Tíminn - 25.10.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.10.1972, Blaðsíða 3
Miftvikudagur 25. október 11172 TiMINN 3 Hveragerði: Ylræktaruppskeran lítil og léleg SB-Heykjavik — Ljóst er nú, að öll yl- ræktaruppskera i Hveragerði verður bæði minni og lélegri i ár en venjulega, sagöi frétta- ritari Timans Þórður Snæ- björnsson i viðtali. Stafar þetta fyrst og fremst af óhag- stæðu veðurfari. Ekki liggur fyrir, hversu fjárhagslegt tjón garðyrkjubænda vegna þessa verður mikið. Einkum er það myrkur, sem hefur slæm áhrif á ylgróður. Litil sól hefur veriö i sumar og i fyrravetur var litill snjór, hann gefur gróðrinum lika birtu. Viðskiptahótanir Framhald af bls. 1. helgisdeilunnar. Viðtalið við Ein- ar fer hér á eftir: — Má túlka þessa yfirlýsingu svo, Einar, að rikisstjórnin hafi lokað viðræðunum við Breta? — Af okkar hálfu er þetta alls ekki lokun á samningaviðræðum við Breta og við vitum að þessi tilmæli koma Bretum alls ekkert á óvart, þvi að við höfum frá upp- hafi gert þeim grein fyrir því, að svæðatakmarkanir við undan- þáguveiðar innan hinnar nýju 50 milna fiskveiðilögsögu hefðu ákaflega litið gildi, nema hemill væri jafnframt settur á tölu, gerð og stærð togaranna, þvi að aug- ljóst er að ásóknin á opnu svæðin getur orðið óhæfilega og hættu- lega mikil, ef ekki verður beitt takmörkunum af þvi tagi. Þess vegna teljum við frekari viðræður um bráðabirgðalausn málsins þýðingarlausar nema Bretar fáist til að ræða öll þessi mál i samhengi, en embættis- mannanefndin brezka, sem hér sat að samningaviðræðum i Reykjavik, hafði alls ekki umboð frá brezku rikisstjórninni til að ræða þessi atriði, sem frá upphafi hafa verið grundvallarskilyrði af okkar hálfu i þessum samninga- viðræðum. — Mun innflutningsbannið i Bretlandi verða okkur til veru- legra óþæginda? — Innflutningsbannið kemur sjálfsagt illa við ýmsa aðila, sem starfa að innflutningi og útflutn- ingi og þess vegna ber að harma að til slíkra aðgerða skuli gripið i Bretlandi. Hins vegar tel ég, að þetta innílutningsbann Breta þurfi ekki að hafa svo ýkja óhag- stæð áhrif á islenzku þjóðina i heild eða islenzkan þjóðarbúskap. Við verðum einvaldlega að beina viðskiptum okkar annað, en fyrst og fremst og á það legg ég áherzlu, eigum við að nota þetta tilefni til að styðjast meira við innlenda iðnaðarframleiðslu en við höfum gert. Við þurfum ekki að kaupa allan þennan iðnvarning frá útlöndum. Við getum búið hann til sjálfir og islenzkur iðnað- ur hefur á ýmsum sviðum sýnt að hann stendur hinu innflutta sízt að baki. Ég vil þvi leyfa mér að skora á íslendinga að svara er- lendum viðskiptahótunum með ákveðnum stuðningi við islenzkan iðnað. — Hvað um samningavið- ræðurnar viö Vestur-Þjóðverja, hefur rikisstjórnin tekið nokkra ákvöröun um framhald þeirra? — Eins og kunnugt er kom þýzki sendiherrann með tilboð til min frá rikisstjórn sinni um samningaviðræður að uppfylltum nokkrum nánar tilgreindum skil- yrðum, sem ég vil ekki ræða á þessu stigi. Við báðum hann að afla upplýsinga hjá stjórninni i Bonn um nánari útlistun þessara skilyrða. Hann tók það að sér en þessar skýringar hafa ekki borizt og við biðum þeirra. Þá sagði Þórður. að blóma- ræktarmenn vrðu iðulega að fleygja miklu magni afskor- inna blóma vegna innflutnings erlendis frá. Gifurleg aukning hefur orðið á innflutningi