Fréttablaðið - 24.05.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 24.05.2004, Blaðsíða 20
24. maí 2004 MÁNUDAGUR Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ ROCKY ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Martin Eftir Frode Överli Það var fyrir langa löngu sem að ég var í bíltúr með honum pápa gamla. Eins og svo oft var litli snáðinn æði spurull. „Hvað er þetta?“ og „af hverju er það?“ Vá, hvað maður þarf að vera með hlutina á hreinu þegar kemur að foreldrahlutverkinu. Mað- ur þarf að vita ALLT! Einu sinni vorum við á ferð vest- ur á fjörðum og lá leið okkar fram hjá laxeldi þar vestra. Þar sem veiðiáhugi minn var mikill, þá vakti þetta aðdáun mína. Um þetta skyldi sko spurt! Pabbi gamli lék á alls oddi, enda sjálfur haldinn ólækn- andi veiðibakteríu. Hann útskýrði fyrir mér að nokkur hundruð þús- und seiðum væri sleppt eftir ein- hvern tíma úr eldinu. Einhverjum mánuðum eða árum seinna kæmu svo 5% þeirra til baka. Það væri kallað heimtur. Litla stráknum fannst þetta stórmerkilegt. Hví ætti laxinn að leita aftur á sínar æsku- slóðir? „Og hvernig ætli hann rati hingað?“, hugsaði ég með mér. Það er ekki eins og það sé eitthvað auð- velt að þekkja eina á frá annarri. Og af hverju er bara hluti seiðanna sem kemur aftur en ekki bara öll hers- ingin? Þetta voru svo sannarlega framandi upplýsingar. Tveimur áratugum síðar rifjað- ist þetta upp fyrir mér. Um svipað leyti voru margir af mínum æsku- vinum að flytja aftur á sínar æsku- slóðir. Sumir eftir nám í Reykjavík eða á Akureyri, aðrir eftir nám eða dvöl erlendis. Eitthvað í þessu fólki togaði þau aftur vestur á firði, þar sem það ólst upp. Ég fór að velta því fyrir mér hvort að mannskepnan gæti verið eitthvað svipuð og laxinn, að 5% okkar flytji aftur á heimaslóð- ir eftir að hafa freistað gæfunnar úti í hinum stóra heimi. Allavega mun fjörðurinn sem kenndur er við Patrek, alltaf vera minn heimastaður. Er nokkuð viss um að ég endi þar eins og margir úr vinahópnum. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA SMÁRI JÓSEPSSON VELTIR FYRIR SÉR HVAÐ SÉ LÍKT MEÐ LAXI OG MÖNNUM ■ Erum við skepnur? Þú ert góður, Palli! En Kalli er töff! Ég fíla töff gaura! Svoldið villta! Ég fíla þá villta! Ekki eins og Kalli! Kalli er karl- mennskan upp- máluð! Þessir stinnu vöðvar, rándýrsaugun fyrir aftan gler- augun! Kalli er bestur! Kalli rúlar! Tyson lítur út eins og Geir Ólafs við hliðina á Kalla! Kalli hefur valdið, Kalli... Palli ? Ertu þarna? Mér þykir það leitt ef ég hef sært þig! Komdu aftur til mín Palli! Halló! Ég get verið bæði töff og villtur! Ahh akkúrat... Ég skil! HIKST AAAAAF-SAAAKIÐ! Að ropa „afsakið“ flokkast ekki sem kurteisi. Þú verður samt að viður- kenna að þetta var ansi tilkomumikið! Langt síðan við höfum hist! Hvað hefurðu verið að gera? Býrðu ennþá hjá foreldrum þínum í Mosfellsbæ? Hvernig ætlarðu að fara að því? Þú nennir hvorki að læra né vinna! Ég ætla að gera eins lítið og ég get eins lengi og ég get... Sem ráðgjafi þinn legg ég til að þú gerist rappari! Ég vann VÍST einu sinni. Og þá handleggsbrotnaði ég! Fuck that shit! Já... Ég vil ekki flytja í ein- hverja skítablokk í Breið- holti, þegar ég flyt þá verður það sko í villu í Þingholtunum! Eins lítið og ég get! 56-57 (20-21) Skríp'o 23.5.2004 19:40 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.