Tíminn - 31.10.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 31.10.1972, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 31. október 1972. TÍMINN n ..hann liktist hclzt suunudagsskólakennara i amériskum smábæ. En engu að siður var hann mesti undramaður á sviði æðri vitundar, sem um getur i sögunui. Enn i dag, 27 árum eftir lát hans, gerast kraftaverk „hins sofandi spámanns”. Fólk i milljónatali öðlast heilsu með að fylgja þeim ráðum, sem hann skildi eftir sig og varðveitt eru. Þau voru skrifuð beint upp eftir honum i dásvefninum. Þessi ráð snerta svo að segja öll sjúkdómstilfellijsem þekkt eru,og ýtarlegar rannsóknir hafa sýnt, að hann hafði þar alltaf rétt fyrir sér. Hvi skyldi sú spá hans þá ekki rætast, að fyrir árið 1998 verði algjört öngþveiti i heiminum vegna geysilegra náttúruhamfara. Þá mun New York hrynja til grunna, Atlantis risa úr sæ, og enn meiri endaskipti verða. ir hans með skrifblokk og blýant, reiðubúinn að skrifa allt niður, sem Edgar segir. A skemli við hlið legubekksins situr mágur Edgars, A1 Layne, eini maðurinn i Hopkinsville, er hafði einhverja nasasjón af, hvað dáleiðsla var i raun og veru. Hann hefði getað orðið góður læknir og hafði reynd- ar lært nokkuð i læknisfræði. Hann gegnir hér hlutverki spyrj- andans. Layne — Hér höfum við likama Edgars Cayce frá Hopkinsville.... — Þá biður hann Edgar að lýsa ástandi likama sins og finna orsakir sjúkdómsins og koma með tillögur um aðferð til lækningar. Minúturnar liða. Edgar liggur algjörlega hreyfingarlaus, en skyndilega hreyfir hann varirnar. Fyrstu orðin eru óskiljanleg, en brátt verður röddin skýr og hrein. — Cayce — Já, við sjáum lik- amann....Layne heldur áfram — Undirmeðvitund þin mun nú rannsaka þennan likama, sér- staklega hálsinn. Hún skal segja okkur, hvað að honum er og hvað hægt er að gera til úrbóta.... Langur timi virðist liða. Og þá... Cayce — Stjúkdómurinn or sakast af nokkurri lömun i radd- böndunum, sem stafar af tauga- hliðrun. Til lækningar þessa meins verður blóðstreymið gegn- um sjúka svæðið að aukast kröft- uglega i skamman tima. Layne — Þýðir það, að blóð streymið aukist strax? — Eftirvæntingarfullir horfðu faðir Edgars og Layne á „dá- manninn,” sem enn var meðvit- undarlaus. Allt i einu sáu þeir, hvernig húðin á brjósti Edgars og hálsi varð rauðari og rauðari. Þetta varði stutta stund, en svo var húðin aftur með eðlilegum hætti. Þeir vöktu þá Edgar af dásvefninum. Hann reis upp við dogg og skyggndist um. — Hef ég sofið? Hvar-er ég? — Röddin var skýr og eðlileg. — Ef til vill geturöu komið fram viðlikum árangri hjá öðru fólki — sagði Layne ihugull. „Hann kom, sá og sigraði” Já, Cayce átti eftir að bjarga miklum fjölda fólks með aðferð sinni, frá sjúkdómum ýmis eðlis, og jafnvel frá bráðum bana. Eins og áður segir,urðu tilfellin meira en sextán þúsund. Allt það, sem hann sagði i dásvefninum við þessi tækifæri, var jafnóðum rit- að niður, svo að engum blöðum er um það aö fletta. I fyrstu var það fyrrnefndur A1 Layne, er þessu hlutverki gegndi, en siðar var það kona Edgars sjálfs Gertrude. Seinustu árin var einkaritari hans, Gladys Davis, aðalsam- starfsmaðurinn. Meðal þeirra fjölmörgu, sem Edgar Cayce læknaði, var sonur hans Hugh Lynn. Sex ára að aldri stórskemmdi hann sjónina á báð- um augum, er púöur sprakk i höndum hans. Læknar kváöu upp dóminn : Blinda á báðum augum, og auk þess brottnám annars augans vegna hættu á blóöeitrun. — Þá kom faöirinn Edgar Cayce til skjalanna og beitti sinni aö- ferö. Arangurinn: Fullkominn bati. — Pabbi, mamma, læknir. Ég get séð, ég get séð. — Eitt af mörg þúsund kraftaverkum Edgars Cayce var skeð. Ekki hvað sizt hefur það'vakið furðu manna, að margir sjúk- linga Cayce voru i hundruð milna fjarlægð, er hann sjúkdóms- greindi þá og „las fyrir læknis- fræðina”. Hann hafði ekki einu sinni séð þá, enda voru sumir staddir i öðrum löndum. Cayce varð brátt frægur um öll Bandarikin og viðar. Blöð og bókaforlög kepptust um að fá