blóma og virðist hver sem er geta pantað sér blóm erlendis frá. Hins vegar er öðruvisi með ávexti og grænmeti. þvi að sérstök leyfi þarf til inn- flutnings á þvi. Garðyrkjubændur i Hvera- gerði eru 20-30 talsins og kvað Þórður þá hafa slæma að- stöðu, þarsem þeir eiga engan fulltrúa á stéttarsambands- þingi barnda eða búnaðar- þingi. Yrði þvi málstaður þeirra oft hornreka. Nú er svo komið, að ekki er lengur hægt að l'á lóðir undir gróðurhús i Ilverageröi, en hins vegar er ylrækt mjög að aukast i upp- sveitum Árnessýslu. Húsvíkingar afgreiða ekki eftirlitsskipin Þ.J.—Húsavik Á fundi Hafnarnefndar Ilúsa- vikur, seni haldinn var 23. októ- ber, þ.e. í gær. var samþykkt, að ef eftirlitsskip eða fiskiskip frá þeim þjóðum, sem ekki virða 50 milna fiskveiðilögsögu tslands, leiti haínar. verði þeim ekki látnar i té neinar vistir, við- gerðarþjónusta né rekstrarvörur, en fyrirgreiðsla aðeins veitt vegna sjúkra manna og slasaðra. Eyjabakkajökull: Skríður fram um 24 metra á sólarhring JK-Egilsstöðum Eyjabakkajökull heldur enn sinii skriði og siðasta hálfa mánuðinn hefur jökullinn skriðið fram um 340 metra eða 24 metra til jafnaðar á sólarhring. Um helgina fóru þeir Gunn- steinn Stefánsson, starfsmaður Vatnamælinga og Völundur Jóhannesson inn að Eyjabakka- jökli til þess að mæla fram skrið jökulsins. Þegar þeir Gunnsteinn og Völdundur fóru inn að jöklinum var liðinn hálfur mánuður frá þvi, að siðast var farið inn að jöklinum. — Núna er jökullinn við háa öidu, og er jökullinn kominn upp ölduna og byrjaður að falla niður i lón Jökulsár á Fijótsdai. Vatnavexlir hafa ekki enn fylgt framskriði iökulsins og eina breytingin á ánni er að hún er mjög mórauð. Þegar menn voru við jökulinn fyrir um það l)il mánuði, þá var jökuljaðarinn mikið sprunginn, en nú er sprungið miklu lengra inn á jökulinn. Að siign Gunnsteins og Völundar eru ekki horl'ur að jökullinn hætti framskriðinu á næstunni. Fær landbúnaðurinn aðstoð FAO? SB-Keykjavík — island er nú að ihuga að ieita aðstoðar Matvæla- og land- l> ú n a ða r s t o I n u n a r S a m c in u ð u þjóöanna og þróunaráætlunarinn- ar, lil að leysa nokkur af vanda- málum lamlbúnaðarins i landinu, segir i i'rcttabréfi frá Matvæla- og landbúnaöarslofnuninni (FAO) i Kóm. Skýrt er frá heimsókn dr, Hall- dórs Pálssonar búnaðarmála- stjóra i aðalstöðvar F'AO fyrr i mánuðinum. Þar ræddi hann við ráðamenn stofnunarinnar um möguleika á slikri aðstoð. í viötali við búnaðarmálstjóra i fréttabréfinu, segir hann, að Is- lendingar þurfi á ráöum alþjóð- legra sérfræöinga að halda til að finna beztu leiðirnar til að auka og bæta bithaga sina. Ennfremur til að nýta til fulls þá möguleika, sem islenskar ár og vötn, full af laxi og silungi, bjóði upp á. Þá sagði búnaðarmálastjóri, að æskilegtværi að íslendingar gætu færtsér i nyt allar nyjustu aðl'erð- ir i skógrækt, en sérfræðingar FAO hefðu gert miklar lilraunir i þvi efni á undanförnum árum. — Að sjálfsögðu er það islenzku stjórnarinnar að æskja slikrar aðstoðar, sagði búnaðarmála- sljóri, - en það er ekkert leyndarmál, að okkur langar til að fá hana. 1 fréttabrólinu segir, að þótt ís- land hal'i lengi verið aðili að Sam- einuðu þjóðunum og flestum sér- stofnunum þeirra, hali tiltölulega litil tæknileg samvinna verið milli islendinga og FAO, VELJUM ÍSLENZKT- ÍSLENZKAN