Fréttablaðið - 24.05.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 24.05.2004, Blaðsíða 13
13MÁNUDAGUR 24. maí 2004 ■ LÖGREGLUFRÉTTIR 800 7000 - siminn.is Við hjálpum þér að láta það gerast Frelsi í útlöndum N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M xx xx Frelsi í útlöndum er þjónusta hjá Símanum sem gerir þér kleift að nota frelsisnúmerið þitt erlendis. Þú skráir þig aðeins einu sinni og eftir það þarftu ekki að gera frekari ráðstafanir þegar þú ferð til útlanda. Skráðu þig í verslunum Símans eða á siminn.is og vertu í góðu sambandi við vini þína þegar þú ert í útlöndum. Skráðu þig og þú getur notað frelsisnúmerið þitt um allan heim Það kostar ekkert að skrá sig Býðstaðeins hjáSímanum Bandaríkin: Aldraðir lög- sækja lyfja- fyrirtæki BANDARÍKIN, AP Hópur ellilífeyr- isþega í Minnesota í Bandaríkj- unum hefur lögsótt níu stór lyfjafyrirtæki fyrir samráð um að halda lyfjaverði háu með því að meina kanadískum lyfjafyr- irtækjum aðgang að markaðn- um með sambærileg og ódýrari lyf. Lyfjafyrirtækin harðneita því að um samráð hafi verið að ræða og vara sterklega við að lyf séu flutt inn frá Kanada þar sem slíkt bjóði upp á misnotkun og að meiri líkur séu á að ónýt og úrelt lyf komist á bandaríska markaðinn. ■ Afganistan: Ráðist á lög- regluþjóna KABÚL, AP Tveir afganskir lög- regluþjónar létu lífið er ráðist var á lögreglubíl í vesturhluta Afganistans á miðvikudag. Lög- reglumönnunum var veitt fyrir- sát er þeir sneru heim eftir að hafa veitt starfsmönnum Sam- einuðu þjóðanna fylgd milli tveggja borga í Afganistan. Fjórir lögregluþjónar voru í bifreiðinni en tveimur þeirra tókst að flýja. Alda árása sem gengið hefur yfir Afganistan þykja til marks um óstöðugleika í landinu. Fyrstu kosningarnar eftir að talibanastjórninni var komið frá verða haldnar í landinu í sept- ember. ■ Mannslát í Kína: Drukku eitrað áfengi KÍNA Sex voru handteknir í suð- urhluta Kína fyrir að búa til eitrað áfengi sem varð að minnsta kosti ellefu að bana. Þá voru fimmtíu lagðir inn á sjúkrahús eftir neyslu áfengis- ins, sem innihélt tréspíra. Þrettán eru auk þess í haldi lögreglu og leitað er að fleir- um. Kínversk yfirvöld hafa rannsakað 10.000 bari, hótel og víngerðarmenn og hafa hund- ruðir lítra af eitruðu áfengi fundist. ■ FALCONE MINNST Enrico La Loggia, innanríkisráðherra Ítalíu og Pietro Lunardi, samgönguráðherra landsins, voru meðal þeirra sem tóku þátt í athöfn þegar minnisvarði um Giovanni Falcone dómara var afhjúpaður í Palermo á Sikiley í gær. Falcone, sem barðist hat- rammlega gegn ítölsku mafíunni, var myrt- ur 23. maí 1992 ásamt Francescu Morvillo, eiginkonu sinni og lífvörðum þeirra. Innanhússmót í fótbolta: Á sjöunda tug lögreglumanna í Eyjum LÖGREGLAN Innanhúsmót lögreglu- manna í fótbolta var haldið í Vest- mannaeyjum um helgina. Níu lið mönnuð á sjöunda tug lögreglu- þjóna tóku þátt. Lið A frá Ríkis- lögreglustjóra vann mótið. Það sigraði í sjö leikjum og tapaði ein- um. Lögreglan á Akranesi lenti í öðru sæti og tapaði á markahlut- falli. Lið Reykjavíkur A var í þrið- ja sæti en fjögur lið komu frá Reykjavík. Spilaðir voru 36 leikir á föstudag og laugardag. Besti leikmaðurinn var Akurnesingur- inn Guðjón. Besti varnarmaður var valinn Birgir hjá Rikislög- reglustjóra og Hjalti frá sömu stofnun var markahæstur með 20 mörk. Að mótinu loknu snæddi hópurinn í Höllinni og fór á ball á Lundanum um kvöldið. Mótið var mjög vel heppnað segir lögreglan í Vestmannaeyjum. ■ SKEMMTANAHALD Margir ný- stúdentar gistu í tjöldum á Sel- fossi um helgina. Þeir skemmtu sér á balli með Stuðmönnum á laugardagskvöldið. Einn gisti fangageymslur lögreglunnar fyrir drykkjulæti en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu Sel- foss eiga stúdentarnir hrós skil- ið fyrir góða umgengni og prúð- mennsku. EGILSSTAÐIR Ungur maður var tekinn á 117 kílómetra hraða á veginum milli Fellabæjar og Egilsstaða snemma sunnudags- morguns af lögreglunni á Egils- stöðum. Þar er hámarkshraðinn 70. Ökumaðurinn má vænta 40 þúsund króna sektar sam- kvæmt almennum reglum um ökuhraða. Lögreglan tók einnig karlmann fyrir ölvunarakstur. ÖLVUNARAKSTUR Ökumaður náðist á hlaupum eftir að hafa verið stöðvaður fyrir ölvun- arakstur af lögreglunni á Ísa- firði. Hann var próflaus vegna fyrri ölvunaraksturs. SIGURREIFIR Lið Reykjavíkur A varð að láta sér lynda þriðja sætið og bronsverðlaunin. 12-13 23.5.2004 22:38 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.