Tíminn - 21.10.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.10.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN I.augardagur 21. október 1972 BÓKAFREGNIR Hér fara á eftir nokkrar upplýsingar af bókamarkaðinum en þó er hér aðeins getið um brot af þvi, sem út er gefið fyrir jólin. Við-munum halda áfram með bókafregnir jafnóðum og fregnir berast frá forlögunum. Skuggsjá gefur út samtals fimmtán bækur og skal hér nokkurra þeirra getið. 1 haust kemur út áttunda og siðasta bindið i flokki íslendingasagna með nútimastafsetningu, og er Njála þar aðalsagan. „Þrettán rifur ofan i hvati” eftir Jón Helgason ritstjóra er saga hins alkunna förumanns Jóhanns bera, sem kvaddi viða dyra ,,og gerði boð fyrir mannslundina i brjósti húsráðenda”, einsog segir i bókarauglýsingu ,,Með oddi og egg” heita endurminningar Rikharðs Jónssonar mynd- höggvara skráðar af Eirkiki Sigurðssyni fyrrum skólastjóra á Akureyri. Þar koma margir kunnir menn við sögu, og nægir að nefna Davið frá Fagraskogi, Tryggva Sveinbjörnsson rithöfund og Ingólf Gislason lækni, sem voru með Rikharði i ltaliuför hans, en i þeirri ferð orti Davið mörg af sinum kunnustu ljóðum. I fyrra gaf Skuggsjá út bókina „Minningar rikisráðsritara” eftir Pétur Eggerz sendiherra, og varð það metsölubók ársins. Nú er væntanleg ný bók eftir hann og- nefnist hún ,,Létta leiðin ljúfa”, en i henni fjallar Pétur um áratuga starf sitt hjá utanrikis- þjónustunni. Skúli Guðjónsson frá Liótunnarstöðum sendir nú frá sér nýja bók „Heyrt en ekki séð” sem er sérstæð ferðasaga, en hún greinir frá ferð höfundarins til Kaupmannahafnar, þegar hann er orðinn blindur og leitar sér lækninga við sjónmissi sinum. Af öðrum bókum folagsins má nefna „Förumen.i” eftir Elinborgu Lárusdóttur, sem nú kemur i endurútgáfu, en þetta er ein kunnasta og vinsælasta bók höfundarins „Sögur úr safni Hafsteins miðils” o.fl. Systurforlögin Iðunn, Hlaðbúð og Skálholt hafa að venju margt bóka á prjónum. Væntanleg er skáldsaga eftir Tove Diilefsen, sem kunn er af bókinni Gift. Þessi nýja bók nefnist „Gata bernskunnar” og er byggð á upp- vexti skáldkonunnar sjálfrar. Einnig gefur forlagið út bók eftir hinn kunna danska rithöfund Leif Panduro, og heitir hún „Heimur Daniels” og kemur út i flokknum „Bláu skáldsögurnar”. Iðunn gefur út allmargar þýddar skáld- sögur, m.a. nýja bók eftir frönsku skáldkonuna Francoise Sagan, „Sól á svölu vatni”, og bækur eftir metsöluhöfundana Hammond Innes og Alistair Mc’Lean. Ýmis fræðiril eru væntanleg frá forlögunum, t.d. „Stjórn fyrirtækja” eftir „Magna Guðmundsson hagfræðing „Merkingarfræði eftir Arna Böðvarsson menntaskóla- kennara, námsbók i islenzku, einkum ætluö menntaskólum, „Fiskaliffræði” eftir dr. Gunnar Jónsson fiskifræðing, og loks er unnið að útgáfu á sálarfræði eftir Sigurjón Björnsson sálfræðing. Af öðrum útgáfubókum má nefna „Ferðin frá Brekku”, framhald endurminninga Snorra Sigfússonar fyrrum námsstjora. „Sjór, öl og ástir” eftir Ása i Bæ og loks „Tullin-kvæði” eftir norska skáldið Christian Tullin, sem Jón Þorláksson á Bægisa þýddi og fyrst voru prentuð i Hrappsey 1774. Tullin kvæði koma út i bókaflokknum Islenzk rit i frumgerð, sem Hlaðprent hefur nú tekið við útgáfu á. Bókaútgáfa menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins gefur út eftir- taldar bækur: Af skáldum, safn ritgerða um islenzk nitjándu og