Tíminn - 31.10.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 31.10.1972, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Þriðjudagur 31. október 1972. Verða Vestmannaeyingar bikarmeistarar í ár? Unnu Valsmenn með yfirburðum í undanúrslitaleiknum í Vestmannaeyjum, 4:0, og mæta FH í úrsiitaleiknum Enda þótt reiknað hafi verið með sigri Vest- mannaeyinga i bikarleik þeirra gegn Val, kom nokkuð á óvart, hve sig- ur þeirra varð stór. Fjórum sinnum i Ieikn- um máttu Valsmenn bita i það súra epli að sjá á eftir knettinum i netið, án þess að skora eitt ein- asta mark sjálfir. Og þar með eru Vest- mannaeyingar komnir i úrslit i bikarkeppninni og eru vissulega mjög Gústaf Agnarsson. GÚSTAF NORÐUR- LANDAMEISTARI - sigraði örugglega, með því að lyfta 307,5 kílóum í tvfþraut Hinn efnilegi lyftingamaður, Gústaf Agnarsson, varð Norðurlandameistari i þungavigt um helgina á lyftinga- móti, sem fór fram i Stavangri. Gústaf keppti i unglinga- flokki á mótinu og nú var þar keppt i tvi- þraut i fyrsta skiptið. Gústaf sigraði örugglega, hann lyfti samtals 307,5 kilóum, og er það bezti árangur, sem hann hefur náð. Gústaf er i mikilli framför, og verður gaman að fylgjast með honum hér heima i vetur, þegar lyftingamótin fara að hefjast. Einn með ellefu rétta - potturinn var um 500 þús. Mikil aukning hefur veriö i sölu getraunaseðla að undanförnU/Og er potturinn nú um fimmhundruð þús. krónur. Þegar búið var að fara yfir seðlana i getraunaviku 31. kom fram, að einn var með 11 rétta og hlýtur hann 351.500 þús. krónur. 23 voru með 10 rétta og fengu 6.550 krónur á tiu rétta. Nú er alltaf að aukast salan i getraunaseðlunum ,og er nú að nálgast metvikuna og má þvi búast við.að mikiö verði „tippað” fyrir jólin. En eins og menn vita, þá eykst alltaf salan þegar fer að liða á desember. úrslitin á siöasta getraunaseöli voru nokkuð óvænt og voru t.d. fimm jafntefli. Toppliöin eru farin að skera sig út úr i 1. deild- inni ensku, en spennan á botninum er mikil, sérstaklega, þegar frægasta lið Englands, Man. Utd. situr þar og eru áhangendur liðsins farnir að örvænta — þvi, að það væri saga til næsta bæjar, ef Man. Utd. félli niður i 2. deild — en það væri þá i fyrsta skipti i sögu félagsins, frá siöari heimsstyrjöldinni. sigurstranglegir, þótt tillit sé tekið til baráttu- gleði FH-inga, sem leika munu gegn þeim. Það er segin saga, þegar bikar- keppnin dregst á langinn, að keppnisskilyrði eru fyrir neðan allar hellur. Svo var i Vest- mannaeyjum á laugardaginn. Malarvöllur þeirra Eyjamanna hefur aldrei þótt girnilegur til að leika á við eðlilegar aðstæður, hvað þá, þegar hann er gegnsósa af vatni, eins og um helgina. Voru leikmenn sannarlega ekki öfundsverðir af að leika i leðjunni — og fyrir bragðið var leikurinn ekki rishár. Eins og við mátti búast,hentuðu þessi skilyrði Vestmannaeying- um betur, bæði þekkja þeir heimavöll sinn betur en aðrir og styrkjast fremur en veikjast, þegar leikið er við erfiðar aðstæð- ur, eins og titt er um baráttulið. En hvað sem öllum aðstæðum liður, fór ekki milli mála, hvort liðið var betra. Lið Vestmanna- eyja er sennilega annað sterk- asta, ef ekki sterkasta knatt- spyrnulið okkar um þessar mund ir. Hinir sókndjörfu framherjar þess, Asgeir Sigurvinsson, Orn Óskarsson og Haraldur Júliusson gefa engri vörn frið, og þeir léku Valsmenn grátt i leiknum. Asgeir skoraði fyrsta mark leiksins, þegar u.