út- gáfurétt að sögu hans og buðu svimandi upphæðir. En öllu þessu hafnaði Cayce. Honum sárnaði þetta mjög. Hann vildi ekki græða peninga á hinni dásamlegu gjöf sinni, sem hann leit á sem hjálp frá himnum. Hann taldi það hlut- verk sitt að hjálpa öðru fólki endurgjaldslaust. Náttúrulækning gegndi stóru lilutverki I lækningum sinum lagði Cayce mikla áherzlu á breytingu i mat- arræði og neyzlu holls matar. Ekki skyldi borða steiktan mat, sykur né sætindi, og aðeins litið af fitu. Hins vegar mælti hann með mikilli neyzlu ýmiss grænmetis, gulrófna, sveppa og rauðberja. Þá leyfði hann einnig, að mennn neyttu soöins alifuglakjöts og villibráðar. Læknisráð hans voru mörg. Sum voru með öllu óþekkt. önnur voru gleymd eða hætt var að nota þau. Af kunnum læknisráðum hans, sem ekki eru of fræðileg, má nefna ýmiss konar böð, nudd, yoga-æfingar, geisla- og hitameð- ferð, og oliur, bæöi til að bera á likamann og til inntöku. Cayce — I rauninni er ekkert til, sem kalla má ólæknandi. Hver einasti sjúkdómur er afleiðing þess, að ekki er farið eftir eölileg- um lögmálum náttúrunnar. Læknisaðferðunum veröur þvi að haga i samræmi við það. — Einhvern tima á timabilinu 1958 til 1998 munu New York, Los Angelcs og San Francisco hrynja til grunna i griöarlegum náttúru- hamförum. Edgar Cayce lét sé ekki nægja að gera sjúkdómsgreiningar og lækna fólk meö undragáfu sinni. Hann sagði einnig fyrir um ýmsa hluti. Sumir þeirra rættust, aðrir ekki. Einhverjir spádóma hans eiga þó ef til vill enn eftir aö ræt- ast. Hugsanlega er i þeim hópi, þótt fjarstæðukennt þyki, spá- dómur hans um það, að einhvern tima á timabilinu milli 1958 og 1998 muni verða griöarlegar nátt- úruhamfarir um gjörvallan heiminn, er hafi þær afleiðingar meðal annars, að New York, Los Angeles og San Francisco hrynji til grunna i jarðskjálfta, sem einnig hafi hörmulegar afleiöing- ar i Norður-Evrópu. Þá mun austur-hluti Ameriku sökkva.en i staðinn risi úr sæ hið forna meginland Atlantis. Samkvæmt spádómum hverfur þá Japan einnig gjörsamlega i sjó. Bull og vitleysa? Eba á þetta ef til vill eftir að rætast? Hver veit. Um það verður ekki rætt hér, en geta má þess, aö 1962 fundu jarð- fræðingar við borun niður á 60 m dýpi á Manhattan-eyju i New Hugh Lynn Cayce, sem faðirimi veitti sjón á báöum augum, eftir að læknar höfðu gefizt upp viö að lækua blindu hans. York geysilega og áöur óþekkta jarðsprungu. Um þetta segir verkfræðingurinn David Willi- ams. — Við öflugan jarðskjálfta á þessum stað er hugsanlegt, að allur suðurhluti Manhattan, þ.e. skýjakljúfahverfið og Wall Street, hrynji i Hudsonfljót. — Þegar er vitað um hiö geysilega sprungusvæði á vesturströnd Ameriku, enda hafa orðiö þar miklir jarðskjálftar meö hörmu- legum afleiðingum. Siðasti spádómurinn Siðstu árin dvaldi Edgar Cayce i kyrrð og ró á heimili sinu við strönd Virginiu-rikis i Bandarikj- unum. Tvisvar á dag, stundvis- lega kl. 9:30og 15:30, lagðist hann i dásvefn og las fyrir sjúkdóms- greiningar og batameöul. Hann hélt áfram hinu undursamlega og giftudrjúga starfi sinu öðru fólki til heilla allt fram á sitt siðasta æviár. Haustið 1944 fékk hann væga aðkenningu að slagi og hætti þá fljótlega öllum störfum. I dá- svefni, þar sem hann sjúkdóms- greindi sjálfan sig, kom fram, að honum væri fyrir beztu alger hvild og ró. A nýjársdag 1945 komu nokkrir vinir hans i heimsókn. Brosandi sagði hann við þá. --- Kæru vinir, fimmta janúar held ég til hinna helgu hæða. Siöasta spá hans rættist. Hinn 5. janúar 1945 lézt Edgar Cayce, „hinn sofandi spámaður”, sem ef til vill mætti kalla „Jesús Christ Superstar of The Twentieth Cen- tury”. Boðar endurkomu árið 2100 Fyrir andlátið boöaði hann endurkomu sina til jarðar 2100. Sem mannleg vera! Það er liklega ekki seinna vænna að hefjast handa við gerð móttökuáætlunar, þvi veglegavið- höfn á hann skiliö, er hann kemur úr siglingunni frá himnum. Alla vega á hann vart minni heiður skilið en geimfararnir. Reyndar er ekki óhugsandi, að