Tíminn - 29.10.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 29.10.1972, Blaðsíða 13
Laugardagur 28. október 1972 TÍMINN 13 Norska Þjóðin óskar Islendingum sigurs Helge Ingstad í grein um landhelgismálið: Islendingar hafa fært út fisk- veiðilögsögu sina og valdið með þvi reiði stórveldanna sem hafa látið togaraflota sina skrapa fiskimiðin. Fiskistofnanir eru ofnýttir og það er öruggt má, að haldi þessi gegndarlausa veiði áfram, eru þeir i bráðri hættu. Fyrir tslendinga eru fiskveiöar hinn langstærsti bjarggæðisvegur og útvikkun landhelginnar er liður i baráttu þjóðarinnar fyrir tilveru sinni. Vist er það, að slikum málum er venjulega þokað áleiðis með samningum þjóða á milli, en það verður að skiljast að litil þjóð meö aðeins u.þ.b. tvö hundruð þúsund ibúa er undantekning. Það er varla nokkurt annað land i veröldinni, sem á i likum mæli undir högg að sækja varðandi lifsbjörg sina. Þvi hefur þjóðin valið þá einu leið, sem virðist geta leitt til árangurs gegn auðvaldi og stórveldum, áður en það verður um seinan. íslendingar hafa áður komizt i hann krappan og á stundum litur það út sem kraftaverk að þeim skyldi takast að lifa af. Viljinn er nægur á Sögueyjunni en það er erfitt fyrir litla þjóð að standa ein gegn alþjóðlegum öflum. Það ætti að vera sjálfsagt mál, að stuðningur við baráttu Islendinga kæmi frá Noregi, landinu, sem Is- land i fyrstunni byggðist frá. Við skulum einnig hafa i huga að stækkun okkar eigin landhelgi út i tólf milur á sinn þátt i aukinni sókn togara á tslandsmið! Rikisstjórn okkar hefur gefið út loðna yfirlýsingu i tilefni af út- færslu islenzku landhelginnar. En við höfum ekki leyfi til að tala undir rós i máli, sem varðar þessa frændþjóð okkar lif og dauða. Altént skulu Islendingar vita að norska þjóðin fylgir þeim og aö við óskum þeim sigurs i erfiðri baráttu. Norðmaðurinn Helge Ingstad, sem tslendingum er að góðu kunnur vegna fornleifarannsókna sinna, skrifaði eftirfarandi grein i Dagbladet i Oslo 16. þ.m. Við birtum hana hér i is- lenzkri þýðingu, þvi að svo af- dráttarlaus og drengilegur stuðningur og birtist i grein Ingstads, er okkur mikils virði. ■ KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS Kortin eru afhent í skrifstofu KRON, Laugavegi 91, DOAAUS. afsláttar kort Afhending afsláttarkorta, sem gilda til 16. desember, hefst á morgun, mánudaginn 30. október. Félagsmenn og nýir félagsmenn eru hvattir til að sækja kortin sem fyrst. Afsláttarkortin eru ókeypis. Ilelge Ingstad I KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS Konan þarf ekki aödtja heima »% afsiáttur Konan þarf ekki að sitja heima, þegar eiginmaðurinn flýgur með Flugfélaginu [ viðskiptaerindum. Hún borgar bara hálft fargjald - það gerir fjölskylduafslátturinn. Þegar fjölskyldan ferðast saman, greiðir einn fullt gjald - ’allir hinir hálft. Fjölskylduafsláttur gildir allt árið innan- lands og 1. nóv. - 31. marz til Norður- landa og Bretlands. Veitið konu yðar hvíld og tilbreytingu. FLUGFÉLAG ÍSLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.