Tíminn - 25.10.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.10.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Miðvikudagur 25. október 1972 Framkvæmdir á vegum einstakra ráðuneyta Kostnaður við Landhelgisgæzl- una er áætlaður 249,5 millj. kr. og er sú hækkun 69.6%. Ef gera á grein fyrir framkvæmdum á vegum einstakra ráöuneyta, nefni ég% aö á vegum mennta- málaráðuneytisins á að verja á næsta ári samkvæmt frumvarp- inu 781,8 millj.kr. oggrhækkunin 97.3 miiij. kr. Á vegum land- búnaðarráðuneytisins er gert ráð fyrir, að verja til framkvæmda 32.3 millj. kr. og er það svipuð upphæð og á yfirstandandi ári. A vegum dóms- og kirkjumálaráðu- neytisins er gert ráð fyrir að verja svipaðri upphæð, eða 32.1 millj. kr. til framkvæmda og er það litil hækkun frá árinu áður. Á vegum heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytisins eru framkvæmd irnar fyrirferðameiri, þar er gert ráð fyrir, að framkvæmda- liðurinn verði 300,2 millj. kr., þar af eru fjárveitingar til sjúkrahúsa og læknisbústaða utan Eeykja- vikur 162 millj. kr., en 60 millj. eru til Fæðingardeildarinnar og 50 til Landsspitalans. Er hér um nokkra hækkun frá jivi sem var á yfirstandandi fjárlögum. Um framkvæmdir á vegum fjármála- ráðuneytisins er litið að segja. Þar eru 27 millj. kr. til fram- kvæmda vegna Tollstöðvarbygg- ingarinnar. Hins vegar er veru- lega framkvæmdir að ræða á vegum samgöngumálaráðu- neytisins. Fyrir utan vegamálin eru áætlaðar til þeirra 339,1 millj. kr. og hækkar það um 18 millj. Hafnarmálin eru þar fyrirferða- mest með 231 millj, flugmálin með 75 millj. og Veðurstofan með 26 millj. kr. A vegum iðnaðar- ráðuneytisins er rafvæðing sveitanna með 50 millj. kr. Rekstur einstakra ráðuneyta Til viðbótar þvi, sem að framan er getið, skal ég gera nokkra frekari grein fyrir útgjaldaaukn- ingu hjá hinum einstöku ráðu- neytum og þá fyrst og fremst þvi, sem breyzt hefur á aðalskrif- stofum þeirra. A kostnað við aðalskrifstofu forsætisráðuneytisins, eru þar tekininn laun blaðafulltrúa rikis- stjórnarinnar og laun ritara, sem ráðinn hefur verið til starfa á árinu. Annar kostnaður eykst svo i samræmi við það, sem gerist al- mennt hjá ráðuneytunum. Fram- kvæmdastofnun rikisins, sem sett var upp á yfirstandandi ári, tók við verkefnum af Efnahags- stofnuninni.en gert erráð fyrir að kostnaður rikissjóðs af þessari stofnun, sé um 9 millj. kr. og er hækkun um 3.7 millj. frá þvi sem var. Framlag byggðasjóðs eykst um 10 millj. kr. og er það vegna þess að gert var ráð fyrir meiri tekjum af álagi heldur en áður hefur verið. Um aðalskrifstofu menntamálaráðuneytisins er það að segja, að þar var ráðinn nýr bókari og fulltrúi i fræðsludeild tekur nú til starfa aftur, en hann hefur verið i leyfi i 1 eða 2 ár. Nefndarkostnaður hækkar þar nokkuð, vegna vanáætlunar frá fyrri árum. Endurskoðun náms- efnis hækkar um 4,7 millj. kr. en unnið er að þessu verkefni eftir fastri áætlun og kostnaður við kennaranámskeið hækkar um 1900 þúsundir króna, og er það lika vegna breyttrar tilhögu.nar þar að lútandi. Urn Háskóla íslands er það að segja, að launin hækka þar i heild um 14,6 millj. kr. Er það 7,6 millj. kr. vegna ráðningar nýs starfs- fólks, en hitt er eðlilegar launa- hækkanir. Aðrir smærri liðir hækka einnig, en framlag til fast- eigna hækkar um 5,2 millj. kr. og sameiginlegur kostnaður um 4,9 