Tíminn - 21.10.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.10.1972, Blaðsíða 7
Laugardagur 21. október 1972 TÍMINN 7 Ctgefandi: Fra'msóknarflokkurínn Krainkvænidastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór<:;gg :::::::::::: arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson|::::::::: ÍÍZfZÍ 'Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös TImáns)J:g:í Auglýsingastjóri: Steingrlmur, Glslaso&ii. • Ritstjórnarskrif-;: :;. ! S;;;;;;; stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, sfmar 18300-18306Í:;:;:;:;:; H;;;;;; Skrifstofur I Bankastræti 7 —afgreiöslusfmi 12323 — auglýs-;;;;:;!;:;; ingasimi 19523. Aörar skrifstofurrsimi 18300. Áskriftargjalá;:;:;:;:;: $;;;;;$ ág5 krónur á mánuði innan lands, i lausasöiu 15 krónur ein';;;;;;;:;; takið. Blaðaprent h.f. Drög að iðnþróunaráætlun Fyrir nokkru kynnti iðnaðarmálaráðherra drög, sem gerð hafa verið að iðnþróunaráætlun með aðstoð sérfræðinga frá Sameinuðu þjóð- unum. Það mun hafa verið fyrrverandi iðn- aðarmálaráðherra, sem hófst handa um þessa áætlunargerð eftir að Framsóknarmenn voru búnir að flytja tillögu um það á mörgum þingum, að samin yrði markviss áætlun um uppbyggingu og eflingu iðnaðarins. Núverandi. rikisstjórn tók þetta stefnumál Framsóknar- flokksins upp á stefnuskrá sina og hefur núver- andi iðnaðarmálaráðherra unnið að þvi, að hraða gerð áðurnefndrar áætlunar. Þegar Framsóknarflokkurinn hóf fyrstur flokka að flytja tillögu á Alþingi um iðnþróun- aráætlun, gerði hann réttilega grein fyrir þvi, að með áætluninni einni ynnist litið meira en að gera sér grein fyrir hvað væri hægt að gera og hvaða þætti iðnaðarins bæri helzt að efla. Ef slik áætlun ætti að verða raunhæf, þyrfti að gera jafnhliða henni og i kjölfar hennar marg- háttaðar ráðstafanir. Annars yrði hún litið meira en nýju fötin keisarans. Þetta gildir enn um þau drög að iðnþróunaráætlun, er um- ræddir sérfræðingar hafa unnið að. Fram- kvæmd hennar er háð allskonar skilyrðum, ef hún á að verða raunhæf. Eitt af þeim skilyrðum, sem verður að fullnægja, er að tryggja iðnaðinum svipaða að- stöðu i lánsfjármálum og hann hefur i þeim löndum, sem keppa við okkur. Eftir samninga okkar við Friverzlunarbandalag Evrópu og Efnahagsbandalag Evrópu er þetta enn nauð- synlegra en áður, þar sem tollvernd sú, sem að vissu leyti hefur bætt iðnaðinum upp lánsfjár- skortinn, fellur þá niður. 1 samræmi við þetta hafa Framsóknarmenn beitt sér fyrir þvi á undanförnum þingum, að lánsfjáraðstaða iðnaðarins yrði bætt,einkum þó á sviði rekstrarlána, þar sem ástandið hefur verið einna verst. Fyrrverandi stjórn stakk þessum tillögum jafnan undir stól. Á siðasta þingi fékkst fyrst samþykkt tillaga frá Framsóknar- mönnum um að Seðlabankinn gerði viðskipta- bönkum mögulegt að veita iðnaðinum lág- marksfyrirgreiðslu i sambandi við rekstrar- lán. Einnig voru samþykkt lög um veðhæfi iðnaðarlána, sem áttu að tryggja iðnaðinum aukið lánsfé. Það verbur að játa að enn hefur litill árangur orðið af framangreindum ályktunum Alþings. Seðlabankinn hefur verið mjög tregur til þess á undanförnum árum, að auka endurkaup á