Tíminn - 29.10.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 29.10.1972, Blaðsíða 11
Sunnudagur 29. október 1972 TÍMINN 11 hverfi, Járngerðarstaðahverfi og Þórkötlustaðahverfi — gömlu byggðarlögunum þrem i Grinda- vik. öll skipin, sem hafa skolazt upp að ströndinni, hvort heldur gömul og úr sér gengin eða svo ný, að þau höfðu flutt afla að landi, segja lika sina sögu um það, hversu við- sjárverður þessi staður var, jafn- vel þeim, sem stærri fleytum réðu en Grindvikingar sjálfir. Flökun- um, sem brimið hefur tvistrað um hrauntangana, ægir þar saman af mörgum þjóðernum — enskum, frönskum og dönskum og guð má vita hvað: Fiskiskip frá Vidalins- útgerðinni og Duus, spekúlants- skip frá Eyþóri Felixsvni. frap.sK- Skutur frá Normandi, togarar frá Hull og Grimsby — hver getur talið það allt eða tiundað þau mannslif, sem þar hafa slokknað. Jú — við getum nefnt Karl Nils- son, veiðiþjófinn og óþokkann, sem drekkti mönnunum á Dýra- firði um aldamótin— hann lauk lika ævidögum sinum á þessum slóðum. <irimmur leikur og djúp sár bó að örlög Karls Nilssonar hafi tæpast verið sárt hörmuö hérlendis, eftir þaö sem á undan var gengið, hafa margir, sem i ilandi sátu, hlotiö mikil og djúp •sár, sem seint greru, af völdum iþeíirra dætra Ægis, sem þreytt Ihafa grimman leik við þessa háskalegu strönd. Og af öllum þeim skipum, sem þarna hafa borizt upp, eru þau færri en fingur annarrar handar, er komizt hafa aftur á flot. En dæmi eru þess, að i svo rismiklum sjó hafi vélvana bátur lent, aö bylgja bar hann yfir öll sker og grynningar langt upp á malarkamp, þar sem hann stóö á þurru við útsogið, svo aö ganga mátti úr honum þurrum fótum. A slikum staö má nærri geta, að oft hefur þurft að hlynna aö sjó- hröktum mönnum, sem naum- lega sluppu af strandi — hjúkra þeim, fæða þá og klæða. Væru þeir margir klæðvana, var einna helzt að leita til Einars á Garö- húsum, eftir aö mektardagar hans runnu upp. Þá urðu franskir strandmenn kannski að sætta sig við ivið færri flikur en hentaði vexti þeirra, þvi að Fransarar á skútunum gömlu voru ekki nein tröll og talsvert smávaxnari en þeir, sem fatnaðar þörfnuðust i Grindavik endranær. Það var á elleftu stundu Við drápum aðeins á þá alla sögu, sem orðið hefur i Grinda- vik, án þess að hennar sjái nú stað. Þessi mikla og aflasæla ver- stöð var þannig sett, að þar var furðulega lengi mjög örðugt um vik um útgerð. Grindavik var að visu lengi kaupstaður og Járn- gerðarstaðavikin löggiltur verzl- unarstaður. En þar flutu ekki i varir nema litil róðrarskip, og þó vandfarið inn. Það var fyrst 1928 eða 1929, að þar var bryggja gerð milli tveggja vara. Þá fyrst féll það niður, að sjómennirnir bæru aflann sinn á bakinu upp úr bát- unum, nýkomnir úr róðri. Vinnu- hagræðingin komst á það stig, að kasta mátti fiskinum upp á bryggjuna og aka honum þaðan á lleima i setubekknum i stofuuni er ungur þjóðfélagsþegn hjá bangsan- uin sinuiu og veit enn fátt um frystihús, fisk og sjó. handvögnum. En eftir sem áður urðu menn að bjarga bátum sin- um undan sjó eftir hvern róður, setja þá sem kallað var, þvi að enginn vissi, nema sjór tæki að stæra áður en við var litið, og þá voru bátarnir i voða. Úti fyrir Hópinu var rifið, og var svo grunnt á þvi, að yfir það flutu ei nema litlir bátar. En er skipastóllinn fór að taka stór- breytingu i öðrum verstöðvum, vofði sú hætta yfir Grindavik, að fólk færi að flýja þaðan á staði, þar sem lifið var léttara. bað var fyrst 1939, að byrjað var á þvi að gera visi að bátaleið inn i Hópið. Reynt var að dýnka gvor.