Tíminn - 31.10.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 31.10.1972, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 31. október 1972. TÍMINN 17 á ■ \\\v Gordon Banks bezti markvörður heims - leikur hann ekki knattspyrnu framar? Lenti í bílslysi og fékk glerflís í annað augað Eins og hefur komið fram, þá lenti hinn heimsfrægi markvörður Gordon Banks, í bif- reiðaslysi í síðustu viku, þegar hann var á leið heim til sin eftir knatt- spyrnuleik. Glerflís úr rúðu í bílnum hans lenti i öðru auga hans og eru nú litlar líkur á að Banks leiki framar knatt- spyrnu. Við ætlum hér að segja í stuttu máli frá knattspyrnuferli Banks: Gordon Banks fæddist i Sheffield i Mið-Englandi 1937. Þegar hann hóf að leika knattspyrnu, ungur að árum, lék hann sem miðherji. En fljótlega fór hann að reyna sig i marki og komst fljótlega i drengjalið Sheff. Utd. Þá lék hann með áhugamannaliði Sheffield-borgar við góðan orðstir — siðan ákvað Banks að gerast atvinnumaður og skrifaði undir samning hjá Chesterfield. Á þeim tima, sem Banks lék með Chester- field, fékk hann góða þjálfun. Framkvæmdastjóri Chester- field, Teddy, Davison, var fyrrverandi markvörður, og aðstoðaði hann Banks eftir beztu getu. Seinna hefur Banks haft þau orð um Davi - son, að án hans hefði hann ekki orðið eins góður mark- vörður og raun ber vitni. Fljótlega bárust fréttir um getu Banks og voru njósnar- ar stóru liðanna á hælunum á honum og voru fljótir að koma auga á getu þessa unga manns — Leicester City, klófesti Banks og hann var fljótur að vinna sér þar sæti sem aðal- markvörður. Það kom mikið á óvart 17. april 1967, þegar Leicester seldi Banks til Stoke, fyrir 52 þús. pund, eða 6,2 milljónir króna. Þá var Banks 28 ára gamall og hafði leikið fyrir Leicester i átta ár. En Leicéster átti annan frábæran markvörð á sinum snærum, Peter Shilton, sem var yngri en Banks og átti framtiðina fyrir sér. Tilfærsl- an var i góðu samkomulagi gerði og notaði Leicester, peningana sem félagið fékk fyrir Banks til að kaupa útispilara. Gordon Banks, varð heimsfrægur i Heims- meistarakeppninni 1966, þeg- ar hann var aðalmarkvörður enska liðsins, sem hlaut heimsmeistaratitilinn. Banks lék alla sex leikina, sem Eng- land lék i 16-liða úrslitunum og fékk aðeins á sig þrjú mörk. Eitt gegn Portúgal i undanúr- slitunum og tvö gegn V- Þýzkalandi i úrslitaleiknum á Wembley. Eftir keppnina var Banks, ókrýndur kóngur markvarðanna. Banks lék einnig i heimsmeistarakeppn- inni i Mexikó 1970, en þar lék lánið ekki við hann — þegar hann átti að leika gegn V- Þýzkalandi veiktist hann. Banks stalst til að borða ferskjur og fékk matareit'run og gat ekki leikið með gegn V- Þjóðverjum. England tapaði leiknum af klaufaskap og var þar með úr keppninni, — ef Banks hefði leikið með enska liðinu.hefðu úrslit orðið önnur. Þegar enska liðið yfirgaf Mexikó, var Banks niðurbrot- inn maður. Þetta var ekki i fyrsta skipt- ið, sem óheppnin hefur verið fylginautur Banks. Tvisvar hefur hann leikið til úrslita i ensku bikarkeppninni á Wembley, og tvisvar hefur hann mátt þola tap. 1 fyrra skiptið tapaði Leicester gegn Tottenham Hotspurs, árið 1961 og i siðara skiptið var það gegn Manchester Utd. árið 1963. Eftir