Fréttablaðið - 24.05.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 24.05.2004, Blaðsíða 24
LEIKUR  20.00 ÍBV og FH leika á Hásteins- velli í Landsbankadeild kvenna í fótbolta. SJÓNVARP  16.40 Helgarsportið á RÚV. End- ursýndur þáttur frá sunnudegi um íþróttir helgarinnar.  16.45 NBA-körfuboltinn á Sýn. Út- sending frá leik Minnesota Tim- berwolves og Los Angeles Lakers í úrslitakeppni NBA-deild- arinnar sem fram fór í nótt.  18.30 Saga EM í fótbolta á RÚV. Níundi þáttur af sextán í þáttaröð þar sem farið er yfir sögu EM í fótbolta.  19.35 Spænsku mörkin á Sýn. Sýnt frá mörkum helgarinnar í spænsku úrvalsdeildinni í fót- bolta.  20.20 Meistaradeildin á Sýn. Út- sending frá leik Chelsea og Mónakó í undanúrslitum meist- aradeildarinnar í fóbolta.  22.00 Olíssport á Sýn. Farið yfir íþróttaviðburði dagsins.  23.35 Spænsku mörkin á Sýn. Sýnt frá mörkum helgarinnar í spænsku úrvalsdeildinni í fót- bolta.  00.05 Markaregn á RÚV. Sýnt frá mörkum helgarinnar í þýsku 1. deildinni í fótbolta. FÓTBOLTI Valsstúlkur hófu Lands- bankadeild kvenna með öruggum en þó ekkert sérstaklega sannfær- andi sigri á Íslandsmeisturum KR, 3-0, á Hlíðarenda í gær. Þetta var fyrsti leikur Vals í deildinni en leik liðsins í fyrstu umferðinni gegn FH var frestað til 9. júní vegna fráfalls Þóris Jónssonar. KR-stúlkur hófu hins vegar titil- vörn sína með því að leggja nýliða Fjölnis að velli, 3-1. Það var hins vegar lítill glæsi- bragur á leik liðanna í fyrri hálf- leik. KR-stúlkur voru sterkari að- ilinn framan af og fengu dauða- færi á 11. mínútu þegar Guðbjörg Gunnarsdóttir varði glæsilega skalla frá Katrínu Ómarsdóttur. Valsstúlkum gekk illa að halda boltanum innan liðsins og það var ekki fyrr en eftir hálftíma leik sem þeim tókst að skapa sér sitt fyrsta færi. Þá komst Rakel Loga- dóttir ein inn fyrir vörn KR en skaut framhjá. Það sem eftir lifði hálfleiks voru Valsstúlkur sterk- ari aðilinn en gekk illa að skapa sér færi. Þær hófu hins vegar síðari hálf- leikinn af krafti og mátti sjá KR- stúlkur missa þróttinn eftir því sem leið á leikinn. Fyrsta markið kom á 56. mínútu þegar Nína Ósk Kristinsdóttir mokaði boltanum yfir marklínu KR-marksins eftir darraðadans í teignum. Eftir það var aldrei spurning hvort liðið myndi fara með sigur af hólmi. Nína Ósk bætti við öðru marki með glæsilegu þrumuskoti utan teigs á 78. mínútu og Vilborg Guð- laugsdóttir gulltryggði sigurinn þremur mínútum fyrir leikslok. Íris Andrésdóttir og Pála Marie Einarsdóttir voru firnasterkar í vörn Vals, Laufey Ólafsdóttir var sterk á miðjunni og Nína Ósk Kristinsdóttir dúkkaði upp á rétt- um tíma og gerði það sem góðir framherjar gera, skoraði mörk. Embla Grétarsdóttir var öflug í vörn KR sem og stöllur hennar Guðrún Sóley Gunnarsdóttir og Sólveig Þórarinsdóttir, sem léku í miðju varnar KR, áttu einnig góð- an leik. KR-liðið hefur oft spilað betur en í þessum leik og þarf að girða sig í brók ætli það sér að blanda sér í baráttuna um meist- aratitilinn. Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals, var sátt eftir leikinn þegar Fréttablaðið ræddi við hana. „Ég er himinlifandi með þennan sigur. Þða er alltaf erfitt að byrja mót en eftir slakan fyrri hálfleik náði lið- ið sér vel á strik í þeim síðari,“ sagði Elísabet. Aðspurð sagði El- ísabet að það væri engin pressa á liðinu. „Öll pressa sem er á okkur er sú sem við setjum á okkur sjálf- ar.