éíndan íviioós — með handverkfærum. Eftir það gátu tiu til fimmtán lesta bátar flotið inn á flóði. Arið 1945 var loks heldur betur tekið að beita tækninni: Dýpkunarskip kom til.starfa, og það var ruddur gegnum rifið þrjátiu metra breið- ur skurður, sjö eða átta feta djúp- ur. Þaö var á elleftu stundu, þvi að óþreyja var komin i margan Grindvikinginn við allt það, sem þar var við aö striða við sjósókn- ina. Siðan hafa mikil tiðindi gerzt. Það er komin höfn i Grindavik og mikill og góður bátafloti, og þar er lif og önn og vöxtur — þúsund manna bær, sem leggur mikið i þjóðarbúið, og mun á komandi tið bjóða upp á fjölbreyttari störf en hingað til, þótt sjórinn og aflinn veröi jafnan undirstaðan. Visindamaðurinn og Gunna i kongungshúsinu Til skamms tima hefur fátt manna úr Grindavik gengiö þá braut, sem kölluö hefur mennta- vegur. Þaðan var þó Bjarni Sæ- mundsson, fiskifræðingurinn okk- ar fyrsti, og fleiri Grindvikingar af gömlu kynslóðinni hafa orðið mörgum kunnir, þótt ekki hefðu þeir lært svo mjög til bókar. Mér dettur i hug hún Gunna gamla i Konungshúsinu, eins og við köll- uðum hana hér fyrr meir — veit- ingakonan, sem átti langa sögu á Þingvöllum, erfingi hússins, sem reist var handa kónginum árið 1907. öðrum finnst kannski, að heldur hefði átt að nefna aðra en hana, svona við hliðina á visinda- manninum Bjarna Sæmundssyni. En gamla konan á lika sin itök, þar sem hún liggur undir grænni torfu, svo margir drukku hjá henni kaffisopa. Það hefðu svo verið hæg heimantökin að tiunda einhvern harðfengan skipstjóra og veiðikló. Ef við vikjum að listum i sam- bandi i Grindavik þá er skemmst að minnast nýja félagsheimilis- ins, sem Ragnar Kjartansson myndhöggvari hefur skreytt myndum i tengslum við hlutverk staðarins i þjóðlifinu og málverka Péturs Friðriks Sigurðssonar af gömlu húsunum, bátunum og höfninni. Getið tveggja guðsmanna með góðan orðstlr Ekki má ljúka þessu spjalli, án þess að geta svo sem tveggja presta, sem lifðu og störfuðu á meðal Grindvikinga, alllöngu áður en nýi timinn hélt þar inn- reið sina. Þar var séra Kristján Eldjárn prestur um skeið, og var i minnum hafður sökum þess með- al annars, að hann taldi sig ekki ofgóðan til þess að skemmta sóknarbörnum sinum, þegar það átti við. Hann var maöur, sem hafði margt dottið i hug — jafnvel ekki grunlaust um, að hann hafi eitthvað fitlað við smiði einhvers konar frumstæðrar flugvélar á æskuárum, og suður i Grindavik brá hann þvi fyrir sig að leika persónur úr Skugga-Sveini. Hann náði i skottiö á þeim tima, er fyr- irmenn áttu korða, og sjálfur eignaðist hann þvilikan grip. Korðar hafa að likindum verið litið notaðir i Grindav. siðan geng ið var af Jóni breiða dauðum, nema hvað Tyrkir hafa elflaust brugðið þess kona vopni. En af þvi er saga, að sér Kristján greip einu sinni til korða sins. Það bar til.að steypireyður á flótta unan háhyrningatorfu hljóp á land i Grindavik. Presturinn tók sér þá korðann i hönd og stytti þjáning- arstundir skepnunnar, sem brauzt um i fjörunni, með þvi að reka hann á kaf undir bægslið. Hinn presturinn, sem við getum ekki gengið fram hjá, var séra Oddur