Tíminn - 25.10.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 25.10.1972, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Mtftwkudagur 25. október 1!)72 Fjárlagaræða Framhald af 13. siðu. undirbúnings málsins, þá væri það að fara dálitið aftan að siðun- um, ef nú ætti að ávita fyrir það, að reynt er að vinna að þessu máli á sem allra beztan hátt og léita til þeirra aðila, sem hafa þar mesta reynslu. Eg get ekki á þessu stigi málsins sagt um það, hvort einhverjir þættir þessa heildarlagabálks gætu orðið til meðferðar á þessu þingi. l>að verður að ráðast af skynsam- legum vinnuhraða við undirb- úning. Verkið er unnið með veru- legum hraða og dugnaði af færustu mönnum og leitað er til færustu manna um einstaka þætti þess. Næst vil ég snúa mér að þeim þætti i rikisbúskapnum, sem meslu máli skiptir varðandi það, hvort fé þvi, er veitt er á fjár- lögum hverju sinni, er vel og hag- kvæmlega ráðstafað. Kg hef áður látið i ljós þá skoðun, að ég telji brýna nauðsyn til að ella hags- ýslumálefni rikisins og gefa hagsýslunni meira ráðrúm til þess að vinna að endurskoðun rikiskerfisins og endurhótum, sem ég veil að muni koma i kjöl- far þess, ef hún getur beitt sinum vinnukrafti meira að hagsýslu- störfum. bað hefur orðið svo, ba'ði hjá lyrrverandi fjár- málarððherra og einnig hjá mér, að starf hagsýslustjóra og starfs- manna hans hefur að verulegu leyli verið unnið i sambandi við fjárlögin, undirhúning þeirra og framkvæmd á mörgum sviðum og ýmsar athuganir á elnahags- kerfi þjóðarinnar. Nú er stefnt að þvi að gera á þessu nokkra breylingu og freista þess að gera hagsýslustarf- semina virkari. Verður það m.a. gert með þvi að lála hagsýslu- stjóra fá nýjan starlsmann lil við- bótar þeim, sem lyrireru. Kinn al' starfsmönnum rikisbókhaldsins var úti i Noregi við hagsýslunám s.l. ár. Ilann llyzt nú lil fjárlaga- og hagsýsluslofnunar. Jalnframt er stefnl að þvi, að breyta nokkuð um i vinnubrögðum. I fyrsta lagi ber þá að geta þess, að undir- nelnd fjárveilinganelndar hefur unnið verulega mikið verk á þessusumri. Ilún er húin að taka iyrir mörg verkelni, sem nú er unnið að Iramhaldsathugun á. Undirnelndin hefur m.a. i sam- starfi við hagsýsluna farið I heim- sóknir i nokkrar rikisstofnanir til þess að kynna sér starfsemi þeirra og skipulag og hejfur kannað, hvort ekki megi i ein- hverju breyta og gera hagfelldari starlsemi þeirra. Áformað er að fylgja eftir þeim hugmynrium, sem upp úr þessum heimsóknum hafa sprottið, og l'leiri stolnanir þarf að heimsa'kja með þessum ha'tti. l>að er ný og gömul reynsla, að erfitt er að koma fram hagsýslu- störfum, ef það er ekki gert i samstarfi við viðkomandi aðila, og þær mæta skilningi þeirra. Uvi hefi ég ákveðið að stefna að þvi, að halda námskeið um hagsýslu- málelni hér i haust á vegum fjár- laga-og hagsýslustofnunar. Uetta námskeið verður haldið i fræðslu- skyni lyrir ýmsa helztu stjórn- endur hjá rikinu og aðra þá, sem bera ábyrgð á rekstri og fjár- málum i rikisstofnunum. Uað verður haldið til að auka áhugann hjá þessum starfsmönnum á nauðsyn hagsýslustarfsemi og að sjálfsögðu verður þar kynnt. hvaða ta'kni og þekkingu er beitt. og hvaða nýjungar i opinberri stjórnsýslu megi hagnýta sér. Hagsýslunámskeið af þessu tagi ætti að verða til þess að örva stofnanir til sjálfstæðrar hag- færðingarstarfsemi. Jafnframt mun þetta verða til að auka áhuga ráðuneyta á slikri start- semi og gera þeim Ijóst. að oft er fjárvon i hagræðingu og endur- skipulagningu. i þessu sambandi langar mig að geta um eitt atriði i vinnu- brögðum Norðmanna við fjár- lagaundirbúning. Þar er það