Tíminn - 29.10.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.10.1972, Blaðsíða 5
Sunnudagur 29. oktnber 1972. TÍMINN 5 Jónas R. Jónsson: Fljótfærnislegar fullyrðingar 1 Timanum sunnud. 15. þ.m. birtist heldur runtaleg skamma- grein eftir Má Pétursson um störf Steingrims Hermannssonar alþmþ. og ritara Framsóknar- flokksins. Ekki ætla ég að svara fyrir Steingrim, enda mun hann þess fullfær sjálfur. En ég get ekki orða bundizt, þar sem Már lætur að þvi liggja, að Stein- grimur hafi haft neikvæð áhrif á starfsemi flokksfélaganna á Vestfjörðum. Ég þekki að visu ekki til á Vestfjörðum öllum, en þar sem mér eru málin kunnugust þ.e. i Strandasýslu hljómar þetta sem hein öfugmæli. Aðrir Vestfirðingar svari fyrir sig. Þar sem ég vona, að þessar fullyrðingar Más stafi fremur af fljótfærni en illum hvötum og hann kjósi fremur það sem sannara reynist vil ég nú upplýsa hann um eftirfarandi. Að ég fer með rétt mál getur hann borið undir dóm þeirra Strandamanna, er bezt þekkja til: Þegar Steingrimur Hermanns- son hóf fyrst afskipti af flokks- málum hér á Ströndum munu að nafninu til hafa verið skráð hér nokkur Framsóknarfélög, þar á meðal Félag ungra framsóknar- manna. Þessum félögum öllum var það sameiginlegt að hafa ekkert umleikis. Félagsfundir voru sárasjaldan og helzta lifs- markið héraðsmót er F.U.F. stóð að einu sinni á ári. Oftast munu og hafa verið sendir fulltrúar á flokksþing og kjördæmisþing. Sjaldnast munu þeir þó hafa verið kosnir, heldur reyndu stjórnir eða áhugamenn að fá einhverja til að sitja þessi þing, ef tök voru á. Steingrimur sýndi strax mikinn áhuga á þvi að efla félögin og um leið flokksstarfið. 1 um- ræðum milli hans og áhuga- manna i héraði varð okkur öllum ljóst, að vegna legu sýslunnar mundi erfitt að byggja upp félög með aldurstakmörk félagsmanna i huga þ.e. að mynda tvö félög yfir sýsluna. Hitt var talið væn- legra til árangurs virku félags- starfi að hafa þrjú félagssvæði, eitt i syðsta hluta sýslunnar, Bæjarhreppi, annað miðsvæðis og hið þriðja norður i Arneshreppi. Þá lá næst fyrir, hvort stofna skyldi tvö félög á hverju svæði þ.e. yngri manna annars vegar og svo hinna eldri hins vegar. þetta hefði þýtt sex starfandi félög i sýslunni, hvert um sig fámennt og litils megandi. Þessi kostur var ekki valinn og um það full samstaða yngri sem eldri. Stofnuð voru þrjú félög og engin aldursmörk sett. Kalli Már Pétursson þetta að ganga af ákveðnum félögum dauðum þá hann um það. Virðist það raunar skjóta skökku við ef hann hefur vantrú á sameiningu ogsamvinnu fólks með svipaðar þjóðmála- skoðanir, einn helzti boðberi „fagnaðarerindisins” um samruna og sameiningu margra ólikraog að mörgu leyti óskyldra flokka. Þau félög, er að framan greinir hafa siðan haldið sina aðalfundi nokkuð reglulega. Steingrimur Hermannsson hefur ætið á þessum fundum og ávallt verið reiðubúinn að veita þá fyrirgreiðslu, er óskað hefur verið eftir. Hann hefur fengið með sér á þessa fundi ýmsa mæta menn, er flutt hafa framsögu- erindi að loknum aðalfundar- störfum um ýmis mál, sem ofar- lega hafa verið á baugi hverju sinni og þá um leið nátengd lifi og starfi fólksins i héraðinu. Þessir fundir hafa verið fjölmennir og hlotið almennt lof. Þeir hafa staðið öllum opnir án tillits til flokka eða skráðra félagsmanna. Ég efast um að Már Pétursson geti, þvi miður, frætt mig um stjórnmálamenn yfirleitt, sem stuölað hafi að álika stjórnmála- starfsemi innan sinna kjördæma. Fyrir þetta á Steingrimur miklar þakkir skildar og mættu gjarnan fleiri feta i spor hans að þessu leyti. Þá drepur Már á úrslit siðustu alþingiskosninga á Vest- fjörðum. Lætur hann að þvi