heimsmeistara- keppnina 1966, var það óska- draumur Banks, að fá að leika aftur á Wembley i úrslitaleik. Sá draumur rættist i fyrra, þegar Stoke lék til úrslita i de i 1 darbikarnum gegn Chelsea og sigraði 2:1. Banks er fyrirmynd allra markvarða, hann hefur leikið um allan heim og oft við beztu landslið heims og beztu leik- menn heims. Á vellinum tekur Banks hlutverk sitt alvarlega. Hann tekur enga óþarfa áhættu og hvert skot og fyrir- gjöf er hættuleg i augum hans. Hann reyndir ætiðað staðsetja sig eftir gangi leiksins, og þegar lið hans er i sókn leikur hann mjög framarlega i markteignum. Ósjaldan hefur hann með þessari staðsetn- ingu náð knettinum á þýðingarmiklum augnablik- um og breytt vörn i sókn. Nú eru allar likur á þvi, að áhorfendur fái ekki aftur að sjá Banks leika knattspyrnu Framhald á bls. 19 Ársþing HSÍ: Átta lið leika í 1. deild í vetur — Einar Mathiesen kosinn formaður HSÍ og Birgir Lúðvíksson og Jón Erlendsson, nýir menn í stjórnina Einar Mathiesen var kjörinn formaöur Hand- knattleikssambands is- landsá ársþingi sambands- ins, sem var háð í Reykja- vík um s.l. helgi. Kemur Einar i stað Valgeirs Ársælssonar, sem ekki gaf Enska knattspyrnan: Martin Peters var heldur betur á skotskónum á laugardaginn, þegar Tottenham mætti Man. Utd. Hann sendi knöttinn fjórum sinnum i netiö, og var maðurinn á bak við góðan sigur Tottenham. Mark Man. Utd. skoraði B. Charl- ton. Liverpool átti i erfiðleikum gegn nýliðunum Norwich, sem náðu jafutefli gegn efsta liði 1. deildar. Anderson skoraði fyrir Norwich, en Cormack fyrir Liverpool. Úrslit leikjanna á 31. getrauna- seðlinum, urðu þessi: x Arsenal—Manch. City 0:0 X Chelsea—Newcastle 1:1 x Coventry— Birmingham 0:0 1 Derby—Sheff. Utd 2:1 x Everton—Ipswich 2:2 2 Manch.Utd.—Tottenhaml:4 x Norwich—Liverpool 1:1 1 Southampton—W.B.A. 2:1 1 Stoke—Leicester 1:0 1 West Ham—C. Palace 4:0 2 Wolves—Leeds 0:2 1 Blackpool—Q.P. R 2:0 Leikmenn Newcastle sáu um að skora mörkin i leiknum gegn Chelsea — fyrst skoraði Hodgson, sjálfsmark,og Jim Smith jafnaði svo fyrir Newcastle. Meistararnir frá Derby sigruðu enn einu sinni á heimavelli, sigur þeirra gegn Sheff. Utd. var sjötti i röðinni, en liðinu hefur ekki enn tekizt að sigra á útivelli. Mörkin skoruðu Todd og O’Hare, en fyrir Sheff. Utd. skoraði Tony Currie. Ron kost á sér til endurkjörs. Einar hefur átt sæti í stjórn HSÍ um árabil, og er því öllum hnútum þar þraut- kunnugur. Hann hefur einnig haft margvisleg af- skipti af iþróttamálum t.d. Kenyan og Wittle skoruðu fyrir Everton, en Lambert og Belfitt fyrir Ipswich. West Ham átti ekki i erfiöleik- um gegn C. Palace og skoruðu leikmenn liðsins fjögur mörk i leiknum. Brooding (2), McDowell og Robson. Gamall West Ham leikmaöur, Geiff Hurst, skoraði sigurmark Stoke, gegn Leicester. Leeds er nú komiö á skrið, á laugardaginn vann liðiö góðan sigur, þegar Úlfarnir urðu fyrir barðinu á Leeds og máttu þola tap á heimavelli 0:2. Mörk Leeds, skoruðu: Lorimer og Gray. Staðan er nú þessi i 1. deildinni: Liverpool 15 9 4 2 29 15 22 Arsenal 16 8 5 3 21 12 21 Leeds 15 8 4 3 28 17 20 Chelsea 15 7 5 3 25 16 19 Everton 15 7 4 4 18 13 18 Tottenham 15 8 2 5 23 17 18 Norwich 15 7 4 4 18 20 18 West Ham 15 7 3 5 30 19 17 Ipswich 15 