Tíminn - 28.10.1972, Page 8

Tíminn - 28.10.1972, Page 8
TÍMINN Laugardagur 28. október 1972. TÍMINN 9 8 llelga Baehmann og Valgeröur I)an ihlutverkum iFótataki Dauft fótatak í Iðnó Lciki'élag lleykjavikur: Kótak el'tir Ninu Björk Árnadóttur Tónlisl: Sigurður Ilúnar Jónsson Lciktjöld: Ivan Török Leikstjórn: Stefán Baldursson Svipmól Margrétar, aðalper- sónu Fótataks, er festulegt, einarðlegt og sannfærandi. Það sama verður ekki með sanni sagt um hinar persónur leiksins. Ungu stúlkurnar, Hulda og Edda, eru að visu dregnar dráttum, em ein- kenna þær frá öðru fólki, en að eins að vissu marki. Af þessu leið- ir svo, að fæstar leikpersónurnar gera siður að vaxa en falla við nánari kynni. Hversdagsfólki er vandlýst, þvi er ekki að neita. Nina Björk Arnadóttir hefur þvi miður ekki enn lært þann hvita galdur, sem þarf til þess, að minnsta kosti ekki til neinnar fullnægandi hlitar. Persónusköp- un hennar er þvi hálfmisheppnað kukl eða fálm i myrkri. Sá ás, sem atburðarásin hvilir á, er bæði veikbyggður og slitinn. Þegar svo við þetta bætist, að viðfangsefnið sjálft vekur, vegna ófrumleika og hugmyndaskorts, litinn áhuga og forvitni, þá er ekki von á góðum árangri. Það er og ekki heiglum hent að vinna eftir- sóta og góða vöru úr gæðarýru hráefni. Þótt allir leiti til Margrétar með „sorgir” sinar, eru samt, þrátt fyrir venjulegar heimilis- erjur, önnur innbyrðis samskipti eða átök leikpersóna milli hverf- andi litil. Mestur timinn fer i langdregnar og hvumleiðar „raunatölur”. Menn gera litið annað en rekja fyrir Margréti raunir sinar, ef raunir geta kall- azt, — svo ástæðulitlar og litil- mótlegar, sem þær virðast nú flestar vera. Þegar fullvist þykir, að Margrét fái máttinn aftur er enginn til að samgleðjast henni. Mjög hefði það verið til bóta og listræns mótvægis, þó ekki nema ein persóna hefði gert það. Það má heita furðuleg glámskyggni af höfundi að sjá þetta ekki. Engin skýring er gefin á þvi, hvers vegna þetta töfrasnauða fólk vill endilega hafa sálusorgara sinn i hjólastóli. Enda þótt auðsætt sé, að frávillingum frá þessum þokkasöfnuði sé stranglega refs- að og hjólastóllinn þvi hugsaður sem táknmynd, en hitt jafnauð- sætt, að sú mynd er ekki gerð af nægilegum hagleik og hug- kvæmni til að ná verulegum tök- um á áhorfendum. Mér er spurn og það engin smá- spurn, hvort bati Margrétar gefi tilefni til jafnróttækra aðgerða og raun ber vitni. Endalokin eru jafnóvænt og ævintýraleg og i argasta reyfara. Það er eins og að saga tréfætur undan gömlum ruggustól og setja stálfætur i staðinn. Þótt mér sé það til nokkurs efs, getur verið, að hægt sé að bræða saman raunsæjar lýsingar og fáránlegar eða ólikindalegar, en hitt er vist, að eftir vinnubrögðum Ninu Bjarkar að dæma, er það ekki á hennar færi enn sem komið er. Eftir kúvendinguna rétt fyrir leikslok fer allt á kolsvarta kaf. Á meðan orð eru enn notuð á leiksviði, hljótum við einlægt að gera kröfur til höfunda þeirra. Still Ninu Bjarkar Árnadóttur og málfar er litlaust og óvandað og skal hér greint, staðhæfingu þess- ari til stuðnings, frá tveimur dæmum á einni og sömu siðunni. Áeinum staðsegir Óttar: ,,—Það eru ekki óskir manns, sem skipta máli, heldur gerðir manns”. Færi ekki betur á þvi að sleppa siðasta orðinu og þá myndi setningin hljóða svona: „Það eru ekki