Tíminn - 25.10.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 25.10.1972, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Miðvikudagur 25. október 1972 „Ég er ekki að hlaupast brott til þess að forða mér frá því, sem hér að gerast, Manga”, sagði ég. ,,Mér er lika sama, þótt fólk mæni á mig og stingi saman nefjum, hvar sem ég fer. Mér stendur alveg á sama, þótt það viti allt um okkur Harrý. Ég ætla að koma aftur, þegar ég losna úr sjúkrahúsinu. Þið hérna i Blairsborg eruð ekki búin að bita úr nálinni með mig”. Manga hafði hlustað gaumgæfilega á mig, meðan hún braut vandi- lega saman einn kjólinn minn. Ég sé hana enn í huganum eins og hún var, þarna sem hún stóð á gólfinu þumbaraleg og þögul. Sannarlega var hún likust einhverju húsgagninu. Og þegar hún svaraði, var eins og borð eða stóll þyldi mér óvænta spásögn: ,,Þú kemur ef til vill aftur, en ekki til dvalar. Þessi borg mun aldrei bera sitt barr. Þið Vance læknir — þið þurfið bæði rýmra starfssvið, og enginn hemst i fötum, sem hann er vaxinn upp úr, hvernig svo sem hann reynir”. Það fóru i hönd erfiðir timar fyrir mig. Ég greiddi læknishjálpina, sem ég þáði, með sjálfboðavinnu i sjúkradeiidinni. Ég var bæði klaufsk og sijó fyrst i stað, enda óvön að vinna eftir föstum reglum og fyrir- mælum. En læknar og hjúkrunarkonur voru þolinmóð og umbáru mis- tök min, og eftir fáar vikur var ég farin að venjast hinu nýju umhverfi. I fyrsta skipti á ævi minni sá ég sjálfri mér farborða. En sjálfsagt hefur stofnunin ekki hagnazt á viðskiptunum við mig. Ég mun fyrst og fremst hafa notið Mereks Vance. En ég reyndi þó af meiri alúð heldur en ég hafði nokkurn tima reynt að leysa af hendi þau störf, sem mér voru l'alin. Iðulega komu læknar i heimsókn, og þá var heyrn min margprófuð og ég spurð spjörunum úr. Annars skrifaði ég sjúkra- skrár og tók á móti heyrnarlausu fólki, sem kom til þess að láta dæla i sig. Það lét mér bezt, einkum þegar feimin börn eða ringluð gamal- menni, sem ekki höfðu lært varalestur, áttu hlut að máli. Sjálf var ég hlédræg og slundum hálfringluð, svo að ég hef kannske öðrum betur skilið þetta fólk. Læknarnir veittu þessu fljótt athygli og lofuðu mér að fara minu fram. Þessa mánuði sá ég Merek Vance aðeins, er hann kom á læknaráð- stefnur i stofnuninni. En það bar samt mjög sjaldan við, þvi að hann átti annrikt og var i þjónustu margra sjúkrahúsa. Einu sinni bað hann mig að koma með sér á læknasamkomu, þar sem hann ætlaði að flytja erindi. Ég kveið mjög fyrir þessu og öllum þeim spurningum, sem ég vissi, að yfir mig myndi rigna. ,,Þú ert frægust allra sjúklinga minna, og þess verðurðu að gjaida”, sagði hann brosandi, þegar hann kom til þess að sækja mig. ,,En við höldum lika daginn hátiðlegan, þegar skyldustörfum okkar er lokið: snæðum góðan mat á skemmtilegum stað og vörpum frá okkur áhyggjunum. — Ætlarðu að vera í bláu kápunni? Gott. Ég hef alltaf kunnað vel við þig i þessari bláu kápu”. Ég varð bæði glöð og undrandi að heyra hann segja þetta. Ég hafði ekki haldið, að hann gæl'i gaum að fötunum, sem ég klæddist. Mér varð svipað innan brjósts meðan Merek flutti erindi sitt og nóttina forðum i eldhúsi Angelettu. Hann var unglegur, næstum drengjalegur, meðal þeirra manna, sem þarna voru samankomnir. En