iðnaðarvixlum. í sölum hans hefur þvi miður ráðið allt of mikið sú trú, sem núverandi iðn- aðarmálaráðherra hefur lýst manna bezt, að hér ætti fyrst og fremst að stuðla að stóriðju út- lendinga, en iðnaður landsmanna sjálfra væri ekki sérlega mikils virði. Þessi trú virðist eiga þar sterk itök enn og mega sin meira en góður ásetningur Alþingis og rikisstjórnar. En eitt verða menn að gera sér ljóst, ef þeir ætla að stuðla að raunhæfri iðnþróun. Hversu falleg sem áætlun um hana er á pappirnum, þá verður hún litið meira en nýju fötin keisarans, nema jafnhliða verði gerðar margháttaðar ráðstafanir, sem tryggja það, að hún verði framkvæmanleg. 1 þeim efnum er það ekki sizt mikilvægt að bæta úr rekstrarlánaskorti iðnaðarins. — þj>. I FRLENT YFIRLIT Vinnur Cyril Smith auka- kosninguna í Rochdale? Það gæti orðið mikill ósigur fyrir Verkamannaflokkinn Cyril Smith NÆSTKOMANDI fimmtu- dag fer fram aukakosning á þingmanni i Rochdale, fæð- ingarborg ensku samvinnu- hreyfingarinnar. Þar er nú háð ein harðasta kosningabar- átta, sem sögur fara af i Bret- landi. Næstum allir helztu leiðtogar Verkamannaflokks- ins eru búnir að koma þangað og mæta á fundum með fram- bjóðanda Verkamannaflokks- ins. t siðustu viku mættu t.d. á fundum þar James Gallaghan, Barbara Castle og Michael Foot. Þá eru allir þingmenn Frjálslynda flokksins, sex talsins, búnir að koma þangað og leggja frambjóðenda flokksins lið. Frambjóðandi thaldsflokksins hefur einnig fengið sér nokkra ráðherra til liðveizlu. Ástæðan til þess, að svona hart er barizt i Roch- dale, er sú, að nokkrar likur þykja til þess, að Frjálslyndi flokkurinn geti unnið þingsæt- ið af Verkamannaflokknum. Fyrir Frjálslynda flokkinn gæti það orðið þýðingarmikill sigur og styrkt verulega að- stöðu hans i allmörgum auka- kosningum,,sem eru framund- an. Þá dregur það sérstaka at- hygli að aukakosningunni i Rochdale, að stórblaðið, The Times, birti nýlega niðurstöðu skoðanakönnunar, sem sýndi, að mikill hluti af kjósendum Verkamannaflokksins væri fús til samvinnu við Frjáls- lynda flokkinn i nýjum flokki, og raunar gilti það einnig um marga kjósendur íhalds- flokksins. Úrslitin i Rochdale gætu orðið nokkur visbending um, hve mikið væri að marka niðurstöður umræddrar skoðanakönnunar. t AÐALKOSNINGUNUM sumarið 1970 urðu úrslitin i Rochdale þau, að Jack Mc- Cann, frambjóðandi Verka- mannaflokksins, fékk 19.247 atkvæði, Cyril Smith, fram- bjóðandi Frjálslynda flokks- ins, fékk 14.076 atkvæði og M. Andrews, frambjóðandi íhaldsflokksins, fékk 12.978 at- kvæði. Aukakosningin fer fram vegna þess, að McCann lézt fyrir skömmu. Af þeim, sem voru i framboði i aðal- kosningunum 1970, verður nú aðeins Cyril Smith, frambjóð- andi Frjálslynda flokksins, aftur i kjöri. Verkamanna- flokkurinn býður fram einn af starfsmönnum sambands námuverkamanna, T. Cun- liffe, 44 ára gamlan þjóð- félagsfræðing, menntaðan i Oxford og i Vestur-Þýzka- landi. Ihaldsflokkurinn býður fram efnilegan viðskiptahöld, D.A. Trippier, 26 ára gamlan, sem hefur látið borgarmál i Rochdale allmikið til sin taka. CYRIL SMITH, frambjóð- andi Frjálslynda flokksins, hefur að þvi leyti