Tíminn - 26.10.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.10.1972, Blaðsíða 1
GOÐI /fyrir goóan mat 245. tölublað — Fimmtudagur 26. október—56. árgangur kæli- skápar RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Simar 18395 & 86500 Verðstöðvun áf ram næsta ár? TK-Stp-Reykjavik ólafur Jóhannesson forsætisráðherra, sagöi á alþingi i gær, aö persónuleg skoöun sin væri sú, aö þau úrræði, sem beitt yrði nú til lausnar þeim efnahags- vanda, sem við væri uo glima,. ættu að miða að áframhaldi verðstöðvunar á næsta ári, svo að visitölunni yrði haldið óbreyttri i 117 stigum. Til þess að unnt sé að halda verðstöðvun áfram þarf nýja fjáröflun i ríkissjóð til niður- greiðslna og fleira, 800-1000 milljónir kióna. Þessi fjáröflun yrði að fara fram eftir leiðum óbeinna skatta, þvi ekki kæmi til mála, að hækka beina skatta. En frumskilyrði þess, að unnt væri að fara þessa leið og halda verðstöðvuninni áfram, væri aö samkomulag tækist um að þessi óbeina skatt- heimta færi ekki inn i visitöluna. Ef hún gerði það, væri til einskins unnið og ráðstafanirnar myndu aðeins magna þann vanda, sem þeim væri ætlað að leysa. Ennfremur taldi Ólafur nauðsynlegt að fá samkomulag um nýjan visitölugrundvöll og væri skynsamlegt að lfta til ná- grannaþjóða i þvi sambandi. For- sætisráðherra itrekaði, að hér væri aðeins um persdnulegar skoðanir sinar að ræða á þvi, til hvaða úrræðis væri skynsam- legast að gripa um áramótin, er verðstöðvunarlögin falla úr gildi, en um þá leið, sem farin yrði, þyrfti að nást samkomulag, og vissulega kæmu aðrar leiöir til greina og launþegar þekktu þær, sem þrautreyndar hefðu verið hér á landi s.l. áratug. Þetta kom fram, er til umræðu var frumvarp til laga um stað- festingu bráðabirgðalaganna ,um timabundnar efnahagsráð- stafanir. Ólafur Jóhannesson for- Samningahug ur í Bretum Forsætisráðherra afhent orð- sending þess efnis í gær Ólafur Jóhannesson forsætisráð- herra. sætisráðherra rakti i framsögu- ræðu efnahagsþróunina siðasta ár. Gat hann þess, að visitöluspá sii, er Hagsýslustofnunin geröi 1971 hefði staðizt nokkurn veginn fram til þessa. Einnig kom fram i ræðu forsætisráðherra, að skipuö hefur verið sérstök nefnd efna- hagssérfræðinga, er gera skal til- lögur um leiðir og valkosti i efna- hagsmálum, þegar ákvæðum um timabundnar efnahagsráð- stafanir lýkur um araniöt. Itrekaði hann i ræðu sinni.að hér væri aðeins um bráðabirgðaráð- stafanir að ræða. Sagðist hann vænta að nefndin skilaði áliti i byrjun næsta mánaðar. Persónulega skoðun sina á efnahagsvandanum kvað for- sætisráðherra þá, að halda bæri verðstöðvun áfram eftir áramót i þvi formi, sem hún er samkvæmt bráðabirgðalögunum. Sagði hann verðstöðvunarform þetta eins al- gert og hægt væri, enda kæmi aldrei til greina full verðstöðvun það væri hefting á efnahags- þróuninni. Þá kvað hann það persónulcga skoðun sina, að verðhækkun skyldi timabundin, þannig að ekki yrði leyfð hækkun nema tvisvar á ári, á 6 mánaða fresti. Myndi það skapa meiri festu I efnahags- lifinu. Það fyrirkomulag, er nú gildir um visitöluútreikninga sagði hann gallað, og þarfnaðist það endurskoðunar, enda væri það orðið gamalt#miðað við víst- tölufjölskyldu 1965 svo að bess væri ekki að vænta, að þaö hentaði nú við breytta neyzlu fólks og aðstæður. Taldi forsætisráðherra, að huga ÓLAFUR JÓHANNES- SON forsætisráðherra á alþingi í gær: Mín per- sónulega skoðun er sú, að áframhaldandi verð- stöðvun sé bezta lausn efnahagsvandans, að því tilskildu, að samkomu- lag náist um óbeina skattheimtu, sem ekki orkar á vísitöluna. bæri mjög að þvi, að taka nágrannana til fyrirmyndar um visitölubreytingar. Vissa þætti, sem þeir hafa talið réttað sleppa I visitöluútreikningi sfnum ættum við einnig að taka til.athugunar, hvort þeir ættu ekki að vikja Hann gat þess, að hér hefðu gilt mismunandi reglur um vlsitölu. Hún hefði ýmist verið skert, bönnuð eða jafnvel lögboðin. En nu sé hún háð samningum við stéttarfélög. Taldi forsætisráð- , herra nauðsynlegt að binda vísi- töluna við 117 stig á næsta