Guðriki sé staðsett á einhverri plánetunni, svo að hann kemur ef til vill með hraðskreiðri áætlunar-geimferju framtiðarinnar. Að öllu óþarfa gamni guð- leysingjans slepptu, orkar ekki tvimælis, að Edgar Cayce var einstakur undramaður, maður, sem vart á sinn lika i sögunni. Liklega er hann næst þvi aö kall- ast heilagur allra manna siðari alda. Með honum fengu áhang- endur hinnar æðri vitunda býr undir báða vængi. — Það skal að lokum tekiö fram, að þessi grein er rituð af al- geru hlutleysi, þar sem stuðzt er við heimildir, sem eins og fram kemur^ er trauðla fært aö vé- fengja. .V.,,V.V.V,V.V.,.V.Y.V.,.V.,,V.V.,,V^AV.V.,.V^A,AV.,.VAV/.V.V.,1V.V.V.,.V.V^.,.V.V.V.,.V.V.V.V.,.V,V.V.V.V.V.V.V.,.V.V.,.,.V.V.,.V1V.V.V.,.V. land, sem seldu bændum hrúta til framleiðslu slátur- dilka. Allt undir eftirliti Búnaðarfélags íslands. 10. Ég er þess fullviss, aö bændur mundu skilja það, að hér yrði að fara eftir föstum reglum. Sérrækta heimaféð og sér- rækta nýja kynið. Þetta er undirstaða fyrir þvi að fá vænni sláturdilka. Ég hef oftar en einu sinni sent Búnaðarþingi erindi um þetta mál, en það hefur ekki gert neitt i þessu merkilega máli. Verður það aö teljast miður farið, ekki sinnt nóg um mikið hagsmuna- mál bænda, sem ég fullyrði að hér er. Þetta er ekki talað út i bláinn. Það er búið að gera hér tilraun, sem reyndist mjög jákvæð. Hér er ekki um annað holda- fjárkyn að ræöa en Border Leicester. önnur eru of snoðulluð og illa lit, eða of grófgerð og ekki eins fjölhæf. Bretar hafa myndað nýtt fjárkyn með hreinræktun fyrstaliðs kynblendinga af Border Leicester hrútum og Cheviotám. Nefna þeir þetta fé Havbreed, telja það betur henta við minni skilyrði. Ég vil taka þaö fram, að fyrir margra ára áróður okkar Hallgrims heitins, fengum við i nafni Búnaðarsambandsins leyfi landsstjórnarinnar til þess að gera þessa tilraun með útlenda féð. Landssjóöur lagöi til stofn- kostnaðinn, en Hallgrimur keypti svo féð i Bretlandi sumarið 1932, hafði svo fjárbúið og lét það bera sig. Þetta fé tók ei mæðiveikina, en lenti þó allt i niðurskurðinum. Með timanum verður það al- gengara hér á landi sem viða erlendis, að bændur láti förgun- ardilka á ræktað land, lengri eða skemmri tima fyrir slátrun. Það er hagnaðarmál og mikil undir- staða þess, að hægt sé aö hafa mikiö fleira fé i landinu. Bezt er að fitunarlandið sé tún, hafra- gras, siðsprottiö og úthagi meö, til þess að bragögæði kjötsins haldist, sem er mikiö markaðs- skilyrði. Mikið fóöurkál spillir mjög bragðinu. Blendingsdilkar mundu með þessum hætti, taka miklu meiri framförum en önnur lömb. Sauðfé okkar er i eðli sinu seinþroska fjallafé, þess vegna þurfum við að koma hinum bráða þroska láglendisfjárins i okkar sláturfé. Þetta er algengt hjá öðr- um þjóðum. t Hjaltlandi er lif- fjárstofninn hinn sami og hér i landi, en féð þar mun smávaxn- ara er hér — fénu þar aldrei gefiö fóður svo teljandi sé. Þar fá bændur langtum hærra verð fyrir kynblendingsdilkana og þá lika vegna þess, að þeir taka mun meiri framförum, er þeir koma á ræktað land fyrir slátrun. Bændur i Bretlandi kaupa lömbin af Hjaltlendingum aö haustinu og setja þau á ræktað land, fyrir slátrun. Svo sem áður getur, er ekki hægt á þessu stigi málsins, að 'AW.V.V.V.’.V.VAWAW.W.VW. nefna gildandi tölur um meiri vænleika sláturdilka meö þeirri aðferð, sem hér um ræðir, enda gripa skilyrðin þar inn i. Þegar ég hafði Border Leicester hrút, voru kynblendingar með á þriðja kfló meira kjöt og hátt i kfló þyngri gæru. En hér eru lélegir sumar- hagar og ég gerði ekkert til að mismuna mæðrunum eða dilkun- um. t landgæðasveitum var mun- urinn miklu meir. Ég tel ekki fjarri lagi eins og nú horfir, að ef notaðir væru hálfblóðshrútar, mundu dilkar undan þeim gefa á blóðvelli allt að 500.00 kr. meira hver en heimalömb. Annars munu tilraunir segja bezt til um þetta. Bændur þurfa að vaka yfir þessu máli og knýja á fram- kvæmdir. .V.W.V.V.VAV

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.