Tíminn - 29.10.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 29.10.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Sumiudagur 29. október 1972 Marteinn Einarsson á vegum Mammons, kaupmaður á snærum Englendinga, áður en Kristján kóngur og lútherskan lögðu biskupskápuna á axlir honum og settu á hann mitrið. Þá fór að styttast i þvi, að aðrir en þeir, sem kóngleg náð útvaldi, fengjust við verzlun á tslandi, hvort heldur var í Grindavik eða annars staðar, og hafi karlarnir ekki áður kunnað að standa álútir með pottlokið sitt milli handanna, þá hafa þeir lært það þá. Ég get imyndað mér, að þeir hafi fast að þvi fallið i stafi af forundran eftir hálfra aldar kynni af danska verzlunarvaldinu, þegar sá dagur rann, að Skúli fógeti reið grýttar slóðir suður i Grindavik og flaugst á við sjálfan kaup- manninn út af sviknum pundara hans i verzlunarhúsunum. Margir íóru upp, en iair út aftur Þó að ég verði að gera ráð fyrir þvi, að Grindvikingum gömlu hafi verið einn kostur nauðugur að gera sig bljúga andspænis kaup- manninum, hefur ósmá verið sú seigla, sem i þeim bjó, og mikil mannlifssaga væri öll þeirra sjó- sókn, ef einhvers staðar væri á visan að róa, þar sem hún er. En það er eins með varsimann, sem bátarnir draga á sjávarflötinn, og það, sem i sand er skrifað: Það er horfið áður en við er litið. Eftir er aðeins það,sem má láta sig gruna eða óra fyrir. I gulnuðum annál- um má lesa örfáar linur um þenn- an eða hinn skipstapann, stökum sinnum jafnvel drepið á björgun úr þeim lifsháska, er vonlaust virtist að sleppa frá. En þögnin og gleymskan hylja sögur um mik- inn garpskap og mikið æðruleysi hinna gengnu kynslóða i Staðar- Dmigirnir horfa út á sjó, starfsvettvang feðranna. Bráðum verða þeir þar fullgildir menn. Svo rinnst ritað á fornar bækur, að Molda-tinúpur og hans kyn liafi endur fyrir löngu reist byggð i Griiidavik. Þeir frændur bjuggu við geitfc, cnda heitir (ieitahlið ei injög fjarri þessum slóðum, og er sú sögu um son (inúps, Ilafur- Kjörn, að hafur einn, sem ekki var úr byggðum manna, heldur hergbúa eða huldufólks, hafi komið i geitur hans um fengitim- ann. Kftir það tímguðust þær mcð ólikindum og undruðust mcnn stórum búsæld (irindavikurhónd- ans. Þessari sögu get ég vel trúað, ekki siður en Helgi á Hrafnkels- stöðum, og hef ég það einkanlega lil sannindamerkis, aö enginn skagi landsins er jafnhrjóstrugur og Reykjanesskagi og snauöur að grænum gróðri. En geitfé gengur l'astað mat sinum, þarsem það er margt, og hel' ég aö minnsta kosti fyrir satt, aö þess finnist dæmi i veraldarsögunni, að þaö hafi sorlið i grjót niöur stærri skaga en það horn lslands, sem spyrnir fæti suðvestur i hal'ið. Það getur að minnsta kosti hugsazt, að það hal'i verið dálitið tvieggjuð lukka, ef Björn heitinn Gnúpsson hel'ur átt svo miklar geitahjarðir, sem fornir sagnrit- Ljósmyndir: Ólafur Rúnar arar gefa i skyn. Og einhvern veginn bvður mér i grun, að kvik- fjárbúskapur hafi ekki verið sá þátturinn, sem bezt hentaði á Suðurnesjum eða mest var i sóm- anum i Grindavik á liðnum öld- um, og orð Jóns á Laxamýri hef ég fyrir þvi, að sauðfjárræktin þar syðra hal'i verið heldur bág- borin yfirleitt talsvert fram á þessa öld. Henni mun hal'a verið þannig háttað, að sauðfé full- komnaði það verk, sem geiturnar kunna að hafa hafið,enda ekki auðhlaupið að þvi að finna slægjur á Reykjanesskaga,svo að safna mætti heyi i garð til vetrarins. Auk þess var torfengiö eldsneyti i fjölmennum verstöövum, þar sem enginn var svörður né heldur taö, svo að þurrka varö þang og þöngla i eldinn og rifa lyngtætlur á meðan þær fundust. Gerði sig digran, en féll samt Lif Grindavikur hefur þess vegna fyrst og fremst verið sjór- inn — miðin fram undan hraun- ströndinni, þar sem matfiskurinn gekk svo grunnt, þegar vel lét, að stundum máttu heita fá áratog fram á fiskislóöir. Það eru sjálf- sagt vænar kasir, sem búiö er aö draga á Klofi um Kónga og Hús- um um Hnúðana, svo að ekki séu nefnd þau mið, sem utar liggja. Og sagan um fiskinn á Grinda- vikurmiöum er löng saga. Bret- um og Þjóðverjum var mætavel kunnugt um fiskidrátt karlanna i Grindavik á kaþólskri tið og litu þá skreið þeirra miklu girndar- auga, svo að af spruttu bardagar og manndráp. A Járngerðarstöð- um gerði til dæmis Englendingur einn sér virki, þegar i harðbakk- ann sló. Sá hét Jón breiði, og af þvi má ráða, að ekki er ný bóla, að Englendingar geri sig digra, þegar fiskurinn okkar er annars vegar. Hann neitaði lika að greiða hirðstjóranum toll, ekki fús á að láta sér neitt úr greipum ganga af þvi, sem hann hafði hremmt, og þess vegna gerði hirðstjórinn honum aðför með tilstyrk Þjóð- verja, er væntanlega hafa fengið eilthvað fyrir snúð sinn, og þar lell Jón breiði eins og Gordon i Khartum mörgum öldum seinna. I'ógeti og kaupmaöur flugust á um pundara Grindavik varð ein helzta ver- stöð Skálholtsstaðar, er l'ram liöu stundir, og þangað sigldi ög- mundur Pálsson, þegar gott var orðið i sjóinn á vorin á biskups- jaklinni, sem hann hafði látið smiða i Vatnsfirði, svo að hann gæti séð með eigin augum, að ekkert væri undan dregið af þvi, sem heilög kirkja átti að hreppa af íiskmetinu. 1 Grindavik var itar i höfn. Það er eins og á skóg aðsjá, þegar mikill hluti flotans er viðbrvggjur. Logn og Uideyð'a. þessa stundina. En það getur farið af.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.