Tíminn - 28.10.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 28.10.1972, Blaðsíða 15
Laugardagur 28. október 1972 TÍMÍNN 15 Aðalfundur F.U.F. í Árnessýslu Aðalfundur F.ú. F. i Arnessýslu verður fimmtudaginn 2. nóv. i Framsóknarhúsinu á Selfossi, og hefst kl. 21. Dagskrá fundarins: Kosning fulltrúa á kjördæmisþing, venjuleg aðalfundarstörf, önnur mál. Stjórnin Aðalfundur Framsóknarfélags AAýrasýslu Aðalfundur Framsóknarfélags Mýrasýslu verður haldinn föstudagskvöldið 3. nóv. i Borgarnesi, strax að loknum hinum almenna fundi Framsóknarmanna, sem þá verður þar hald- inn. Stjórnin. Árnesingar Aöalfundur Framsóknarfélags Árnessýslu verður haldinn miðvikudaginn 1. nóvember klukkan 21.30 i Framsóknarsalnum Eyrar- vegi 15, Selfossi. Dagskrá: 1. Venjuleg aðal- fundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á kjördæm- isþing. :i. önnur mál. 4. Ágúst Þorvaldsson alingismaður ræðir þjóðmálin. Stjórnin. Happdrætti Framsóknar- flokksins Skrifstofan, Hringbraut 30 er opin í dag, laugardag, til hádegis. Vinningar i happ- drætlinu eru tveir glæsilegir bflar, Opel Record og Opel Kadett, báðir árgerð 1973. Dregið verður 18. nóv. n.k. Þvottamenn vantar nú þegar rikisspitalanna að Árbæjarhverfi. Umsóknarfrestur til 2. nóvember n.k við bvottahús Tunguhálsi 2 i Umsóknir með upplýsingum um aldur og fyrri störf, ásamt meðmælum, ef fyrir hendi eru, sendist til skrifstofu rikisspitalanna, Eiriksgötu 5. Nánari upplýsingar gefur forstöðukona þvottahússins i sima 81714 Reykjavik, 26. október 1972 Skrifstofa rikisspitalanna. Takið eftir - Takið eftir Hausta tekur í efnahagslífi þjóðarinnar. Vegna þess skal engu fleygt, en allt nýtt. Við kaupum eldri gerð húsganga og húsmuna, þó um heilar bú- slóðir sé að ræða.Staðgreiðsla. Húsmunaskálínn Klapparstig 29 — Simi 10099. Þing Iðnnemasambands islands var sett i gær á Hótel Esju. Þingið sitja milli 70 og 80 fulltrúar. Viðstaddir setninguna voru forseti ASl og félagsmálaráðherra. Núverandi formaður INSl er Tr.Vggvi Þór Aðalsteinsson Hitaveita Framhald af bls. 1. "N Stefnan mörkuð Fyrir tveim árum voru samn- ingar gerðir við hitaveitu Reykja- vikur um kaup á heitu vatni og hitaveita gerð i Hrauntungu- hverfi, austan i Kópavogshálsi, og Lundarbrekkuhverfi ofan Nýbýlavegar. Með þessu var stefnan mörkuð, þótt enn væru að visu uppi um það efasemdir, að Reykjavikurbær hefði nægjan- lega mikið af heitu vatni. Seinna fannst svo mikið af heitu vatni til viðbótar á Reykjum, að það er talið nægja mikilli byggð sunnan Reykjavikur. Aflabrestur vio vesturströnd Bandaríkjanna - fiskimenn vilja 200 mílna landhelgi Samningar hafa staðið á annað ár Nú er liðið á annað ár siðan beinir samningar hófust um hina fyrirhuguðu hitaveitu við Reykja- vikurborg. Af hálfu Kópavogs hafa þeir Björgvin Sæmundsson bæjarstjóri og bæjarverkfræðing- arnir Ólafur Jensson og siðar Óiafur Gunnarsson farið með þá samninga. — Nú hefur samstaða innan bæjarstjórnaVinnar tryggt mál- inu framgang, sagði Guttormur að lokum ræðu sinnar, og af þvi getum við ályktað, að þá er mál- um bezt borgið, er bæjarfulltrúar snúa bökum saman og leita sam- stöðu i stað þess að ýtast á. Byrjað austast pg haldið vestur eftir 1 samningnum, sem nú tekur gildi, er kveðið á um það, að hita- veita Reykjavikur kaupir eignir hitaveitu Kópavogs og leggur dreifikerfi um allan kaupstaðinn á árunum 1973-1976, með þeim fyrirvara þó.um framkvæmda- hraða, að árlegur rekstrararður af endurmetinni f járfestingu veit- unnar verði að minnsta kosti 7%. begar á næsta ári verður hita- veita lögð i Efstalandshverfi, sem er nýtt hverfi i byggingu innar- lega i Kópavogshálsí næst bæjar- landi Reykjavikur. Verður siðan haldið áfram með hitaveituna vestur eftir og endað á Kársnesi. Hlutdeild Kópavogsbæjar i Hitaveitu Reykjavíkur Kostnað, sem