Fréttablaðið - 24.05.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 24.05.2004, Blaðsíða 22
22 24. maí 2004 MÁNUDAGUR KOMINN TIL ÍTALÍU Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Eng- lendinga, sést hér á flugvellinum í Sardiníu á Ítalíu ásamt konu sinni Nancy Dell’Olio þar sem enska landsliðið mun dvelja næstu vikuna í æfingabúðum. FÓTBOLTI NBA-körfuboltahetjan Michael Jordan: Vill frekar eiga liðin en þjálfa þau KÖRFUBOLTI Einn allra besti ef ekki besti körfuboltamaður allra tíma, Michael Jordan, lét hafa það eftir sér á dögunum að hann vilji frekar eiga NBA-lið en þjálfa í deildinni. „Næsta markmið mitt er að eignast körfuboltalið. Ég ætla að kaupa lið en ekki þjálfa það því ég hef ekki þá þolinmæði sem þarf til að verða þjálfari,“ sagði Jordan, sem mis- tókst á síðasta ári að kaupa bæði Milwaukee Bucks og eignast hlut í nýja liðinu, Charlotte Bobcats. Jord- an vann sex NBA-titla, var fimm sinnum valinn leikmaður ársins og skoraði 30,1 stig að meðaltali í 1.072 leikjum á dögum sínum með Chicago Bulls en hann er nú á ferð um Asíu. ■ Gullinn dagur í Svíþjóð Ísland eignaðist þrjá Norðurlandameistara í körfubolta í Svíþjóð í gær þegar 16 ára liða karla og kvenna og 18 ára lið karla unnu öll gestgjafa Svía í úrslitaleikjum Norðurlandamótsins. KÖRFUBOLTI Íslenskir körfu- boltakrakkar settu á svið eina stærstu sigurstund í sögu ís- lenskra hópíþrótta þegar þeir tryggðu Íslandi þrjá Norðurlanda- meistaratitla á einu bretti í Stokk- hólmi í gærdag. Íslenskur körfu- bolti hafði aðeins eignast einn Norðurlandameistara áður, ung- lingalið karla 1991, og aldrei unn- ið fyrir utan landsteinanna en ís- lensku strákarnir unnu í Stykkis- hólmi fyrir 13 árum. 16 ára liðið undir stjórn Bene- dikts Guðmundssonar gaf tóninn með því að vinna 31 stigs sigur á heimamönnum í fyrsta úrslitaleik dagsins þar sem íslensku strák- arnir léku við hvern sinn fingur. Benedikt hafði sparað lykilmenn í tapinu gegn Noregi daginn áður og það má segja að strákarnir hans hafi hlaupið yfir sænska lið- ið sem sá aldrei til sólar í þessum úrslitaleik. Fyrirliðinn Brynjar Þór Björnsson var með 22 stig, Hörður Axel Vilhjálmsson var með 19 stig og var valinn mikil- vægasti leikmaður úrslitaleiksins. Hjörtur Hrafn Einarsson bætti við 18 stigum, Þröstur Jóhannsson var með 8 stig og þeir Emil Þór Jóhannsson og Hörður Hreiðars- son höluðu inn 7 stig hvor. Helena með 43 stig Það var mun meiri spenna í hinum úrslitaleikjunum sem tóku við strax á eftir. Spilað var í tveimur sölum hlið við hlið og því eignust Íslendingar tvo Norður- landameistara á nánast sama tíma. 18 ára lið karla lék mjög vel og vann Svía 97-91 en Svíar tefldu fram mjög hávöxnu liði. Stelpurn- ar lentu í rosalega spennandi leik en höfðu betur með einu stigi, 77- 76, þar sem hin ótrúlega Helena Sverrisdóttir fór enn einu sinni hamförum. Nú var hún með 43 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar en hún var með 46 stig í mikil- vægum sigri gegn Finnum á föstudaginn. Auk Helenu var María Ben Erlingsdóttir sterk sem fyrr í mótinu með 12 stig, Bára Bragadóttir var með 9 stig og Bryndís Guðmundsdóttir 7 stig. Það voru tveir Njarðvíking- ar, Kristján Rúnar Sigurðsson og Jóhann Árni Ólafsson sem voru með 2/3 af stigum 18 ára liðsins, Kristján var með 34 stig, þar af níu 3ja stiga körfur og Jóhann Árni bætti við 31 stigum. Fyrirlið- inn Pavel Ermolinskij átti líka frá- bæran leik og halaði inn 17 stig, tók 13 fráköst og gaf 13 stoðsend- ingar. Helena og Kristján voru valin bestu leikmenn úrslitaleikj- anna. Íslenski hópurinn kemur í dag og ráðgerð er móttaka fyrir hópinn í kvöld. ■ MÆTTUR AFTUR Patrekur Jóhannesson hefur verið að leika vel á Spáni og er kominn aftur í íslenska landsliðshópinn. Íslenska handboltalandsliðið: Á leið til Grikklands HANDBOLTI Það er skammt stórra högga á milli hjá íslenska lands- liðinu í handbolta. Þeir luku í gær keppni á Flanders Cup í Belgíu og í dag flýgur talsvert breyttur landsliðshópur til Grikklands. Þar mun íslenska liðið