Tíminn - 28.10.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 28.10.1972, Blaðsíða 16
Frjálslyndir unnu sigur NTB-Rochdale Frjálslyndi í'lokkurinn i Bret- landi vann athyglisverðan sigur i aukakosningum i Rochdale i Norður-Englandi. Við þingkosningarnar 1970 sigr- aði verkamanjiaflokkurinn i kjör- dæminu með rúmlega 5000 at- kvæða meirihluta, en nú tryggði frjálslyndi frambjóðandinn Cyril Smith flokki sinum 5.093 atkvæða meirihluta. Þetta er mesti kosn- ingasigur frjálslyndra i tiu ár. Aukakosningar þessar urðu til þess að frjálslyndum þingmönn- um i neðri deildinni fjölgaði i sjö og hefur þá ihaldsstjórnin 25 þingsæta meirihluta. Rafverktakar þinga Erl-Reykjavik Dagana 6. og 7. okt. sl. hélt Landssamband islenzkra raf- verktaka aðalfund sinn i Reykja- vik. Aðildarfélög sambandsins eru nú sjö talsins og voru lulltrú- ar frá þeim öllum mættir á fundinum, en félagsbundnir raf- verktakar munu vera um 230. Á fundinum voru einkum til umræðu breytingar á lögum og skipulagi sambandsins, og er það nú samband félaga i stað þess að vera félag þeirra rafverktaka, sem störfuðu utan félagssvæða, eins og það var áður. Hagur sambandsins er góður, og hefur það nú ásamt Félagi lög giltra rafverktaka i Reykjavik opnað skrifstofu að Hólatorgi 2. Nýkjörinn formaður sam- bandsins er Kristinn Björnsson i Keflavik, en aðrir i stjórn eru: Tryggvi Pálsson, Akureyri; Þórður Finnbogason, Reykjavik; Siguroddur Magnússon, Reykja- vik og Reynir Asberg, Borgar- nesi. Námskeið t gær hófst félagsleiðtoganám- skeið, sem Æskulýðsráð rikisins gengst fyrir að Leirárskóla i Borgarfiröi. Námskeið þetta er haldið i samvinnu við Ungmenna- félag tslands og Iþróttasamband tslands og hefur öllum Iandssam- tökum æskulýðsfélaga, héraðs- samböndum og iþróttabandalög- um verið boðið að senda fulltrúa á námskeiðið. Munu þátttakendur alls vera um 50. Námskeiðið er haldið til kynningar á nýju náms- efni fyrir félagsmálafræðslu á vegum æskulýðssamtaka. Nánar verður sagt frá námskeiöinu, hér i blaðinu, eftir helgina. Síldartunnurnar hlað- ast upp í Færeyjum — og í tveim bæjum er bryggjurými þrotið Það cr orðið langt siðan ís- lcndingar hafa séð glitra á sild i sjólokunuin á hcimamiðum. Aðra siigu cr að scgja úr Færcyjum þcssa haustdaga. Þar hafa sildar- lunnurnar hlaðizt svo upp i tvcim bæjum að minnsta kosti, að altt hryggjurýmið cr gcrsamlcga þrotið. t Vestmanna á Straumey hefur tunnunum verið hlaðið saman eins og fært þykir, og hefur þó ekki verið unnt að taka þar á móti sild i heila viku. Alls hefur verið saltað þar i ellefu þúsund tunnur og biða sjö þúsund útskipunar. Verkafólk hefur einnig skort við sildarvinnuna og hafa verið kallaðir til nemendur úr skólum til þess að fylla i skörðin, þegar aðrir hafa ekki treyst sér til þess að standa lengur uppi. t Kollafirði hefur verið tekið á móti fjórtán þúsund tunnum, og þar er orðiö svo þröngt, að bæjar- stjórnin hefur orðið að leyfa sildarstöðvunum að raða tunnun- um meðfram götunum næst höfn- inni. Verkafólk þar hefur átt fullt i fangi með að koma sildinni á land og salta hana, þótt unnið sé allan sólarhringinn, og hefur mörgum skipum veriö visað frá. Slippstöðin lengir tvo nýja báta SB-Reykjavik Heimaey VE l.bátur Einars rika, sem hleypt var af stokkunum i Slippstöðinni á Akureyri (>. janúar s.l., er nú kominn þangað aftur, — i þetta sinn til lengingar og breytinga. Þá er Brynjólfur AR frá Þorláks- höfn sem hleypt var af stokkunum sama dag, væntan- legur til lengingar og á að vera lokið við báða bátana fyrir ára- mótin. Bátarnir eru 105 lestir að stærð, en verða 150 lestir við lenginguna. Bætt er við þá fjórum metrum, i Fulltrúar N-Vietnama í París: Kissinger velkominn til frekari viðræðna — ef Bandaríkin skrifa undir 31. okt. NTB-Saigon, Paris og Washington P'ulltrúar N-Vietnam kváð- ust i gær vera fúsir til að halda nýja samningafundi með Kissinger, ráðgjafa Nixons, með þvi skilyrði, að Bandarik- in undirrituðu friðarsáttmál- ann fyrir 31. október. Thieu, forseti S-Vietnam, stakk i gær upp á þvi. að fram yrði látin fara þjóðaratkvæða- greiðsla i landinu. Samkvæmt tillögunni ætti þjóðin að ráða samsetningu nefndar, sem skipuleggja skyldi nýjar for- setakosningar i landinu. Bjartsýni er sögð rikja i Washington um að friðurinn langþráði sé nú loks á næsta leiti. Nixon forseti sagði i kosningaræðu i Vestur- Virginiu, að takmark