Tíminn - 01.11.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.11.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Miðvikudagur 1. nóvember 1972 ■II 1— Fyrirspurnum um dóms- mál svarað á þingi Stp—Reykjavik Á sameinuðu þingi i gær bar sjöundi þingmaður Reykvikinga, Gylfi Þ. Gislason, fram fyrir- spurn i fjórum liðum til dóms- málaráðherra. Voru þær sem hér segir: Um fangelsismál: 1) Hvað er rúm fyrir marga fanga i islenzkum fangeisum? 2) Til hversu margra daga fangelsisvistar hafa menn verið dæmdir á ári siöastliöin þrjú ár? 3) Hversu margir menn eiga óaf- plánaða fangelsisdóma og i hversu marga daga? 4) Hversu margir þeirra manna, sem hlotið hafa dóm, hafa brotið á ný, meðan þeir biða þess að af- plána dóm sinn? Svar dómsmálaráðherra: 1) A Litla-Hrauni 52 rúm, á Kvia- bryggju 15 rúm, i hegningarhús- inu 27 rúm. Siðumúli verður svo væntanlega til um áramót, og er þar rúm fyrir 12. 2) Árið 1969 i Reykjavik 27925 daga, annars staðar á landinu i 5850 daga. 1970 i Reykjavik 21.285 daga, annars staðar á landinu 5.025daga. 1971 i Reykjavik 26.085 daga, annars staðar á landinu i 3.150 daga. Samtals á þessum ár- um i Reykjavik i 75.295 daga, og annars staðar á landinu i 14.025 daga. Samtals 89.320 dagar eða 248 íangelsisár eða 82,7 fangelsis- ár að meöaltali á ári 1969-1971. 3) Um s.l. áramót áttu 237 menn óafpláni 136 ár og 324 daga. Varðhaldsdómar eru ekki með- taldir. 4) Engar upplýsingar eru tiltæk- ar um þetta atriöi. 1 tilefni af þessari fsp. vil ég geta þess, að ég vonast til að geta lagt fyrir hæst- virt Alþingi á næstu dögum frum- varp um fangelsismál og vona, að þar geti i verið fólgnar ýmsar endurbætur á þessum málum. Um fangelsismálin sagði dóms- málaráðherra ennfremur m.ai, að um það bil helmingur af óafplánuðum fangelsisárum kæmi væntanlega aldrei til afplánunar, vegna þess hve gamlir þeir væru orðnir, og væri óeðlilegt að fara að full- nægja þeim nú. Það kæmi óeðli- lega hart við mennina, sem margir væru orðnir nýtir borgar- ar og komnir i sátt við þjóðfélag- ið. Engum væri greiði gerður að fara að loka þá inni núna. Þá kæmi einnig til ýmsar persónu- legar ástæður í mörgum tilfell- um, t.d. veikindi, sem geri það að verkum, að óréttlætanlegt væri að setja viðkomandi aðila inn eða taka þá fasta. Annars væri ástæð- en fyrir þvi, að dregizt hefur að láta afplána þessa fangelsis- dóma, fyrst og fremst húsnæðis- skortur, sem stafaði af þvi, að lög um fangelsi frá 1961 hafi orðiö dauður bókstafur. Sagði dóms- málaráðherra, að æskilegt hefði verið, að fyrirspyrjandi heföi sýnt þennan áhuga á þeim árum, er hann sat i rikisstjórn. Enn fremur sagði ráðherra m.a., að það væri blettur á is- lenzku þjóðfélagi, að hegningar- húsið við Skólavörðustig væri not- að bæði sem gæzluvarðhalds- og afplánunarfangelsi, en hann sagði, að unnið væri að þvi að Sjómannafélag ísfirðinga: Hvikum hverg landhelgismálinu ÞÓ—Reykjavik Aðalfundur Sjómannafélags tsfirðinga var haldinn 14. október s.l. A fundinum voru gerðar nokkrar samþykktir og i frétt frá félaginu segir, að aðalfundur Sjó- mannafélags Isfiröinga fagni út- færslu fiskveiðilandhelginnar i 50 milur 1. sept. s.l. og skorar fundurinn á stjórnvöld að hvika hvergi frá rétti okkar i þessu