óskir manns, sem skipta máli, heldur gerðir”. Litlu neðar mælir Hulda, dóttir Óttars, eftirfarandi orð: ,,..af þvi að faðir hennar er venju- legur maður, sem lætur sig hafa það að púla út vikuna, sem drekk- ur sig fullan um helgar og ætlar þá að frelsa heiminn og...” Væri ekki ráð að sleppa seinna til- visunarfornafinu og yrði setning- in þá svona: ,,.. af þvi að faðir hennar er venjulegur maður, sem lætur sig hafa það að púla út vik- una, drekkur sig fullan um helgar og ætlar þá o.s.frv...” Nina Björk Arnadóttir á mikið ólært og reyndar ekki bára hún heldur lika þeir, sem valið hafa þetta verk til sýningar. Enda þótt leikstjóri, leiktjalda- málari og leikendur séu flestir ef ekki allir vel verki farnir, eru atriðaskiptingar svo örar og tið- ar, að sýningin öðlast aldrei nauðsynlegan heildarsvip né stig- andi. Slitróttar svipmyndir eru sjaldnast liklegar til að vekja djúpar hræringar i geði manns. Loks verð ég að gera þá játn- ingu, að það sem höfundi liggur á hjarta er i senn svo óljóst og létt- vægt, að það megnar ekki að snerta taug i mfnu brjósti. Um brjóst annarra þori ég hins vegar litið að fullyrða. Vonandi stendur þetta þó allt til bóta, já, vonandi. Halldór Þorsteinsson P.S. Vegna stöðugra anna komst undirritaður ekki i leikhúsið fyrr en sunnudaginn 22. okt. H.Þ. Dauður tími í Vatnsdalnum - rjúpnaskyttur á kreiki GJ—Asi, Vatnsdal. Hér er prýðistiðarfar, aðeins snjóföl á jörðu en enginn vetur kominn ennþá. Vegirnir eru eins og á sumardegi, þeir sem á annað borð eru góðir. Annars á nú loks- ins að fara að gera átak i vega- málum hér, þvi að oft hefur verið erfitt i snjóavetrum, einkum i Vatnsdalshólunum. Þetta er eitt bezta árferði, sem menn hér muna. Heyskapurinn hefur aldrei verið annar eins, og ég held, að skepnum hér fjölgi talsvert. Slátrun er lokið á Blönduósi og var slátrað 45.800 fjár. Meðal þungi dilka var 15,1 kiló. Stór- gripaslátrun hefst bráðlega og verður slátrað um 150 nautgrip- um og 400 hrossum, en það er mun minna en venjulega. Þyngsti dilkurinn var 32.4 kg. og var eigandi hans Hallgrimur Eðvarðsson, Helgavatni. Hann átti lika samstæða tvilembinga sem vógu samtals 52.6 kg„ sem er einsdæmi hér um slóðir. Dauður timi er nú i sveitinni og menn eru að skreppa út af bæjum einna og annarra erinda. Fólkið er lika færra núna, þvi að unga fólkið er farið i skólana. Ekki fer að lifna fyrir félagslif- inu fyrr en kemur fram á vetur- inn og þá höldum við engar opin- berar samkomur, heldur hittumst sveitungarnir i veiðihúsi sem þrir hreppareiga. Þar eru spilakvöld, kvöldvökur og minni fundir. Undanfarið hefur sézt hér mik- ið af rjúpnaskyttum, en ekki fara sögur af veiðinni. Menn koma alla leið frá Reykjavik, og aka hér um allar heiðar. Nú er hægt að kom- ast á bil alla leið fram á Stóra- sand og hefði það einhverntima þótt ótrúlegt. 1. Þarna er komið i veg fyrir.að biðskyldumerki sjáist af öku- manni eða vegfarenda, en það er falið bakviö annað umferðamerki. 