“ oskar@frettabladid.is 24 24. maí 2004 MÁNUDAGUR FURSTINN OG DÓTTIR HANS Rainer fursti í Mónakó sést hér fylgjast með Mónakó-kappakstrinum í Formúlu 1 í gær ásamt Karólínu dóttur sinni. FORMÚLA 1 Jafntefli í leik Fjölnis og Stjörnunnar í Grafarvogi í Landsbankadeild kvenna: Við náðum ekki að halda haus FÓTBOLTI Fjölnir og Stjarnan skildu jöfn, 1-1, í fyrsta heimaleik Graf- arvogsliðsins í Landsbankadeild kvenna. Úrslitin voru sanngjörn þar sem Fjölnisstúlkur sýndu mikla baráttu gegn léttleikandi Garðbæingum, sem þrátt fyrir fjölmargar tilraunir náðu ekki að komast í gegnum sterka vörn and- stæðinganna. „Það sama gerðist og í síðasta leik, við skorum snemma en náum ekki að halda haus. Við erum ekki að fá á okkur færi og vörnin held- ur vel en við erum ekki að klára fram á við þrátt fyrir að við séum að skapa okkur mörg mjög góð færi. Það mjög sárt að stýra leikn- um og vera betri aðilinn en fá að- eins eitt stig,“ sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörn- unnar að leik loknum. „Þetta var erfiður leikur fyrir okkur og aðeins annar leikur minn með liðinu og jafnframt fyrsti leikurinn gegn Stjörnunni. Ég held að eftir því sem líður á tímabilið munum við aðeins styrkjast og ekki langt í fyrsta sigurinn,“ sagði Vanja Stefanovic, leikmaður Fjölnis, sem var besti leikmaður vallarins líkt og í síðasta leik gegn KR, sannkallaður hvalreki. ■ Fyrsti sigur Vals á KR í sex ár og 11 leikjum Valur vann Íslandsmeistara KR 3-0 á Hlíðarenda í Landsbankadeild kvenna í gær. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 21 22 23 24 25 26 27 Mánudagur MARS BREIÐAB.–ÞÓR/KA/KS 3–2 1–0 Dagmar Ýr Arnardóttir 18. 1–1 Inga Birna Friðjónsdóttir 50. 1–2 Inga Birna Friðjónsdóttir 52. (víti) 2–2 Greta Mjöll Samúelsdóttir 68. 3–2 Erna Björk Sigurðardóttir 83. BEST Á VELLINUM Erna Björk Sigurðardóttir Breiðabliki TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 31–6 (14–5) Horn 11–1 Aukaspyrnur fengnar 5–13 Rangstæður 3–5 Spjöld (rauð) 1–0 (0–0) MJÖG GÓÐAR Erna Björk Sigurðardóttir Breiðablik Bryndís Bjarnadóttir Breiðablik Sandra Sigurðardóttir Þór/KA/KS Inga Birna Friðjónsdóttir Þór/KA/KS GÓÐAR Björg Ásta Þórðardóttir Breiðablik Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir Breiðablik Greta Mjöll Samúelsdóttir Breiðablik Þóra Pétursdóttir Þór/KA/KS ■ Það sem skipti máli VALUR–KR 3–0 1–0 Nína Ósk Kristinsdóttir 56. 2–0 Nína Ósk Kristinsdóttir 74. 3–0 Vilborg Guðlaugsdóttir 87. BEST Á VELLINUM Nína Ósk Kristinsdóttir Valur TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 20–9 (11–5) Horn 2–1 Aukaspyrnur fengnar 9–13 Rangstæður 10–1 Spjöld (rauð) 0–1 (0–0) GÓÐAR Nína Ósk Kristinsdóttir Valur Íris Andrésdóttir Valur Laufey Ólafsdóttir Valur Pála Marie Einarsdóttir Valur Guðrún Sóley Gunnarsdóttir KR Sólveig Þórarinsdóttir KR Embla Grétarsdóttir KR ■ Það sem skipti máli ÍBV 1 1 0 0 8–1 3 Valur 1 1 0 0 3–0 3 KR 2 1 0 1 3–4 3 Breiðablik 2 1 0 1 4–10 3 Stjarnan 2 0 2 0 2–2 2 Þór/KA/KS 2 0 1 1 3–4 1 Fjölnir 2 0 1 1 2–4 1 FH 0 0 0 0 0–0 0 MARKAHÆSTAR Margrét Lára Viðarsdóttir, ÍBV 4 Nína Ósk Kristinsdóttir, Val 2 Guðrún Halla Finnsdóttir, Stjörnunni 2 Inga Birna Friðjónsdóttir, Þór /KA/KS 2 Erna Björk Sigurðardóttir, Breiðabliki 2 ■ Staðan í deildinni FJÖLNIR–STJARNAN 1–1 0–1 Guðrún Halla Finnsdóttir 7. 