lifs- hagsmunamáli þjóðarinnar. — Þá álitur fundurinn, að lokatak- marki i landhelgismálinu sé ekki náð fyrir en með óskoðuðum yfir- ráðum tslendinga yfir land- grunninu öllu. Fundurinn varar við samningum við erlenda aðila um auknar veiðiheimildir innan hinnar nýju landhelgislinu um- fram það, sem stjórnvöld lögðu fram i upphafi. I einni samykkt fundarins segir aö fundurinn áliti að siöasta fisk- verðsákvörðun hafi ekki verið raunhæf miðaö við kjör annarra starfshópa, en til þess að laun sjó- mannsins verðl sambærileg þarf að koma til veruleg fiskverðs- hækkun fyrir næstu vetrarvertið. Þá mótmælir aðalfundurinn þeirri ráðstöfun verðlagsráðs sjávarútvegsins að miða nýtt rækjuverðvið 1. nóvemb árhvert. Skorar fundurinn á viðkomandi ráðuneyti að sjá svo um, að verð- ákvörðun verði hér eftir miðuð við upphaf vertiðar þ.e. 1. október. sýknaði sjúkrahúsið á Húsavík Klp—Reykjavik. Hæstiréttur tslands hnekkti i fyrradag dómi undirrétts i máli Daniels Danielssonar læknis, sem hann höfðaði gegn sjúkrahúsinu á Húsavik og krafðist skaöabóta auk launagreiðslna, fyrir að hon- um var sagt upp starfi þar á sin- um tima. Það mál vakti mikla at- hyglþog var mikið skrifað um það i blöðum. 1 undirrétti var sjúkrahúsið dæmt til að greiða Daniel um 168 þúsund krónur, auk málskostnað- ar. Þar skilaði einn þriggja dóm- ara sératkvæði, þar sem hann taldi, að sjúkrahúsið skyldi sýkn- að af kröfunni, en hinir dómar- arnir tveir töldUjað sjúkrahúsið skyldi sakfellt. Málinu var áfrýjað til Hæsta- réttar, og var það dómtekið i fyrradag. Úrskurðaði rétturinn, að sjúkrahúsið skyldi sýknað af þessari kröfu og að málskostnað- ur skyldi niður falla. teikna sérstakt gæzluvarðhalds- fangelsi og kvennadeild, og enn fremur móttökufangelsi. Um dómsmál: 1) Hversu margar kærur hafa borizt Sakadómi Reykjavikur sið- astliðin þrjú ár? 2) Hversu margar þeirra hafa hlotið endanlega afgreiðslu? Hefur það gerzt að kæra hafi fyrnzt vegna þess, að hún hafi ekki verið tekin til meðferðar? Svar dómsmálaráðherra: 1) Árin 1967-1971 að báðum með- töldum fékk Sakadómur Reykja- vikur til meðferðar eftirtaldar kærur, þ.e. málshöfðanir sak- sóknara rikisins og eru málalok þeirra, sem hér segir: Ar 1967, 564 ákærur. Lokið 564, ekkert ódæmt. Arið 1968, 584 kærur, lokið 583, eitt mál ódæmt. 1969 489 kærur, dæmd eða lokið 484, 4 ódæmd. 1970 446 ákærur, 430 þeirra lokið, 16 mál ódæmd. 1971 503 ákærur lokið 465, 38 mál ódæmd. Um flest elztu málin, sem ólokið er, er' það að segja, að dómur hefur ekki verið kveðinn upp sakir þess, að ákærð- ur hefur flutzt til útlanda og laga- skilyrði eru eigi til þess að dæma málið að honum fjarstöddum. Fá- ein mál hafa fyrnzt af þessum sökum. 2) A hverju ári berst sakadómin- um og rannsóknarlögreglunni urmull af skýrslum og tilkynning um um hin margvislegustu atvik i þjóðfélaginu, þ.