Fréttablaðið - 24.05.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 24.05.2004, Blaðsíða 36
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R Bakþankar ÞRÁINS BERTELSSONAR Lífsleikni SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 -DEILAN MIKLA- Fyrirlestur í spádómum biblíunnar í Suðurhlíðarskóla kl. 20.00 Föstudagur 21. maí: Kraftaverk antikrists Mánudagur 24 maí: Bandaríkin í ljósi spádómanna Þótt Íslendingar séu kornung þjóðog reynslulítil þá á mannkynið sem slíkt alllanga sögu og hefur gengið býsna mörg ár í skóla lífsins samanlagt. Til eru ágætar bækur um lífsreynslu mannkynsins sem fjalla bæði um það hvernig einstak- lingar eigi að stjórna sjálfum sér til að lifa farsællega, og eins má lesa sér til um það hvernig best sé að stjórna heilum löndum fólki til blessunar. KÍNVERSKUR bókavörður sem á 2600 ára afmæli um þessar mundir punktaði niður merkilegar leið- beiningar í lífsleikni bæði handa einkaaðilum og eins handa stór- mennum sem ráða fyrir löndum. Hann hét Lao-tse og bókin heitir Tao-te-king, eða „bókin um dyggð- ina og veginn“. Þessi bók er til á íslensku í prýðilegri þýðingu bræðranna Jakobs J. Smára og Yngva Jóhannessonar, og ætti að vera skyldulesning fyrir alþingis- menn, ráðherra, dómara, fjölmiðla- menn og alla aðra sem fara með vald. Þar segir meðal annars: „UNNT ER að hljóta ríkið með því að vera ekki íhlutunarsamur um hagi fólksins... Því fleira sem lögin banna, því fátækara verður fólkið. Því fleira sem til er af vopnum, því meira verður um óeirðir í landi. Því kænni og duglegri sem menn verða, því óeðlilegra verður allt. Því meira verður um þjófa og ræningja sem lög og fyrirskipanir eru fleiri. Þess vegna hefur vitur maður sagt: Ég vil forðast íhlutunarsemi, þá mun fólkið breytast af sjálfu sér. Ég vil hafa hljótt um mig, þá mun fólkið komast sjálfkrafa á rétta leið. Ég vil sleppa öllu umstangi, þá mun fólkið auðgast af sjálfu sér. Ég vil hafna öllum met- orðum, og fólkið mun venjast á ein- feldni.“ LAO-TSE var ekki mikið fyrir svo- kallaða „sterka stjórnenda“ sem stundum hafa komist í tísku, því að hann segir: „Stjórn, sem virðist dug- laus, er oft affarasælust fyrir þjóð- ina. Ströng stjórn sem skiptir sér af öllu veldur þjóðinni ófarnaði. Eymd er á hælum hamingjunnar.“ Hann segir líka: „Of mikil hyggindi gera mönnum erfitt að stjórna þjóðinni. Sá sem reynir að stjórna með hygg- indum verður harðstjóri, en hinn sem stjórnar án hyggindanna verður til blessunar.“ 72 (32) bak 23.5.2004 22:02 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.