Tíminn - 25.10.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 25.10.1972, Blaðsíða 15
Miövikudagur 25. október 1972 TÍMINN 15 til staðar duldar verðhækkanir frá verðstöðvunartimabilinu, svo sem áður er fram tekið og einnig var ljóst að kjarasamningarnir mundu leiða til einhverrar hækkunar vöruverðs á innlendum markaði. Þegar þær forsendur eru hafðar i huga, sem hér hafa verið raktar, þarf engan að undra þó við nokkurn efnahagsvanda sé nú að etja. En ég legg áherzlu á það, að til aðgerða eða aðgerða- leysis fyrrverandi rikisstjórnar má rekja verulegan hluta þess vanda. Það hefur verið deilt á það i umræðum um þetta fjárlaga- frumvarp, að það skorti útgjöld til að leysa efnahagsvandamálin nú. Ég vil i tilefni af þvi segja það, að það orkar mjög tvimælis að minum dómi, hvað langt á að ganga inn á braut niðurgreiðslna, og þar með beinum rikisafskipt- um af atvinnurekstri. Við fjár- lagaafgreiðslu fyrir árið 1972 var reynt að snúa aftur af þeirri braut, sem ákveðin var af við- reisnarstjórninni, með verð- stöðvunarlögum 1970, að draga úr niðurgreiðslum, það var að sjálf- sögðu fordæmt af núverandi stjórnarandstöðu. Þvi miður reyndist ekki fært að halda það út á þessu ári, svo sem til var stofn- að og var aftur horfið að fyrri að- gerðum i niðurgreiðslum. Enda þótt að það sé nú gert og ég geri mér ljóst að ekki er ennþá séð hvað ofaná verður um heildar- niðurgreiðslur við afgreiðslu fjár- lagafrumvarps þessa, þá lýsi ég þeirri skoðun minni, að niður- greiðslur eru nauðsynlegar og réttmætar að vissu marki. 'Við það er þetta fjárlagafrumvarp að verulegu leyti miðað. En þær verða að eiga sin takmörk, þvi inn á ýmis hættusvið geta þær að öðr- um kosti leitt. Ég vil lika leggja áherzlu á það, að ég tel visitölu- verðlagsmælir nauðsynlegan og sjálfsagðan, sem vörn um kaup mátt launa, en hún verður að vera uppbyggð með þeim hætti, að hún sé miðuð við almennt neyzlustig þeirrar neyzlu, sem neytandinn þarf til þess framfæris, sem öll- um er nauðsyn og miða að réttu mati neyzlustigsins innbyrðis. En hún má ekki verða til þess, að stjórnvöld hafi ekki eðlilegt svig- rúm til hæfilegrar og skynsam- legrar tekjuöflunar, þannig að hún hafi bein áhrif á val tekju- stofna, og hún komi í veg fyrir skynsamlegar og nauðsynlegar aðgerðir til félagslegrar upp- byggingar og atvinnuöryggis. Þá er grundvöllur hennar rangur, þá getur hún beinlinis orðið til þess að glata þvi sem mest er um vert, atvinnuöryggi og fjárhagslegt sjálfstæði. Ég legg áherzlu á þetta án þess að ræða efnahags- málin frekar en orðið er. Lokaorð Herra forseti, ég lýk nú senn máli minu, enda það orðið all langt. Ég hef i ræðu minni hér að framan sýnt framá það, að það tal um hækkun þessa fjárlaga- frumvarps i samanburði við fyrri fjárlög viðreisnarstjórnarinnar, er ekki byggt á raunhæfu mati. Ég hef hins vegar sýnt fram á það i ræðu minni hér, hvert það raun- hæfa mat er. Mér er ljóst, og mun ekki biðjast undan þvi, að fjár- málastjórnin nú verði gagnrýnd, frekar en fyrri daginn. En ég ætl- ast til þess, að þeir sem það geri, hafi ekki gleymt fortið sinni og áhrifum sinum á þau útgjöld, sem rikissjóður verður nú að standa straum af. Þvi svo skammt er undan siðan völd þeirra og ráð réðu hér og svo langan tima hefur það varað, að það er ekki von að nú séu þau með öllu útþurrkuð.