Tíminn - 21.10.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 21.10.1972, Blaðsíða 11
Laugardagur 21. október 1972 TÍMINN 11 Umsjón Alfreð Þorsteinsson: - fjórir íslandsmeistarar leika með Reykjavíkursveitinni sem er talin sigurstranglegri Tvö golf- mót i' dag Þrátt fyrir að keppnistíma- bilið i golfi sé löngu búið, halda kylfingar áfram að slá sinn bolta svo lengi sem veður og vallarskilyrði leyfa. 1 dag, fyrsta vetrardag, fagna Grafarholtsmenn vetrinum með þvi að halda 12 holu keppni á velli sinum og ber sú keppni að sjálfsögðu nafnið Vctrarkeppni. Hún hefst kl. 13,30 og er opin öllum kylfingum, sem enn hafa tæki sin og kúlur við höndina. l>á fer frain kcppni á velli (iolfklúbbs Suðurnesja i dag og hefst hún kl. 13,00. Er þetta sameiginleg keppni GS og GK og verður opin öllum, sem vilja leika IS holur á hinum ágæta vclli Suðurnesjamanna. Aðalfundur Aðalfundur Knattspyrnufélags- ins Þróttar verður haldinn n.k. miðvikudag 25. október kl. 20.30 að Siðumúla 11. Venjuleg aðal- fundarstörf. Sjórnin. Norrænt þing Norrænt þing frjálsiþróttaleið- toga fer fram nú um helgina i Kaupmannahöfn. Þing þetta er það 29. i röðinni og sækja það iveir íslendingar, þeir örn Eiðs- son og Svavar Markússon. Engin knattspyrna um helgina Enginn knattspyrnuleikur fer fram um helgina, ástæðan til þess er, að unglingalandsliðið er er- lendis og leikur gegn Luxemborg á morgun. Leikirnir tveir, sem eru eftir i undanúrslitum Bikar- keppninnar, verða leiknir um næstu helgi — þar sem nokkrir leikmenn liöanna, sem eru i undanúrslitum, leika með unglingalandsliðinu i Luxemborg á morgun. i dag fer fram fyrsta opinbera bæjakeppnin i knattborðsleik, „billiard” á Akureyri. Þar keppir sveit frá Reykjavik gegn beztu „billiardspilurunum” á Akureyri. i gær fóru nokkrir af beztu spilur- um Reykjavikur norður og leika þeir gegn Akureyringum i dag. Knattborðsleikur, eða „billi- ard”, er ein sú iþróttagrein, sem litið hefur verið skrifað um, en hefur þó verið leikin hér á landi i fjölda mörg ár, sérstaklega i Reykjavik, og eru þar af leiðandi flestir beztu menn i iþróttinni bú- settir á Stór-Reykjavikursvæð- inu. Nú siðustu árin hafa knatt- borðsstofur skotið upp kollinum viða um land, sú nýjasta er á Akureyri. islandsmeistaramót hafa oft farið fram hér á landi, og nú á næstunni fer fram keppni um is- landsmeistaratililinn 1972 — sú keppni fer fram i Knattborðsstof- unni að Klapparstig 26. Sveitirnar, sem leiða saman hesta sina á Akureyri i dag, eru skipaðar átta leikmönnum hvor. Reykjavikursveitin er sigur- stranglegri, en-i henni leika t.d. þrir siðustu Islandsmeistararnir i „snóker”, þeir Ágúst Ágústsson (1969), en hann er talinn bezti maður iþróttarinnar i dag, Óskar Friðþjófsson (1970) og Gunnar Hjartarson (1971). Einnig leikur með sveitinni hinn skemmtilegi spilari og lslandsmeistari i „krambúl”, Finnbogi Guðmanns- son. Akureyrarsveitin hefur óreyndari mönnum á að skipa, en i þessari iþrótt, sem öðrum, getur allt skeð, sérstaklega þegar Davið leikur á heimavelli gegn Goliat. Við munum segja nánar frá úr- slitum i keppninni hér á siðunni eftir helgina. SOS. Hér á inyndinni sést Agúst Ágústsson, einn bezti ,,billiard”-leikari Iandsins. Ágreiningur um formanns- kjörið veldur