regla, að ráðuneytum ber ekki aðeins að skila fjarlagatillögum sinum og sinna stofnana i tæka tið. Þeim ber einnig að gera grein fyrir um leið, hvaða hagsýslu- verkefni það eru, sem verið er að vinna að i stofnunum og ráðu- neytum, og hvaða verkefnum hefur verið lokið á árinu. Þennan sið ættum við að stefna að að taka upp hér. Verkefni Hagsýslustofnununar Kn um framhald á vinnu- brögðum hagsýslustofnunar- innar, þegar teknar verða fyrir einstaka stofnanir eða mála- flokkar, heli ég gert ráö lyrir, að það yrði i samráði við við- komandi ráðuneyti og forstjóra þeirra stofnana, sem fyrir yrðu teknar og fulltrúar frá við- komandi ráðuneyti, frá við- komandi rikisstolnun og frá fjár- laga- og hagsýslustofnun yrðu látnir vinna saman að þessum verkefnum, að undirbúningi þeirra og Iramkvæmd á breytingum, sem leiddu af niður- stöðu athugananna. Af einslökum verkefnum, sem unnið helur verið að, vil ég geta um þessar: Á þessu ári var lagður niður Vélasjóður rikisins, starfsemi hætt og hús og tæki seld. Með sama hætti var vélarekstur Uand- náms rikisins lagður niður, tækin seld og starlsmenn horfnir til annarra starfa. Við þessa hreytingu var starlsmönnum boðin önnur slörf hjá rikinu, sem nokkrir hagnýttu sér, en aðrir kusu að breyta til. Unnið verður álram að þvi að sameina verk- slæði rikisins og markvisst stefnt að þvi, að starlrækt verði l'á en stærri verkstæði, sem geri við ta'ki rikisstolnana yfirleitt i stað þess, að hver sá að hokra við þetta. I þessu sambandi hefur verkstæðarekstur og birgðahald póst- og simamálastjórnarinnar, sem dreilt er á margar smáar einingar og er viða um borgina verið i alhugun. Á þessu þarl' að verða breyting, og er unnið að þvi. Jafnframt þarf að athuga, hvort ekki sé timabærl að taka til endu rskoðu na r sk i pu 1 a gsra m m a stolnunarinnar, sem er með elztu og stærstu stofnunum i rikis- kerlinu. Kitt af þeim verkelnum, sem unnið helur verið að á þessu sumri var alhugun á mötu- neylum rikisstolnana. í ljós helur komið, að árlegur kostnaður rikisins við mötuneyli er um (>() - millj. kr. Nú er verið að vinna að þvi að athuga möguleika á þvi að fækka þeim stöðum, sem matur er búinn til á, cn hins vegar að taka eldhús eins og nýja Land- spitalaeldhúsið, sem er mikið lyrirtæki.en verður ekki fullnýtt um sinn, lullnýta það og dreifa út mat lrá slikri stolnun i hinar ýmsu rikisstofnanir, þar sem nú er matreitt lyrir hvern starfs- mannahóp fyrir sig. Uátryggingamál ríkisins Vátryggingamál rikisins hafa sömuleiðis verið til athugunar á þessu sumri. Kikið eyðir tölu- verðu fé i vátryggingar. en hitt er jafnframt, að almennar reglur um það, hvaða tryggingar skuli kaupa. eru ekki til og mjög mis- munandi frá einni stofnun til annarrar, hvað tryggt er. Keyndar er það einnig höfuðvið- l'angsefni i þessu sambandi. hvort rikið eigi að kaupa tryggingu af öðrum fyrir. tjónaáhættu sina, eða hvort það eigi að bera hana sjálft. Svo vitnað sé til frænda okkar Dana og Norðmanna, þá er það meginregla i rikisrekstrinum þar, að rikið kaupi ekki tryggingar — með nokkrum undantekningum þó. Er þetta nú til athugunar. en jafnframt verður að hafa i huga i þessu sambandi. að ráðstafanir þarf að gera til þess, að ekki komi til stöðvana eða tafa. þótt til tjóna komi. Fjölmörg önnur hagsýsluverk- efni hafa verið til meðferðar. sem hér verða ekki gerð skil nú. Ég trúi þvi. að með þvi að vinna þannig að þessum málum, eins og ég hefi rætt um. muni vera hægt að ná meiri árangri en áður. Til greina getur einnig komið að fá inn i þetta hagsýslumenn úr öðrum stofnunum til þess að vinna ákv. verð, en ég held. að það sé nauðsynlegt að keppa að þvi, að fá starfsmenn i stofnunum og ráðuneytum til að taka þátt i þessu verki með hagsýslunni, til þess að auðvelda að vinna gagn- legum breytingum brautargengi. Ég endurtek það, sem ég hefi oft og mörgum sinnum sagt hér á háttvirtu Alþingi, að eg hef ekki trú á þvi, að það sé hægt að ná árangri i betri nýtingu á fjár- magni þvi, sem stofnanirnar f.