Tíminn - 19.10.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 19.10.1972, Blaðsíða 16
Hungrið svarf að frönskum - átu úr öskutunnum Klp—Reykjavík Þegar lögregluþjónar i Reykja- vik voru á eftirlitsferð um mið- bæinn i fyrrinótt, komu þeir aö tveim frönskum piltum, sem voru að gæða sér á úrgangi i rusla- tunnum viö Björnsbakari. Piltarnir reyndust vera um tvi- tugt og höföu þeir komið hingað til lands fyrir þrem vikum i at- vinnuleit. Höföu þeir búið á Far- fuglaheimilinu við Laufásveg þennan tima en voru orðnir fé- lausir og höfðu þar að auki enga vinnu fengið. Lögreglan tók þá i sina vörzlu og var sóttur handa þeim matur. Meðan beðiö var eftir honum gáfu nokkrir lögregluþjónar piltunum af nésti sinu til að seðja sárasta hungrið, en þeir voru teknir áður en þeir höfðu fengið nægju sina úr öskutunnunum við bakariið. Bætið r-i í Skagerak NTB—Osló Kirkju- og kennslumála- ráðuneytið i Noregi hefur nú ákveðið að Skagerak skub skrifast me? tvsimur r-um. T i 1 g a n g u r þe s s a r a r ákvörðunar er sá, að sam- ræma stafsetningu orðsins á Norðurlöndum. Skagerrak er sem kunnugt er hafið sunnan Noregs og norðan Jótlands. Danir hafa vist alltaf skrifaö Skagerrak, en Norðmenn Skagerak. Sviar hafa hins vegar skrifað Skagerack. Þar sem við teljumst til Norður- landa, er sjálfsagt að við til- einkum okkur lika annað r. Kimmtudagur 19. október. 1972 í hinni nýju framtiðarkapellu Hallgrfmskirkju, sem verður lokið fyrir jól. F.v. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson, sóknarprestur, Sigurbjörn Þorkelsson, fyrsti sóknarnefndarformaðurinn og Hermann Þorsteinsson, sóknarnefndarformaður (Timamynd Róbert). LANDSSÖFNUN TIL STYRKTAR HALLGRÍMSKIRKJU SB—Reykjavik. Lokaátak er nú framundan i smiði Hallgrimskirkju, en stefnt er að þvi sem fyrr að koma kirkj- unni undir þak og fullgera hgna utan fyrir árið '374, en þá er auk þjöohátiðarinnar, 300. ártið Hallgrims Péturssonar. Næsti sunnudagur 22. nóvember skal vera Hallgrimsdagur i kirkjum iandsins. Á fundi með fréttamönnum i gær, sagði Hermann Þorsteins- son, sóknarnefndarformaður, að oft hefði verið þörf, en nú væri nauösyn á fjármagni til að ljúka við kirkjuna. Gjafir til kirkjunnar hefðu fariö vaxandi eftir þvi sem meira sæist af kirkjunni og Alþingi hefði tvöfaldað framlag til hennar á árinu. En betur má ef duga skal og þess vegna verður i næstu viku dreift bæklingi um kirkjubygginguna á hyert heimili i landinn jngj) beiöni um hjálp. Nú um nokkurt skeið hefur litið borið á framkvæmdum við kirkjuna, enda hafa þær einkum verið innanhúss. En fyrir skömmu fengust múrarar til að halda áfram að vinna við turninn að utan og standa likur til að allir vinnupallar verði fjarlægðir fyrir áramót, ef tið helzt óbreytt. Innanhúss hefur verið unnið við framtiðarkapellu i annarri turn- álmunni og er nú ekkert eftir nema leggja þar gólfflisar, en til þess koma hingað þrir norskir múrarar, kirkjunni að kostnaðarlausu að öllu leyti. Kap- ellan verður væntanlega tiibúin fyrir jólin. Þá hefur verið unnið á 1. hæð turnsins, svo og 7. og 8. Þar á milli eru fjórar hæðir, sem verið er að búa undir múrhúðun. Væntániega mun biskups- embættið taka þær á leigu fyrir starfsemi sina, þegar þær eru fullbúnar. Framhald á bls. 13 Óðinn skaut! Klp—Reykjavík Siödegis á miðviku- daginn kom varöskipiö óöinn aö brezka togaranum Wyre Vanguard/ þar sem hann var á sigiingu mjög nálægt landi út af Vest- fjöröum. Togarinn var þarna einn á ferð og með löglegan útbúnað veiðafæra, en varðskipsmenn höfðu hann á skrá hjá sér fyrir ólöglegar veiðar innan 50 milna markanna og gáfu honum þvi merki um að stöðva. Togarinn sinnti þvi engu og var þá skotið aö honum þrem lausum skotum — (púðurskotum) — en hann hélt sinu striki og lét varð- skipið hann þá sigla áfram og skipti sér ekkert frekar af honum. An-An líka dauður Nixon eini Panda-eigandinn á Vesturlöndum Marcos forseti er fyrir einhverjum: Fimm banatilræði á tíu mánuðum NTB—Moskvu Pandabjörninn An-An, sem búið hefur i dýragarðinum i Moskvu, er dauður. Aðeins 12 vikur eru siðan „unnusta” hans, Chi-Chi i London fór til feðra sinna. An-An var 15 ára gamall og var það hjartamein, sem varð honum að aldurtila eins og Chi- Chi, en á pandavisu voru þau bæði fjörgömul. Samband þeirra An-An og Chi- Chi, sem þó raunar komst aldrei almennilega á, var eitt það rómantiskasta/ sem lesa mátti um i heimsblöðunum fyrir tiu árum eða svo. Ástæðan fyrir öllum þessum skrifum var sú, að An-An