ári a.m.k. þannig að hún fari ekki fram úr þeirri áætlun, sem gerð var 1971. Þetta hefði I för með sér, að afla þyrfti aukins fjár, 800-1000 milljóna króna til að halda visi- tölunni niðri, én það þýddi tilfærslu fjármagns I efnahags- kerfinu. Sagði forsætisráðherra svo komið nú, að beinir skattar yrðu ekki hækkaðir Þá væri eina lausnin óbeinir skattar. En með breyttu fyrirkomulagi kæmu þeir Framhald á bls. 4 ÞÓ-Reykjavik Samkvæmt frétta- stofufregnum frá Lon- don er brezka rikis- stjórnin nú tilbúin að ræða við islenzku rikis- stjórnina um stærð, gerð og fjölda skipa, sem veiða innan 50 milna markanna, jafnhliða þvi sem rætt verður um svæðafyrirkomulag. 1 tilkynningu frá London segir, að þetta mál hafi borið á góma i fyrri umræðum um landhelgis- málið, og ekkert sé þvl til fyrir- stöðu að taka þetta mál upp aftur. Litið er á þetta sem svar brezku rikisstjórnarinnar, við orðsend- ingu islenzku rikisstjórnarinnar frá þvi I fyrradag. McKenzie, sendiherra Breta á Islandi, gekk i gær á fund Ólafs Jóhannessonar forsætisráðherra og afhenti honum orðsendingu frá brezku rikisstjórninni. Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra sagði I gærkvöldi, að sendiherrann hefði gengið á sinn fund, en Ólafur sagðist ekki geta sagt, hvað staðið hefði I orð- sendingunni, fyrr en hann hefði haft samband við samráðherra Hörpudisksveiðar á Breiða- firði stöðvaðar til ársloka tslendingar eru rányrkjuþjóð frá fornu fari. En nú siðustu árin hafa þeir vaknað til skilnings á þvi . hversu grimmileg rányrkja hefnir sin, bæði á sjó og landi, sé of langt gengið. Það er af þessum toga spunnið, að sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að stöðva allar hörpu- disksveiðar á Breiðafirði frá og með næstu helgi, samkvæmt til- mælum hafrannsóknarstofnunar og með samþykki Fiskifélags tslands, og mun veiðibann þetta gilda fram til áramóta. t fréttatilkynningu frá sjárvarútvegsráðuneytinu segir, að það sé tilneytt aö stöðva veið- arnar. Hafrannsóknarstofnunin hafi fyrir rúmum mánuði lagt til að ekki yrðu veiddar nema fimm þúsund lestir af hörpudiski á Breiðafirði i haust. Nú þegar er búið að veiða þetta magn og er það nokkru fyrr en gert hafði verið ráð fyrir. Þessu veldur einkanlega aukin sókn á hörpu- disksmiðin. 1 byrjun septembermánaðar ákvað ráðun. þó að einskorða veiðileyfi við báta, sem skráðir voru við Breiðafjörð, og það var gert til að hamla gegn aukinni sókn. Fyrir réttum mánuði, var ákveðið, að hver bátur mætti I hæsta lagi veiða tuttugu lestir á viku. Eigi að siður hefur þeim bátum, scm vciða hörpudisk á þessum slóöum farið fjölgandi, og er nú svo komið, að búiö er að veiða það, sem fiskifræðingar hafrannsóknarstofnunarinnar telja ráðlegt á þessu ári. t næstu vikum verður gerð fyllri úttekt á þeim gögnum, sem handbær eru um veiðarnar, eða aflað verður á þeim tlma, og ákvarðanir teknar um framtiðar- skipulag veiðanna, að þeirri könnun lokinni. Veiðistöðvunin mun að sjálfsögðu koma illa við þau by'ggðarlög, sem mest hafa nytjað hörpudisksmiðin, en i þeim efnum tjáir ekki að deila við dómarann, enda gömul sannindi, að kapp er bezt með forsjá. Gert að síðu- sárum Ægis Unnið var að viðgerð á varðskipinu Ægi, þar sem það lá við varðskipabryggjuna i gærdag. Á myndinni sést, að borðstokkurinn er horfinn á kafla og þyrlupailurinn er skakkur. Timamynd: Róbert. ÞO—Reykjavik. Varðskipið Ægir kom til Reykjavikur I gærmorgun I fyrsta skipti eftir áreksturinn við Aldershot. Skipið var varla komið fyrr inn á höfn en skoðunarmenn frá tryggingunum voru komnir um borð til að meta tjónið, og þegar þeirra verki var lqkið, komu viðgerðarmenn og hófust þegar handa um að lagfæra skemmdirnar. Skemmdirnar á skipinu er ekki alvarlegar, og allar ofan þilja. Ættu þvi varla að liða margir dagar þar til Ægir verður kominn I gagnið aftur. Sjópróf vegna árekstursins fara fram i Reykjavik og talsmaður landhelgisgæzlunnar sagði, að ekki yrðu gefnar beinar skýring- ar á atburðinum fyrr en að sjóprófumloknum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.