hann talaði eins og sá, sem valdið hafði. Hann viðhafði ekki nein óþörf formálsorð, heldur sneri sér beint að efninu. Stundum staldraði hann við i miðri setningu og skaut inn atriði til skýringar eða nýju dæmi til sönnunar máli sinu. Ókunnugleg orðatiltæki og latinuslettur rugluðu mig hvað eftir annað, svo að ég tapaði oft þræðinum i ræðu hans, en myndugleiki hans og kraftur hreif mig eigi að siður. Þegar hann hafði lokið erindi sinu, voru margvislegar spurningar lagðar fyrir mig. Siðan hófust umræður. En að þeim loknum ókum við i litinn, italskan matsölustað, skammt frá læknaskólanum, þar sem hann hafði stundað nám. Við settumst úti i garði undir röndóttum sóldúk. „Þakka þér fyrir hjálpina”, sagði hann. „Ég er hreykinn af þér. Ég vona, að þú hafir ekki tekið þér þetta of nærri”. Ég horfði á hann brjóta brauðmola á milli sterklegra finganna, og ég mun hafa brosað, þvi að allt i einu hleypti hann brúnum spyrjandi. „Hvað ertu að hugsa, þegar þú litur svona út?” „Mér datt i hug, að oft hlyti þig að hafa langað til að reka mér löðrung, þótt þú hafir stillt þig um það til þessa. Þú færð sennilega aldrei erfiðari sjúkling en ég hef verið”. „Ég vil engu spá”, svaraði hann hlæjandi. „En hérna kemur súpan, og ef mér bragðast hún ekki jafn vel og i gamla daga, þá er ég orðinn gamall og aðfinnslusamur”. Við vorum farin að drekka kaffið, þegar hann sýndi mér simskeyti, er hann hafði fengið vestan af Kyrrahafsströnd. Hann horfði hvasst á mig meðan ég tvilas það. Hér var honum gert sjaldgæft boð. Lækna- samband vesturrikjanna bauðst til þess að sjá honum fyrir fullkominni rannsóknastöð og nægu hjálparliði og starfsfé, ef hann vildi koma vestur eftir og setjast þar að. „Jæja”, sagði hann, er ég rétti hönum blaðið aftur, „hvað á ég að gera?” Mér varð hálfhverft við. „Ertu aðspyrja mig?” stamaði é&- „Hvers vegna ættir þú, sem alltaf veizt, hvað þú vilt, að spyrja mig ráða?” „Ég ér að spyrja þig”, svaraði hann, „og ég þykist hafa fullan rétt til að gera það”. „Ég sé ekki, að þú getir hafnað þéssu boði. Þarna gefst þér kostur á að halda áfram tilraunum þinum, án þess að þurfa neinn kviðboga að bera fyrir peningasökunum”. Ég brösti og ýtti frá mér kaffibollanum og bætti siðan við: „Af reynslu minhi leyfi ég mér að láta j ljós, að þú munir ekki vera sérlega hagsýnn fjármálamaður. Þú gleytnir svo oft að láta sjúklingana borga læknishjálpina”. Varir hans lyftust ofurlitið, en augun voru jafn alvarleg og áður. Við vorum fáorð, er við heldum gegnum borgina i grænum strætisvagni. Við fórum ekki beina leið heim i leigukytruna mina, i grennd við sjúkrahúsið. Það var hlýtt i veðri þetta kvöld, vorangan og létt þoku- slæða yfir jörðinni. Við settumst á auðan bekk undir hlynviði, sem breitt hafði blöð sin mót nýju sumri. „Svona var oft i Blairsborg á vorin”, sagði ég, þegar við vorum setzt. — „Svona grúfði reykjarmökkurinn yfir, og svona læddist þokan upp frá ánni”. „Já”, svaraði hann, ,,og hérna handan við Hudsonsfljótið eru ógrynni af verksmiðjum, og allar eru þær fullar af verkafólki, sem ekki veit, hvað það á til bragðs að taka. Ög svona er það alls staðar. Ég hef komið i margar verksmiðjuborgir á ferðum minum, og þær eru allar hver annarri likar, hvað svo sem þar er framleitt. Alls staðar eru sams konar reykháfar, sams konar flautur, sams konar ár, sem skipta venjulega borgunum i tvo hluta”. Ég hef verið minnug þessara orða hans. Ég hef oft hugsað um þau, er mér hefur orðið reikað yfir brýrnar á ánni siðan ég kom heim. Lárétt 1) Gabbar.