Tíminn - 01.11.1972, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.11.1972, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Miövikudagur 1. nóvember 1972 Hálfnað erverk þá hafið er sparnaður skapar verðmæti Samvinnubankinn Dalvíkingar fá hitajöfn- unarsjóð að sunnan Stp-Reykjavik. Dalvikingar hafa nú tryggt sér nægan hita i vetur, eftir aö þeir nýverið festu kaup á toppstöð eða hitajöfnunarstöð til að tengja við hitaveituna á staðnum. Stöðvar af þessu tagi virka þannig, að þær koma inn i hitaveitukerfið i kuldatoppum, þegar hitinn úti fer niður fyrir visst mark, og hita vatnið að nægilegu marki. Er með þvi tryggt, að alltaf verður nægt heitt vatn í húsum, þó að sverfi að með frosti. Að sögn fréttaritara Timans á Dalvik, Hilmars Danielssonar sveitastjóra, var stöðin keypt af Hitaveitu Reykjavikur, en hún þjónaði áður Bústaðahverfi. Hef- ur stöðin staðið ónotuð um all- langt skeið, og var kaupverð hennar það eitt, að rifa hana og flytja þaðan sem hún hefur verið undanfarin ár i Reykjavik. Unnið hefur verið að þvi undan- farið að flytja stöðina norður til Dalvikur. Ekki er enn útséð um, hvort tekst að koma henni fyrir fyrir veturinn. Það má geta þess, að stöðin er svo stór, að hún gæti annað tvöfalt stærra svæði en fyr- ir hendi er á Dalvik. Hún mun þvi geta annað kaupstaðnum i all- mörg ár enn og um leið verið varahitunaraðstaða. Byrjað var að leggja hitaveitu á Dalvik 1969, en mestar fram- kvæmdir voru við hana 1970 og að mestu lokið að tengja allar æðar i árslok það ár. Siðan hefur verið unnið við tengingu nokkurra nýrra húsa; en_ i útjarði kaup 'Staðarins eru nokkur hús, sem standa utan skipulags ótengd enn, sem og nokkur stærri fyrirtæki. Það má að lokum geta þess, að einnig er komin hitaveita á Ólafs- firði og Sauðárkróki, svo að allt stefnir i rétta átt i jarövarma- nýtingu nyrðra. Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri afhendir likanið af Eiðaskóla. Likanið af skólanum er neðst til hægri. ® TILBOÐ Óskast i eftirtaldar bifreiðar, er verða til sýnis föstudaginn 3. nóvemÍDer 1972, kl. 1—4 i porti bak við skrifstofu vora Borgar- túni 7: Volvo Aina/.on fólksbifr. Opel Adntiral fólksbifr. Toyota Crown station Taunus 17 M fólksbifreið Taunus 12 M fólksbifreið Volkswagen 120(1 fólksbifreið Volkswagen 1200 fólksbifreið Land Rovcr dicsel Land Rover benzin l.and Kover ben/in Land Rover benzin Land Rover benzin (laz (19 jeppi Willys jeppi Willys jeppi Skoda station Volkswagcn sendiferðabifreið Scania Vabis vörubifreið Tempo bifhjól árg. 1966 árg. 1966 árg. 1968 árg. 1966 árg. 1964 árg. 1964 árg. 1963 árg. 1967 árg. 1969 árg. 1965 árg. 1965 árg. 1963 árg. 1957 árg. 1966 árg. 1964 árg. 1968 árg. 1965 árg. 1965 árg. 1970 Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 5.00 að viðstöddum bjóðendum. Réttur áskilinn til að hafna tilboðum, sem ekki teljast viðun- andi. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍKl 26844 Frá setningu Eiðaskóla. Skólastjórahjónin Þorkell Steinar Ellertsson og Guðrún Bjartmarsdóttir eru á fremsta bekk fyrir miðju. Eiðaskóla barst stórgiöf JK—Egilsstöðum. Alþýðuskólinn á Eiðum var settur sunnudaginn 1. október s.l. Athöfnin hófst með þvi að sóknar- presturinn séra Einar Þór Þor- steinsson prédikaði, siðan flutti SANDVIK siyónaglar SANDVÍK SNJÓNAGLAR veita öryggi í snjó og hólku. Lótið okkur athuga gömlu hjólbarðana yðar og negla þó upp. Skerum snjómunstur í slitna hjólbarða. Verkstæðið opið alla daga kl. 7.30 til kl. 22, GÖMMIVNNUSTOFAN HF. SKIPHOLTI 35 REYKJAVlK SlMI 31055 skólastjórinn Þorsteinn Steinar Ellertsson ræðu. Nemendur við skólann i vetur verða 126 talsins i sex bekkjardeildum. Nemendur, sem útskrifuðust fyrir rúmum 20 árum eða 1951 færðu skólanum sérstaklega vel úthugsaða gjöf, en það er likan af skólanum eins og hann leit út árið 1951. Likanið gerði Sigurður Jóns- son, starfsmaður Landsmiðjunn- ar. Sjálft likanið er á eins metra háum stalli, og eru litir á húsum og umhverfi málað i eðlilegum litum af Þórarni Þórarinssyni, fyrrverandi skólastjóra. Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri KEA afhenti gjöfina fyrir hönd bekkjarsystkina með snjallri ræðu. Eiðaskóla og Austfirðingum er mikill fengur i þessari gjöf. En á likaninu er húsið, sem Múlasýslur keyptu, er þær stofnuðu búnaðar- skóla á Eiðum 1883. Þá er einnig kirkjan, sem byggð var 1886 og skólahúsið frá 1908 á Ikaninu, en það brann árið 1960. Sinfóníuhljómsveit íslands Tónleikar i Háskólabiói fimmtudaginn 2. nóvember kl. 20.30. Stjórnandi Sverre Bruland, einleikari Hafliði Hallgríms- son. EFNISSKRA: Þorkell Sigurbjörnsson: Sjostakovitsj: Carl Nielsen: Mistur (frumflutningur) Cellókonsert Sinfónia nr. 2. Aðgöngumiðar i Bókabúð Lárusar Blöndal og Bókaverzl- un Sigfúsar Eymundssonar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.