Tíminn - 01.11.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.11.1972, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 1. nóvember 1972 TÍMINN 5 Marlon Brando blankur Kvikmyndin um guðföðurinn hefur slegið öll fyrri met hvað snertir aðsókn og gróða. Marlon Brando,sem leikur guðföðurinn fær prdsentur af ágóðanum, og nemur hlutur hans þegar millj- ónum dollara, og enn á eftir að koma mikið i kassann fyrir sýn- ingar á myndinni. En þótt leik- arinn hafi miklar tekjur safnar hann ekki i banka. Sjálfur segir hann, að það sé sama hve mikið hann græði, hann sé alltaf blankur og ástæðan er óhóflegt kvennafar. Brando verður að greiða með börnum, sem hann á með fjórum konum og hafa þær allar riflegan lifeyri frá honum. bannig hefur þetta gengið i fjölmörg ár. Brando þénar óhemjumikið fé á myndum sinum, en útgjöldin eru lika mikil. Auk þeirra kvenna, sem hann lætur hafa lifeyri og fé fyrir barnauppeldi, eyðir hann miklu i vinkonur sinar. Hann segist verða auðveldlega ást- fanginn og að ungar og fallegar stdlkur séu sér ómótstæðilegar og hann hugsar ekki um afleið- ingarnar þegar ástin kemur yfir hann. bá gefur hann ástmeyjum sinum demanta, hús og pelsa og þegar þær verða barnshafandi verður hann að greiða háar pen- ingafúlgur með afkvæmunum. Stundum af fjálsum og fúsum vilja og i öðrum tilvikum eftir kostnaðarsöm réttarhöld. — bað er sama hvað ég þéna, segir Brando, það sér ekki á bankabókunum. þær eru jafn- tómar og þegar ég byrjaði að leika i kvikmyndum. Og allt er þetta vegna þess hve ég verð auðveldlega ástfanginn. Dauösér eftir að mynda sig beran Burt Reynolds segist hafa verið útúrfullur þegar myndin var tekin af honum berum, sem birtist i kvennablaðinu Cosmo- politan, og birt hefur verið hér i Speglinum, eins og aðrar myndirog frásagnir, sem vekja heimsathygli. Danskur blaðamaður hafði nýlega tal af leikaranum og spurði um hvers vegna hann hefði látið mynda sig svona. — Ég var fullur og var að gera að gamni minu, svaraði leikarinn, og mér datt aldrei i hug að myndarskrattinn hefði þessar afleiðingar. begar eftir, að timaritið kom út, sem birti myndina dundu á mér simahringingar og bréf streymdu til min i þúsundatali, flest frá konum. Ég hefði aldrei getað imyndað mér að konur væru svona klúrar. Ég fékk fjöl- mörg tilboð um að gerast rekkjunautur kvenna á öllum aldri. Nokkrir eiginmenn skrif- uðu mér eða hringdu til min og hótuðu öllu illu. Konurnar þeirra voru búnar að hengja myndina upp á svefnherbergis- veggi og karlarnir sögðu að nú væru þeir ekki lengur einir með konum sinum i svefnherbergj- unum. bær gláptu án afláts á myndina af mérá þeim stundum sem eiginmönnunum þótti að þær ættu ekki að hafa aðra i huga en sig. Einn daginn stóð 400 kvenna hópur fyrir utan hús rhitt i Flor- ida og sögðust ekki fara á brott fyrr en ég færi úr hverri spjör og sýndi mig þannig. betta kven- fólk er brjálað. — Ég fékk ekki túskilding fyrirað láta taka þessa bölvaða mynd af mér og þótt mér væri boðin milljón dollarar fyrir að endurtaka þetta, mundi ég neita. láta bað var rigning i Reykjavik eins og venjulega og gestur á Hótel Borg stóð við gluggann og horfði út. — Rignir alltaf svona mikið? spurði hann vikadrenginn — Ég veit það ekki, svaraði sá stutti — Ég er ekki nema 15 ára. — Heyrið mig, sagði lækna- prófessorinn við stddentinn. — betta er fjórða skurðarborðið, sem þér eyðileggið á tveimur vikum. bér verðið að venja yður af þvi að skera svona djúpt. o Maður, sem gekk meðfram veginum, varð fyrir hjólreiða- manni. begar þeir höfðu staðið upp aftur, sagði sá á hjólinu: — bú ert svei mér heppinn i dag. Ég er nefnilega i frii, annars ek ég vöruflutningabil. DENNI DÆMALAUSI Pabbi geturðu imyndað þér, hvað gerist, þegar maður kveikir á þvotta vélinni, hrærivélinni, brauðristinni, ryksugunni, út- varpinu og vöflujárninu, öllu i cinu?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.