millj, kr. Fjárveiting til byggingafram- kvæmda Háskólans á árinu 1973, eru 40,5 milij, kr., og er það 1 millj. kr. hækkun frá árinu áður. Með þessari fjárveitingu og 62 millj. kr. framlagi frá Happdrætti Háskólans og 15 millj, kr. ráð- stöfunarfé frá árinu 1972, verða samtals 117,5 millj. kr. til ráð- stöfunar i byggingum Háskólans á næsta ári. Gert er ráð fyrir, að nota þetta fé til annars áfanga i verkfræði- og raunvisindahúsi, 59 millj. kr. og til undirbúnings og byrjunarframkvæmda við tann- læknadeild 18 millj. kr.Til frekari undirbúnings lækna-visinda- byggingar 5 millj. kr. og til tækjakaupa 23 millj. Til viðhalds fasteigna og innanstokksmuna 9 millj. kr, og til hú'sgagna og innan stokksmuna 9 millj. kr. og til hús- gagnakaupa og búnaðar 2 millj ónir. Um aðra þætti á vegum menntamálaráðuneytisins vil ég taka þetta fram. Fiskvinnslu- skólinn hækkar hlutfallslega mikið um 60,8%, vegna þess að heill árgangur bætist við og gert er ráð fyrir að 37 nemendur stundi nám i skólanum á næsta skólaári á móti 26 á siðasta starfsári. Framlag til verzlunar- náms hækkar um 10.4 millj. kr. og er þar af 9,4 millj. kr. til Verzlunarskóla Islands vegna þess að þar var um verulega vanáætlun að ræða i sambandi við menntaskólastig þess skóla á yfirstandandi ári. Framlag til stofnkostnaðar Heyrnleysingja- skólans hækkar um 10.4 millj. kr. og er þá gert ráð fyrir að nýbygg- ingu skólans verði fulllokið á næsta ári. Ég vek athygli á þvi, að framlög til tónlistarskólans hækka um 7 millj. kr., en það er vegna þess, að hér var um van- áætlun að ræða á árinu 1972. Ég sé ekki ástæðu til að vikja frekar að öðrum þáttum i starfsemi menntamálarn., enda hefur að þeim verið komið i almennu yfir- liti hér að framan. Utanríkisráðuneytið Um utanrikisráðuneytið er það að segja, að kostnaðurinn við aðalskrifstofu hækkar samtals um 7,3 millj. kr., þar af yfirstjórn um 4,9 millj. Það er eðlileg launahækkun. Reksturskost naðurinn er 2,6 millj., en það er einkum vegna búferlaflutnings starfsfólks erlendis og ferðakost- naður i millilandaferðum. Annar kostnaður, svo sem við alþjóða- ráðstefnur, hækkar um 2 millj. kr. og er það i samræmi við reynslu undanfarandi ára. Um sendiráðin er ekkert sérstakt að segja. Þar er um að ræða hækkaðan launakostnað hlið- stæðan og hér heima, og svo kost- naöarauka i viðkomandi löndum m.a. vegna gengisbreytinga, sem þar hafa orðið. Landbú naðarráðuneytið Um aðalskrifstofu land- búnaðarráðuneytisins er það að segja, að i heild hækkar kost- naður þar um 1,8 m. kr. Meðal þeirrar hækkunar eru laun að stoðarráðherra landbúnaðarráð- herra, en á skrifstofunni hætti einn fulltrúi, svo að launamis- munur af þeirri ástæðu er aðeins 265 þús. kr. Hitt er eðlileg launahækkun hjá föstu starfsfólki og svo eru færð á landbúnaðar- ráðuneytið laun bifreiðarstjóra þess, sem annast bifreið fjár- mála- og landbúnaðarráðherra. önnur rekstrargjöld hækka um 390 þús, kr. eða svipað og hjá öðrum ráðuneytum hlutfallslega. Nefndalaun höfðu áður fallið niður, en þau eru 107 þús kr. i þessu ráðuneyti. Um aðra þætti i starfsemi þessa ráðuneytis vil ég segja það, að liðirnir fjárfesting hjá landgræðslu og skógrækt hækkar um 6,6 millj. kr. og er það fyrst og fremst vegna þess að gera á verulegt átak i aukinni landgræðslu eftir að ný flugvél kemur til áburðardreifingar. Flugfélag Islands afhenti land- búnaðarráðuney