Tíminn - 19.10.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 19.10.1972, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Kimmtudagur 1!). október. 1972 erindreki væri að heita á það að bregðast ekki þeim málstað, sem hann hafði helgað krafta sina. En ég gat ekki hugsað þannig um hann, ef til vill af því að ég hafði aldrei séð hann halda hvatningarræðu til verka- manna af sápukassa né standa fremstan i fylkingu verkfallsvarða við verksmiðjuhliðið. Að lokum var athöfnin úti. Karlar og konur risu hljóðlega úr sætum sinum og skipuðu sér i raðir. Ég kaus helzt að komast brott. Oðru hverju sá ég bregða fyrir andlitum, sem ég þekkti. Það var mikil þröng i salnum, en loks tókst mér þó að komast út. Ég sogaði með áfergju að mér hressandi útiloftið, er ég komst fram að dyrunum. 1 sömu andrá lagði einhver höndina á öxlina á mér, og þegar ég leit við, stóð Merek Vance hjá mér. Ég þáði með þökkum, að hann leiddi mig úti bifreiðina sina. ,,Ég vissi, að þú hlauzt að vera hér”, sagði hann, ,,þó að ég gæti ekki komið auga á þig i mannþrönginni. Þeir hafa ekki gert ráð fyrir svona miklu fjölmenni, þóttsunnudagur væri. — Ég skal aka þér heim, þegar ég er búinn að ljúka erindum minum i sjúkrahúsinu.” Göturnar voru, að heita mátti, mannlausar. Það var hætt að ýra úr lofti, og verskmiðjureykháfana handan árinnar bar við heiðrikan blett á himinhvolfinu. Mér þótti vænt um, að þeir skyldu velja sunnudag til þess að halda þessa minningarathöfn. Þá gat þó fólkið, sem tekið hafði upp vinnu gegn hans ráði, vottaðhonum virðingu ihinzta sinn. „Ég vil ekki fara heim — ekki strax”, sagði ég, þegar Vance hafði lokið erindum sinum i sjúkrahúsinu. „Ég verð að jafna mig fyrst. Emma frænka er nógu æst út af þvi, sem gerzt hefur, þó að hún komizt ekki að þvi, að ég var viðstödd þessa minningarathöfn”. „Vissi enginn, að þú fórst þangað?” Merek Vance hallaði sér aftur á bak i sætinu við hlið mér og lét hendurnar hvila á stýrinu. Ég hafði aldrei séð hinar mjúku, sterku hendur hans svona grafkyrrar. ffann var dálitið tekinn til augnanna og þrcytulegur á svip. „Nei”, svaraði ég. „Enginn vissi, hvert ég fór. En ég varð að fara. Jói væri enn meðal okkar, ef hann hefði ekki farið að hjálpa okkur með miðstöðina. Jói gamli er svo þungt haldinn, að hann dregst ekki úr rúminu, og Wallace l'rændi sagðist ekki geta farið, eins og á stæði, allra sizt þar sem athöfnin færi fram i verklýðshúsinu, en ekki i kirkju. O- jæja. Jói hafði svo sem lftið af þvi að segja, hvort ég fór eða ekki, en ég gat ekki hugsað til þess, að enginn af okkar heimili væri viðstaddur. Mér þótti vænt um, að þú varst þar lika”. Mér varð aftur litið framan i hann. Þreytusvipurinn á honum skaut mér skelk i bringu. „Þú ert svo þreytulegur”, bætti ég við. „Það er eins og þér hafi ekki komið dúr á auga siðan slysið vildi til?” „Læknar eiga þvi að venjast að missa svefns”, svaraði hann. „En þeir geta aldrei sætt sig við að missa sjúkling”. „Þú gerðir allt, sem unnt var”. „Það nægði ekki. Ef til vill hefðum við átt að gera boð eftir heilasér- fræðingi frá Boston.... En það var enginn timi til þess. Eina vonin var að framkvæma aðgerðina strax, og okkur mistókst”. „Þú reyndir, og ég veit, að þú hefðir viljað leggja allt i sölurnar til þess að bjarga honum”. Hann brosti raunalega og sló út flötum lófanum. „Það er