á gegnum ljárlögin, nema með skipulegum vinnubrögðum og beitingu þeirrar þekkingar, sem nú er þekkt i sambandi við fjár. lagagerð og hagsýslustarfsemi. Nefndir ríkisins Þegar við, háttvirtur 10. þing- maður Keykvikinga og Haraldur Guðmundsson, safnvörður, unnum sameiginlega sem yfir- skoðunarmenn rikisreikningsir.s, þá gerðum við tillögu um það, að rikisreikningi yrði látin fylgja skrá yfir nefndir, sem störfuöu á- vegum rikisins og rikisstofnana það ár, er reikningurinn næði til. Þessi tillaga þótti allfyrirferða- mikil þegar hún kom fram i fyrsta sinp og það tók ein tvö ár að koma henni i framkvæmd, en með rikisreikningi fyrir árið 1969 kom þessi skrá fram fyrst og siðan hefur hún svo fylgt rikis- reikningi, svo sem nú er gert að þessu sinni. Það helur veriö venja að leggja þessa skrá Iram, þegar rikisreikningur hefur verið lagður fram endurskoðaður. Nú þótti mér hins vegar hlýta að láta skrána íylgja strax með rikis- reikningnum þegar hann vár- lagður Iram, þó að endurskoðun væri ekki lokið. Um þessa nefndarskrá hafa orðiö allmiklar umræður. Kins og oft vill verða hefur svo farið, að talað er um þessi mál eins og það sé nú i i'yrsta sinn, sem nefndir hafi starfað að málum á veguro rikisins og útgjöldin þess vegna mikið umtöluð, eins og ný útgjöld væru. Nú hel' ég ekkert við það að athuga, hvernig menn haga vinnubrögðum sinum um frá- sagnir, það verður að vera þeirra mat, en mér þykir hlýða að gefa hér nokkra Irekari greinar- gerð um þessa starfsemi i rikis- kerfinu. heldur en þó er gert með nefndarskránni, sem þó er vel gerð og Ijóst er það, að hún er betur gerð núna, heldur en nokkru sinni fyrr, þar sem þetta er að færast i fast horf og ég hygg að flest ráðuneyti séu nú búin að taka upp þau vinnubrögð, að skrá nefndirnar inn i bækur sinar, strax og þær eru skipaðar á vegum ráðuneytanna, þær serii þannig eru — og afskrá hinar, sem niður eru lagðar. Fjöldi nefnda Þessum nefndum er skipt i þrjá flokka. 1 fyrsta flokki eru stjórnir og ráð, sem Alþingi kýs. t öðrum flokki eru nefndir kjörnar og skipaðar skv. lögum og ályktun- um Alþingis. t þriðja flokki eru nefndir skipaðar af stjórnvöldum,. Fjöldi þeirra nefnda. sem vinnur i hverjum flokki fyrir sig, er þann- ig að stjórnir og ráð, sem Alþingi kýs, eru 40 á árinu 71, 9,5% af heildarfjölda nefnda, kostnaður 10.338 millj. eða 22,6%. í öðrum flokki eru nefndir kjörnar og skipaðar skv. lögum og ályktun- um Alþingis. 146, 34,7% a’f heildarfjölda nefnda. kostnaður 21.3 millj. eða 46,4%. t þriðja flokknum nefndir skipaðar af stjórnvöldum sem eru 235, eða 55,8%> af heildarfjölda nefnda, kostnaður 14.149 eða 31.0%>. Sam- tals eru þessar nefndir 421 á árinu 1971 og heildarkostnaður er 45.778,8 millj. kr. Þegar þetta er athugað nokkuð nánar. kemur i ljós, að hér eru taidar allar þær nefndir, sem unnu á árinu, alveg án tillits til þess hvort þær væru hættar störf- um. þegar skráin kemur út, eða i árslok. Eftir þvi sem athugað hef- ur verið, þá eru samtals 76 nefnd- ir, sem voru búnar að ljúka störf- um fyrir áramót 1971, af þeim 421,- sem i skránni eru taldar. Um slika talningu frá fyrri árum hef- ég ekki fyrir mér. Af þessum- nefndum voru ólaunaðar nefndir og stjórnir 47 talsins. Breytingin á milli ára er sú. að ef tekin eru heildarlaun nefndanna, þá voru á ' árinu 1970. 