Tíminn - 25.10.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 25.10.1972, Blaðsíða 13
Miövikudagur 25. október 1972 Fjárlag Framhald af bls. 9. Umræður um skattalögin Þegar fjarlögin fyrir árið 1972 voru til afgreiðslu hjá háttvirtu Alþingi fyrir siðustu áramót lágu fyrir þinginu frumvörpin tvð um breytingu á lögum um tekju- og eignaskatt og um tekjustofna sveitarfélaga. Þessi frumvörp urðu þegar i upphafi mjög til um- ræðu, hér á háttvirtu Alþingi og siðan hafa skattalögin, sem af- greidd voru i marz s.l. verið mjög til umræðu manna á meðal og i fjölmiðlum. Mér þykir rétt við þetta tæki- færi, að rifja þessi mál nokkuð upp og geta um helztu þætti við framkvæmd þeirra. Ég vil i upp- hafi máls mins minna á það, sem ég lagði áherzlu á i umræðum um þetta mál hér á háttvirtu Alþingi. Það bar brýna nauðsyn til að gera þessar breytingar, sem gerðar voru m.a. vegna þess, að ekki hefði verið hægt að gera þá breyt- ingu á lögum, um almannatrygg- ingar, sem Alþingi stóð þó allt að, án þess i kjölfar þeirra fylgdu þessar skattalagabreytingar og sú nýja verkaskipting milli rikis og sveitarfélaga, sem komið var á með þessum lögum. Létt var sköttum af námsfólki Samkvæmt eldra kerfinu, greiddi námsfólk yfirleitt almannatryggingar og sjúkra- samlagsgjald. En þau hefðu á þessu ári orðið 14—16 þús. kr. að minnsta kosti. Við álagningu i ár var veittur námsfrádráttur til tekjuskatts, sem nam 42 þús. kr. fyrir háskólastúdent og útsvar lækkað um 4200 kr. Einhleypur háskólastúdent greiddi þvi ekki skatt af lægri upphæð en 93 þús. kr. En hefði orðið að greiða tryggingagjöld skv. eldra kerf- inu, alveg án tillits til þess hvort hann náði þessum tekjum eða ekki. Af 150 þús. kr. tekjum greið- ir námsmaður nú 7000 kr. i opin- ber gjöld, en hefði greitt 18—20 þús. kr. að óbreyttu kerfi. Ég vil lika benda á, að eftir breytingar á almanna- tryggingakerfinu hefði sveitarfé- lögunum orðið ókleift að standa undir þeim útgjöldum, sem þeim fylgdu, eins og fjárhag þeirra var komið á s.l. ári. Þetta hefur yfir- leitt ekki verið tekið inn i þær um- ræður, sem farið hafa fram um þessi mál á yfirstandandi sumri, en það er nauðsynlegt fyrir þá, sem raunverulega vilja átta sig á málinu að taka þessa þætti með i reikninginn. Skattalög viðreisnarinnar Og minnumst þess, að hefði skattalögunum ekki verið breytt á s.l. vetri, þá hefði skattalöggjöf Viðreisnarstjórnarinnar komið til framkvæmda. Það hefði þýtt það, að veittur hefði verið sérstakur frádráttur vegna tekna af hlutafé, sem gat þýtt, að hjón hefðu allt að 60 þús. kr. skattfrjáls. Það hefði einnig þýtt það, að fyrirtækin i landinu, sem núna greiða 8—10 hundruð millj, kr. i tekjuskatta, hefðu að verulegu leyti orðið skattlaus, með þvi að notfæra sér heimild til flýtifyrningar, sem mátti vera allt að 30% á einu ári. 1 þriðja lagi vil ég svo vekja at- hygli á þvi, að ef viðreisnar- skattalögin hefðu komið til fram- kvæmda, þá hefðu eignaskatt- greiðendur i landinu orðið 2 þús. i stað 32 þús., sem þeir voru eftir eldri lögum. Samkvæmt gildandi lögum urðu þeir um 18 þús. á yfir- standandi skattári. Þar þarf