2. Höfðatún er nú einstefnuakstursgata I norður. Billinn, sem sést á myndinni.fer upp þessa einstefnuakstursgötu, einfaldlega vegna þess að þarna eru engar merkingar, sem banna innakstur. Laugardagur 28. október 1972 Umferðarmenning eða umferðarómenning? Þessi grein er skrifuð af manni, sem er atvinnubif- reiðarstjóri og þvi vel kunnug- ur þeim málum, sem hann fjallar um i greininni. Hann heitir Halldór Jónsson og er nú bifreiðarstjóri á einni af leigu- bifreiðastöðum borgarinnar, auk þess sem hann stundar ökukennslu. í þessari grein tekur hann til meðferðar mál, sem betur mættu fara i sam- bandi við umferðarmál borg- arinnar, en þar eins og ann- arsstaðar er viða pottur brot- inn. 3. Röng yfirborðsmerking. Þarna á að vera óbrotin stöðvunarlína en ekki brotin.ef fara á eftir stanzmerkjunum tveim. 4. Þetta eru ein frægustu gatnamót i Reykjavik. Kringlumýrarbraut—Háaleitisbraut. Þar er alröng og villandi merking. Óbrotna malH'alfnan, sem er á milli eyjanna,er eingöngu til þess fallin að lokka ökumenn út á götuna og hindra aðra til að taka rétta og eðlilega beygju. Hvaða kröfur á hinn almenni borgari á hendur Umferðarnefnd Reykjavikurborgar, Umferðar- ráði, fulltrúum og erindrekum, sem launaðir eru af almannafé, svo og valdhöfum, sem ráðstafa almannafé til „verklegra fram- kvæmda”, vega og akbrauta- gerða, umferðarmannvirkja hverskonar og öryggismála? Eiga verk þessara aðila að stuðla að uppbyggingu og jákvæðri þró- un umf. mála og umf. menningar, eða eru þau sýndarmennska ein, eða aðeins bitlingar til einstakra gæðinga valdhafa. Hver er árangurinn af störfum þessara aðila? Hefur umferðar- óhöppum, árekstrum og slysum fækkað á þeirra starfsferli? Þegar hægri umferð var upp tekin 1968, voru sænskir og norsk- ir umferðarmálasérfræðingar hér i boði ökukennarafélags Is- lands og sátu með þeim kynning- ar og fræðslufundi. Álitu þeir að þróun umferðarmála á Islandi væri 15-20 árum á eftir timanum miðað við það, sem þeir bezt þekktu til i sinum heimalöndum. Siðan þá, höfum við enn dregizt afturúr. Færeyingar, sem sumum hverjum hættir til að tala um i frekar niðrandi tón, sem siður en svo er ástæða til, standa ís- lendingum mun framar á sviði umferðarmála, þó svo að ein- hverjir þeirra flauti kannski fyrir horn stöku sinnum. Hverjar eru, allt of oft, aðalor- sakir umferðaröngþveitis, árekstra og stundum stórslysa á höfuðborgarsvæðinu? Eftirfarandi lýsingar á aðstæð- um og frágangi gatnagerðar, um- ferðamerkja, svo og yfirborðs- merkinga, geta ef til viil gefið svör við þvi. 1. Biðskyldumerkjum skal svo fyrir komið að þau sjáist sem bezt, þegar ökumaður nálgast viðkomandi gatnamot, og gefa honum þá til kynna að sá vegur, sem hann ekur eftir, nýtur aðal- brautarréttar fyrir umferð frá hliðargötum. Samkvæmt gildandi umferðarlögum er bannað að skilja nokkuð það eftir á al- (!. Er „milljónaverkinu” við Sléttuveg, Kringlumýrarbraut lokað með það i huga, að færa þennan slysastað á næsta horn fyrir norðan? 5. Hvernig á ökumaöur, sem kemur á 40 til 50 km. hraða að fara að þvi að lesa á þessi akreinamerki, sem staðsett eru utan vegar við Miklubraut? mannafæri, sem truflað getur umferð, valdið óþægindum eða hættu, s.s. „bannið er að leggja bifreið þannig að hún skyggi á umferðarmerki.” Er engin önnur leið að finna þessu umferðar- merki, „innakstur bannaður”, annan stað en þann, sem myndin ber með sér? 2. Hver yrði gerður ábyrgur fyrir slysi, örkumlun eða jafnvel dauða, sem gæti orðið vegna þessara gatnamóta? Hvað eiga ökumenn að þurfa að búa lengi við þá vanrækslu, sem þessi mynd ber með sér. Er hér um að ræða einstefnuakbraut eða tvi- stefnuakbraut? Er eitthvað sjá- anlegt við þessi gatnamót, sem bannar akstur inn á akbrautina? Að frátöldu akbrautarmerkinu, sem alls ekki er svo gott að sjá frá þeim, sem aka vestur Borgartún, bendir hins vegar allt til þess að hér sé um tvistefnuakbraut að ræða, samanber stöðvunarlina dregin að miðlinu brautar. 