35,9% og hækkuðu frá',- árinu 1969 um 36,5%. Á árinu 1971.' var heildarkostnaðurinn 45,8% og\ hækkunin var þá frá fyrra árÞ 27.6%. Eins og fram hefur komið i um- ræðum um þessar nefndir, þá er' þetta að sjálfsögðu mjög misjafnt! á milli hinna einstöku ráðuneyta og er það ekki nema eðlilegt, vegna þeirra verkaskiptinga, sem á milli ráðuneytanna eru. Á vegum menntamálaráðuneytis- ins eru nefndirnar flestar, eða 126 og kostnaöurinn 8,2 millj. kr. Næst hæst að nefndafjölda er iðnaðarmálaráðuneytið, með 52 nefndir, en þar er kostnaður ekki nema rúmar 4 millj. kr. Hins veg- ar er sjárvarútvegsráðuneytið næst að kostnaði, það er þó ekki með nema 29 nefndir, stjórnir og ráð, og þar er kostnaðurinn 6,3 millj. kr. Heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytið er með 40 nefndir og kostnaður 5,6 millj. kr. Fjár- málaráðuneytiö með 36 nefndir og kostnaðurinn er 5,3 millj. kr. Nú hefur það að sjálfsögðu orð- ið svo i umræðum um þetta, eins og ég gat um i upphafi, að úttalið er, eins og núverandi rikisstjórn hafi skipað allar þessar nefndir, stjórnir og ráð og standi fyrir kostnaðarútgjöldum vegna þess. Þess vegna hef ég gert nokkurn samanburð á þvi, hvernig þessi skipting hefur orðið milli rikis- stjórnanna, viðreisnar- og núver- andi- rikisstjórnar. Þar koma nær eingöngu til greina nefndir skipaðar af stjórnvöldum. Á veg- um núverandi rikisstjórnar voru skipaðar þessar nefndir og kostnaður er þessi: heildar- kostnaður við stjórnskipaðar nefndir var 1971 14,149 eða 31% af heildarkostnaði nefnda. Hækkun frumvarpsins Eins og venja er hefur orðið all mikil umræða um það, hvað fjár- lagafrumvarp þetta hækkar frá yfirstandandi fjárlögum, en þó fyrst og fremst hvað hækkunin er mikil frá fjárlögunum april 1971. Ég hef bæði i þessari ræðu minni og eins áður gert athugasemdir við þessar umræður að þvi leyti, að mér hefur ekki fundist þessi samanburður réttmætur þar sem svo mjög skorti á þaö, að inn i fjárlög 1971 væru teknir veiga- miklir útgjaldaliðir, eins og launahækkanir og fleira, sem hefðu afgerandi áhrif á útgjöld það ár og útgjöldin árin á eftir. Til þess að fá þennan samanburð nokkuð réttmætari að minni hyggju. heldur en gert er i þess- um almennu umræðum, þá hef ég látið gera samanburð á rikis- reikningi á milli áranna, allt frá þvi það form rikisreiknings var upp tekið. sem nú gildir. Ég hef tekið inn i þennan samanburð áhrifin, breytinguna eins og hún hefur orðið á milli ára og þá bætt við árinu 1972 þeim hækkunum, sem að likur eru fyrir að verði á útgjöldum þessa árs. Frá árinu 1968 til 1969 var þessi mismunur 9.9%j. Frá árinu 69-70 var hann 23,2%. Frá árinu 70-71 var hann 44.7%. Frá 71-72 er hann 22,3%, miðað við fjárlög. en 27,5% miðað við að bæta við þeirri fjárhæð, sem gert er ráð fyrir að útgjöid á rikisreikningi geti orðið hærri heldur en fjárlög segja til um. 1 sambandi við mismuninn á milli áranna 71 og 72. vil ég geta þess, að ef tilfærsla hefði ekki orðið á milli rikis og sveitarfélaga, svo sem þá átti sér stað. þá hefði þessi hækkun á milli rikisreikn- inga þessara tveggja ára ekki orðiö yfir 21-22%. Það má reynd- ar með réttu segja. að það sé ákvörðun stjórnvalda að hafa tekið inn á rikisreikninginn út- gjöld, sem sveitar.félögin sinntu áður. en ný útgjöld eru það ekki hjá stjórnsýslunni i heild. þvi þau koma til með að lækka útgjöld sveitarfélaga sem sömu fjárhæð nemur. Þessi samanburður er að minni hyggju miklu skynsam- legri og réttmætari heldur en það tal sem hefur orðið um hækkun rikisútgjalda i höndum núverandi rikisstjórnar. Ef samanburður er gerður frá 71 til 73, þó sveitar- félagadæmið sé tekið þar með, þá er um að ræða 46,8% hækkun á þessum tveimur árum, en á tveim árum þar á undan. árunum 1969- 1971, er hækkunin nær 79%. Hækkunin er hlutfallslega þetta lægri þrátt fyrir þaö að á þessum tveimur siðari árum hafi verið gerð sú róttæka breyting um til- færslu á milli rikis og sveitarfé- laga, sem áður er getið. 