Tíminn - 28.10.1972, Síða 7

Tíminn - 28.10.1972, Síða 7
Laugardagur 28. október 1972 TÍMINM Útgefandi: Fralnsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-:|: arinn Þórarinsson (ábm.).'Jón Helgason, Tómas Karlsson;!: Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timáns).v Auglýsingastjóri: Steingrimur. GislaSdáii. • Ritstjórnarskrif-> stofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, símar 18300-18306Í:: £:i Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiöslusími 12323 — auglýs ij: ;i$: ingasimi 19523. Aörar skrifstofur:simi 18300. Askriftargjaiá;: 335 krónur á mánuöi innan iands, i lausasölu 15 krónur einíi; takiö. Blaöaprent h.f. ERLENT YFIRLIT Nixon hefði átt að vera kyrr í Peking Sjö frambjóðendur keppa f forsetakosningunum í Bandaríkjunum 20% kaupmáttaraukning í umræðum þeim, sem urðu um stefnuræðu forsætisráðherra, viðurkenndi Gylfi Þ. Gisla- son, að kaupmáttaraukning timakaups verka- manna og iðnaðarmanna væri orðin 15% siðan núv. rikisstjórn kom til valda. Enginn mun ætlast tii þess, að Gylfi geri meira úr þessari kaupmáttaraukningu en hún er, enda er vist, að kaupmáttaraukningin er 20%, ef lægri launaflokkar verkamanna eru téknir sér, en þeir fengu lika mesta grunnkaupshækkun sam- kvæmt kjarasamningunum, sem gerðir voru i desembermánuði i fyrra. Það hefur þannig tekizt á fyrsta starfsári núv. rikisstjórnar að auka kaupmátt timakaups hjá lægstlaunuðu stéttunum um 20%, en i stjórnarsáttmálanum er lofað að stefna að þvi að ná þessu marki á tveimur árum. Blöð stjórnarandstæðinga höfðu . þetta stefnuatriði rikisstjórnarinnar að hálfgerðu gamanmáli i fyrstu og gerðu sér augsýnilega vonir um, að þetta takmark myndi ekki nást. Þeim hefur vissulega ekki orðið að trú sinni. Framundan verður nú að gera ýmsar erfiðar efnahagsráðstafanir, þvi að efnahagsþróunin verður óhagstæðari en spáð hefur verið og veidur þar mestu vaxandi aflaleysi. Óttast má, að aflaleysið aukist enn meira, ef ekki tekst að hrekja erlendu togarana sem mest úr land- helginni. Bretar og Vestur-Þjóðverjar hafa fram til þessa verið tregir til samninga um þessi efni, þvi að þeir telja sig eiga rétt til þess samkvæmt landhelgissamningunum frá 1961, að láta Haagdóminn ákveða, hver hlutur þeirra eigi að vera. Þess vegna hafa þeir enn ekki viljað semja eins og Belgiumenn. Þannig eru landhelgissamningarnir frá 1961 hinn mikli þröskuldur i vegi þess, að hægt sé að friða fiskimiðin nægilega fyrir erlendri ásókn. Það getur átt eftir að bitna illilega á þjóðinni i vaxandi aflaleysi á næstu misserum. En hver, sem framvindan verður i þessum efnum, verður að kappkosta, að hlutur lág- launafólks geti haldist, og sá árangur glatist ekki, sem náðst hefur i tið núv. stjórnar. Hlutur þessa fólks dróst mjög aftur úr meðan „viðreisnarstjórnin” fór með völd. Það má ekki gerast aftur. Nýjar mótsagnir Þegar forsætisráðherra flutti stefnuræðu sina, gerðu stjórnarandstæðingar mikil hróp út af þvi, að hann hefði talað óskýrt um efnahags- málin. Þegar forsætisráðherra gerir svo þinginu grein fyrir þvi, hvaða lausn hann áliti persónulega, að sé vænlegust, reka stjórnar- andstæðingar aftur upp öskur og segja, að svona skýrt megi forsætisráðherra ekki tala! Að sjálfsögðu mun þjóðin brosa að svona mótsagnakenndum málflutningi. Hún mun jafnframt meta það, að Ólafur Jóhannesson sagði hiklaust hverjar skoðanir hans væru. Stjórnarandstæðingar geta að sjálfsögðu haldið þeim áróðri áfram, að rangt sé af ráða- mönnum að gera grein fyrir skoðunum sinum. Það verður þeim, en ekki Ólafi Jóhannessyni, að álitshnekki. í FORSETAKOSNINGUN- UM, sem fara fram 7. nóvem- ber i Bandarikjunum verða alls sjö frambjóðendur, þótt venjulega heyrist ekki nema tveir nefndir, eða þeir Nixon og McGovern. Hinna fimm er yfirleitt ekki getið i fjölmiðl- um, enda eru þeir ekki á kjör- seðli nema i takmörkuðum fjölda rikja,þarsem fullnægja þarf mismunandi skilyrðum i ýmsum rikjum til þess að öðl- ast rétt til framboðs þar, t.d. ákveðna tölu meðmælenda i viðkomandi riki. Þrátt fyrir það þótt þessara frambjóð- enda sé litið getið, stuðla þeir þó að þvi á vissum stöðum að gera kosningabaráttuna lit- rikari en ella. Þeir eru allir fulltrúar vissra skoðanahópa. Fjórir þeirra eru