liggja að Steingrimi sé um að kenna, enda muni aukin kynni af honum verka neikvætt á fólk. Fyrir siðustu kosningar fór fram prófkjör i Framsóknar- félögunum á Vestfjörðum um skipan framboðslistans. Stein- grimur hlaut að mig minnir nær helmingi fleiri atkvæði en þeir, er næstir urðu. Heldur Már að þetta staðfesti álit hans á Steingrimi? Hvað kemur manninum annars til að festa svona þvætting á blað? Kosningaúrslitin voru yfir heildina tekið óhagstæð Fram- sóknarflokknum, ekki einungis á Vestfjörðum heldur i heild. Ekki dettur mér i hug að kenna þar um einstökum frambjóðendum eða forystumönnum flokksins. Kosn- ingarnar snérust fyrst og fremst um lif eða dauða viðreisnar- stjórnarinnar. Að fella hana var mörgum aðalatriðið. Þetta tókst og getum við Framsóknarmenn vel unað þeim úrslitum. Ekki sizt ef við erurri okkur þess með- vitandi, hver og einn, að hafa lagt fram það, er við gátum i barátt- unni fyrir flokkinn. Enginn gerir meira en hann getur. Vonandi hefur Már Pétursson ekki legið á liði sinu þótt hávaðaminni hafi hann verið þá en i fyrr nefndri Timagrein. Hvað þvi hefur valdið veit hann bezt sjálfur og skal engum getum að þvi leitt. Um störf Steingrims sem ritara flokksins ræði ég ekki við Má. A þvi veit ég litil skil. Ræki hann þau á svipaðan hátt og flokks- starfsemina i Strandasýslu þurfa Framsóknarmenn engu að kviða i þeim efnum. Hvenær erindreki flokksins er fæddur tel ég og litlu skipta. Þarskiptirsköpum hæfni i starfi en ekki hvort hann fæddist i þennan heim fimm eða tiu árum fyrr eða seinna. En sé allt.sem Már Pétursson segir i greininni.á svipuðum rökum reist og full- yrðingarnar um niðurrifsstarf- semi Steingrims Hermannssonar á flokksstarfseminni á Vest- fjörðum bið ég menn að trúa honum varlega. Tæpast að tuttugu prósentin, er honum virðast sérlega hugleikin hlut- fallstala sé sannleikur. Mundi að likindum óhætt að fella núllið aftan af þeirri tölu. Standa þá eftir nitiu og átta prósent af ósannindum. Ég vil vona að Már vandi málflutning sinn betur i framtiðinni. Melum 21/10. 'T. Jónas R. Jónsson Land - Veiði Land undir sumarbústað óskast leigt. Veiðileyfi i vatni eða á verður að fylgja. — Tiboð sendist, merkt: POST RESTANTE, Reykja- \Tk 5, 2922-9222. VELJUM ÍSLENZKT- ÍSLENZKAN IÐNAÐ U igipx,- SANDVIK snjónaglar SANDVÍK SNJÓNAGLAR veita öryggi í snjó og hólku. Lótið okkur athuga gömlu hjólbarðana yðar og negla þó upp. Skerum snjómunstur í slitna hjólbarða. Verkstæðið opið alla daga kl. 7.30 til kl. 22, GÚMIIIIIVNNUSTOFAN HF SKIPHOLTI 35 REYKJAVÍK SÍMI 31055 Ef áætlunin Óvænt útgjöld hafa oft gert náms- mönnum leiöan grikk. Margir hafa oröió aö verða sér úti um starf jafnhliöa nám- inu, ef til vill á versta tíma námsársins. Áætlanir geta brugöizt. Nú eiga aöstandendur námsmanna auðveldar meö að veita þeim aöstoð, ef þörf krefur. Meö hinu nýja sparilánakerfi Landsbankans er hægt aö koma sér upp varasjóði meó reglubundnum sparnaöi, og eftir umsaminn tima er hægt að taka út innstæðuna, ásamt vöxtum, og fá lán til viðbótar. Varasjöðinn má geyma, því lántöku- rétturinn er ótímabundinn. Þér getið gripið til innstæðunnar, og fengið lán á einfaldan og fljótlegan hátt, þegar þér þurfið á að halda. Reglubundinn sparnaður og reglu- semi í viðskiptum eru einu skilyrði Landsbankans. Kynnið yður sparilánakerfi Lands- bankans. Biðjið bankann um bæklinginn um Sparilán. l^NiDTS'BA'N H?I Banki attra landsmawui rAudýs l endur Auglýsingar, sem eiga aö koma í blaöinu á sunnudögum þurfa aö berast fyrir kl. 4 á föstudögum. Augl.stofa Timans er i Bankastræti 7. Simar: 19523 - 1830». argus

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.