hlýzt af nauðsyn- legum hæðarbreytingum á göt- um, sem ekki eru i endanlegri hæð, skal Kópavogskaupstaður greiða, og hið sama er að segja um breytingar á vatnslögnum og ÞÓ-Reykjavik PMskimenn á Kyrrahafsströnd Bandarikianna eiga nú við holræsum, ef þessar lagnir eru ekki i samræmi við fullnaðarupp- drætti. Hitaveita Reykjavikur heitir þvi, að tryggja rekstraröryggi og þjónustu ekki lakari en gerist i Reykjavik, og mun hin sama gjaldskrá gilda þar, bæði hvað varðar verð á vatni og heim > taugagjöld. Verði árstekiur hita veitu Reykjavikur meiri en 7% al hreinni, endurmetinni eign, skal það, sem umfram er, færast Kópavogsbæ til eignar i réttu hlutfalli við vatnsnotkun i Kópa- vogi. Kópavogi er heimilt að auka eignarhluta sinn umfram þetta innan vissra marka, og eignist Kópavogsbær 5% eða meira i hitaveitu Reykjavikur, skal bæjarstjórn Kópavogs fá aðild að stjórn hitaveitunnar. Meðal annarra ákvæða samn- ingsins er þaö, að hitaveita Reykjavikur fær einkarétt til jarðhitaleitar og virkjunar á bæjarlandi Kópavogs. —JH Snjókoma Framhald af bls. 1. byrja að moka frá þeim. Veðrið sagði Guðbjartur að væri hið versta enn. I Hveragerði kom ekki mikill snjór, en Þórður Snæbjörnsson sagði, að þetta væri óvanalegt veður á þessum árstima. Kennslu var aflýst i skólum þar eftir hádegi i gær, vegna veðurs, en mjöghvasstvarog skyggni lélegt. Háspennulinan milli Hveragerðis og Selfoss bilaði laust fyrir hádegi og ljósið kom ekki aftur i Hvera- gerði fyrr en undir kl. fjögur i gær. Veðriö var tekið að ganga allmikið niöur i Hveragerði seinnipartinn i gær og snjórinn farinn að digna. mikinn aflabrest að etja, og segja þeir, að ef fiskveiðilögsaga Bandarikjanna verði ekki færð út, þá séu l'iskveiðar dauðadæmdar, á þessum slóðum innan fárra ára. — Stórblaðið Los Angeles Times birti fyrir stuttu grein um hið al- varlega astand i fiskveiðimálum Kyrrahafsflota Bandarikjanna. Segir blaðið, að það sé sama hvort skipin séu á veiðum niður undir S-Ameriku eða norður við Berings haf, allsstaðar á þessum slóðum sé fiskurinn að hverfa. Fiskimenn á vesturströnd Bandarikjanna segja að þeir séu orðnir of margir og að auki sé bandariski fiskveiðiflotinn orðinn úreltur. Benda þeir á, að fyrir nokkrum árum hafi þeir verið svo til einráðir á túnfiskveiðum á þessum slóðum, en nú séu bæði Rússar og Japanir komnir með stóra flota á túnfiskveiðar á þeirra gömlu mið. Og afleiðingin ersú að aflamagn Bandarikjanna hefur minnkað um meira en helming á einu ári. Hefur þessi aflatregða m.a. orðið til þess, aö sumir eigendur túnfiskbáta hafa farið út i það, að gera bátana út frá fjarlægum stöðum, eins ot t.d. Suður- Afriku, i von um betri afkomu. Það eru fleiri sem kvarta.en túnfiskveiðimennirnir. Krabba- veiðimenn frá San Fransisco segja, að krabbaveiðarnar hafi dregizt saman um 75% á nokkrum árum og nú orðið borgi sig engan veginn að leggja stund á þær veiðar. Þessi aflabrestur á vestur- strönd Bandarikjanna hefur nú leitt til þess, að fiskimenn þar hyggjast skera upp herör og krefjast 200 milna fískveiðiland- helgi, eins og mörg S-Amerikuriki hafa nú þegar. Tvö embætti Framhald af bls. 1. Jakob Björnsson er Barð- strendingur að ætt, 36 ára, kynjaður úr Gufudalssveit, lauk menntaskólanámi á Akureyri og fyrrihlutaprófi i verkfræði i há- skóla Islands vorið 1950. Hann lauk siðan lokaprófi i verkfræði i Kaupmannahöfn hálfu þriðja ári siðar. Hann hefur oftsinnis verið við framhaldsnám og störf er- lendis — i Þýzkalandi, Stokk- hólmi og Osló. Hérlendis hefur hann starfað hjá Rafmagnsveitu Reykjavikur og orkumálastjórn- inni, meðal annars við gerð áætl- ana um rafstöðvar og linukerfi og dreifingu raforku um sveitir. Hin siðari ár hefur hann verið for- stöðumaður raforkudeildar Orku- stofnunar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.