lika lærdómur að komast að raun um, að áratuga nám og æf- ing má sin einskis móti steini, sem er laglega kastað. En þá liggur samt við, að læknir gefist upp við mannslikamina og fari heldur að bæta katla eða tjasla við brotnar vélar”. Ég starði agndofa á hann. Nú kom það i minn hlut að reyna að koma vitinu fyrir hann. „Hvernig geturðu látið þetta út úr þér? Þú hefur ekki rétt til aðsegja þetta, eftir allt.sem þú hefurgert fyrir mig”. „Já, og önnur eins hamingja og þér er að þvi! Hvað eru margir dagar siðan þú vildir hætta? Þú vildir heldur vera heyrnarlaus áfram”. „Gleymdu þvi, sem ég sagði þá, og ég ætla að reyna að gleyma þvi, sem þú sagðir núna. Þú sagðir lika einu sinni, að það stæði ekki i þinu valdi að gera mig hamingjusama”. „Vei allri hamingju i þessum þjáningaheimi”. „Ef til vill er þessi svokallaða hamingja ekki eins mikils verð og við höldum. Við tölum flest of mikið um hamingju. Ég minnist þess ekki, að Jói Kellý skrafaði mikið um hamingju sina. Hann naut aldrei þess, sem við köllum hamingju, og var ekki að minni maður fyrir það”. Ósjálfrátt rétti ég honum höndina, meðfram til þess að sefa hann, meðfram af þvi að ég þurfti sjálf huggunar við. „Ég get aldrei sætt mig við það, að Jói skyldi deyja svona voveif- lega”, varð mér að orði. „Ég get aldrei framar litið á Tátu, án þess að óska þess, að hann hefði látið sér nægja dýrin, en sneitt hjá mönnunum og látið vandamál þeirra afskiptalaus. Hann hugsaði svo litið um sjálf- an sig, og átti ekki einu sinni skýli handa hundunum, sem hann fann á flækingi, svo að hann varð að gefa þá jafnóðum”. Merek Vance brosti að orðum minum. „Þú veizt”, sagði hann eftir stundarþögn, „að það eru aðeins mikil- menni, sem eru jafn skeytingarlaus og Jói Kellý var”. Við þögðum bæði — sátum þarna saman i bifreiðinni og sökktum okk- ur niður i hugsanir okkar. Það var tekið að rökkva, og þokuslæðing lagði frá ánni. Reykjarþefur og eimur af efnivörum barst að vitum okkar með napurri golunni. Þetta var ekki nýtt i Blairsborg. Jói Kellý hlýtur oft að hafa fundið þennan þef, þegar hann lagði leið sina yfir brýrnar um þetta leyti dags. ÞRÍTUGASTI OG ÞRIÐJI KAPÍTULI Við sátum saman á legubekknum. Eldur brann á arninum gegnt okk- ur, og tjöldin höfðu verið dregin fyrir gluggana. Það var með harm kvælum, að við höfðum lokið snæðingi þetta sunnudagskvöld. Harrý hafði á aumkunarverðan hátt lagt sig fram um að látast hafa góða lyst á matnum og ljá orðum Wallace frænda eyru. Hanna hafði grúft sig, skömmustuleg og óróleg, yfir disk sinn, en varla bragðað neitt. Harrý mun hafa skipað henni að fara til herbergja sinna að málsverðnum loknum, þvi að það var með nauðung og tregðu, að hún lét okkur tvö eftir. Það var bæði áköf bæn og ögrun i svip hennar, er hún yfirgaf okk- ur. Það hlýtur einhvern tima að reka að þvi, hugsaði ég, og horfði á Harrý leggja frá sér eina sigarettuna og kveikja i annarri. Mér fannst það eins vel geta gerzt þetta kvöld og i einhvern annan tima, þótt minn- ingarathöfn Jóa Kellýs hefði að sönnu verið mér nóg dagraun. Hann laut að mér i arinskininu, og ég sá, að ótti og örvilnun skein úr augum hans. Varir hans, sem forðum heföðu verið þrýstnar og örar til að brosa, voru samanherptaor. Lifsgleðin og þokkinn voru horfin úr svip hans. Eða ef til vill sá ég það nú, sem ég hafði ekki viljað sjá áður. „Emma”, mælti hann, „þú gætir ekki valið mér neitt það hrakyrði, sem ég hef ekki marg-nefnt mig sjálfur. Þú verður að trúa mér, þótt ég geti ekki búizt við, að þú skiljir....” Hann þagnaði og beið þess, að ég kæmi til móts við hann. 1236 Lárétt 1) Tizka,- 5) Kindina,- 7) Skip.