tinu með myndarlegum hætti eina af D C 3 flugvélum sinum án endurgjalds, og leggur það þannig rausnar- legan skerf af mörkum til land- græðslu i landinu. Stefnt er svo að þvi að gera stórátak i land- græðslumálum i sambandi við þjóðhátiðarárið. Veruleg lækkun verður hjá Landnámi rikisins, sem fyrst og fremst stafar af þvi, að þar er um tilfærslu að ræða til Búnaðarfélagsins. Jarðræktar- styrkirnir, sem landnámið greiddi að hluta til eru nú allir komnir til greiðslu á einum stað hjá Búnaðarfélagi Islands samkv. nýjum jarðræktarlögum. Gert er ráð fyrir þvi, að við þá endurskoðun, sem nú fer fram á lögunum um stofnlánadeild land- búnaðarins, landnámi og fleira, verði breytt til um starfs. land námsins og þau verk, sem land námiðhefuráður annazt gengi til annarrra stofnana. Hækkuð er fjárveiting til grænfóður- verkámiðja um 2,5 millj. kr. og verður þvi 10 m. kr. og er það skv. áætlun um framkvæmdir á þessu sviði, sem þegar hefur verið gerð. Ráðinn hefur verið nýr fiskifræð- ingur til Veiðimálaskrifstofunnar og hækka laun þar að lútandi við þá stofnun en að öðru leyti er þar um eðlilega kostnaðaraukningu að ræða skv. verðlagsbreytingu. Tveir nýir dýralæknar munu bætast við i hóp dýralækna á næsta ári og er gert ráð fyrir fjárveitingu þar að lútandi. Gert er ráð fyrir nokkuð hærra framlagi vegna jarðræktarfram- kvæmda á árinu 1973 heldur en á yfirstandandi ári. Er það að nokkru leyti i sambandi við ný jarðræktarlög, sem sett voru á siðasta þingi, og að nokkru leyti i sambandi við áætlaðar fram- kvæmdir á þessu ári. Þá hækkar framlag til veð- deildar Búnaðarbanka tslands um 2 m. kr. Upp er tekin i þetta fjárlaga- frumvarp aukin fjárveiting til sóttvarnarstöðvar vegna holda- nauta. Undirbúningur stöðvar- innar stendur yfir, og gert er ráð fyrir, að hún taki til starfa á næsta ári. Sjávarútvegsráðu neytið Um mál sjávarútvegsráðu- neytisins er það að segja, að fjár- veiting til þeirra hækkar um 24,8 millj. kr. og munar þar mestu um launagreiðslur á rannsóknar- skipum, en þær hækka um 18,6 millj. kr. Hér er fyrst og fremst um að ræða afleiöingu af sam- ningum um kjör skipverja, sem gerðir voru s.l. vetur. Aðrar hækkanir eru svo i eðlilegu sam- ræmi við launa- og verðhækkanir, en þær eru um 6,3 millj. kr. Rikisframlagið til Aflatrygginga- sjóðs hækkar um tæpar 7 m. kr. og verður 36,4 millj. Til viðbótar þessu framlagi er svo hluti út- flutningsgjalds sjávarútvegsins, sem nemur 145,5 millj. kr. og sá hluti útflutningsgjalds, sem rennur til áhafnadeildarinnar er 174,6 millj. kr. Liðurinn „ýmislegt á sviði sjávarútvegsins” hækkar um 25,5 millj. kr. og er þar fyrst um að ræða framlagið til reksturs- halla togaranna, sem áður er getið. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið Kostnaður við aðalskrifstofu dóms- og kirkjumálaráðuneytis- ins lækkar vegna þess, að sér- stakur liður útgjalda er fluttur til i fjárlagafrumvarpinu og niður falla laun bifreiðastjóra. Vegna yfirtöku rikisins á löggæzlukost- naði, verða þær breytingar, að kostnaður við rannsóknarlög- regluna, sem áður var á liðunum löggæzla, er nú talinn hluti af kostnaði við sakadómaraem- bættið og að kostnaðarhluti rikis sjóðs við Hegningarhúsið i Reykjavik, sem áður var sér- stakur fjárlagaliður, er einnig færður undir það embætti. Heildarhækkun á liðnum til Saka- dómaraembættisins er þvi 32,9 