sérstöðu, að hann er langþekktastur þess- ara manna i Rochdale. Hann er 46 ára og hóf stjórnmálafer- il sinn i Frjálslynda flokknum, en gekk siðan i Verkamanna- flokkinn og komst þar til mik- illa metorða. Hann varð kos- inn borgarstjóri i Rochdale 1966 og þótti reynast vel i þvi starfi. Ari siðar kom hins veg- ar til árekstrar milli hans og Verkamannaflokksins og lauk þvi máli þannig, að Smith gekk úr flokknum. Árekstur þessi hlauzt af þvi, að Smith var ósammála stefnu flokks- ins i húsaleigumálum. Smith gekk nokkru siðar i Frjáls- lynda flokkinn og var fram- bjóðandi hans i Rochdale árið 1970, eins og áður segir. Cyril Smith er eigandi litill- ar verksmiðju, sem hann rek- ur með miklum dugnaði og sæmilegum hagnaði, að þvi talið er. Hann lifir þó fá- breyttu lifi og býr með móður sinni, sem vinnur enn sem þvottakona. Hann er sagður mjög vinsæll, enda frjálsl. og glaðvær i framgöngu. Hann heíur átt sæti i borgarstjórn- inni i Rochdale siðan 1952 og sýnt þar mikinn áhuga á mál- um borgarinnar og nýtur al- mennrar viðurkenningar fyrir það. Persónulegt fylgi hans er talið ná langt út fyrir raðir frjálslynda flokksins. Ef Smith næði kosningu, myndi verða tekið eftir honum i brezka þinginu. Hann er um 190 cm á hæð og eftir þvi gild- vaxinn, enda um 155 kg á þyngd, eða réttara sagt — hann var það, þegar kosninga- baráttan hófst. Siðan hefur hann létzt um 3 kg. FYRIR Verkamannaflokk- inn skiptir það miklu máli, að hann haldi velli i kosningunni i Rochdale, eða a.m.k. að at- kvæðahlutfall hans versni ekki. Hitt væri minni ósigur fyrir hann, þótt Smith sigraði, ef hægt væri að sýna fram á, að sigurinn stafaði af þvi, að ihaldsmenn hefðu kosið hann til að fella frambjóðanda Verkamannaflokksins. Fyrir Smith er lika mikilvægt að geta fært likur að þvi, að hann hafi ekki siður fengið fylgi frá Verkamannaflokknum en ihaldsmönnum. Fyrir Verkamannaflokkinn yrði það mikill ósigur, ef at- kvæðahlutfall hans minnkaði verulega. Þá yrði óeiningunni i flokknum kennt um. Hins vegar yrði það talinn verul. sigur fyrir hann og þó einkum persónulega fyrir Wilson,~ef flokkurinn héldi vel velli i Rochdale. ÞAÐ yrði verulegur ávinn- ingur fyrir Frjálslynda flokk- inn, ef hann ynni kosninguna i Rochdale. Hins vegar er vafa- samt, að sá sigur myndi end- ast honum til langframa. Venjan er sú, að þegar Frjáls- lyndi flokkurinn vinnur á, að annar hvor eða báðir aðal- flokkanna nálgast stefnu hans og reyna að vinna fylgi frá honum á þann hátt. Nýlokið þing Ihaldsflokksins var greinilegt tákn um þetta. Að- urnefnd skoðanakönnun i The Times hafði tvimælalaust veruleg áhrif á stefnumörkun þingsins. Þar var i verulegum atriðum vikið frá hinni ein- strengingslegu ihaldsstefnu, sem stjórn Heaths markaði sér i upphafi, og mörkuð i staðinn miklu hófsamari og umbótasinnaðri stefna. Ihaldsflokkurinn færði sig þannig nær miðjunni, eins og það er orðaö í brezkum blöö- um. Ekki er ósennilegt, að Verkamannaflokkurinn geri það einnig, ef hann verður fyrir áfalli i Rochdale. Annars getur hann átt vaxandi sundrungu og fylgistap yfir höfði sér. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.