Banda- rikjamanna i þessu sambandi væri ..friður með sóma” en ekki með uppgjöf. Kosygin, forsætisráðherra Sovétrikjanna sagði i gær, að hann vonaði að friðarsáttmál- inn yrði undirritaður sem fyrst. Friður i Vietnam væri ekki aðeins til góðs fyrir Viet- nam og Bandarikin, heldur allan heiminn. Sovétrikin styddu alla viðleitni til að binda endi á striðið, sem Bandarikjamenn rækju gegn Vietnömsku þjóðinni. Um allan heim er þvi fagnað að friðarsáttmáli milli Viet- nam og Bandarikjanna skuli loks hafa verið gerður. Kana- diska stjórnin hefur þegar boðizt til að taka þátt i al- þjóðanefndinni, sem á að hafa eftirlit með vopnahléi i Viet- nam. Brezka stjórnin hefur sent út yfirlýsingu, þar sem fagnað er árangri samningaviðræðn- anna. Heimildir i London sögðu i gærkvöldi, að Bretar hefðu ekkert vitað um sátt- málann, áður en Hanoi-út- varpið birti hann og heldur hefðu ekki borizt neinar um- leitanir þess efnis að Bretar tækju þátt i störfum eftirlits- nefndarinnar. miðjunni. Sagði Stefán Reykjalin i Slippstöðinni, að 105 lestir hefði reynzt fremur klaufaleg stærð á bátunum, þvi að þeir væru i rauninni of litlir fyrir allt, sem i þá væri látið. Einar riki á annan 105 lesta bát, Surtsey, en skipstjórinn, sem er meðeigandi, hefur ekki áhuga á að láta lengja bátinn að sinni. Auk þess sem Heimaey verður lengd, verða gerðar á henni ýmsar breytingar m.a. til skut- togunar og fyrir loðnutroll. Kostnaður við lengingu er 3,2 milljónir króna. t sumar var Saxhamar SH 50 frá Itifi.lengdur hjá Slippstöðinni og hefur Stefán Reykjalin það eftir eigendum, að þetta sé allt annað skip, sem komið hafi til baka. svo mikill sé munurinn. ( Laugardagur 28. október 1972 J 31 millj. króna erlent lán til Akureyrar Stp-Reykjavik Bæjarsjóður Akureyrar hefur tekið 31 milljón króna lán hjá Hambrosbank ltd. i London. Er lánið einkum tekið vegna hinnar nýju vatnsveitu, sem bærinn er að leggja. Búið er að leggja aðalæð- ina, frá Vaglaeyrum á Þelamörk og til vatnsveitu bæjarins, en eftir er að tengja veiturnar tvær sam- an. Gamla veitan skilar ekki nógu miklu vatni handa vaxandi fjölda bæjarbúa, svo að brýn þörf var á viðbótarvatnsmagni. Bein lína til utanríkis- ráðherra Erl-Reykjavik Á miðvikudaginn hefst i út- varpinu nýr þáttur i umsjá frétta- mannanna Arna Gunnarssonar og Einars Karls Haraldssonar. Þættinum hefur verið gefið nafnið „Bein lína”,og verða fengnir for- ystumenn á ýmsum sviðum þjóð- mála til að svara spurningum hlustenda. 1 fyrsta þættinum mun Einar Ágústsson utanrikisráðherra hafa beina linu til hlustenda, og svara spurningum um utanrikis- mál. Sérstakur simatimi fyrir þátt- inn verður auglýstur hverju sinni, og geta þeir, sem áhuga hafa, hringteinum til tveim dögum fyr- ir þáttinn, og siðan verður hringt til þeirra, á meðan á útsendingu stendur. Simatimi fyrir fyrsta þáttinn verður á mánudag kli 16-19. Þá geta fyrirspyrjendur hringt i sima nr. 20855. A miðvikudaginn munu þeir svo fá fréttaþorsta sin- um svalað. Skotarnir koma Segja má að nú sé skammt stórra högga á milli i Þjóðleik- húsinu. Tuttugu manna flokkur sovézkra listdansara hefur sýnt þar að undanförnu við mikla hrifningu og hafa færri komizt að en vildu. Þann 1. nóvember n.k. (miðvikudag) er væntanlegur hingað til landsins 65 manna hóp- ur óperusöngvara og hljóðfæra leikara frá skozku óperunni og mun það vera einn fjölmennasti hópur listafólks, sem sýnt hefur á vegum Þjóðleikhússins. Veturinn líka að koma nyrðra Stp-Re.vkjavik Fvrsti snjór vetrarins liefur nú fallið á Norðurland. 1 gærmorg- im var komið smáföl á Akureyri, en er leið á daginn fór aö snjóa af miklum krafti og var kominn um 40 sm jafnfallinn snjór seinni partinn i gær. Hitastigið var rétt yfir frost- marki og snjórinn þvi nokkuð rakur. Var mikil hálka á götum bæjarins i gær, en að sögn lög- reglunnar hafði þó aðeins orðið einn minni háttar árekstur. Menn óku varlegar vegna hálkunnar, eða skildu bila sina eftir heima. Nokkra bila mátti sjá eina og yfirgefna i hinum mörgu brekk- um bæjarins, þar sem bil- stjórarnir höfðu skilið þá eftir, er þeir komust ekki áfram i hálk- unni og snjónum. Hvessa fór aö norðan eða norð- vestan. er liða tók á kvöld fyrir norðan i gær, og mátti i gærkvöldi búast við. aö stórhrið gerði. Vegir munu þvi að öllum likindum orðn- ir illfærir eða ófærir viða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.