m. kr. þar af er tilflutningur 24,6 millj. kr. Vegna þess, að rikið tekur nú allan löggæzlukostnað, hækkar kostnaður við lögreglustjóraem- bættið i Reykjavik um 190 milljónir. Þar af er 182,1 millj. almenn löggæzla, til fangaklefa 2 milljónir, eftirlit á vegum 5,8 millj. kr. Um aðra þætti i sam- bandi við embættið er litið að segja annað en það, að gert er ráð fyrir, að ráðnar verði 4 nýjar lögreglukonur til starfa i lög- reglunni i Reykjavik. Embætti sýslumanna og bæjar- fógeta hækka i heild um 185,5 millj, en meginorsökin er fólgin i færslu löggæzlukostnaðar á em- bættin, sem eru samtals 150,3 m. kr. Hreppstjóralaunin eru nú færð i heild á þessi embætti, en þau eru tæpar 10 m. kr. Eiginlegur kost- naður við embættin hækkar ekki nema um 25,8 millj. kr.,þar af laun um 22,2.Ráðinn var nýr full- trúi á Selfossi og skrifstofustúlka i Kópavogi, en aðöðru leyti er þar ekki um breytingar að ræða. Við Vinnyhælið á Litla-Hrauni var ráðinn fangavörður. Að öðru leyti hækkar kostnaður þar vegna eðlilegra laun- og verðhækkunar, gjaldfærður stofnkostnaður verður þar 3,2 millj. kr. Af þeirri fjárhæð eru 2,5 millj. kr. ætlaðar til byggingar á vinnuskála við hælið. Eins og áður er getið hækkar kostnaður við landhelgisgæzluna um rúmar 102 millj. kr., vegna þess, að nú er gert ráð fyrir þvi aðhalda öllum skipum gæziynnar úti og meira að segja að taka leiguskip óg er svo sem ekki séð, nvort sá kostnaður, sem hér er gert ráð fyrir nægi til þeirra verka, sem Landhelgisgæzlunni eru nú ætluð. Um önnur atriði I sambandi við dóms- og kirkjumálaráðuneytið sé ég ekki ástæðu til að ræða frekar. Félagsmálaráðuneytið Kostnaður eykst á aðalskrif- stofu félagsmálaráðuneytisins um 2,2 millj. kr. Er þar um að ræða launahækkanir um 1700 þús, og af þeim eru 500 þús. 1/2 laun aðstoðarráðherra og 1/2 laun bifreiðastjóra. Að öðru leyti eru hækkanir á launalið og á öðrum rekstrargj. i samræmi við hlið- stæðar hækkanir hjá öðrum ráðu- neytum. Framlag til Húsnæðismála- stofnunar rikisins hækkar um tæparSO m. kr. og verður samtals um 550 millj. kr. Aðrar breyt- ingar hjá þessu ráðuneyti eru ekki teljandi. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið Kem ég þá að heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Eins og fram kom i yfirlitinu hér að framan er ein af stærri tölum i útgjöldum fjárlagafrum- varpsins framlag til fyrirtækja i B-hluta. Af þessu er framlag Tryggingastofnunar rikisins fyrirferðarmest. Hér er um að ræða lífeyristryggingar, sjúkra- tryggingar og slysatryggingar og hækka framlögin i heild um 892,7 millj. kr. Þar af eru iðgjöld at vinnurekenda, sem fram koma sem tekjur i frumvarpinu, 181,4 millj. kr. Af hækkunum iðgjalda eru 124 m. kr. vegna lifeyris- trygginga og 57,4 millj. vegna slysatrygginga. Eiginleg hækkun rikissjóðsframlags nemur þvi 711,3 m. kr. Heildarframlag rikissjóðs til tryggingakerfisins nemur 6,414,9 millj. kr. Framlag til Atvinnuleysis- tryggingasjóðs hækkar um 37,7 millj. kr. Um aðra þætti heilbrigðismál- anna er það að segja, að liðurinn „ýrnis heilbrigðismál” hækkar um 7,5 millj. kr. Er það m.a. kostnaður vegna héraðs- hjúkrunarkvenna, 2,8 millj. kr., en hækkunin er einkum byggð á fjölgun sbr. lög nr. 44 frá 1972. Kostnaður vegna matvælarann- sókna hækkar um 1,3 m. kr. og auk þess eru ýmsir smærri liðir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.