Tíminn - 28.10.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.10.1972, Blaðsíða 9
Laugardagur 28. október 1972 TÍMINN Umferðarmenning eða umferðarómenning? Þessi grein er skrifuð af manni, sem er atvinnubif- reiðarstjóri og þvi vel kunnug- ur þeim málum, sem hann fjallar um i greininni. Hann heitir Halldór Jónsson og er nú bifreiðarstjóri á einni af leigu- bifreiðastöðum borgarinnar, auk þess sem hann stundar ökukennslu. í þessari grein tekur hann til meðferðar mál, sem betur mættu fara i sam- bandi við umferðarmál borg- arinnar, en þar eins og ann- arsstaðar er viða pottur brot- inn. irlina en ekki brotin,ef fara á eftir rarbraut—Háaleitisbraut. Þar er nna,er eingöngu til þess fallin að eygju. Hvaða kröfur á hinn almenni borgari á hendur Umferðarnefnd Reykjavikurborgar, Umferðar- ráði, fulltrúum og erindrekum, sem launaðir eru af almannafé, svo og valdhöfum, sem ráðstafa almannafé. til „verklegra fram- kvæmda", vega og akbrauta- gerða, umferðarmannvirkja hverskonar og öryggismála? Eiga verk þessara aðila að stuðla að uppbyggingu og jákvæðri þró- un umf. mála og umf. menningar, eða eru þau sýndarmennska ein, eða aðeins bitlingar til einstakra gæðinga valdhafa. Hver er árangurinn af störfum þessara aðila? Hefur umferðar- óhöppum, árekstrum og slysum fækkað á þeirra starfsferli? Þegar hægri umferð var upp tekin 1968, voru sænskir og norsk- ir umferðarmálasérfræðingar hér i boði ökukennarafélags Is- lands og sátu með þeim kynning- ar og fræðslufundi. Alitu þeir að þróun umferðarmála á íslandi væri 15-20 árum á eftir timanum miðað við það, sem þeir bezt þekktu til i sinum heimalöndum. Siðan þá, höfum við enn dregizt afturúr. Færeyingar, sem sumum hverjum hættir til að tala um i frekar niðrandi tón, sem sfður en svo er ástæða tií, standa ís- lendingum mun framar á sviði umferðarmála, þó svo að ein- hverjir þeirra flauti kannski fyrir horn stöku sinnum. Hverjar eru, allt of oft, aðalor- sakir umferðaröngþveitis, árekstra og stundum stórslysa á höfuðborgarsvæðinu? Eftirfarandi lýsingar á aðstæð- um og frágangi gatnagerðar, um- ferðamerkja, svo og yfirborðs- merkinga, geta ef til vill gefið svör við þvi. 1. Biðskyldumerkjum skal svo fyrir komið að þau sjáist sem bezt, þegar ökumaður nálgast viðkomandi gatnamót, og gefa honum þá til kynna að sá vegur, sem hann ekur eftir, nýtur aðal- brautarréttar fyrir umferð frá hliðargötum. Samkvæmt gildandi umferðarlögum er bannað að skilja nokkuð það eftir á al- (i. Er „milljónaverkinu" við Sléttuveg, Kringlumýrarbraut lokað með það i huga, að færa þennan slysastað á næsta horn fyrir norðan? mannafæri, sem truflað getur umferð, valdið óþægindum eða hættu, s.s. „bannið er að leggja bifreið þannig að hún skyggi á umferðarmerki." Er engin önnur leið að finna þessu umferðar- merki, „innakstur bannaður", annan stað en þann, sem myndin ber með sér? 2. Hver yrði gerður ábyrgur fyrir slysi, örkumlun eða jafnvel dauða, sem gæti orðið vegna þessara gatnamóta? Hvað eiga ökumenn að þurfa að búa lengi við þá vanrækslu, sem þessi mynd ber með sér. Er hér um að ræða einstefnuakbraut eða tvi- stefnuakbraut? Er eitthvað sjá- anlegt við þessi gatnamót, sem bannar akstur inn á akbrautina? Að frátöldu akbrautarmerkinu, sem alls ekki er svo gott að sjá frá þeim.sem aka vestur Borgartún, bendir hins vegar allt til þess að hér sé um tvistefnuakbraut að ræða, samanber stöðvunarlina dregin að miðlinu brautar. :t. Hver er ábyrgur fyrir yfir- borðsmerkingum við þessi gatna- mót? Þær sjást viðar um borgina álika. Hefur viðkomandi ekki þekkingu á mun biðskyldu og stöðvunarskyldu, eða þvi að bið- skyldu skal fylgja brotin stöðvunarlina og stöðvunar- skyldu óbrotin stöðvunarlina. 