Tíminn - 25.10.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.10.1972, Blaðsíða 1
GOÐI ffóóitii mal c 244. tölublaö —Miðvikudagur 25. október—56. árgangur. RAFTÆKJADEILD Hafnarslræti 23 Simar 18395 & 86500 Veturseta við Sanclá á Nýjabæjar- afrétti Það hefur líklega aldrei fyrr flögrað að neinum að ætla fólki vetursetu á Nýjabæjarafrétti sem ekki mun talinn beinlinis byggi- iegur, og getur þess jafnvel ekki. að þar hafi útilegumaður nokkrun tima leitað athvarfs á fyrri öldum. En nú virðist enginn hörgull á fólki, sem ljúft er að dveljast þar. íbúðin bíður íbúanna í 900 m hæð yfir sjó A stærri myndinni sést Vigri RE 71 leggja að bryggju i Reykjavfk i gær. A minni myndinni eru hjónin HansSigurjónsson skipstjóriog Ingibjörg Guðbjörnsdóttir um borðíVigra. Timamyndir GE. Vigri kominn heim •• Annar togari Ogurvíkur væntanlegur í nóvember ÞÓ—Reykjavik. Vigri RE 71, fyrsti nýsmíðaði skuttogari islendinga og fyrsti togarinn, sem er smiðaður fyrir islenzka aðila I 12 ár, kom til Reykjavikur um hádegisbilið i gær eftir rúmlega fimm sólar- hringa siglingu frá Gdynia i Pól- landi, — þar sem togarinn yar smiðaður. Vigri er 801 brúttólest að stærð, samkvæmt nýju mælingunum, en samkvæmt gömlu mælingunum yrði skipið eitthvað i kringum 1100 lestir og þá stærsti togari i eigu Islendinga. Skipstjóri á Vigra er Hans Sig- urjónsson, einn af hluthöfum Ogurvikur og áður skipstjóri á togaranum Vikingi frá Akranesi. Hans sagði við heimkomuna i gær, að þeir hefðu hreppt leið- indaveður á heimleiðinni, en af litilli reynslu kynni hann mjög vel við skipið. Tveir mánuðir erú nú liðnir sið- an áhöfnin fór út til að sækja Vigra, en hann átti að vera kom- inn heim fyrir mánuði, en i reynsluferðinni yfirbrann rafall, sem tafði heimsiglingu skipsins. Eins og á öðrum skuttogurum fer öll fiskaðgerð fram undir þil- fari á Vigra eða fram á milliþil- fari. Fiskmóttakan þar getur tek- ið á móti 50 tonnum, og að auki er hægtað setja mikinn fisk á dekkið ef þannig stendur á. Lestarnar i Vigra taka um 300 tonn af isvörð- um fiski og eru þær útbúnar á venjulegan hátt, það er að segja með stiufyrirkomulagi. Liklegt er, að Vigri geti farið i fyrstu veiðiferð sina upp úr helg- inni, en það veltur þó mikið á þvi, að búið verði að semja um fjölda manna og kaup og kjör á skuttog- urum af þessari stærð. Engis slik- ir samningar eru til á Islandi, en undanfarið hafa samningaum- ræður staðið yfir, og búið er að visa málinu til sáttasemjara. Þeir Hans Sigurjónsson og Gisli Jón Hermannsson sögðu að skipið myndi kosta um 130 milljónir króna tilbiiið á veiðar. Samkvæmt þeim áætlunum, sem gerðar voru i fyrra, þarf skip eins og Vigri áð fiska fyrir 55-60 milljónir á ári, en á þeim tima, sem liðinn er frá þvi að þessi áætlun var gerð hefur allur út- gerðarkostnaður aukizt mikið, þannig að búast má við, að skip sem Vigri þurfi að fiska fyrir enn hærri upphæð, ef það á að bera sig. Aðalvél Vigra er af Mirless gerð 2185 hestöfl miðað við skrúfu og togkraftur er 25 tonn. Gang- hraði i reynsluferð var 14.9 sjómilur, og meðalgangur á heimleið rúmar 13 milur. Hjálparvélar eru tvær af Cater- pillar gerð, önnur aðeins ætluð til nota i höfnum. Dýptarmælar skipsins eru af Kelvin Huges gerð og að auki eru i skipinu „asdic og net sounder" frá Elac. 12 manna áhöfn var á Vigra i heimsiglingu, en reiknað er með að 25 menn verði á skipinu þegar það er á veiðum. Sem fyrr segir, er Hans Sig- urjónsson skipstjóri á skipinu og sagði hann, að hann vonaðist til að Vigri gæti gefið mun meira af sér en t.d skip eins og Vikingur. 