tuttugustu aldar skáld eftir Hall- dór Laxness, þriðja bindi ævisögu Tryggva Gunnarssonar eftir Bergstein Jónsson, Frá endur- skoðun til Valtýsku, sagnfræði- lega rannsókn eftir Gunnar Karlsson, Fást eftir J. W. Goethe i þýðingu Yngva Jóhannessonar, og er bar um að ræða endurskoð- aða þýðingu er notuð var,er verkið var sýnt i Þjóðleikhúsinu s.l. vetur, að viðbættum köflum úr siðari hluta þess. Tvö skáld- verk eru væntanleg fyrir jólin: Landið týnda, sem er þýðing Sverris Kristjánssonar á hinu mikla verki Jóhannesar V. Jensen, Den Lange Rejse og Seint á ferð, safn smásagna eftir ólaf Jóhann Sigurðsson. Eftir nýár er væntanlegt safn islenzkra ljóða frááratugnum 1954-1963 og einnig bækur i safni alfræðibóka menningarsjóðs. Hér leggur Birkir Þorkelsson „hornsteininn” I geymslu, áður en hann verður fluttur úr horni i horn. Nýtt húsnæði Háskólans Erl—Reykjavik 1 gær boðuðu þjóðfélagsfræði- nemar við H.t. til blaðamanna- fundar i tilefni þess .aðþeirhafa nú loks fengið eigið þak yfir höfuðið. Námsbrautin hefur nú starfað i tvö ár og þó einu betur, þvi að viðurkenningu hlaut hún ekki strax. Hana hefur hún enn ekki hlotið sem fullgild deild við skólann, og er þvi „sjálfstæðis- málið” næsta stórihál deildar- innar. Hið „nýja” húsnæði er i gömlu Loítskeytastöðinni á Melunum, en hún var orðin heldur hrörleg, er þjóðfélagsfræðin fékk umráð yfir henni. Húsið hafði um skeið verið i höndum verkfræðideildar og verið notað þar i ýmsum til- gangi, m.a. fóru þar fram ein- hvers konar mælingar á geisla- virkni, og rotturæktun. Þjóðfélagsfræðinemarnir tóku sig til sjálfir og gerðu húsið upp, enda gat það vart kallazt kennsluhæft áður. Efri hæðin var máluð, teppi sett á gólf og ný Nær 10 millj. kr. í gúmmítékkum Að kvöldi hins 19. þ.m. fór fram skyndikönnun innistöðulausra tékka á vegum ávisanaskipta- deildar Seðlabanka Islands. Könnunin náði til innlánsstofnana i Reykjavik, Kópavogi, Hafnar- firði, Keflavik og Selfossi. Fram komu alls 728 tékkar án fullnægjandi innistæðu að fjárhæð samtals kr. 9.677.000.00. sem reyndist vera 1,13% af veltu dags- ins I ávisanaskiptadeild Seðla- bankans. Niðurstöður könnunar þessarar gefa til kynna, að enn er um all- viðtækt tékkamisferli að ræða bæði hjá einstaklingum og fyrir- tækjum, þrátt fyrir aðgerðir undr anfarandi ára. Tekið skal fram hér, að nöfn þeirra aðila, sem gefa út tékka án fullnægjandi innistæðu, eru jafn- óðum tilkynnt á milli banka og sparisjóða, og á það jafnt við hvort sem um skyndikönnun eða dagleg afskipti Seðlabankans af innheimtu innistæðulausra tékka er að ræða. Að lokum skal tekið fram, að ástæða virðist vera til þess að hafa skyndikannanir innistæðu- lausra tékka tiðar en verið hefur á undanförnum árum. húsgögn keypt. Ekki stóð á fé til endurbótanna, og mun heildar- kostnaður framkvæmdanna nú nema um 0,1 milljon króna! Oll vinna var lögð fram endurgjalds- laust, og eru laun ekki önnur en ástin, sem nemendur hafa fengið á húsinu við að gefa þvi hluta af sjálfum sér. Þó hefur sú tillaga komið fram innan námsbrautar- innar að mælast til þess við Háskólayfirvöld, að þau gefi and- virði framlagðrar vinnu i Land- helgissjóð, þegar fyrsta varð- skipið verði tekið! Ekki vildu framamenn ræða þessa hugmynd nánar, er á þá var gengið. Húsið var tekið i notkun við hátiðlega áthöfn kí. 6 i gær og var ýmsu stórmenni boðið, enda lagður nýr hornsteinn! Við