áhyggjum Eins og komiö hefur fram, er ágreiningur um formannskjör á ársþingi HSí, sem haldið veröur um næstu helgi. Þeir, sem gefa kost á sér, eru Einar Mathiesen, einn af stjórn- armönnum HSI, og Sigurð- ur Jónsson, fyrrum ein- valdur um val landsliðsins. Svo virðist sem Einar Mathies- sen njóti stuðnings flestra utan- bæjaraðilanna, sem sækja munu þingið, en jafnframt hafa fjögur Reykjavikurfélög lýst yfir stuðn- ingi við hann. Hins vegar hafa tvö Reykjavikurfélög lýst yfir áhuga á þvi að styðja Sigurð Jónsson. Báðir hafa frambjóðendurnir langan feril að baki við stjórn handknattleiksmála. Einar Mathiesen hefur stjórnað hand- knattleiksdeild FH röggsamlega siðustu árin með þeim árangri, að FH hefur verið annað tveggja sterkustu handknattleiksliða landsins og náð frábærum árangri i Evrópubikarkeppninni. Sigurður Jónsson hefur litið kom- ið viðsögu allra siðustu árin, en gat sér gott orð, þegar hann stjórnaði landsliðinu með Karli Benediktssyni á sinum tima. Mál þetta hefur vakið mikla at- hygli innan handknattleiks- hreyfingarinnar, og eru margir ábyrgari forustumenn hennar óhressir yfir þessum ágreiningi og telja, að hann muni skaða is- lenzkan handknattleik. Reykjavíkurmótið í handknattleik: Tekst Val að stöðva sigurgöngu Víkings? - yngri flokkarnir byrja að leika í dag í Reykjavíkurmótinu leik, þegar Vikingur og Valur mætast kl. 20.15, og verður gam- an að sjá hvort Valsliðinu tekst að stöðva sigurgöngu Vikings i mót- inu, en Vikingsliðið er eina liðið, sem ekki hefur tapað leik. Hinir leikirnir i meistaraflokki karla eru 1R — Ármann og Fylkir — KR. 1 dag byrja yngri flokkarnir að leika handknattleik i Laugardals- höllinni, og verður keppt i öllum aldursflokkum i dag og á morgun. Þá verða einnig leiknir tveir leik- ir i meisiaraflokki kvenna, og mætast þá Fram og Vikingur og Valur — KR. Keppnin i dag hefst kl. 16.00, en kl. 14.00 á morgun. Bikarkeppni KKÍ: KR og ÍR leika til úrslita annað kvöld ingum á Akureyri í dag Kristján Stefánsson, hinn sterki körfuknattleiksmaöur úr KR, sést hér skora körfu hjá ÍR. liðin leika með sina sterkustu leikmenn og hafa þeir æft vel i allt sumar. Þó hefur KR-liðið misst einn góðan leikmann, Einar Bollason, sem getur ekki leikið körfuknattleik framar, vegna slæmrar liðagiktar. KR-liðið hef- ur þá fengið góðan iiðstyrk frá þvi i fyrravetur, það eru þeir Gutt- ormur Ólafsson og Gunnar Gunn- arsson, sem eru aftur byrjaðir aðleikameð liðinu. lR-liðið hefur fengið þrjá nýja leikmenn i sinar raðir, þá Einar Sigfússon, Pétur Böðvarsson og Anton Bjarnason. Þrir leikir verða leiknir i meist- mótinu i handknattleik annað araflokki karla i Reykjavikur- kvöld. Þaö má reikna með hörku Bæjarkeppni í „billiard”: Reykvíkingar leika gegn Akureyr- Kvennalið Vals og KR, sem sigruðu i sinum fyrstu leikjum i Reykjavík- urmótinu, leiða saman hesta sina á morgun. Hér sést bezta handknatt- leikskona Vals senda knöttinn i netið. Annað kvöld kl. 20.30 fer fram úrslitaleikurinn i Bikarkeppni KKI i iþróttahúsinu á Seltjarnar- nesi, og verða það gömlu keppi- nautarnir KR og 1R, sem mætast. Það má búast við skemmtílegum leik, eins og alltaf, þegar KR og 1R mætast i körfuknattleik. Bæði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.