1. stýrimaður verður Eðvald Eyjólfsson og 1. vélstjóri Sigurjón Þórðarson. Hluthafar i ögurvik eru alls sjö og þeir eru Halldór Þorbergsson, Pétur Gunnarsson, Hans Sigurjónsson, Björn Þór- hallsson, Sverrir Hermannsson, Þórður Hermannsson og Gisli Jón Hermannsson. Ogurvik á von á öðrum skuttog- ara frá Póllandi i næsta mánuði, og er það samskonar skip og Vigri. Skipstjóri á honum verður Brynjólfur Helgason, áður 1. stýrimaður á Sigurði. Pólska skipasmiðastöðin, sem byggir Vigra og ögra, sendi 3 eftirlitsmenn með þeim i fyrstu veiðiferðina, en siðan mun einn maður verða um borð i hvoru skipi i sex mánuði til eftirlits. Svo er mál með vexti að i haust voru tvö smáhýsi af þeirri gerð, sem notuð voru við Búrfell, þegar virkjun þar var á döfinni, og siðan eru kunn sem gistiskýli á Egils- stöðum, flutt upp á hálendið og sett niður vestan hallt við innstu drög Eyjafjarðardals i níu hundruð metra hæð yfir sjó, ekki langt frá Sandá alllangt austan við Vatnahjallaveg. Er annað þessara smáhýsa ætlað til ibúðar, en hitt á að vera vistageymsla þeirra, sem þar taka sér ból- festu. ATHUGANIR VEGNA HA- SPENNULÍNU — Þarna a að framkvæma ranns- ðknir vegna hönnunar háspennu- linu frá Sigölduvirkjun norður i land, sagði Jakob Björnsson deildarverkfræðingur, er Timinn spurðist fyrir um þetta hjá honum. A þessum slóðum, er talinn mest isingarhætta á öllu> þvi svæði sem linan mun liggja og þaðer kannski lika stórviðrasam- ast þarna á hálendisbrúninni. Við munum ef til vill koma við á öðrum stöðum, upp einhverjum rannsóknartækjum eða búnaði, sem vitjað verður af og til. HÆST YFIR SJÓ ALLRA MANNABÚSTAÐA HÉR Aldrei fyrr mun fólk hafa átt vetrardvöl jafnhátt ýfir sjó og þessir skálar eru, jafnvel þó'tt ekki sé gengið fram hjá þjóð- söguna um hústrúna eyfirzku, sem átti að hafa flúið fram í Laugarfell i svartadauða. — Ég hygg þó, að ekki verði hörgull á fólki, sem vill taka að sér að vera þarna, sagði Jakob. Við auglýstum þetta fyrir nokkrum dögum, og það hefur heilmikið verið spurt um starfið, og nokkrir hafa sótt um það. Einkum eru það hjón, sem virðast hafa hug á þessu. Þeim sem þarna verður, er ekki ætlað að fara vitt yfir, en munu þó fá litinn vélsleða til umráða. Aftur á móti verður talsvert annriki við ýmis konar mælingar og athuganirj.H Einar Ágústson, utanríkisráðherra: „Svörum viðskipta- hötunum meðstuðn ingi við iðnaðinn" TK-Reykjavík. „Rikisstjórnin hefur haft til at- hugunar skýrslu embættis- mannanefndar þeirrar, er ræddi við bre/.ka embættismenn um landhclgismálið dagana 5.-7. október s.l., og hefur í framhaldi af þcim viðræðum nú tilkynnt bre/.ku rfkisstjörninni, að af is- lands hálfu sé eigi talinn grund- völlur til framhaldandi viðræðna, nema jafnhliða svæðum og veiði- timabilum sé einnig rætt um fjölda, stærð og gerð brezkra skipa á íslandsmiðum." Svolátandi fréttatilkynning barst blaðinu frá utanrikisráðu- neytinu i gær. 1 framhaldi af þvi átti Timinn viðtal við Einar Ágústsson, utanrikisráðherra i tilefni þeirrar yfirlýsingar, sem rikisstjórnin gaf út i gærmorgun um skilyrði fyrir áframhaldandi viðræðum við Breta um hugsan- lega bráðabirgðalausn land- Framhald á 3. siðu. Bretar æfir: Útfærsla í Noregi? ÞÓ—Reykjavik. Málefnasamningur norsku rikisstjórnarinnar var birtur i gær. Þar segir m.a. að rfkis- stjórnin hafi útfærslu norsku fiskveiðilandhelginnar til at- hugunar. Þessi frétt vakti mikla at- hygli i Bretlandi og sums staðar hefur fréttin valdið miklu róti eins og t.d. i Grimsby. Mál þetta bar & góma i brez,ka þinginu i gær, og lögðu margir þingmenn áherzlu á skjóta lausn fiskveiði- deilunnar við Island. Haft var eftir ábyrgum aðilum i Bret- landi, að útfærsla islenzku landhelginnar hefði keðju- vernandi áhrif, og yfirlýsing norsku rikisstjórnarinnar um, að hún hefði útfærslu land- helginnar i huga, stappaði stálinu i Islendinga. Mikil reiði gaus upp i Grimsby, þegar fréttist um málefnasamning norsku rikis- stjórnarinnar. Jack Evans, formaður brezkra togarasjó- manna, sagði að ef Noregur færði út landhelgina, þá hefðu brezkir togarar engin fiski- mið. Togarar frá Grimsby væru þegar byrjaðir að flýja miðin við island, og hefðu þeir leitað á miðin við Noreg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.