námsbraut i þjóðfélags- fræðum starfa nú 3 islenzkir lektorar og 2 erlendir gisti- lektorar. Þá eru einnig fjórir stundakennarar þar við störf, og i vetur munu fjórir stundakennarar kenna stutta hrið hver. Enn er óra'ðið i tvær auglýstar prófessorsstöður. Nemendur námsbrautarinnar eru um eitt hundrað. Jón Helgason Halldór Laxness Snorri Sigfússon Pétur Eggerz Stp—Reykjavik. Meðal þeirra mála, er liggja fyrir Alþingi eða þegar hafa verið flutt, er tillaga til þings- ályktunar um kennslu i fjöl- miðlum við Háskóla Islands. Er flutningsmaður Benedikt Gröndal. 1 ályktuninni er bent á, að kennsla i fjölmiðlunar- fræðum gæti fjallað um eftir- talin atriði: Fjölmiðlun al- mcnnt, forsögu upplýsinga- miðlunar, tæknibyltingu og ný viðhorf, áhrif fjölmiðlunar á nútima þjóðfélög o.fl. Blaðamennsku, sögu hennar erlendis og hérlendis, ólikar gerðir blaða og timarita, mis- munandi störf við blaða- mennsku og siðareglur blaða- manna. útvarp, sögu hljóð- varps og sjónvarps, skólasjón- varp, áhirf útvarps á einstakl- inga, félagslif og aðrar menn- ingarstofnanir. Bókaútgáfu, sögu hennar ot tækni, efna- hagslifið útgáfu o.fl. Kvikmyndir, megin-atriði tækninnar, kvikmyndin sem listgrein, fréttamiðill og áróðurtæki, o.fl. Bent er á i ályktuninni, að hér á landi megi áætla, að sé 150—200 sdöður, sem sér- menntun á sviði fjölmiðlunar muni henta. Við blöðin séu um 100 manns, við hljóðvarp og sjónvarp 25—50, en við það bætist auglýsingastofur, blaðafulltrúar, starfsmenn hugsjónastofnana, starfsmenn stjórnmálaflokka o.fl. — 1 tillögu til þingsálykt- unar um endurskipulagninu á oliuverzlun i landinu, þar sem flutningsmenn eru Stefán Gunnlaugsson, Benedikt Gröndal, Eggert G. Þorsteins- son, Gylfi Þ. Gislason, Jón Ar- mann Héðinsson og Pétur Pét- ursson, er lagt til, að Alþingi álykti að kjósa sjö manna nefnd til að gera tillögur um endurskipulagningu á inn- ílutningi á oliuvörum og dreif- ingu þeirra i landinu i þvi augnamiði að tryggja fyllstu hagkvæmni i innkaupum, sölu og dreifingu oliuvara innan- lands, svo að þær geti jafnan verið á boðstólum á lægsta verði til notenda. Nefndin ljúki störfum fyrir 1. júli n.k. og skili tillögum sinum til rlkis- stjórnar og Alþingis. Nefndin leiti nauðsynlegrar sérfræði- aðstoðar, eftir því sem þurfa þykir, en kostnaður greiðist úr rikissjóði. 1 greinargerð um ályktunina segir m.a., að endurskipu- lagning oliudreifingar i land- inu sé aðkallandi mál, sem taka þarf föstum tökum og getur leitt til bættra lifskjara fyrir almenning og létt undir með hvers konar atvinnu- rekstri, ef vel tækist til, og rétt er á málum haldið. — Vilhjálmur Hjálmarsson er flutningsmaður tillögu til þingsályktunar um starfshætti skóla og aðstöðu til likams- ræktar: Alþingi álytkar að skora á rikisstjórnina að láta rannsaka: 1) aðstöðu til likamsræktar i skólum lands- ins, 2) vinnuálagiði skólum. — Rannsókninni skal hraða svo sem tök eru á, og gera skal Alþingi grein fyrir árangri þegar að rannsókn lokinni. Tillaga þessi var flutt á sið- asta þingi, en hlaut þá ekki af- greiðslu. 1 greinargerð ályktunarinn- ar kemur fram að viðtæk upp- lýsingasöfnun varðandi hús- næði skóla hefur átt sér stað, og námsskrár og stundatöflur skólanna gefa þýðingarmiklar upplýsingar og greiði það mjög fyrir athugunum þeim, er tillagan fjallar um.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.