1–1 Ratka Zivkovic 76. BEST Á VELLINUM Vajna Stefanovic Fjölnir TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 7–15 (2–7) Horn 5–1 Aukaspyrnur fengnar 13–8 Rangstæður 1–1 MJÖG GÓÐAR Vajna Stefanovic Fjölnir Ratka Zivkovic Fjölnir Harpa Þoresteinsdóttir Stjarnan GÓÐAR Erla Þórhallsdóttir Fjölnir Elísa Pálsdóttir Fjölnir Kristrún Kristjánsdóttir Fjölnir Lilja Kjalarsdóttir Stjarnan Guðrún Halla Finnsdóttir Stjarnan Sarah Lentz Stjarnan ■ Það sem skipti máli BARÁTTA UM BOLTANN Valsstúlkan Málfríður Sigurðardóttir og Anna Berglind Jónsdóttir úr KR berjast um boltann. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R BEST Á VELLINUM Vanja Stefanovic hjá Fjölni var best á vell- inum í leiknum gegn Stjörnunni. Góð frammistaða Þórs/KA/KS í Landsbankadeild kvenna í gær: Blikastelpur rétt sluppu fyrir horn FÓTBOLTI Blikastúlkur sluppu fyrir horn á heimavelli sínum í Kópa- vogi í gær er Þór/KA/KS kom í heimsókn. Blikar höfðu mikla yf- irburði nær allan leikinn en gekk bölvanlega að nýta færi sín. Þær lentu síðan óvænt undir í byrjun síðari hálfleiks en rifu sig upp undir lokin og innbyrðu sigur sem þær áttu skilið. Norðanstúlkur báru allt of mikla virðingu fyrir heimamönn- um í byrjun og það taldist til tíð- inda er þær komust yfir miðju í fyrri hálfleik. Blikar óðu í færum en nýttu aðeins eitt og það gerði Dagmar Ýr eftir laglega sendingu Ernu. Allt annað var að sjá til Þór/KA/KS í upphafi síðari hálf- leiks og hin magnaða Inga Birna Friðjónsdóttir skoraði eftir fína stungusendingu á 50. mínútu og bætti síðan öðru marki við tveim mínútum síðar úr vítaspyrnu eftir að brotið var á Freydísi Jónsdótt- ur. Blikar sóttu stíft það sem eftir var og Gréta jafnaði með góðu skoti og Erna kórónaði góðan leik með sigurmarkinu skömmu fyrir leikslok. Reyndar voru þær heppnar að lenda ekki 1-3 undir á 65. mínútu er Inga Birna komst ein í gegn en skot hennar fór rétt framhjá markinu. Erna var besti maður vallarins og norðanstúlkur réðu lítið við hana. Bryndís átti flottan leik í vörninni þar sem hún hreinsaði upp eftir Erlu Hendriksdóttur trekk í trekk. Hjá gestunum var Inga Birna síógnandi og Sandra var góð í markinu. henry@frettabladid.is ERNA BJÖRK ÖFLUG Erna B. Sigurðardóttir bar af á Kópavogs- velli í gær er Breiðablik lagði Þór/KA/KS. Passað upp á enska landsliðið í Portúgal: Öryggis- gæsla 24 tíma á dag FÓTBOLTI David Beckham og félag- ar hans í enska landsliðinu munu ekki geta um frjálst höfuð strokið á meðan Evrópukeppninni í Portú- gal stendur. Þeir munu fá öryggis- gæslu allan sólarhringinn þar sem aðstandendur keppninnar hafa miklar áhyggjur af því að hryðju- verkumenn reyni að ráðast á lið þeirra þjóða sem studdu innrásina í Írak, árás sem var í meira lagi umdeild. Það er aðeins boðið upp á það besta og því mun sérsveit innan portúgölsku lögreglunnar fylgja liðinu hvert fótmál frá því að liðið lendir í Lissabon 7. júní næstkom- andi. Forráðamönnum enska knattspyrnusambandsins þykir þetta þó ekki nóg því að átta reynsluboltar, sem allir voru fyrr- um lögregluþjónar munu einnig gæta liðsins. Hershöfðinginn Leonel Carva- hlo, sem hefur yfirumsjón með ör- yggismálum á meðan keppninni stendur, sagði að enska liðið væri eitt sex liða sem skipuleggjendur keppninnar hefðu sett á lista sem væru líklegust til að verða fyrir árásum. Hin liðin eru Ítalía, Spánn, Rússland, Frakkland og Þýskaland. Það er eins gott að Ísland komst ekki á EM! ■ 60-61 (24-25) Sport 23.5.2004 21:25 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.