6 5 4 21 18 17 Newcastle 15 7 2 6 24 22 16 Wolves 15 6 4 5 26 25 16 Sheff Uld. 15 6 3 6 17 21 15 Southampton 15 4 6 5 13 14 14 Derby 15 6 2 7 14 22 14 Coventry 15 4 5 6 12 17 13 WBA 15 4 4 7 14 19 12 Manch. City 15 5 2 8 18 25 12 Stoke 15 4 3 8 23 26 11 Birmingham 16 3 5 8 18 25 11 Leicester 15 3 4 8 15 22 10 Manch. Utd. 15 2 5 8 12 21 9 C. Palace 15 2 5 8 10 23 9 verið formaður handknatt- leiksdeildar FH. Aðrir i stjórn HSl voru kjörn- ir: Sveinn Ragnarsson, Jón Asgeirsson og Jón Kristjánsson, sem voru kjörnir til tveggja ára. Birgir Lúðviksson, Jón Erlends- son og Stefán Agústsson. Þeir Birgir og Jón, taka sæti i stjórn- inni i fyrsta sinn. 1 varastjðrn voru þessir menn kjörnir: Þórar- inn Eyþórsson, Guömundur F. Sigurðsson og Jakob Steingrims son. Ársþingið fór fram á laugar- daginn og voru þar tekin mörg mál fyrir. T.d. var ákveðiö aö fjölga liðum i 1. deild og leikaþvi átta lið i deildinni i vetur og verða að fara fram aukaleikir á milli Hauka, sem féllu úr 1. deild og Gróttu, sem lenti i ööru sæti i 2. deild. Leikirnir veröa leiknir fljótlega og fara þeir fram i iþróttahúsinu á Seltjarnarnesi og iþróttahúsinu i Hafnarfirði. Skilji liðin jöfn að leikjunum loknum, skal annar leikur fara fram á hlutlausum velli. Islandsmótið byrjar miðvikudaginn 15. nóvem- ber n.k. meö tveimur leikjum i Laugardalshöllinni. Þá mætast Armann — Valur og KR — IR. Aætlað er að 1. deildarkeppninni ljúki 11. marz 1973. Þa kom einnig fram á þinginu, að stofnuð verður 3. deild, ef næg þátttaka fæst og veröi meö stofn- un 3. deildar stefnt aö þvi að auka breiddina i islenzkum handknatt- leik og gefa fleiri liðum utan af landi, kost á að taka þátt i iþróttinni. Einn galii var á ársþinginu, það er eins og það sér keyrt áfram.og fulltrúar, sem sækja þingið hafa litinn tima til að leggja fyrir ýms- ar fyrirspurnir og ræða um ýmis mál. » Nú biða menn spenntir eftir, hvað gerist á fyrsta stjórnarfundi HSt, — á þeim fundi verður ráð- inn landsliðsþjálfari og skipaö f landsliðsnefnd karla, pilta og kvenna. Það er vitað mál að mikl- ar breytingar verða á nefndun- um, og nýtt blóð þarf að koma til. Einnig er nú orðinn allt of langur timi siðan nýr landsliðsþjálfari hefur verið ráöinn til að taka við starfinu, sem hefur legið laust frá OL-leikunum. — SOS Peters skoraði fjögur mörk gegn M. Utd. Umsóknir um styrki til rannsókna á nýjungum í atvinnulífi Samkvæmt heimild i lögum um Framkvæmdastofnun rikisins og ákvörðun stjórnar stofnunarinnar er hér með auglýst eftir um- sóknum um styrki úr Framkvæmdasjóði Islands til rannsókna á nýjungum i atvinnulifi. Heimilt er að sækja um styrki til rannsókna á uppgötvunum, undirbúnings nýrra fyrirtækja og nýjunga i framleiðslu eldri fyrirtækja. Til þess, að umsókn verði tekin gild, þarf að fylgja henni itarleg greinargerð, vottorð, ef til eru, og allar upplýsingar, aðrar en bein framleiðsluleyndarmál, sem stutt gætu það, að styrkveiting væri réttmæt. Gert er ráð fyrir að fyrstu styrkveitingar i þessu skyni fari fram á árinu 1973 og þurfa umsóknir að berast til Framkvæmdastofnunar rikisins, Rauðarárstig 31, Reykjavik, eigi siðar en 31. desember 1972. Framkvæmdastofnun ríkisins j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.