jóhannesson skipverjum á varð- skipunum þakkir fyrir vel unnin störf að undanförnu við mjög erfiðar aðstæður. Ólafur Jóhannesson sagði að i gildi væri enn sú ályktun Alþing- is, er samþykkt var með 60 at- kvæðum, að halda bæri áfram samningaviðræðum við Breta og Vestur-Þjóðverja um bráða- birgðalausn landhelgisdeilunnar og þess vegna hlyti Alþingi að eiga siðasta orðið um það, hvenær endanlega yrði staðið upp frá samningaborðinu en hann kvaðst ekki vilja eiga hlut að þvi að samningaleiðum yrði endan- lega lokað meðan nokkur von væri á sómasamlegu samkomu- lagi. Engin ákvörðun um það er timabær fyrr en málið liggur ljósar fyrir. Þingmönnum yrði i þingflokkum gefin nákvæm skýrsla um gang og stöðu þess- ara samningamála, en þau væru Átök á miðum út af Melrakkasléttu: BREZKUR TOGARI BAKKAÐI A ÆGI Klj)—Reykjavik Um kíukkan 9 i gær- morgun bakkaði brezk- ur togari á varðskipið Ægi norður af Hraun- hafnartanga, en þar hafði varðskipið komið að sex brezkum togur- um,sem voru á veiðum um 20 sjómilur innan 50 milna markanna. Engar skemmdir urðu á varð- skipinu, en togarinn, Aldershot GY 612, sem áður hefur komið við sögu landhelgisgæzlunn- ar, varð að halda heim á Atferli Breta mót- mælt Klp—Reykjavík. i gær var John McKenzie sendi- herra Hretlands hér á landi boð aður á fund Einars Ágústssonar utanrikisráöherra og Péturs Thorsteinsson ráðuneytisstjóra. Hæddu þeir báðir við hann eins- lega og báru fram mótmæli vegna itrekaðra brota brezkra togara innan fiskveiðilandhclginnar. leið, þvi leki kom að skipinu eftir árekstur- inn. Þegar varðskipiö kom að togur- unum sex, voru þeir beðnir um aö draga upp vörpuna og koma sér út fyrir landhelgi tslands. Fimm þeirra gengdu strax, en sá sjötti, sem var Aldershot frá Grimsby, þrjózkaðist, þrátt fyrir itrekaðar aðvaranir. Var þá gerð aðför að togaranum, en þegar varðskipið nálgaðist hann, kom annar tog- ari, Ross Revenge GY 718, á fullri ferð og stefndi á varðskipið. Þrengdi hann svo að varðskipinu, að þegar Aldershot setti á fulla ferð aftur á bak til að forða sjálf- um sér frá, bakkaði hann á varð- skipið. Straukst hann með skutinn aftur með varðskipinu og tók af málningu á stórum kafla. Ekki urðu neinar skemmdir á varðskipinu nema litils háttar of- an þilja, og engin slys urðu á mönnum. Togarinn tilkynnti skömmu siðar, að leki væri kom- inn að honum, og ætlaði hann að halda heim á leið,en talið var, að hann hefði einnig misst vörpuna. Eftir áreksturinn varð mikil at- gangur i hinum togurunum, sem hvað eftir annað gerðu tilraunir til að sigla varðskipið niður, en það kom sér léttilega undan klunnalegum tilraunum þeirra. Eins og við sögðum frá i gær, fylgdust fréttamenn með aðgerö- um varðskipsins Ægis út af Vest- fjörðum þá um morguninn. Sið- asta sáu fréttamenn það til Ægis um kl. 14.00 en þá stefndi hann á Kögurgrunn til að stugga við nokkrum vestur-þýzkum togur- um, sem þar voru á veiðum. Varðskipið hefur siðan haldið á fullri ferð austur að Melrakka- sléttu, þar sem það lenti i útistöð um við Aldershot og Ross Re- venge. Siðarnefndi togarinn var áður i eigu Islendinga, hét þá Freyr, og er hann systurskip tog aranna Sigurðar og Vikings. þannig vaxin að á þessu stigi væri ekki sérlega vel fallið að ræða þau mikið