1 þeim umræðum sem fram hafa farið um hækkun rikisútgjalda, gleyma fyrrverandi stjórnarherrar aU gerlega sinum ákvörðunum og áhrifum á rikisreikninginn 1971. Reyndar á útgjöld rikissjóðs siöan. Hvað veldur hækkuninni? Eins og fram hefur komið i ræðu minni hér að framan, eru 3 atriði sem mestu hafa valdið um hækkanir rikisútgjalda á árinu 1971 og siðan þar á meðal i þessu fjármálafrumvarpi. Þau eru launahækkanir, tryggingabætur og dýrtiðarráðstafanir. Þegar hafðar eru i huga verðstöðvunar- aðgerðir haustið 1970, þarf engan að undra þó aðgerða i efnahags- málum sé þörf nú. Þá treysti við- reisnarstjórnin ekki atvinnu- vegunum til þess að greiða fulla verðlagsvisitölu á það kaupgjald sem þá var i gildi, það var þó al- mannarómur, að laun á hinum al- menna vinnumarkaði þá, væru svo lág og þau fengju ekki staðizt til lengdar. Viðreisnarstjórnin mat ekki stöðu atvinnuveganna betur en svo þá, að þrátt fyrir hagstæð aflabrögð og hækkandi verðlag á útflutningsafurðum, væri stóraðgerða þörf. Sú stefnu- ákvörðun viðreisnarstjórnarinn- ar sem þá var tekin var fólgin i þvi, að færa erfiðleika atvinnu- veganna inn i rikissjóð, sem gert var með stórauknum niður- greiðslum, svo að verðstöðvunin væri framkvæmanleg. Á timabil- inu frá nóvember 1970 til júli 1971, jók viðreisnarstjórnin niður- greiðslur og þar með útgjöld rikissjóðs og frestaði verð- hækkunum fram til 1. sept. 1971, að hún taidi. En öllum var ljóst að til lengdar yrði þeim verð- hækkunum sumum hverjum ekki frestað nema um takmarkaðan tima, vegna þess hvers eðlis þær voru. Þessu til viðbótar i viðskiln- aði viðreisnarstjórnarinnar kom það. að kjarasamningar á al- mennum vinnumarkaði voru lausir um haustið 1971. Ljóst var að við gerð nýrra kjarasamninga hlaut að verða tekið mið af samn- ingum rikisstjórnarinnar við rikisstarfsmenn. Bæði um hækk- un taxta og vinnutimalengd. Með samstarfi aðila vinnumarkaðar- ins og núverandi rikisstjórnar tókst að koma kjarasamningum heiíum i höfn fyrir áramótin 1971, án þess að til stór- átaka kæmi svo sem verkfalla, eins og kunnugt er. öllum var ljóst að við gerð þessara kjara- samninga vargengið það langt að ef til áfalla kæmi i atvinnu- rekstrinum, svo sem verulega drægi úr þorskveiðum eins og átt hefur sér stað á þessu ári, mundi til erfiðleika koma. Þar við bætt- ist svo það. að vegna gengis- breytinga erlendis hefur verðlag hækkað hér nokkuð. og svo voru Nefndir skipaðar eftir 13. júli 1971 og til áramóta 1971/1972. FlokkurH Flokkur III Samtals. 1 2 3 1 2 3 1 2 3 Forsætisráðuney tiö 2 6 90.000 2 6 90.000,23% Menntamálaráðuneytið 2 6 0 9 51 81.850 11 57 81.850,1,6% Utanrikisráðuneytið 0 0 0 Landbúnaðarráðuneytiö 4 22 0 4 22 0 Sjárvarútvegsráðuneytið 2 12 0 2 12 0 Dóms- og kirkjumálar. n. 0 0 0 Félagsmálaráðuneytið 5 31 474.000 5 31 474.000,13,5% Heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneylið 4 16 0 4 16 0 Fjármálaráðuneytiö 4 20 135.000 4 20 135.000,2,5% Samgönguráðuneytið 0 0 0 Iönaöarráðuneytið 9 41 834.033 9 41 834,033,20,5% Viðskiptaráðuneytið 1 5 0 1 5 0 Hagstofa Islands 0 0 0 2 6 0 40 204 1614.883 42 210 1614,883 11,5% 18%

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.