Tíminn - 28.10.1972, Page 11

Tíminn - 28.10.1972, Page 11
Laugardagur 28. október 1972 IÍMINN ___________________________________________T1 Swí^W^'/Xvlv.víSvXv ÞorsteinssorV Snilldarmarkvarzla Þor steins bjargaði Fram — varði vítakast á síðustu mínútu leiksins. Fram sneri vörn í sókn og jafnaði rétt fyrir leikslok, 15:15 Hart er barist á linunni. Pétur Jóhannesson i kröppum dansi á linu. Jörgen Prandsen og Sigurður Einarsson fylgjast meö. Það verður ekki með sanni sagt, að leikmenn Fram hafi yljað áhorf- endunum i Laugardals- höllinni i gærkvöldi, þegar liðið mætti Stadion i fyrri Evrópu- leik liðanna. Langtim- um saman lék Fram langt undir getu — ég verð að leita langt aftur i timann til að finna jafn- lélegan leik. Þó hristu Framarar af sér slenið á siðustu minútum leiks- ins og tókst að jafna stöðuna og tryggja sér jafntefli. Og það var ,,gamla” markmanns- kempan, Þorsteinn Björnsson, sem bjargaði Fram, þegar hann, nokkrum sekúndum fyr- ir leikslok, varði vita- kast frá fyrirliða Stadion, Jörgen Fransen, og Fram fékk knöttinn i hendur. Rúm- lega hálf min. til leiks- loka og staðan 15:14. Loftið i Laugardalshöll- inni var rafmagnað og hinir fjölmörgu áhorf- endur stóðu á öndinni. Spurningin, sem brann á vörum allra, var þessi: Tekst Fram að jafna? Já, Fram tókst að jafna, Ingólf- ur Óskarsson, hinn margreyndi leikmaður Fram, hélt ró sinni á þessum örlagariku sekúndum — sendi hnitmiðaða sendingu, aftur fyrir sig, inn á linu til Björgvins Björgvinssonar, sem skoraði örugglega, aðeins 5 sek, fyrir leikslok. Staðan 15:15 og Danirnir höfðu varla tima til að byrja á miðjunni aftur. Segja má, að hin- ar spennandi lokaminutur leiks- ins hafi bætt leiðinlegan leik upp. Framliðið lék langt undir getu, mest allan timann — ónákvæmar sendingar voru tiðar — og litið sást af hinu rómaða linuspili Fram. Axel Axelsson var greini- lega ekki i sinu bezta formi — og átti mörg skot fram hjá. Sömuleiðis léku aðrir leikmenn Fram undir getu. Danska liðið lék mjög yfirveg- aðan handknattleik og þvi tókst að skora tvö fyrstu mörk leiksins, en á 4. min. skorar Axel fyrsta mark Fram úr vitakasti. Og svo koma þrjú mörk Fram i röð — fyrst Björgvin svo Axel og Ingólf- ur. Þegar 10 min voru til leikshlés var staðan orðin 6:3 fyrir Fram — þá er eins og Framliðið slaki á og fyrir leikhlé var Stadion, búið að jafna 6:6. A þessum tima, sátu allir landsliðsmenn Fram á vara- mannabekknum og horfðu á ungu leikmennina leika mjög ánákvæmlega og þeir þorðu ekki að gera neitt sjálfir. Aðalfundur Stjörnunnar Aðalfundur U.M.F. Stjörnunn- ar Garðahreppi verður haldinn sunnudaginn 29. október 1972, i Gagnfræðaskólanum við Lyngás. Dagskrá fundarins verður: A. Lagabreytingar.íSkipt yfir i deildir). B. Venjuleg aðalfundarstörf. C. Onnur mál. Danirnir komast fljótlega yfir i siðari hálfleik og halda forustunni út leikinn — þegar 4. min eru til leiksloka, skorar Axel fjórtánda mark Fram og staðan er 14:15. Mikil spenna er á áhorfenda- pöllunum og áhorfendur hvöttu leikmenn Fram. Þegar ein min. var til leiksloka, er dæmt vitakast á Fram ->framhaldið þarf ekki að rekja, við sögðum frá þvi i byrjun. Stadion er ekki mjög sterkt lið, Framliðið ætti þvi að geta sigrað það i siðari leik liðanna, sem fer fram i Laugardalshöllinni annað kvöld kl. 20.30, en það verður það lika að leika betur. Af einstökum leikmönnum Fram stóðu sig bezt þeir Þorsteinn Björnsson, sem lék sinn 200. leik og Björgvin Björgvinsson. Axel sótti sig undir lokin og ógnaði þá verulega. Enda þótt lið Stadion sé ekki sterkt, þá er liðið mjög jafnt og leikur hnitmiðað. Yfir slikum liðum er sjaldan glans, en leika þvi árangursrikari handknatt- leik. Finnsku dómararnir i leiknum dæmdu mjög vel. Bikarkeppni KSÍ: Tveir bikarleikir verða leiknir í dag - Valsmenn fara til Eyja og Keflvíkingar leika gegn FH í Hafnarfirði í dag verða leiknir tveir leikir i undankeppni Bikar- keppni KSi og fara þeir fram i Ilafnarfiröi og Vestmannaeyj- um. Nú er liöinn hálfur mán- uöur síðan leikin var knatt- spyrna hér á landi og þykir heldur langt á milli leikja. Það veröa Keflvikingar og FH-ing- ar, sem mætast i Hafnarfirði i dag og hefst leikurinn kl. 15.00. Eins og menn muna, þá léku liöin i Keflavik 14. október s.l. og lauk leiknum með jafntelli 0:0 eftir framlengdan leik. Þaö er erfitt að spá um úrslit leiksins i dag, en þaö má frek- ar búast við sigri Keflavikur- liðsins, sem er mikið leikreyndara lið. Þá fer fram einn leikur i Eyjum i dag, ef veður leyfir — þar mætast Eyjamenn og Valsmenn, en leik liðanna, sem átti að fara fram 14. októ- ber s.l. var frestað vegna vcð- urs. Ef Valsmenn komast til Eyja í dag, rná búast við skemmtilegum leik, þar sem bæði liðin geta farið með sigur að hólini. Við skulum vona að úrsiit leikjanna fáist i dag, þvi að annars lýkur Bikarkeppninni, ekki fyrr en seint i vetur. Útilokað að við leikum jafnilla aftur” - sagði Björgvin eftir leikinn Síðari leikur Fram og Stadi- on fer fram á sunnudagskvöld. Sá leikur sker úr um, hvort liðið heldur áfram i keppninni. Eftir leikinn i gærkvöidi sagði Björgvin Björgvinsson, hinn snjalíi linuleikmaöur Fram ,,það er útilokað, að við getum leikið jafnilla aftur.” Vonandi reynist Björgvin sannspár — og vist er um það, að hinir mörgu áhangendur Fram vilja sjá Fram leika betur en það gerði i gærkvöldi. Leikur- inn á sunuudagskvöld hefst kl. 20.30. Stjórnin

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.