Fréttablaðið - 24.05.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 24.05.2004, Blaðsíða 18
18 24. maí 2004 MÁNUDAGUR ■ JARÐARFARIR 24. maí er sjálfstæðisdagur Erít-reubúa, en á þessum degi árið 1993 lýstu þeir yfir sjálfstæði frá Eþíópíu. Erítrea var áður ítölsk nýlenda og fór undir breska stjórn árið 1941. Ellefu árum síðar ákváðu Sameinuðu þjóðirnar að leysa deilur um stöðu landsins með því að gera Erítreu að sjálfráðu fylki í Eþíópíu. Sú ákvörðun var sátta- miðlun á milli krafna Eþíópíu um stjórn svæðisins og kröfu Erítreu um sjálfstæði. 1962 ákvað hins vegar Haile Selassie, keisari Eþíópíu, að innlima þetta land- svæði og kom þar með af stað stríði sem stóð í rúm 30 ár. Sjálfstæði landsins varð að veruleika stuttu eftir að Sjálf- stæðisflokkur Erítreu og and- spyrnuhreyfingar í Eþíópíu steyp- tu af stóli Mengistu Haile Mari- am, sem tekið hafði við stjórn Eþíópíu eftir fall Selassie. Í þjóðaratkvæðagreiðslu 1993, sem studd var af Eþíópíu, sam- þykktu Erítreubúar nánast sam- hljóma sjálfstæði landsins og við það missti Eþíópía aðgang að sjó. Eftir sjálfstæðisbaráttuna lin- nti ekki stríðsátökum, því fyrst var háð stríð við Jemena sem eru hinum megin við Rauðahafið og svo tóku við lengri átök við sína gömlu herra í Eþíópíu. Formleg- um átökum lauk í júní árið 2000 og er nú við lýði öryggissvæði á milli landanna tveggja sem Sameinuðu þjóðirnar vakta. ■ Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur er 56 ára. Kristján Jóhannsson stórsöngvari er 56 ára. 13.30 Bjarni Magnússon, Borgartúni 30a, áður Heiðvangi 8, Hafnar- firði, verður jarðsunginn frá Hafn- arfjarðarkirkju. 13.30 Ingibjörg M. Þórhallsdóttir, Garðsenda 12, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju. 13.30 Sveinborg J. Kristjánsdóttir (Bogga), Hringbraut 50, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. 15.00 Árni Snæbjörn Valdimarsson vélfræðingur, Rauðalæk 25, verð- ur jarðsunginn frá Grafarvogs- kirkju. 15.00 Guðrún Ásta Torfadóttir, Dal- braut 14, áður til heimilis í Heið- argerði 16, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Grensáskirkju. Sonur minn fæddist tveimurdögum fyrir fertugsafmælið þannig að aðalafmælið var á laug- ardaginn,“ segir Kristján Frank- lín Magnús leikari sem er 45 ára í dag. Kristján segist glaður falla í skuggann af fimm ára afmæli sonarins enda um mun merkilegri dag að ræða. Sjálfur segist hann ekki hafa verið meira afmælis- barn en gengur og gerist á sínum yngri árum en neitar því ekki að spennan hafi oft verið þó nokkur í kringum daginn. Afmælið verður eins og venju- legur vinnudagur að sögn Krist- jáns. „Við erum að byrja að æfa nýtt leikrit í Hafnarfjarðarleik- húsinu. Ég veit nú reyndar ekki hvað ég á að kalla það en eins og stendur gengur það undir nafninu Úlfhamssaga.“ Áætlað er að sýn- ingar muni hefjast í haust og er tilhlökkunin tvíþætt, því þetta verður fyrsta leikrit Hafnarfjarð- arleikhússins í nýju húsnæði. Spurður um eftirminnilegan afmælisdag segir Kristján átta ára afmælið fyrst koma upp í hug- ann, ekki er það þó afmælisboðið sjálft sem veldur því. „Ég fékk að fara í sund þar sem ég var svo óþolinmóður að bíða eftir afmæl- inu, ég lét því tímann líða þar. Ég ranka síðan ekki við mér fyrr en klukkan er orðin sjö. Afmælisboð- ið var auðvitað löngu búið þegar heim var komið og gestirnir farn- ir.“ Undanfarin ár hefur Kristján hins vegar ekki verið mikið í veisluhöldum. „Þegar ég varð fer- tugur var sonurinn aðeins tveggja daga gamall og konan mín var enn á fæðingardeildinni, þannig að lít- ið var um veisluhöld. Hins vegar þegar ég varð þrítugur hélt ég upp á afmælið með Þór Tulinius leikara. Við leigðum stað og hljómsveit og það var heljarinnar gaman.