IÐNAÐ Boðskapur aðalritara á degi Sameinuðu þjóðanna 1 dag eru liðin 27 ár siðan fyrsti alþjóðlegi friðar- samningurinn gekk i gildi — sáttmáli hinna sameinuðu þjóða — en þrátt fyrir það heíur siðan ekki runnið upp einn einasti dagur án deilna einhvers staðar á jörðinni. Er þá nema von að fólk sé niðurdregið og tortryggiö? Eldri kynslóðin segir: — þetta hefur alltaf verið svona, maðurinn verður aldrei Öðru- visi. Unga fólkið einangrar sig i biturleika og fyrirlitningu á heiminum. Min kynslóð er þó þakklát fyrir 27 ár án heims- styrjaldar.. Mannkynið hefur náð inn i samheimsöldina, án heims- átaka, sem er mikið afrek á sögulegan mælikvarða. Sameinuðu þjóðirnar hafa oft- sinnis komið i veg fyrir að deilur yrðu að átökum: Sþ hafa þaggað niður i fall- byssunum, þegar málin hafa verið lögð fyrir samtökin. Sþ hafa komið á sambándi austurs og vesturs, meðan kalda striðið var sem harðast. Sþ hafa hjálpað meira en milljarði manna til sjálf- stæðis.. Sþ hafa vakið samvizku mannkyns gagnvart einu mesta ranglæti vorra tima: hungri, fátækt, sjúkdómum, kynþ.misræmi og skerðingu á réttindum einstaklingsins. Sþ og stofnanir samtakanna hafa unnið að þvi að aínema þjáningar og ranglæti, þar sem mögulegt er. Mannúðar- hjálp Sþ og þróunaráætlanir eru liður i að koma á alþjóð- legri samheldni og hafa hjálpað milljónum barna, flóttafólks og snauöra, Sþ hafa vakiðathygli á nýjum, alþjóö- legum vandamálum, sem krefjast samvinnu allra þjóða offjölguninni, umhverfi okkar, sem er ógnað, skipulagningu i geimnum, öryggi allra manna, ógnun kjarnorku- vopnanna, glæpum, hryðju- verkum og eiturlyfjum. Já, ef til vill finnst yður þetta allt gott og blessað, en litið á hin opnu sár, sem enn blasa við: Vietnam- styrjöldina, sem staðið hefur i 26 ár. Vandamál Mið-Austur- landa, sem Sþ hafa reynt aö leysa siðan 1947, Kýpur-deil- una, sem enn er óleyst eftir 8 ár, Kóreu, sem enn er i tvennu lagi. S-Afriku, þar sem ný- lendustefna og kynþáttamis- rétti eru enn við lýöi, hina fátæku, sem sifellt verða fátækari og þeir riku rikari, mannréttindi, sem eru borin fyrir borö daglega. Ég er sammála. Þetta er ó- viðunandi og allir þeir, sem ábyrgð bera á þvi að hlutirnir eru svona, ættu að staldra við stundarkorn á þessum degi og grann-skoða samvizku sina. ileimurinn getur ekki hvilzt fyrr en siðasta deildan er leyst og mesta ranglætinu útrýmt. Undanfarin ár hefur miðaö i áttina, i Evrópu er byggð brú milli auturs og vesturs og þéttbýlasta land jaröar, Kina, er orðið aðili Sameinuðu þjóð- anna, samtökin eru nær orðin alheimssamtök, leiðtogar stórra og smárra rikja hittast og ræðast við og langlima ágreiningur er að verða að samvinnu. Við skulum vona, biðja og virina að þvi, að þessar breytingar muni einnig ná til þeirra vandamála, sem enn er við að glima og orsaka miklar þjáningar. Aiheimurinn er enn á bernskuskeiði, en geysilegar framfarir hala orðið. Við skulum á þessum afmælisdegi minnast draumsins frá 1945, og skuldbinda okkur til að endurnýja viðleitni okkar til ,,að frelsa komandi kynslóðir úr viðjum striðsins, sem tvisvar á æfi okkar hefur valdið mannkyninu ólýsan- legum þjáningum.” Þessi draumur er ekki óraunveru- legur. Ef leiðtogar allra þjóða og allt friðelskandi fólk sam- einar af heilum huga vilja og viöleitni, er ég sannfærður um, að varanlegur friður mun loksins