þvi engan að undra, þó að þeir, sem að hér urðu fyrir barðinu á skattalagabreytingunum á vissan hátt, beri sig illa. Þó hefur yfirleitt ekki verið um þetta fólk talað i umræðum um skattalaga- breytingarnar. Hinu var lika gleymt, að aðrir gjaldendur hefðu orðið að greiða hærri skatta, vegna þess forréttindafólks, sem viðreisnarlöggjöfin ætlaði skatta- fvilnanir, en það eru hlutafjáreig- endur i stærri hlutafélögum og þeir, sem eiga verulegar eignir. Þvi að skattheimtan hefði eftir sem áður þurft á sinum fjár- munum að halda. aræða Hagur sveitarfélaga var slæmur En i framhaldi af þessu þykir mér lika hlýða að vekja athygli á öðru. Með skattalagabreyting- unum varð, eins og ég áður sagði, veruleg breyting til batnaðar á hag sveitaríélaga. Sú breyting var lika nauðsynleg. A s.l. ári voru 18 sveitarfélög og sum þeirra stór, sem urðu að leita til Jöfnunarsjóðs til þess að fá beina aðstoð vegna fjárhagsvandræða. Þótt þau hafi áður lagt sérstakt álag á gjaldendur sina umfram önnur sveitarfélög. Eg endurtek það, að með breytingum á tryggingalöggjöfinni, og með þeirri þróun, sem i uppsiglingu var i launamálum á árinu 1970, hefði þessi þörf orðið ennþá meiri á yfirstandandi ári heldur en nokkru sinni fyrr. Auk þess var það svo, að að- stöðumunur sveitarfélaganna fór vaxandi að þessu leyti. Það var alltaf minna og minna, sem sveitarfélög viðast um landið gátu varið hlutfallslega til fram- kvæmda. Lögboðnu gjöldin og rekstrar- gjöldin, sem ekki var komizt hjá, tóku mest allan hluta tekna þeirra. Það verð ég að segja i sam- bandi við þessi mál, að það hefur valdið mér nokkrum vonbrigðum að sjá hvaða stefnu ýmis sveitar- félög einkum þau, sem betur mega sin hafa tekið. Hóflegir fasteignaskattar til framkv. í sveitarfélögum Ég leit svo á að með þeirri breytingu að taka upp hóflegan fasteignaskatt fengju sveitarfé- lögin tekjustofn til að standa undir framkvæmdakostnaöi, sem þau verða að leggja i m.a. vegna fasteignanna i byggðarlaginu. Þetta hefur verið baráttumál sveitarstjórnarmanna. Auðvitað átti ekki að ganga lengra en svo i þessu að fasteignaskattur þessi yrði hóflegur. Og 1/2% fasteigna- skatt á ibúðarhúsnæði tel ég vera hóflegan. Ég leit lika svo á, að með þvi að létta 15—25% af beinum útgjöldum sveitarfélag- anna af þeim og meira en það, ef litið var á reksturinn, svo sem gert var með þvi að létta af þeim tryggingagjöldum, sjúkrasam- lagsgjöldum að nokkru og lög- reglukostnaði, þá mundi það verða til þess. að sveitarfélögin næðu nógum tekjum án þess að nota heimildir til hækkunar. Og það hefði þýtt að skattaálagn- ingin i heild hefði ekki farið úr hófi fram. Reykjavík reið á vaðið Nú varð reynslan sú, að Reykjavikurborg beitti sér fyrir þvi, fyrst allra, að nota þessar heimildir upp i topp. Til þess að skapa sér ástæðu til þessa var ákveðið að hækka útgjaldahlið fjárhagsáætlunar frá því sem var á tillögum um ca. 200 millj. kr. Með þessum hætti þá tókst henni á þessu herrans 'ári, þegar allir hafa býsnast yfir þvi hvað fram- kvæmdirnar væru miklar og spennan i efnahagslifi þjóðar- innar væri mikil, að verja meira fé til framkvæmda