4.Fyrir nokkru siðan var hafizt handa um stórframkvæmdir við þessi gatnamót, þar sem margir stórárekstrar hafa orðið og slys á vegfarendum. Orsök flestra árekstra á þessum gatnamótum er sögð vera, að dómi „umferðar- mála sérf ræðinga " okkar, „stöðvunarskylda ekki virt og of mikill hraði". Mikið rétt, svo langtsem það nær. Þess er hvergi getið hver ástæðan er fyrir hegð- un ökumanna á þessum stað, en hún er ef betur er að gáð, alrang- ar og villandi merkingar. 5.Er fyrirkomulag og staðsetn- ing t.d. Kringlumýrarbraut til suðurs að Miklubraut, fullnægj- andi og til þess að auka öryggi ökumanna og annarra vegfar- enda? Nei, sfður en svo. ökumað- ur, sem ekur á 45-50 km hraða þarf að beina athygli sinni og hugsun að þvi sem framundan er og þeirri umferð sem kann að vera á leið hans og ber þvi að 5. Hvernig á ökumaður, sem kemur á 40 til 50 km. hraða að fara að þvi að lesa á þessi akreinamerki, sem staðsett eru utan vegar við Miklubraut? forðast allt það sem kann að hafa truflandi áhrif á akstur hans. Ak- reinamerkjum er ætlaö að leið- beina ökumönnum um val ak- reina miðað við fyrirhugaða akstursleið og ber að staðsetja þau þannig að þau hafi sem minn- st truflandi áhrif á ökumenn, séu það skýr og greinileg að hægt sé að átta sig á þeim á þvi augna- bliki sem litið er á þau. (>. Til hvers er að verja tugum og hundruðum milljóna i fullkom- ið akbrautarkerfi i þágu borgar- anna, ef svo á að takmarka eða að öllu loka fyrir umferð á vissum stöðum, samanber Sléttuv.- Kringlumýrabr. Er það eina finnanlega lausnin að flytja þann slysstað að mótum Hamrahliðar og Miklubrautar? Með lagningu safngreinar (bið- reinar) fyrir umferð frá Sléttu- vegi til vinstri inn á Kringlu- mýrarbraut, til Kópavogs, hefði verið komið i veg fyrir flest þau • slys, sem á þessum gatnamótum hafa orðið til þessa. 7. „Ekki er öll vitleysan eins", varð einum að orði, vægt til orða tekið, þegar hann virti fyrir sér ósómann og skömmina, sem blas- ir við augum manna, sem le ð eiga inn Miklubraut og virða fyrir sér þá mannvirkjagerð, þar sem þeim helztu umferðarvandamál- um, sem við höfum átt við að glima til þessa, átti að vera rutt úr vegi. Hver er ástæðan fyrir þeim vinnubrögðum, sem þarna hafa átt sér stað'? Var talið ástæðulaust að legga „slaufu" fyrir hægri beygju inn á Elliðavog til Norðurs? Eða á kannski bara að biða með það og sjá til hvort slys geti orðið á þeim gatnamót- um, þar sem umferð er beint til vinstri inn á væntanlega eina mestu umferðaræð út úr borginni og það aðeins með biðskyldu fyrir þeirri miklu umferð, sem búast má við á þessum gatnamótum? 7. „Furöuverkiðvið Elliðaárnar". Þarna er umferðinni beint til vinstri inn á væntanlega einu mestu umferðaræð úr borginni, og sá sem ætlar I hina áttina verður að skera akrein að óþörfu — að 'ætla má. (Timamyndir GE).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.