3. Hver er ábyrgur fyrir yfir- borðsmerkingum við þessi gatna- mót? Þær sjást viðar um borgina álika. Hefur viðkomandi ekki þekkingu á mun biðskyldu og stöðvunarskyldu, eða þvi að bið- skyldu skal fylgja brotin stöðvunarlina og stöðvunar- skyldu óbrotin stöðvunarlina. 4. Fyrir nokkru siðan var hafizt handa um stórframkvæmdir við þessi gatnamót, þar sem margir stórárekstrar hafa orðið og slys á vegfarendum. Orsök flestra árekstra á þessum gatnamótum er sögð vera, að dómi „umferðar- málasérfræðinga ” okkar, „stöðvunarskylda ekki virt og of mikill hraði”. Mikið rétt, svo langtsem það nær. Þess er hvergi getið hver ástæðan er fyrir hegð- un ökumanna á þessum stað, en hún er ef betur er að gáð, alrang- ar og villandi merkingar. 5. Er fyrirkomulag og staðsetn- ing t.d. Kringlumýrarbraut til suðurs að Miklubraut, fullnægj- andi og til þess að auka öryggi ökumanna og annarra vegfar- enda? Nei, siður en svo. ökumað- ur, sem ekur á 45-50 km hraða þarf að beina athygli sinni og hugsun að þvi sem framundan er og þeirri umferð sem kann að vera á leið hans og ber þvi að forðast allt það sem kann að hafa truflandi áhrif á akstur hans. Ak- reinamerkjum er ætlað að leið- beina ökumönnum um val ak- reina miðað við fyrirhugaða akstursleið og ber að staðse'tja þau þannig að þau hafi sem minn- st truflandi áhrif á ökumenn, séu það skýr og greinileg að hægt sé að átta sig á þeim á þvi augna- bliki sem litið er á þau. (í.Til hvers er að verja tugum og hundruðum milljóna i fullkom- ið akbrautarkerfi i þágu borgar- anna, ef svo á að takmarka eða að öllu loka fyrir umferð á vissum stöðum, samanber Sléttuv.- Kringlumýrabr. Er það eina finnanlega lausnin að flytja þann slysstað að mótum Hamrahliðar og Miklubrautar? Með lagningu safngreinar (bið- reinar) fyrir umferð frá Sléttu- vegi til vinstri inn á Kringlu- mýrarbraut, til Kópavogs, hefði verið komið i veg fyrir flest þau slys, sem á þessum gatnamótum hafa orðið til þessa. 7. „Ekki er öll vitleysan eins”, varð einum að orði, vægt til orða tekið, þegar hann virti fyrir sér ósómann og skömmina, sem blas- ir við augum manna, sem le ð eiga inn Miklubraut og virða fyrir sér þá mannvirkjagerð, þar sem þeim helztu umferðarvandamál- um, sem við höfum átt við að glima til þessa, átti að vera rutt úr vegi. Hver er ástæðan fyrir þeim vinnubrögðum, sem þarna hafa átt sér stað? Var talið ástæðulaust að legga „slaufu” fyrir hægri beygju inn á Elliðavog til Norðurs? Eða á kannski bara að biða með það og sjá til hvort slys geti orðið á þeim gatnamót- um, þar sem umferð er beint til vinstri inn á væntanlega eina mestu umferðaræð út úr borginni og það aðeins með biðskyldu fyrir þeirri miklu umferð, sem búast má við á þessum gatnamótum? 7. „Furðuverkið við Elliðaárnar”. Þarna er umfcrðinni beint til vinstri inn á væntanlega einu mestu umferðaræð úr borginni, og sá sem ætlar f hina áttina verður að skera akrein að óþörfu — að •ætla má. (Timamyndir GE).

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.