heldur en nokkru sinni fyrr. Samanburður á hækkun á heildarálögum Nú munu e.t.v. einhverjir halda þvi fram, að þessi ákvörðun borgarstjórnar Reykjavikur, og siðar bæjar- og sveitarstjórna viðast um landið hafi ekki haft svo mikið að segja i heildarálagn- ingunni á landsmenn. Ég hef þó þær fréttir að færa, að þessi ákvörðun borgarstjórnar Reykja- vikur og þeirra sveitarfélaga, sem notuðu heimildina, gerði það að verkum, að álögurnar i heild hækkuðu um 340—360 millj. kr. Ef gerður er samanburður á hækkun á heildarálagningu á hliðstæðum sköttum milli áranna 1970—/71 annars vegar og ’71—’72 hítts vegar, þá kemur i ljós að álagn- ingin hækkar um 36,4% á milli ár- anna ’70 og ’71,á milli ’71 og ’72 TÍMINN hefði hækkunin orðið 37%, ef álagsheimildir hefðu ekki verið notaðar. Þegar það er svo haft i huga, að persónuskattarnir hækkuðu heildarálagninguna um 0,7%, þá sannar það, að hækkunin á milli þessara 2ja ára, hefði hlut- fallslega orðið svipuð, ef álags- heimildirnar hefðu ekki verið notaðar. Ég á afskaplega erfitt með að skilja það, að sömu menn, sem . berja sér á brjóst og tala um of háa skatta, skulu ganga fram fyrir skjöldu á sinum heimavig- stöðvum, þar sem þeir ráða og koma þar á gjaldendur öllum þeim skattahækkunum, svo sem lög framast leyfðu. Ef skatta- álagningin var i heild alltof há: Er þá hægt að réttlæta það að ganga fram og hækka hana eins og gert var af borgarstjóranum i Reykjavik? Og siðar af fleiri forsvars- mönnum hinna stærri bæjarfé- laga, er reðu ferðinni i þeim efnum. Ég vil lika benda á það, að ef ekki hefði átt sér stað sá til- flutningur á útgjöldum frá sveitarfélögunum yfir á rikið, sem gerður var, og ef sveitarfé- lögin hefðu ætlað sér að leggja i alla þá fjárfestingu og útgjöld, sem þau ákváðu, með afgreiðslu á fjárhagsáætlunum sinum i sumar, þá hefðu þau i heild orðið að hækka álögur sinar um rúm .50%. En rikissjóði hefði þá nægt að hækka sinar álögur um rúm 30%. Þetta er staðreynd, sem hefur fallið utangarðs i umræðum um hina háu skatta á þessu ári. Menn verða að muna, að i tekjuskatt- inum nú, eru þeir að greiða hluta af þeim gjöldum, sem þeir áður greiddu til sins sveitarfélags. Nú vil ég taka það skýrt fram, að ég ; hélt þvi aldrei fram i umræðum um skattamálin i fyrra og hef ekki gert ennþá, að i þeim mundu ekki koma fram neinar veilur. Mér var það ljóst, að sá hraði, sem þurfti að hafa við þessa skattalagabreytingu og sú mikla breyting sem gerð var vegna verkaskiptinga rikis og sveitar- félaga gerði það að verkum, að ekki gafst tóm til að kanna allt til þrautar. Ég er heldur ekki hald- inn þeim kvilla að telja það frá- leitt að mannleg yfirsjón geti átt sér stað. Þess vegna fannst mér það sjálfsagt i sumar,þegar ljóst var, að of langt var gengið i álög- um á hina öldruðu borgara i land- inu, að ganga þá strax til lagfær- inga á þeim. Breytingin, sem gerð var i sumar með bráða- birgðalögunum, hefur það i för með sér, að einhleypir gjaldendur eru tekjuskattfrjálsir um allt að 200 þús. kr. nettótekna og greiða ekki óskertan tekjuskatt, þ.e.a.s. sama tekjuskatt af sömu tekjum og aðrir gjaldendur