“ ■ AFMÆLI KRISTJÁN FRANKLÍN MAGNÚS ER 45 ÁRA Í DAG ■ Aðalafmælið var á laugardaginn þeg- ar sonurinn varð fimm ára. BOB DYLAN Megas Bandaríkjanna er 63 ára í dag. 24. MAÍ ■ ÞETTA GERÐIST 1543 Stjarnfræðingurinn Kóperníkus deyr. 1883 Brooklyn-brúin, sem tengir Brooklyn og Manhattan-hverfi New York-borgar opnar fyrir al- menna umferð. 1939 Þýskaland og Ítalía skrifa undir „stálsamninginn“ og mynda þar með Öxulveldin. 1941 Þýska orrustuskipið Bismarck sekkur breska orrustuskipinu Hood í Norður-Atlantshafi í síðari heimstyrjöldinni. 1976 Concorde-þotan hefur áætlunar- flug frá Englandi og Frakklandi til Washington, DC. Flugtími er rétt undir fjórum tímum. 1980 Íranar hafna beiðni dómstólsins í Haag um að sleppa bandarísk- um gíslum. 1994 Hinir fjóru sem dæmdir höfðu verið fyrir sprenginguna í World Trade Center eru dæmdir til 240 ára fangelsisvistar. 1999 39 námuverkamenn láta lífið í gassprengingu í námu í Úkraínu. ERÍTREA Mikil uppbygging er fyrir höndum í Erítreu en þjóðin hefur háð tvær styrjaldir síðan landið fékk sjálfstæði fyrir ellefu árum. ERÍTREA LÝSIR YFIR SJÁLF- STÆÐI FRÁ EÞÍÓPÍU ■ Mikil uppbygging fyrir höndum eftir tvær styrjaldir. 24. MÁI 1993 Nýtt leikrit á afmælisdaginn Þorkell Gunnar Guðmundsson,hönnuður og húsgagnasmiður, er að láta af störfum við Iðnskól- ann í Hafnarfirði eftir 40 ára starf og af því tilefni var opnuð sýning í Iðnskólanum sem standa mun til 10. júní. Þorkell hefur starfað sem hönnuður í samvinnu við ýmsa húsgagnaframleiðendur, eins og Á. Guðmundsson hf. og Smíða- stofu Sverris Hallgrímssonar hf. Meðal annars hannaði hann hina vinsælu Spíra-svefnbekki sem voru geysilega vinsælir hér á landi og seldust einnig vel er- lendis, meðal annars í Dan- mörku, Þýskalandi og í Færeyj- um. Einnig hannaði hann Stuðla- skilrúm sem einnig mátti finna víðast hvar á íslenskum heimil- um. Fjölmargir hafa því fært sér í nyt hönnun Þorkells, þó svo all- ir hafi ekki gert sér grein fyrir því. „Maður er ennþá að sjá þetta í húsum, svo og stuðlaskilrúmin,“ segir Þorkell. „Það er kannski eðlilegt enda eru þetta góð stykki sem hafa fullnægt þessum þörf- um markaðarins. Það eru jafnvel uppi hugleiðingar um að fara að framleiða hann aftur, að mestu samkvæmt sömu hönnun.“ Auk húsgagna má finna tréskúlptúra á sýningu Þorkels. „Þetta eru ýmsir skúlptúrar sem ég hef unnið með í gegnum árin. Eftir að ég lauk hönnunarnámi fór ég í myndlistarnám hjá Ás- mundi Sveinssyni. Þetta var al- veg frábær maður og einhver sá besti kennari sem ég hef haft.“ Hann mun halda áfram að hanna á sinni hönnunarstofu og segir að það sé skemmtilegast en jafnframt erfiðast að gera stóla. Eitt hans frægasta verk er ein- mitt stærsti stóll í heimi, sem var tákn sýningarinnar Heimilið ‘77 og komst í Heimsmeistarabók- ina. ■ Hönnun sem má víða finna ÞORKELL GUNNAR GUÐMUNDSSON Segir skemmtilegast og erfiðast að hanna stóla. Hannaði stærsta stól í heimi, sem komst í Heimsmeistarabókina. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T TÍMAMÓT LÆTUR AF STARFI Í IÐNSKÓLAN- UM Í HAFNARFIRÐI EFTIR 40 ÁR ■ Heldur sýningu í skólanum af því tilefni. ■ Blaðberi vikunnar GUNNLAUGUR ÞORSTEINSSON Er blaðberi vikunnar hjá Fréttablaðinu. Hann hefur borið blaðið út í tvö ár og finnst skemmtilegast að vera með vinum sínum. Hvað heitir blaðberinn? Gunnlaugur Þorsteinsson. Hvað ertu búinn að bera út lengi? Í tvö ár. Hvað ertu með í vasanum? Bréf. Hvað finnst þér skemmti- legast að gera? Vera með vinum mínum og tjilla. Hvert er þitt mottó? Það er dauðinn sem heldur okkur lif- andi! ■ AFMÆLI KRISTJÁN FRANKLÍN MAGNÚS Afmælið verður venjulegur vinnudagur í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Frá sjálfstæði í stríð 18-55 Tímamót 23.5.2004 17:18 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.