Tíminn - 29.10.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 29.10.1972, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Sumiudagur 29. október 1972. Fundir Framsóknarmanna í Suðurlands- Vesturlands- og Reykjaneskjördæmi Framsóknarfélögin í eftirgreindum byggðarlögum efna til almennra stjórnmólafunda sem hér segir: Reykjanes- kjördæmi Kcllavík, l'immtudaginn 2. nóv. kl. 20.30 i Ungmennal'ól. húsinu. Frummælendur: Jón Skal'ta- son, alþm. og Guðmundur G. Þórarinsson verkí'r. HafnaiTjörftur, Strandgölu 33, limmtudaginn 2. nóv. kl. 20.30. Frummælendur: Þórarinn Þórarinsson alþm. og Kristján Benediktsson, borgarf'ulltrúi. Kópavogur, 1 Félagsheimilinu, laugardaginn 4. nóv. kl. 15.00. Frummælendur: Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra og Elias Snæland Jónsson, blaða- maður. l'ólkvangi, Kjalarnesi, laugardaginn 4. nóv. kl. 15.00. Ilvolsvelli, föstudaginn 3. nóv. kl. 21.00. Frummælendur: Stefán Val- geirsson, alþm. og Friðgeir Björnsson, lögfr. Flúftum, föstudaginn 3. nóv. kl. 21.00. . Frummælendur: Björn Fr. Björnsson, alþm., Bjarni Guð- björnsson, alþm., og Baldur Óskarsson, forstöðumaður. Suðurlands- kjördæmi Vik Mýrdal, föstudaginn 3. nóvember kl. 21.00. Frummælendur: Vilhjálmur Hjálmarsson, alþm. og Jónas Jónsson, ráðherraritari. Sellossi, Tryggvaskála, föstudaginn 3. nóv. kl. 21.00. Frummælendur: Halldór E. Sigurðsson, fjármálaráðherra og dr. Ólafur R. Grimsson. Þorlákshöfn, föstudaginn 3. nóv. kl. 21.00. Ræðumenn: Asgeir Bjarnason, alþm., Páll Þorsteinsson, alþm. og Alfreð Þorsteinsson, blaða- maður. Frummælendur: Ingvar Gisla- son, alþm. og Tómas Arnason, forstj. Vestmannaeyjum Bæjarleikhúsinu sunnudaginn 5. nóvember kl. 15.00 Frummælendur: Eysteinn Jónsson, forseti sameinaðs þings og Steingrimur Hermannsson, alþm. Vesturlands- kjördæmi Borgarnesi, föstudaginn 3. nóv. kl. 21.00. Frummælendur: Einar Agústs- son, utanrikisráðherra og Þor- steinn Geirsson, lögfr. Lýsuhóli, Staðarsveit Aður auglýstur fundur verður sunnudaginn 13. nóvember kl. 15.00 en ekki fðstudaginn 3. nóv. Búðardal, laugardaginn 4. nóv. kl. 14.00. Frummælendur: Björn Páls- son, alþm. og Tómas Karlsson ritstjóri. Styrkir til kvenstúdenta Kvgjistúdentafélag tslands veitir fjórðung iniljónar i styrki unguin menntakonum. A þessu ári eru rétt 20 ár siðan Kven- stúdcntafélag islaiuls ákvað að hefjast handa um söfnun fjár i styrkjasjóð lelagsins. Fyrsti styrkur, sem félagið safnaði til, var afhentur Alþjóða- sambandi háskóla kvenna og skyldi hann veittur erlendri menntakonu til náms hérlendis. Ursula Brown frá Oxford, sem vann að þýðingu á Eddu kvæðum (SnorraEddu) á enska tungu naut þessa fyrsta styrks. Allir aðrir styrkir að einum undanteknum hafa gengið til islenzkra kvenstúdenta til náms ýmist við Háskóla íslands eða er- lenda háskóla eða menntastofn- anir. Eins og kunnugt er, varð það að ráði þegar sýnt var að lausn handritamálsins var ekki langt undan, að Kvenstúdentafélag tslands, ákvað að veita styrk konu,sem áhuga hefði á, að kynna sér meðferð og viðgerðir á hand- ritum. Þáverandi stjórn Kvenstú- dentafélagsins var sammála um, að veita Vigdisi Björnsdóttur handavinnukennara þennan styrk og félagið greiddi jafnframt fyrir henni þannig, að hún gat numið þessi fræði hjá kunnáttumönnum við British Museum i London. Það fer ekki á milli mála, að félaginu var sómi að þessari styrkveitingu og gerði þjóðina betur undirbúna að veita þessum langþráðu þjóðardýrgripum við- töku. A þessum árum siðan Kven- stúdentafélagið hóf að veita styrki hefur það veitt samtals um hálfa milljón króna i styrki, auk kvart milljón króna, i dag. I þessari áðurnefndri upphæð, er 20,000 kr. styrkur, sem Háskóli íslands verðlaunaði félagið með fyrir veitta hjálp þess, i sambandi við alþjóðaráðstefnu málvisinda manna, sem haldin -var hér sumarið 1970. Ég vil fyrir hönd stjórnarinnar þakka þeim fjölmörgu konum, sem lagt hafa á sig mikið starf til öflunar l'jár til styrkjanna. Að engu öðru starfi félagsins hafa unnið jafnmargar félagskonur svo að óhætt er að fullyrða.að ekkert starf annað hefur betur stuðlað að samstöðu félags- kvenna. Námstyrkir Kvenstúdenta- félagsins, veittir 21. okt. 1972 samtals að upphæð 250,000,00 kr. Þær sem hlutu styrk að þessu sinni eru: 50,000,00 kr. Guðrún Zoéga, til náms i verk- fræði i Kaupmannahöfn. Kristin Hulda Hannesdóttir, til náms i byggingarlist i Edinborg. Kristrún R. Benediktsdóttir, til náms I læknisfræði i Reykjavik. 25.000.00 kr. hlutu: Anna Halla Kristjánsdóttir, til náms i lögfræði i Reykjavik. Lára Sigriður Rafnsdóttir, til náms i pianóleik i London. Vigdis Hjaltadóttir, til náms i efnafræði i Osló. Þórdis Hrefna ólafsdóttir, til náms i jarðfræði i Reykjavik.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.