fyrr en við 300 þús. kr. nettótekur, miðað við tekur ársins 1971. Fyrir hjón yrðu þessar tölur þannig: Þau yrðu tekjuskattfrjáls allt að 300 þús. kr. nettótekjur og greiða ekki óskertan tekjuskatt fyrr en við 450 þús. kr. Fyrir ofan tekju- mörkin 300 þús. hjá einhleypum og 450 þús. kr. hjá hjónum, nettó- tekjur, er öldruðum ætlað að leggja, eins og öðrum með sömu tekjur og sambærilega fram- færslubirði til almannaþarfa og tekjuöflunar og taka þátt i þvi sem aðrir, að tryggja þá tekju- lægstu i hópi aldraðra og öryrkja, svo að þeir njóti lágmarkstekna og forða þeim tekjulægstu i hópi hinna yngri frá þvi að greiða háa persónuskatta, enda eru i hópi gjaldenda, 67 ára og eldri, gjald- endur, sem ennþá eru i fullri at- vinnu. Af 4500 öldruðum hjónum, sem voru skattgreiðendur á þessu ári, þurfa 2100 að greiða einhvern tekjuskatt. Þar af þó aðeins 1200 óskertan skatt. Af 9500 einhleyp- um öldruðum þurfa 1850 að greiða einhvern tekjuskatt, þar af 700 óskertan. Niðurstaðan er þvi sú, að af öldruðum gjaldendum greiða i heild 4000, eða 28,6% tekjuskatt, þar af 1900, eða 13,6% óskertan tekjuskatt. Mér er það ljóst, að ennþá má deila um það, hvort nóg er að gert með þessari breytingu, sem gerð var i sumar. Hitt verður ekki um deilt, að hún var mikil lagfæring frá þvi sem áður var. Hinu held ég fram sem fyrr, að það sé ekki réttmætt að fella niður allar skattgreiðslur af tekju- elli- og örorkulaunum. Vegna þess að þar er oft um að ræða hátekju og efnamenn. Menn fá þessar greiðslur frá 67 ára aldri og eru þá oft i fullu starfi. Tekjuþörf og gjaldþol þessa fólks á að meta alveg eins og meta þarf gjaldþol unga fólksins i landinu, sem er að setja upp sin heimili og á eftir sitt lifsstarf. Ég vil lika segja það, aö mér hefur fundizt að margt i þessum umræðum, sem fram hafa farið i sumar um skattamál hafi verið mjög gagnlegt. Ekki sizt er það gagnlegt, þar sem enn er unnið að endurskoðun þessara mála. T.d. hefur það orðið, að minni hyggju, mjög gagnlegar umræðui; sem fram hafa farið um skatt- svik. Það vekur að vonum athygli margra hvað ýmsir þegnar i þjóðfélaginu, sem almenningi virðist vera vel settir greiða lág gjöld. Umræður um þetta og annað þvi skylt eru að minni hyggju mjög nauðsynlegar og ekki hvaðsizt nú, þegar þessi mál eru i endurskoðun. Nefnd sú, sem að endurskoðuninni vinnur, hefur gert sérstaka athugun, einmitt hjá framteljendum, sem vakið hafa athygli skattgreiðendanna yfirleitt, vegna þess hve gjöld þeirra eru lág. Starfshættir skattstofanna Þá vil ég geta þess, sem ég hygg að almenningi i landinu sé ekki nægulega kunnugt, sem heldur ekki er von. En það er það, að fyrir nokkrum árum var sú ákvörðun tekin, til að flýta út- komu skattskrárinnar, að heimila skattstofum að gefa þær út áður, en búið væri að yfirfara öll fram- töl. Þetta hafa ýmsar skattstofur gert, og ekki endurskoðað framtöl fyrr en siðar á árinu, eftir að búið er að leggja skattskrána fram. Þannig var gert hér i Reykjavik. Framtölin eru hér yfirleitt ekki unnin, nema að mjög takmörkuðu leyti áður en að skattskráin er lögð fram. Þess vegna er það svo, að i