sósialistar og einn róttækur ihalds- maður. Fjórir frambjóðendur af hálfu sósialista og sósial- demokrata sýna, að þeir eru viðar klofnir en á tslandi. AF ÞESSUM frambjóðend- um vekur mesta athygli John G. Schmitz, sem er frambjóð- andi American Party, en það er flokkur sá, sem stóð að framboði Wallace’s i forseta- kosningunum 1968. Þá fékk Wallace 13% greiddra at- kvæða, en skoðanakannanir ætla Schmitz 1%. Wallace hefur ekki lýst stuðningi við flokkinn. Schmitz á sæti i full- trúadeild Bandarikjaþings fyrir kjördæmi i Kaliforniu. Hann er 41 árs að aldri, fædd- ur i Milwaukee og hlaut há- skólamenntun þar, en fluttist siðartil Kaliforniu. Schmitz er mikill hægri maður og fer ekki dult með það. Hann kemur oft vel fyrir sig orði, enda segir hann það metnaðarmál sitt að verða ,,Adlai Stevenson hægri manna” Hann er mjög and- vigur öllum rikisafskiptum og öllu makki við kommúnista. Hann kallar flokk demókrata sósialistaflokk A og flokk repúblikana sósialista flokk B. Enginn frambjóðandi hefur verið óvægnari við Nixon en hann. ,,Ég var ekki mótfallinn þvi, að Nixon færi til Peking”, segirhann, ,,en ég var andvig- ur þvi, aö hann kæmi aftur”. Um Kissinger hefur hann sagt: Mér skilst, að Kissinger muni heimsækja Bandarikin i leynilegum erindum einhvern næstu daga. Skattaálögum i Bandarikjun- um lýsir hann m.a á þennan hátt: Vitið þið, vegna hvers nýfætt barn grætur? Það er nakið, það er hungrað og það skuldar 5800 dollara i skatt. Schmitz segist ekki af baki dottinn, þótt hann falli nú. Framboð mitt er upphaf ferðalags, segir hann, sem getur átt eftir að bjarga Bandarikjunum. NAFN frambjóðanda Kommúnistaflokks Banda- rikjanna er nú á kjörseðli i þrettán rikjum, en var aðeins á kjörseðli eins rikis i kosning- unum 1968, Minnesota. Þá fékk flokkurinn ekki nema 1068 atkvæði. Flest atkvæöi hefur frambjóðandi kommúnista fengið i forseta- kosningunum 1932, en þá fékk hann 102.991 atkvæði. Fram- bjóðandi flokksins nú er Gus Hall. Hann er af finnskum ætt- um, 62 ára gamall, fæddur i Minnesota. Hall segir, að mál Angelu Davis, sem er meðlim- ur i kommúnistaflokknum, John Schmitz hafi mjög styrkt flokkinn, en hann hefur nú milli 15-17 þús- und skráða meðlimi. Flokkur- inn hefur á stefnuskrá sinni þjóðnýtingu allra stórfyrir- tækja, en segist myndi leyfa starfsemi fleiri stjórnmála- flokka en eins, ef hann kæmist Benjamin Spock til valda, þvi að Bandarikja- menn myndu aldrei sætta sig við eins flokks kerfið. FRAMBJÓÐANDI „The Socialist Labor Party” er Louis Fisher. Þessi flokkur er elztur allra sósialiskra sam- Louis Fishcr taka i Bandarikjunum, stofnaður 1877 af þýzkum inn- flytjendum og hefur verið starfað stööugt siðan. Stefna flokksins er að koma á sósialisku kerfi með frið- samlegum hætti. Kapitalism- inn getur tryggt næga fram- Linda Jenness leiðslu, segir Fischer, en hann tryggir ekki skiptinguna. Þar verður sbsialisminn að koma til sögu. Fisher, sem er 59 ára gamall, er fæddur i Milwaukee, en býr nú i Chicago, þar sem hann starfar sem iðnverkamaður. Gus llall FRAMBJOÐANDI „Social Workers Party” er 31 árs gömul skrifstofustúlka Linda Jenness, sem er búsett I Atlanta i Georgiu. Hún er alin upp á ihaldssömu heimili, var eitt ár á Spáni en vann siðan skrifstofustarf i Washington og gekk þar i mótspyrnusam- tökin gegn Vietnam-striðinu. Siðan gekk hún i áðurnefndan flokk, sem hún er frambjóð- andi fyrir.en hann telur sig fylgjandi kenningum Trotskys og vill koma sósialisma i framkvæmd meö byltingu. Milli hinna tveggja sosialisku flokka og kommúnistaflokks- ins er hin versta sambúð. FRAMBJOÐANDI „The People’s Party” er dr. Benja- min Spock, sem er einn þekkt- asti barnalæknir Bandarrikj- anna og hefur ritað bækur um meðferð og uppeldi ungbarna, sem hafa selzt miklu meira en nokkrar aðrar bækur um þau mál. Hann er einnig þekktur fyrir baráttu sina gegn Vietnamstriðinu. Flokkur sá, sem styður framboð hans, er samtök smáfélaga viða um Bandarikin. Ýms stefnuatriði flokksins eru i s6sialiskum anda, en þó eru það afvopnun- armál og friðarmál, sem hann hefur efst á stefnuskrá sinni. Þá vill hann færa völdin sem mest i hendur smárra eininga, td. sveitarfélaga og litilla bæjarhluta. Þ.Þ. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.