falla ibúum þessarar plánetu i skaut. Kosningabandalag Á flokks þingi Alþýðu- llokksins báru 20 þingfulltrúar upp eftirfarandi tillögu: ..Flokksþingið álvktar að ekki komi fil inála að leggja Alþýðuflokkinn• niður unt na-slu Iramtið. Ilins vegar lieimilar llokksþingiðað áfrant verði haldið viðræðum við Samtök frjálslvndra og vinstri manna um samstarf flokkanna með það i liuga að elna (il kosningabandalags þeirra i millum i næslu alþingiskosningum. Til sliks bandalags verði þó ekki stolnað af liálfti Alþvðu- flokksins nema mcðsamþykki 2/3 blula greidilra atkvæða á fundi flokksstjóruar, enda liali áður verið leilað áiits Alþýðu- flokkslTlaganna iim laiul allt. Él' framaiigreindar við- ra'ður liala eigi lcitt til endan- legrar iiiðurslöðii binn 1. scptcmber 11)73 ber að slita þeim." F y r s t i I' I ii t n i n g s m a ð u r þessarar lillögu og liel/.li mál- svari þeirrar stefiiu. er bún boðar. var Jón Þorsleinssoii, l'y rrveraudi alþingismaðiir. I alkva'ðagreiðsUi var þessi lillaga ITIId ineð 87 atkvæðuni gegn II en einn skilaði auðu. Þanuig fylgdi um þr i ð j u n g ii r I I o k k s þi n g s Alþýðu I lokksins Jóni Þor- sleinssyni i þessu máli. Tillaga meiribliita stjdrn- miflanefndar þingsius var siðan samþykkl með 101 alkva'ðum. Lítill munur i raiiuinni var ekki eðlism IIn III á þfssiilll tiI- lögiim. Báðar kváðu á uni að ekki skyldi koma til sameiningar flokkan.ia á þessu kjiirtimabili og aðeins skuli slefnt að kosningabanda- lagi við frjálslynda lyrir na'sln kosniugar. Báðar fólu það i sér að AIþýðufIokkiirinti slarl'aði áfram, en Jón Þorslcinsson og lélagar vildu að samiiingiim iiiii kosiiiugabandalagið yrði lokið lyrir ákveðinu tima, I. sepl. 11)72, eu i liinni tillögllimi. sem samþykkl var, vorn engin (imamiirk iimiiir en iia-stu al- meiinar kosningar. Ilér var þvi deill iiiii bilamun en ekki fjár. Vænta liðsauka l ályktun flokkþingsins segir að enn sé ekki vitað, livaða sl jorn iii á laiifl eða ein- stakliugar lil viðbótar Alþýðu- flokki og Saniliikiim l'rjáls- lyndra og vinstri inamia liyggjast ganga til kosninga- bandalags við þessa flokka i na'stn kosningiim og endan- legl skipulag nýs flokks ráðisl af þvi og verði samciniiigunni Irestað lil næsta kjiirtimabils. I þessari ályktun eru greini- lega látuar i Ijós vonir um að einbverjir fleiri eigi eftir að ba'tasl i liópinn. i sjónvarpinu i fyrrakviild sagði Gylli Þ. Gislason, að til kosningabandalags yrði ekki formlega stofnað lyrr en núv. rikisstjórn lélli eða i lok þessa kjörtimahils, þ.e. rétt lyrir naistu alþingiskosningar. l)ro liann eiiga dul á það, að liann gerði sér vonir uin að stutl yrði i það, að vinstri stjórnin lelli og laldi það einn lielzla ávinninginn al' samvinnu Alþýðuflokksins og Samláka Irjálsly ndra og vinslri inanna að styttra yrði i endalok vinslri stjórnar. Jafn- Irainl boðaði hann liarða stjorna randstöðu Alþýðu- flokksins gegn vinstri stjórninni. Þamiig liyggst Gyjfi sam- eina vinstri menn til ineiri álirila á stjórn þjóðfélagsins 1! V'ið formannskjör i Alþýðu- flokknuin skilaði fjórðungur þingfulltrúa auðu. Aðcins cinn var i kjöri. Gylfi Þ. Gíslason. Gcrist Gylli nú nokkuð valtur i stolnum, en líkja má setu lians i lormannsstólnum við það, að einn frttinn af fjórunt vanti undir stólinn. -TK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.