skattskránni er að finna þær veilur, sem framteljandi sjálfur hefur sett i framtal sitt án þess að skattyfirvöldin hafi gert þar at- hugasemd við. Þetta er svo i fleiri skattumdæmum. Þannig mun það vera i Vesturlandsumdæmi og fleiri. Þetta er mjög óheppi- legt. Ber nauðsyn til að breyta þessari vinnuaðferð. Ég er sann- færður um það, að einmitt þetta á sinn þátt i þeirri veilu, sem er i okkar skattframtölum. Ég er sannfærður um aö þessi vinnubrögð hafa nokkur áhrif til þess að gera skatteftirlitið áhrifa- minna heldur en það gæti verið, ef öðrum vinnubrögðum væri beitt. Ný ríkisskattanefnd Ég er lika sannfærður um það að sú breyting, sem gerð var á skattalögunum nú, er til mikilla bóta — að skipa rikisskattanefnd með nýjum hætti, skapa henni fastar starfsreglur. En eftir þeim á hún að vera búið að úrskurða skattframtöl innan 6 mánaða. Þetta vona ég að muni bæta skattframtölin, Efling skattarannsókna Þá vil ég geta þess, sem ég hef reyndar áður getið, að á s.l. hausti var ákveðið aö fjölga að nokkru starfsmönnum skatt- rannsóknadeildar rikisskatt- stjóra. t þeim tilgangi að auka að- hald og eftirlit með skattframtöl- um. Sú breyting er nú að fullu komin til framkvæmda, og eru nú 12 starfsmenn hjá deildinni, sem vinna að eftirlitsstörfum. Deildin ætti þannig að vera betur undir störfin búin og hafa meiri mögu- leika til aðhalds og eftirlits en áð- ur. Starfsemi deildarinnar á liðnu ári héfur verið hagað með svip- uöu sniði og áður. Starfskröftum hefureinkum verið beint að eftir- liti með söluskatti og tekjuskött- um, bæði félaga og einstaklinga um land allt. En þessir skattar eru verulegur hluti þeirra skatta, sem lagðir eru á af skáttstjórum. Beitt hefur verið úrtaksaðferðum við val á verkefnum og þá oftast dreginn út ákveðinn fjöldi af framtölum úr einstökum atvinnu- greinum i senn. Þá hafa borizt mál frá hinum ýmsu skattstjór- um til framhaldsmeðferðar. Athugun deildarinnar skiptist i tvo aðalflokka. Almennar bók- haldsskoðanir eða yfirlitsathug- anir annars .vegar og sérstakar rannsóknir hins vegar. Skatt- stjórar hafa tekið virkan þátt i þessum athugunum með mann- afla sinum, eftir þvi sem aðstæð- ur þeirra leyfa. Starfsmenn rannsóknadeildarinnar hafa farið 13 eftirlitsferðir i 4 skattumdæmi, það sem af er þessu ári. Farnar hafa verið 750 skoðunarferðir i fyrirtæki á árinu, á vegum skatt- stjóra og rannsóknardeildarinn- ar. Þá hefur rannsóknadeildin tekið um 240 mál til sérstakrar rannsóknar, bæði mál félaga og einstaklinga og lokið hefur verið rannsókn um 160 mála á árinu. Nú eru 150 mál til rannsóknar hjá deildinni og 6 mál munu nú vera fyrir dómstólum vegna meintra brota á lögum um tekju- og eignarskatt og lögum um sölu- skatt. Frá 1. okt. 1971 til 30. sept. 1972, hefur nefnd sú, sem starfar skv. 6. mgr. 48. gr. laga nr. 68/1971 afgreitt 113 mál, þar af 91 með sekt og nam heildarfjárhæð sekta á timabilinu 18 millj. 568 þús. kr. En þá eru ekki með- taldar hækkanir opinberra gjalda, þ.e. skattanna bæði til rikis og sveitarfélaga vegna þess- ara mála. Af sektarfénu renna i rikissjóð 10 millj. 940 þús., en i sveitarsjóði 7 millj. 