þ.b. 30 minútur voru liðn- ar — og rétt fyrir leikhlé kom „gullskalla” mark frá Haraldi Júliussyni. í siðari hálfleik bættu Vest- mannaeyingar tveimur mörkum við. Hið fyrra skoraði örn, en Snorri það siðara. örn óskarsson hefur sýnt miklar framfarir og hefur skorað mörk i öllum bikar- leikjum Vestmannaeyinga. Nokkur forföll voru i liði Vals, m..a. vantaði bæði Inga Björn og Hermann Gunnarsson. Ingi Björn er erlendis og leikur með frönsku áhugamannaliði, en Hermann hefur ekki gengið heill til skógar. Örn Óskarsson, hefur skorað mark i öllum Bikarieikjum Eyja- manna. Hefur Vals-liðið valdið áhangend- um sinum talsverðum vonbrigð- um i sumar, en tekst vonandi að rétta úr kútnum á næsta ári. Þess má geta, að þetta er I þriðja sinn, sem Vestmannaey- ingar komast i úrslit i bikar- keppninni. Einu sinni hafa þeir unnið, en það var 1968. Og allar likur eru á þvi, að þeir sigri i annað sinn nú. — hs. Davíð sigraði Golfat að að Bikarkeppninni væri lokið fyrir 15. september, en úr þvi gat ekki orðið, þar sem niöurröðunin á mótinu og framkvæmd þess, var mjög léleg. Úrslitaleikurinn i Bikarkeppn- inni fer fram á laugardaginn ,og verður hann leikinn á Melavellin- um. Það má búast við, að svona um fjögur þúsund áhorfendur komi til aö sjá leikinn — af þeim verða örugglega um eitt þúund Hafnfirðingar og annað eins af Eyjamönnum. Leikurinn veröur þrettándi úrslitaleikur Bikar- - FH-ingar komnir í úrslit í Bikarkeppni KSÍ Þeir sigruðu áhugalausa KefIvíkinga á sunnudaginn Mjög óvænt úrslit urðu i Bikarkeppninni á sunnudaginn i Hafnar- firði, þegar 2. deildarlið FH sigraði Keflavik 2:0. Með þessum sigri er FH- liöiö búið að vinna sér rétt til að leika til úrslita i Bikarkeppni KSÍ, Þetta er annað árið i röð, sem 2. deilarlið leikur til úr- slita i Bikarkeppninni, eins og menn muna þá sigraði Vikingsliðið Bikarkeppnina i fyrra, eftir að hafa einnig unn- ið 2. deildina. Er þetta i fyrsta skiptið, sem lið frá Hafnarfirði, leikur til úrslita i Bikarkeppn- inni og má vænta þess, að leikmenn FH, selji sig dýrt, þegar þeir mæta Eyjamönnum i úrslitum, liklega um næstu helgi. FH-ingar voru sterkari aðilinn á sunnudaginn og sóttu þeir öllu meira i leiknum og þeir skoruðu fyrsta mark leiksins á 43. min. Leifur Helgason, skoraði markið eftir mikla pressu að Keflavikur markinu. Siöari hálfleikur var nokkuð jafn og bættu FH-ingar marki við. Þaö var Ólafur Dani- valdason, sem það gerði snemma i siðari hálfleik. Keflvikingar voru með daufara móti i leiknum, og er einkennilegt að eins léik- reyndir menn og leikmenn liðsins eru, sýni ekki mótþróa, þegar um þýðingamikinn leik er að ræða. FH-ingarnir börðust þó og sýndu mjög skemmtileg tilþrif og sigr- uðu mjög verðskuldað. Það er ekki að efa, að leikmenn, sem eru að leika knattspyrnu allt sumarið og um voriö, eru orðnir leikleiðir, þegar Bikarkeppninni er ekki lokið fyrr en I byrjun nóvember. Upphaflega var áætl- keppninnar,og hafa þeir allir ver- ið leiknir á Melavellinum og úrslit orðið þessi:' 1960 (23. október) KR-Fram 2-0, 1961 (22. okbóber) KR-Akranes 4- 3,1962 (21. október) KR-Fram 3-0, 1963 (6. október) KR-Akranes 4-1, 1964 (24. október) KR-Akranes 4- 0, 1965 (31. október) Valur-Akra- nes 5-3, 1966 (23. október) KR- Valur 1-0, 1967 (21. október) KR- Vikingur 3-0, 1968 (5. október) IBV-KR (b-lið) 2-1, 1969 (30. nóvember) Akureyri-Akranes 1-1 (Leikið aftur 7. desember og þá vann Akureyri 3-2), 1970 (14. nóvember) Fram-IBV 2-1,1971 (9. nóvember) Vikingur-Breiðablik 1-0,1972 (4. nóvember) FH-IBV?- Sigurður Einarsson lék sinn 200. leik með Fram gegn Stadion á sunnu- daginn. Hér sést hann með bikar og blómvönd, sem formaður hand- knattleiksdeildar Fram, ólafur Jónsson, afhenti Sigurði fyrir leikinn. (Tfmamynd Róbert) bankinn er bakhjarl BÚNAMRBANKINN VEUUM ISLENZKT- ÍSLENZKAN IÐNAÐ <H> FH VANN STADI0N FH vann danska liðið Stadion i Laugardalshöilinni i gærkvöidi i nokkuð fjörugum leik. Urðu úrslitin 22 mörk gegn 17. Nánar um ieikinn á morgun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.