Ég vek hins vegar athygli á þvi, að sú félagslega uppbygging, sem ein- kennir þetta fjárlagafrumvarp að öðrum þræði, er sú stefnumörkun sem núverandi rikisstjórn tók þegar með afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1972 og mun halda áfram i starfsemi sinni. Það er einmitt sú félagslega uppbyggin, sem fókið i þessu landi þarf fyrst og fremst. Hins vegar mun i þvi, sem öðru, verða að fara að með gætni og margt verður að sjálf- sögöu að biða, enda er það öllum ljóst, að svo verður að vinna að farsælli uppbyggingu i þjóðfélag- inu. Ég legg svo til, herra forseti, að lokinni þessari umræðu verði fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 1973 visað til 2. umræðu og hátt- virtrar fjárveitinganefndar. [rJ CéiBiWké' Guðfaðirinn Alveg ný bandarisk lit- mynd sem slegið hefur öll met i aðsókn frá upphafi kvikmynda. Aðalhlutverk: Marlon llrando. A1 Pacino og James Caan. Leikstjóri: Francis Ford Coppola Bönnuð innan 16 ára tslenzkur texti Sýnd kl. 5 og 8.30. Alliugið sérstaklega: 1) Myndin verður aðeins sýnd i Keykjavik. 2) Ekkert hlé. 3) Kvöldsýningar hcfjast kl. 8.30. 4) Vcrð kr. 125.00. Á ofsahraða "mti* Hörkuspennandi ný ame- risk litmynd. t myndinni er einn æðisgengnasti eltingarleikur á bilum sem kvikmyndaður hefur verið. Aðalhlutverk: Barry Newman Cleavon Little Leikstjóri: Richard Sarafian Bönnuð innan 12 ára Sýnd kl. 5, 7 og 9. Islenzkur texti hofnorbíó sítiif 1E444 Taumlaust lif Spennandi og nokkuð djörf ný ensk litmynd, um lif ungra hljómlistarmanna. Maggie Stride. Gay Singleton. tsl. texti Stranglega bönnuð innan 16 ára Nafnskirteini. Sýnd kl. 5,7 9 og 11. Tónabíó Sfmi 31182 Vespuhreiðriö Hornets nest Afar spennandi amérisk mynd. er gerist i siðari heimsstyrjöldinni. Myndin er i litum og tekin á ítaliu. Islenzkur texti Lgjkstjóri: l’liil Karlson Aðalhlutverk: ROCK HUDSON, SYLVA KOS- GINA, SERGIO FANTONI. Sýnd kl. 5. 7 og 9 Bönnum börnum innan 16 ára Allra siðasta sinn isadóra The loves of Isadora Úrvals bandarisk litkvik- mynd, meö islenzkum texta. Stórbrotið listaverk um snilld og æfiraunir einnar mestu listakonu, sem uppi hefur verið. Myndin er byggð á bókun- um ,,My Life”eftir isadóru Iluncan og „Isadora Duncan, an Intimate PortraiC’eftir Sewcll Stok- es.Leikstjóri: Karei Reisz. Titilhlutverkið leikur Van- essa Redgrave af sinni al- kunnu snilld( meðleikarar eru, Jamcs Fox, Jason Robards og Ivan Tchenko. Sýnd kl. 5 pg 9. “■ ÞJOÐLEIKHUSIÐ Gestaleikur Listdar.ssýning Sovézkur úrvalsflokkur sýnir þætti úr ýmsum fræg- um ballettum. Frumsýning i kvöld kl. 20 önnur sýning fimmtudag kl. 20. Þriðja sýning föstudag kl. 20. Túskildingsóperan sýning laugardag kl. 20. Getting Straight islenzkur texti Afar spennandi frábær ný amerisk úrvalskvikmynd i litum. Leikstjóri: Richard Rush. Aðalhlutverk leikur hinn vinsæli leikari ELLI- OTT GOULI) ásamt CAN- DICE BERGEN. Mynd þessi hcfur allsstaðar feng- iðfrábæra dóma og met að- sókn Sýnd kl. 5 og 9 Bönnuð börnum. r-TZj-i .[ ) m b Simi 50249. Veiðiferðin i „T h e H U N T I N G PARTY”) Óvenjulega spennandi, áhrifamikil. vel leikin, ný amerisk kvikmynd. tslenzkur texti Leikstjóri: Don Medford Tónlist: Riz Ortolani Aðalhlutverk: Oliver Reed, Candice Bergen, Gene Hackman. Sýnd kl. 9. Bönnuö börnum. Sfðasta sinn Atómstöðin i kvöld kl. 20.30. Fótatak fimmtudag kl. 20.30. — 3. sýning. Dóminó föstudag kl. 20.30 — Atómstöðin laugardag kl. 20.30. Leikhúsálfarnir sunnudag kl. 15.00. Kristnihaldið sunnudag kl. 20.30. — 151. sýning. Aðgöngumiðasalan i Iðnó er opin frá kl. 14. Simi 13191. ódysseifsferð árið 2001 An epic drama of adventure and exploration! MGM STANLEY KUBRiCK PR00UCTI0N Heimsfræg brezk- bandarisk stórmynd eftir Stanley Kubrick. Myndin er i litum og Panavision og sýnd með fjögurra rása stereótón. tslenzkur texti. Sýnd kl. 5 og 9. ÍSLENZKUR TEXTI Gamanmyndin Iræga ,, Ekkert liggur á" The family Way Bráðskemmtileg, ensk gamanmynd i litum. Ein- hver sú vinsælasta, sem hér helur verið sýnd. Aðalhlutverk: llaylcy Mills, llywel Bennelt, Jolin Mills. Endursýnd kl. 5, 7 og 9. Ævintýramaðurinn Thomas Crown Heimsfræg og snilldarvel gerð og leikin amerisk sakamálamynd i algjörum sérflokki. Myndin,sem er i litum er stjórnað af hinum heimsfræga leikstjóra Nor- man Jewison. Aðalhlutverk: Steve McQueen, Faye Dunaway, Paul Burke Endursýnd ki. 5.15 og 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.