628 þús. kr. Þessa greinargerð um starf- semi skattrannsóknadeildarinnar vildi ég gefa hér á háttvirtu Alþingi, vegna þess að ýmsir halda, að aðgerðir þeirrar deildar sé minni heldur en raun ber vitni um. Sú fjölgun, sem varö á starfs- liði hjá skattrannsóknarstjóra skv. ákvörðunum, sem teknar voru i fyrrahaust, hefur verið að koma til framkvæmda á þessu ári. Nú er unnið mjög skipulega að þvi að endurskoða eins og áður sagði, ýmis skattframtöl og veil- ur, sem skattstofurnar hafa sjálf- ar fundið. Mjög er kappkostað að ná góðu samstarfi á milli skatt- rannsóknardeildarinnar og skatt- stofanna i landinu, þvi að svo bezt nýtist starfskraftur beggja aðila, að þannig sé á málum haldið. Enn fremur má bæta þvi við, að nám- skeið eru nú haldin i rikafa mæli íyrir starfsmenn skattstofanna, til þess að samræma og bæta störf allra þessarra aöila. Endurskoðun skattalaganna f framhaldi af þessu, vil ég svo vikja að þvi, að endurskoðun á skaltakerfinu heldur áfram. Ilér er þó um meira að ræða heldur en það, að verið sé að endurskoða skattkerfi rikisins. Það fer fram heildarskoðun á öllu tekjuöflunarkerfi rikisins. Ætlun- in er, að marka sem fyrst útlinur af þeirri heildarstefnu, sem siðan verður farið eftir við gerð tekju- öflunarkerfisins, og i framhaldi af þvi verði svo farið að ákveða einstaka skatta- og tekjustofna innan þessarar heildarstefnu- mörkunar. Það, sem er nýlunda i þessum vinnubrögöum, sem hér er viðhöfð nú, er að stefnt er að þvi að fá einn samstæðan laga- bálk um alla tekjuöflun rikis- sjóðs. Með þessu ætti Alþingi og almenningur i landinu að eiga auðveldari yfirsýn yfir þetta svið. Væri það framför lrá þvi skatta- kraðaki, sem nú er. Að þessu verki vinnur að mestu leyti sama nefndin, sem vann að endurskoð- un i fyrra. En þvi til viðbótar hef- ur veriö ákveðið, að 1 maður frá hverjum þingflokki vinni með nefndinni, þannig að þeir fá frá henni það sem hún hefur dregið saman um málin á vinnustigi. Þannig ættú þingflokkarnir að eiga betra með að átta sig á mál- inu, þegar það kemur fram i frumvarpsformi hér á háttvirtu Alþingi. Ég vil geta þess að þeir menn, sem að þessu vinna, verða aö sjálfsögðu að vinna að þessu sem aukastarfi, þvi að þetta eru flestir menn, sem eru kjörnir til þessa starfs, vegna reynslu sinn- ar af þessum málum á öðrum vettvangi. Hins vegar hefur verið á þessu sumri leitað til margra færustu manna á sviði skatta- mála, til þess að vinna einstaka þætti málsins fyrir nefndina og þvi veröur haldið áfram. Gert hefur verið ráð fyrir þvi, að reyna að losa ráðuneytisstjórann i fjár- málaráðuneytinu, sem er for- maður nefndarinnar, að ein- hverju leyti frá störfum svo að hann gæti helgað sig betur þessu starfi. En háttvirtir alþingismenn verða að gera sér grein fyrir þvi, að hér er um mikið mál að ræða. Ef steypa á saman i einn heildar- lagabálk, tekjuöflunarkerfi rikisins þá tekur þaðsinn tima, og nefndin verður að fá nokkuð góð- an vinnufrið til þess. Eftir allar þær umræður, sem hér voru i fyrravetur um það, að ekki hefði verið nóg vandað til Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.