tókst aldrei að vekja ástir sinnar heittelskuðu, þrátt fyrir ótal ráð frá fjölmörgum visinda- mönnum úr öllum heimshornum. Nú eru aðeins tveir Pandabirnir á Vesturlöndum, þeir sem Mao gaf Nixon i Kinaförinni i vetur. Kissinger í Víetnam: Bjartsýni ríkir í Hanoi Kimin sinnum á tiu mánuðum hcfur verið gerð tilraun til að myrða Marcos, forseta Kilipps- eyja, að sögn upplýsingamála- ráðherra eyjanna. Siðasta til- raunin fór út um þúfur, þökk sé hcrnaðarástandinu, sem forset- iim lýsti vfir fyrir nokkru. Siðasta tilræðið átti að fara þannig fram, að bandarisk leyni- skytta átti að bana forsetanum, meðan hann léki golf. Ef það brygðist, átti að sprengja bát for- setans á Pasig-fljóti i loft upp, er Marcos væri um borð. Skyttan var þó handtekin við annan mann skammt frá forsetahöllinni, þar sem þeir voru i hljóð- og skot- heldum bil. Samkvæmt áreiðan- legum heimildum áttu tilræðis- mennirnir að fá 150 þúsund dollara frá óþekktum manni. Við fyrri tilræði við forsetann hafa verið notaðir hnifar, sprengiefni og byssur, en alltaf mistókst allt vegna taugaóstyrks tilræðismannanna. NTB—Saigon Kissinger, ráðgjafi Nixons kom til Saigon i gær þeirra erinda að gera Thieu forseta grein fyrir við- ræðum sinum við fulltrúa N-Viet- naina i Paris. Eins og vanalega hvilir mikil leynd yfir viðræðum Kissingers, en för hans til Saigon gaf enn á ný hugmyndum um samkomulag, byr undir báða vængi. Talsmaður sendinefndar N- Vietnam i Paris sagði i gær, að deilan væri alls ekki leyst. Ekki vildi talsmaðurinn þó svara nein- um spurningum, sagöi aðeins, að Nixon og menn hans héldu fast við kröfur sfnar og á meðanværi ekki lausnar að vænta. 1 Hanoi þykir þó ýmislegt benda til að komin sé hreyfing á málin. L’Humanité, málgagn franskra kommúnista sagði i gær, að þrátt fyrir hina opinberu þögn um viðræðurnar, væru menn i Hanoi þeirrar skoðunar, að árangur hefði orðið jákvæður af viðræðunum. Sérstaklega hefur þessi skoðun verið almenn eftir að Le Duc Tho kom aftur frá Paris. Ullarverðið sveiflast eins og sfldarverðið í gamla daga Þvi er ekki ósvipaö farið ineð ull og fiskimjöl eða til dæmis sildiua i gainla daga: Ullarverð er háð miklum og oft suöggum sveiflum. t Kóreustyrjöldinni hækkaði ullarverð snögglega vegna mikilla ullarkaupa Banda- rikjamanna , cn datt siðan niður aftur, cr ekki varð fram- liald á þeim. Nú hefur orðið enn sncggri og meiri verö- hækkun á ull á heims- inarkaðnum, og nain hún fyrir skömmu allt aö 125% á dýrustu ull af Merinófé. Það er tvennt, sem hefur hleypt ullarverðinu upp: 1 fyrsta lagi hafa heimsmálin skipazt svo, að Kinverjar hafa skyndilega hafið eðlileg við- skipti við aðrar þjóðir, og i öðru lagi hafa Japanir verið mjög stórtækir á ullarmark- aðnum. Báðar þessar þjóðir keyptu afarmikið af ull i Astraliu og á Nýja-Sjálandi i febrúar og marz, Japanir þó enn meira. Við það fór skriðan af stað, og siðan kom næsta lota i vor. Mimist hækkun á grófri ull. — Við þetta hækkaði fin ull af Merinófé svo sem áður er sagt, en gróf ull um 90-100%. Sú ull er samt nokkru finni en islenzk ull, og hefur verð- hækkun á ull okkar orðið mun minni. En hún hækkaði hér innan lands þegar i vor um 55% sem kunnugt er. Þessi gifurlega verðhækkun mun að sjálfsögðu segja til sin, og munu enskar vefnaðar- verksmiðjur vera i þann veginn að hækka verð á óafgreiddum pöntunum um 20- 50%, eftir þvi úr hvaða efni dúkarnir eru. Prjónagarn getur hækkað um allt að 60%, þegar öll kurl koma til grafar. Af þessum ástæðum er fyrir- sjáanleg hækkun, sem engin leið er að sporna við, á margs konar fatnaði. Lækkar heldur aftur Þess er þó að gæta, að mjög er óliklegt, að þetta verð haldist til langframa. Þvi var spáð þegar i öndverðu, að verðið myndi lækka á ný. Kin- verjar framleiða til dæmis sjálfir sennilega allra þjóða mest af baðmull, og ullar- framleiðsla þeirra er einnig mikil. Þar að auki hafa þeir ekki ótakmarkaðan gjaldeyri til ullarkaupa, sizt á því verði sem nú er komið á ull. Það kom þess vegna ekki á óvart, að ullarverð féll um 5- 10% i Astraliu i fyrradag. Þetta er túlkað þannig að ullarverðið sé byrjað að leita jafnvægis á ný, þótt engar likur séu til þess á hinn bóginn, að það lækkaði svo á næstunni, að það verði likt og áður en hækkunin hófst. Margir, sem með þessum málum fylgjast, telja ekki ósennilegt, að ullarverð staðn- æmist innan tiðar við um það bil helming hækkunarinnar á þvi skeiði, er hún var mest.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.