opinberlega. En, sagði Ólafur Jóhannesson, það vil ég segja opinberlega á þessum stað og þessari stundu og leggja á það áherzlu, að það myndi mjög greiða fyrir samkomulagi við Breta um þessi mál, ef þeir kölluðu alla togara sina úr islenzkri fiskveiðilandhelgi meðan samningaviðræður við þá stæðu yfir. Það myndi sýna af þeirra hálfu meiri samkomulags- vilja en öll fagurmæli. Meðan brezku samninganefnd- irnar sátu að viðræðum hér i Reykjavik reyndi Landhelgis- gæzlan að stofna ekki til sér- stakra átaka við brezka togara, enda þótt varðskipin væru á ferð á þeim tima eins og endranær og gáfu landhelgisbrjótum við- varanir. En þvi miður gerðist það, sagði forsætisráðherra, að eftir það virtist sem enskir land- helgisbrjótar fylktu liði á lslandsmið i enn rikara mæli en áður. Þvi verðursvarað á viðeigandi hátt. Það verður engin linkind eða undansláttur sýndur i vörzlu landhelginnar. En þær fréttir, sem hafa borizt af þvi, að gerð var tilraun til að stima varðskip i kaf og verða skipshöfn þess þar meö að bana ættu að færa mönnum heim sanninn um, að hér er ekki um neinn leik aö ræöa. Þeir menn, sem eru framverðir okkar i þessu lifshagsmunamáli geta þvi átt á hættu að þurfa að leggja lif sitt i sölurnar við gæzlustörfin. Þess vegna verður jafnframt þvi, að ekki verðursýnd nein linkind eða undansláttur við vörzlu land- helginnar,lögð áherzla á að fara með gát og varúð i þessum málum, þannig að aldrei verði skipum eða skipshöfnum Land- helgisgæzlunnar stofnað i hættu að óþörfu. Framhald á bls. 13 ..Sigurslcfti" tækninnar i vntviftrunum austan fjalls, staddur hjá Skeggjastöftum i Flóa. Ljósmynd: Páll Þnrláksson. Loftpúðasleði til malarflutninga PÞ—Sandhnli i ólfusi. Nýstárlegt flutningatæki var tekift i nntkun austan fjalls i gær. Þaft er eins knnar slefti, sem búinn er loftpúfta — mótleikur tæknifræftinga i tafli þeirra vift vefturguftina, sem bleytt hafa sunnlenzkar sveitir i meira lagi aft þessu sinni, svo að vifta er þar harla tnrfært þeim ökutækjum, sem annars geta sigraft flestar tor- færur. Svo er mál með vexti, að brezkt fyrirtæki er þar eystra að reisa rafmagnslinu frá Búrfelli i samvinnu við islenzkt fyrirtæki, Bræðurna Ormsson. Mikið af möl þarf að flytja á vettvang til þess aö fylla i kringum undirstöður mastra þeirra, sem reist eru, og mölin hefur verið selflutt yfir mýrar og móa á vögnum, sem beltavélar draga. En þó að vagnarnir væru með stóra fLothjólbarða, urðu geysimikil landspjöll að þessu og ökutækin lágu i og urðu föst. Hafa verið að þessu svo mikil brögð nú i vætutiðinni, að til vandræða horfði. 1 fyrradag fengu svo þessi fyrirtæki sinn sigur-sleða, sem svifur á loftpúða yfir fen og fúamýrar um það einn metra frá (jörðu, með tvo fjögurra smálesta vagna á palli, þar sem raunar er rúm fyrir hinn þriðja. Varð mörgum starsýnt á þetta farartæki, sem nú hefur verið teflt fram, þegar allt sýndist i óefni komið vegna rigninganna og bleyt- unnar. En við þvi munu fæstir hafa búizt, að þeir ættu eftir að sjá(slikt ökutæki á ferð um Floann, og hefði það þó sannarlega komið sér vel, þegar Flóaáveitan var á döf- inni hér'á sinni tið eða menn voru að basla við að koma heim heyi af engjum sinum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.