Gislason frumherji i björgunarmálum á tslandi og bindindishetja að auki á mikilli drykkjuöld, þegar brennivin var bæði ódýrt og auðfengið. Hann leitaðist við að kenna mönnum aö nota bárufleyg i sjávarháska, láta lýsi eöa oliu lægja öldurnar. Hann gaf af fátækt sinni út tima- ritið Sæbjörgu i eitt ár, og mun timariti ekki hafa veriö stjórnaö úr Grindavik i annan tima, og hann lagði sig fram um að kenna sund. Sjálfur hafði hann bjargaö sér og dreng, er með honum var, á sundi úr bráðum háska, er báti hvolfdi undir þeim. Þvi er ekki að leyna, aö meðal Grindvikinga hafa verið þeir, sem þótti dropinn góður, og er þar til marks, að einu sinni fór harð- mannlegur sægarpur að hágráta, þegar hreppstjórinn velti um einu vintunnunni, sem borizt hafði að landi ósködduð úr strönduðu skipi,og er þó þeim,er þreyta ævi langan leik við hafið, sizt öðrum táragjarnara að jafnaöi. Bindind- isboðskapur séra Odds kann þess vegna að hafa fallið i grýtta jörð hjá sumum i sókninni. Hvenær gerir boðskapur þaö ekki? En séra Oddi var svo farið, að hann var maður sins fólks, sjálfur sjó- maður, og formaður af bezta tagi, og jafnvigur, hvort sem hann var i skinnklæðum á miðum úti i ris- miklum sjó eöa hempu i kirkju sinni eöa annars staöar i ræðu- stóli. Og um hann lék frægöar- ljómi sökum þess, að hann hafði ungur rænt sér brúði úr húsum þess og höndum, sem rikastur var og mestur fyrir sér meðal margra ráörikra útvegsbænda á Suðurnesjum. Sitthvað úr náttúrúnnar riki Við höfum látið móðan mása og hlupið úr einu i annað. Og þó er næsta fátt sagt. Það er að svo mörgu að hyggja i Grindavik. Þar eru vatnsgjár, sem álar ganga i neðan jarðar, og þar vex þistill á bletti, og segir þjóðsagan, að hann hafi komið upp af blóði manns, sem Tyrkir drápu. Fuel- UITi, Sém annars eru sjaldséðir hérlendis, bregður oft fyrir i Grindavik. Einkum bar nokkuð oft við, að hegrar sæjust þar, og áttu þeir aö minnsta kosti fyrr á árum fast náttból undir hraunjaðri utan vert við túnið á Járngerðarstöðum. Þetta eru sem sagt fuglar, sem hafa reiðu á sinu. Ekki siður bregöur þar fyrir mörgu sérkennilegu og fágætu úr sjónum. Þannig er það i minnum haft, aörétt fyrir aldamótin skaut Helgi i Húsatóftum rostung með framhlaðning. Þeim þótti vont af honum kjötið, Grindvikingum en húðin var aftur á móti hreinasta þing i reipi. Það voru þess konar reipi, er nefndust svarðreipi áður fyrr. Þorradag nokkrum árum fyrr rak upp svo mikið af karfa, aö fjaran var öll rauö yfir að lita. Þá var ekki búið að skarka með botnvörpur um allan sjó. En með- al sjaldgæfra fiska, sem rekið hafa þar syðra, má nefna gljáháf 1917, tunglfisk 1931 og umfram allt Bretahveðni, sem er svo sjaldgæfur, að það ætti að halda uppi á daginn, þegar hann fannst, 7. marz 1905, ekki siöur en afmæli kóngsins á meöan sú persóna var og hét. En svona nokkuð þýðir ekki að þylja, þvi að það myndi æra óstöðugan. Það er ekki seinna vænna að slá punkti aftan við. — JH. þér getíd veríd g- séþad Westingho Westinghouse uppþvottavélii W use Westinghouse uppþ til innbyggingar, frítts toppborði. er fáanleg og með Tekur inn kalt vatn, er með 2000 w elementi og hitar i i 85° (daudhreinsar). nnbyggð sorpkvörn og ryggisrofi í hurð. frá 8 manna borðhaidi ijósstýrðu vinnslukerfi. Er ódýrasta uppþvottavélin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.