leika tvo æf- ingaleiki gegn Grikkjum og Aust- urríkismönnum en um næstu helgi leikur íslenska liðið fyrri leik sinn gegn Ítölum í umspili fyrir HM. Leikið verður í Róm. Aðeins þrír leikmenn sem voru með í Belgíu halda áfram til Grikklands en þeir eru Birkir Ívar Guðmundsson, Róbert Gunn- arsson og Ásgeir Örn Hallgríms- son. Flestir íslensku atvinnu- mannanna gátu ekki leikið í Belg- íu en þeir mæta allir ferskir til Grikklands. ■ ÍSLENSKI LANDSLIÐSHÓPURINN: Markverðir: Guðmundur Hrafnkelsson Kronau Birkir Ívar Guðmundsson Haukar Aðrir leikmenn: Guðjón Valur Sigurðsson Essen Ásgeir Örn Hallgrímsson Haukar Róbert Gunnarsson Aarhus GF Jaliesky Garcia Göppingen Dagur Sigurðsson Bregenz Rúnar Sigtryggsson Wallau Massenheim Ólafur Stefánsson Ciudad Real Snorri Steinn Guðjónsson Grosswallstadt Ragnar Óskarsson Dunkerque Róbert Sighvatsson Wetzlar Sigfús Sigurðsson Magdeburg Gylfi Gylfason Wilhelmshavener Einar Örn Jónsson Wallau Massenheim Patrekur Jóhannesson Bidasoa Kamerúnar sleppa: Fá stigin sex aftur til baka FÓTBOLTI Alþjóðaknattspyrnusam- bandið, FIFA, hefur afturkallað ákvörðun sína þess efnis að knatt- spyrnulandslið Kamerúna þurfi að hefja undankeppnina fyrir HM árið 2006, sem fram fer í Þýska- landi, með sex stig í mínus. Kamerúnar voru dæmdir til þessa í síðasta mánuði fyrir að hafa óhlýðnast skipunum FIFA sem lagði blátt bann við því að liðið léki í samfestingi sem þeir og gerðu á Afríkumótinu. Stuttbuxur og treyja voru föst saman og ein- hverra hluta vegna samræmdist sá klæðnaður ekki skoðunum FIFA á því hvernig viðeigandi klæðnaður væri. FIFA sá hins vegar að sér og sitja Kamerúnar því við sama borð og aðrar þjóðir í Afríku. ■ MICHAEL JORDAN Ætlar sér að eignast körfuboltalið. Alex Ferguson, knatt-spyrnustjóri Manchest- er United, varð á laugar- daginn fyrsti knattspyrnu- stjórinn til að vinna enska bikar- inn fimm sinnum þegar lærisvein- ar hans báru sigurorð af Millwall, 3-0, í úrslitaleik á Þúsaldarleik- vanginum í Cardiff í Wales. Ferguson vann sinn fyrsta bik- armeistaratitil með félaginu árið 1990 þegar Manchester United bar sigurorð af Crystal Palace, 1- 0, í aukaleik. Í kjölfarið fylgdu bikarmeistaratitlar árið 1994, 1996 og 1999 en þá vann liðið þre- falt, deild, bikar og meistaradeild. Ferguson, sem hefur verið hjá Manchester United síðan sumarið 1986, er langsigursælasti knatt- spyrnustjórinn í sögu ensku knattspyrnunnar. ■ ■ Tala dagsins 5 16 ÁRA LIÐ KVENNA Efri röð f.v.: Hannes S. Jónsson varaformadur KKÍ, Jón Halldór Eðvaldsson aðstoðarþjálfari, Hrönn Þorgrímsdóttir, Bára Fanney Hálfdánar- dóttir, María Ben Erlingsdóttir, Helena Sverrisdóttir fyrirliði, Bryndís Guðmundsdóttir, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir, Bára Bragadóttir, Henn- ing Henningsson þjálfari. Neðri röð f.v.: Margrét Kara Sturludóttir, Ragnheiður Theodórsdóttir, Linda Stefanía Ásgeirsdóttir, Guðrún Harpa Guðmundsdóttir, Ingibjörg Skúladóttir. 16 ÁRA LIÐ KARLA Efri röð f.v.: Hannes S. Jónsson varaformadur KKÍ, Benedikt Guðmundsson þjálfari, Gissur Helguson, Gústaf Gústafsson, Hafþór Björns- son, Sigurdur Þorsteinsson, Hörður Hreiðarsson, Hjörtur Hrafn Einarsson, Björn Leósson fararstjóri. Neðri röð f.v.: Emil Þór Jóhannsson, Þröstur Jóhannsson, Brynjar Björnsson fyrirliði, Hörður Axel Vilhjálmsson, Þórir Guðmundsson, Páll Halldór Kristinsson. 18 ÁRA LIÐ KARLA Efri röð f.v.: Snorri Örn Arnaldsson unglinganefnd KKÍ, Jóhann Árni Ólafsson, Pavel Ermolinskij fyrirliði, Davíð Páll Hermannsson, Finnur Atli Magnússon, Ólafur Halldór Torfason, Tryggvi Pálsson, Einar Árni Jóhannsson þjálfari, Hannes S. Jónsson varaformadur KKÍ. Neðri röð f.v.: Brynjar Þór Kristófersson, Kristján Rúnar Sigurdsson, Magnús Pálsson, Bjarni Árnason, Jón Gauti Jónsson, Halldór Fannar Gíslason. NORÐURLANDAMEISTARAR UNGLINGA Í KÖRFU 2004: 16 ára lið kvenna: Ísland 16 ára lið karla: Ísland 18 ára lið kvenna: Svíþjóð 18 ára lið karla: Ísland 58-59 (22-23) Sport 23.5.2004 21:24 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.