- 5) Söngfólk,- 7) Eins,- 9) Farg.- 11) Nægjan- legt,- 13) Ástæður - 14) Dvelj- um,- 16) Eins,- 17) Háa.- 19) Fól- Lóðrétt 1) Eldhúsáhöld,- 2) Keyr,- 3) Auð,- 4) Fuglar - 6) Lifnar,- 8) Miðdegi.- 10) Skökku.- 12) Sólarlita.- 15) Ambátt,- 18) Nútið.- X Ráðning á gátu Nr. 1240 Lárétt 1) Valsar,- 5) Áll,- 7) LL,- 9) Ólán.- 11) Dóm,- 13) Ata.- 14) Raus - 16) Ak.- 17) Stökk,- 19) Blossi,- Lóðrétt 1) Valdra,- 2) Lá.- 3) Sló,- 4) Álla,- 6) Snakki,- 8) Lóa,- 10) Ataks.- 12) Musl,- 15) Sto,- 18) Os,- olra.MÍmlBiB. MIÐVIKUDAGUR 25. október. 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.45 Morgunleikfimi 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 við vinnuna: Tónleikar. 14.15 Ljáðu mér eyra. Séra Lárus Halldórsson talar um heimilisvandamál og svar- ar spurningum hlustenda. 14.30 Siðdegissagan: „Draumur um Ljósaland" eftir Þórunni Elfu Magnús- dótlur. Höfundur les. (7). 15.00 M iðdegistónleikar: 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 16.25 Popphornið. Jón Þór Hannesson kynnir. 17.40 Litli barnatiminn.Þórdis Ásgeirsdóttir sér um tim- ann. 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Á döfinni. Þorbjörn Broddason stjórnar um- ræðuþætti um kristindóms- fræðslu á skólaskyldualdri. Þátttakendur: Andri Isaks- son, Gylfi Pálsson og séra Ingólfur Guðmundsson. 20.00 Kvöldvaka. 21.30 Skákþáttur. Guðmundur Arnlaugsson rektor fjallar um ólympiuskákmótið i Júgóslaviu og hlutdeild Islendinga i þvi. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. útvarps- sagan „Útbrunnið skar” eftir Graham Greene. Jóhanna Sveinsdóttir les þýðingu sina (2) 22.45 Númtimatónlist. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 25. október 18.00 Teiknimyndir 18.15 Chaplin 18.35 Blásaraf jölskyldan. Leiksýning eftir Herbert H. Ágústsson. Flytjendur Blásaradeild Tónlistar- skólans i Keflavik ásamt börnum úr Barnaskóla Keflavikur. Leikstjóri Jón Júliusson. Hljómsveitar- stjóri Herbert H. Ágústsson. Frumsýnt 2. júni 1968. 18.50 Hlé 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Vopnaður friöur. Austurrisk heimildarmynd um árásar- og varnarkerfi stórveldanna. F'jallað er um vigbúnaðarkapphlaup austurs og vesturs, og sýnt, hvernig eldflaugakerfi Bandarikjanna er skipu- lagt. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 21.30 Æska á glapstigum (The Young Savages) Bandarisk biómynd frá árinu 1961, byggð á sögu eftir Evan Hunter. Leikstjóri John Frankenheimer. Aaðlhlut- verk Burt Lancaster, Dina Merill og Shelly Winters. Þýðandi Jón O. Edwald. Myndin gerist i New York. Hópur drengja af Puerto Rico-ættum á i stöðugum erjum við jafnaldra sina af itölskum uppruna, og þar kemur, að þeir myrða einn af andstæðingunum á hinn grimmilegasta hátt. Þrir piltar eru teknir höndum og sannað þykir, að þeir hafi staðið að morðinu. Hank Bell, aðstoðarmanni sak- sóknara. er falið að annast málið. en það verður honum bæði örðugt og hættulegt. Mynd þessi er ekki við hæfi barna. 23.10 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.