- 9) Fiskur,- 11) Samband.- 13) Verkfæri- 14) Konu,- 16) Efni,- 17) Komið i verk,- 19) Skriði,- Lóðrétt 1) Lærdómstimi.- 2) Svar,- 3) Kona.- 4) Heiti - 6) Fór úr lagi.- 8) Félag.- 10) Lér,- 12) Rændi - 15) Kona,- 18) Sam- hljóðar- Ráðning á gátu No. 1235. Lárétt 1) Mangan,- 5) Ung.- 7) Ói,- 9) Ýtar.- 11) Kró,- 13) Iðu.- 14) Krot - 16) In,- 17) Njálu,- 19) Smánir.- Lóðrétt 1) Mjókka,- 2) Nú.- Agti,- 6) Drunur,- Aðili,- 12) ÓONM. 18) Án,- 3) Gný,- 4) 8) Irr,- 10) - 15) Tjá,- /7 pT D R E K I íiill líiSHí l:!. FIMMTUDAGUR 19. október 7.00 Morgunútvarp . Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Pálina Jónsdóttir endar lestur þýðingar sinn- ar á „Kiki er alltaf að gorta” eftir Paul Hiihner- feld. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli liða. Popphornið kl. 10.25: Neil Diamond og Three Dog Night syngja og leika. Fréttir kl. 11.00. Hljóm- plötusafnið (endurt. þáttur G.G.) 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 13.00 Á frivaktinni, Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna 14.30 Siðdegissagan: „Draum- ur um Ljósaland” eftir Þór- unni Elfu Magnúsd. Höf- undur les (4). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Miödegistónleikar: Fil- harmóniusveit Berlinar leikur Hljómsveitarsvitu nr. 2 i h-moll eftir Bach: Her- bert von Karajan stj. Eliza Hansen og strengjasveit úr Pfalz-hljómsveitinni i Lud- wigshafen leika Sembalkon- sert i d-moll eftir Johann Gottlieb ’ Goldberg: Christ- oph Steep stj. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 Sagan: „Fjölskyldan i Hreiðrinu” eftir Estrid Ott Sigriður Guðmundsdóttir les (10) 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Einstaklingurinn og þörf hans á sérfræðiaðstoð Stefán Ólafur Jónsson full- trúi flytur erindi. 19.55 Gestir i útvarpssal: Sandra Wilkes og Neil Jen- kins syngja lög eftir John Blow, William Walton og Robert Schumann. Ólafur Vignir Albertsson leikur á pianó. 20.20 Leikrit/ „Dauði H. C. Andersen” eftir Jan Guð- mundsson. Þýðandi: Nina Björk Árnadóttir. Leikstjóri Þorsteinn Gunnarsson. H. C. Andersen, rithöfundur: Þorsteinn ö. Stephensen. Frú Dorothea Melchier: Guðrún Stephensen. Jenny Lind. söngkona: Kristin Anna Þórarinsdóttir. Hinn ókunni: Jón Sigurbjörnsson. 21.00 Frá tónleikum tónlistar- félagsins i Vinarborg á sl. vori. Flytjendur: Söngkon- urnar Arlee Auger og Ing rid Mayr ásamt kór Tón- listaskólans i Vin og Sinfóniuhljómsveit austur- riska útvarþsins. Stjórnandi Helmuth Froschauer. a. „Gloria” eftir Antonio Vi- valdi. b. „Orlagaóður” op. 54 eftir Johannes Brahms við kvæði eftir Friedrich Hölderlin. 21.45 Norræn ijóð. Hljálmar Ólafsson aðstoðarrektor les. 22.00 Fréttir. 22. 15 Veðurfregnir. Reykja- vikurpistill Páls Heiðars Jónsonar. 22.45 Mannstu eftir þessu? Tónlistarþáttur i umsjá Guðmundar Jónssonar pianóleikara. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. IfRÍMERKI — MYNT Kaup — sala Skrifið eftir ókeypis vörulista. Frímerkjamiðstöðin Skólavörðustíg 21 A| Reykjavík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.