á.m. um alls kon- ar slys og ófarir. Er oft óljóst, hvort kalla má erindi þessi kæru eða ekki. Skýrslur þessar leiða oft til þess, að sakadómurinn lýkur máli með sekt samkv. dómssátt, ýmist að eigin frumkvæði eða að kröfu saksóknara rikisins. Árið 1971 voru i sakadóminum sektir og áminningar samkv. dómssátt sem hér segir: Sektir fyrir brot samkv. almennum hegningarlög- um 233. Sektir og áminningar fyr- ir brot gegn öðrum lögum 1060. Oft voru mörg brot eins og sama manns afgreidd með einni sektar- fjárhæð. Dómsmálaráðherra tók fram, að svarið við fyrirspurninni um dómsmál væri frá Sakadómi Reykjavikur. Um ölvun á almanna- læri: Hversu margir hafa verið handteknir vegna ölvunar á al- mannafæri i Reykjavik, oftar en tólf sinnum á ári siðastliðin þrjú ár? Svar dómsinálaráðherra: Árið 1969 voru þeir 38, 1970 53 og 62 árið 1971. Um eiturlyfjamál: 1) Hve margir starfa við eitur- lyfjamál á vegum lögreglunnar? 2) Hefur lögreglumönnum verið veitt fræðsla til að gera þeim kleift að þekkja áhrif eiturlyfja á fólki og rétt viðbrögð við fólki undir áhrifum þeirra? Svar dómsmálaráðherra: 1) Hjá lögreglustjóraembættinu i Reykjavik starfa 3 menn með þennan málaflokk sem aðalstarf. Við önnur embætti eru ekki starf- andi lögreglumenn að þessu sem aðalstarf. 2) Tveir starfsmenn lögreglu- stjóraembættisins i Reykjavik hafa sótt námskeið i Bandarikj- unum, þar sem þeim var m.a. veitt fræðsla á þessu sviði. Eftir heimkomuna héldu þeir fyrir- lestra fyrir lögreglulið Reykja- vikur, þar sem var fjallað um áhrif fikniefna á fólk og viðbrögð við fólki undir áhrifum þeirra. Dómsmálaráðherra, Ólafur Jó- hannesson, bætti þvi við, að ný- skipan þessara mála væri i at- hugun. Rannsóknarstofur í þágu fiskiðnaðarins verði í hverjum landsfjórðungi Stp—Reykjavik Á mánudaginn var borið fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um rannsóknir i þágu at- vinnuveganna. Flutningsmenn voru þeir Steingrimur Her- mannsson og Páll Þorsteinsson. Ný grein komi inn i lögin svo- hljóðandi: — Stefnt skal að þvi að Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins starfræki rannsóknastofur, a.m.k. eina i hverjum landsfjórð- ungi og viðar samkvæmt ákvörð- un ráðherra og að fengnum tillög- um aðila fiskiðnaðarins. Leita skal samstarfs við fiskiðnað, aðra matvælaframleiðendur og sveit- arfélög á viðkomandi svæði um stofnsetningu og starfrækslu slikrar rannsóknastofu. Sömu- leiðis skal athugað að nýta að- stöðu og samstarf við mennta- stofnanir á staðnum. Rannsóknastofur þessar skulu veita fiskiðnaði og öðrum mat- vælaiðnaði i viðkomandi lands- hluta þjónustu með rannsóknum, gæðaeftirliti og leiðbeiningum gegn greiðslu samkvæmt gjald- Skrá Rannsóknastofnunar fisk- iðnaðarins, eins og við á.- — Áðurnefndir flutningsmenn lögðu á siðasta þingi fram frum- varp sama efnis og fór það til sjávarútvegsnefndar. Nefndin leitaði umsagnar nokkurra aðila og voru allar þær, sem bárust, já- kvæðar. Var mælt rneð samþykkt frumvarpsins með litilfjörlegum breytingum, sem flutningsmenn féllust á. Sjávarútvegsnefnd varð sammála um að mæla með sam- þykkt frumvarpsins þannig breytts. Það var á siðustu dögum þingsins, og náði frumvarpið af þeim sökum ekki fram að ganga. Er frumvarp það, sem nú var flutt, samhljóða áliti sjávar- útvegsnefndar. 1 greinargerð með frumvarpinu segir m.a., að eins og mönnum sé kunnugt, séu i undirbúningi stór- auknar kröfur á erlendum mörk- uðum, einkum i Bandarikjunum, um hreinlæti og hollustuhætti i fiskiðnaöi. Verði i þvi sambandi að gera stórauknar kröfur til gæðaeftirlits og meðferðar á öll- um fiski i fiskvinnslustöðvum hér á landi, sem framleiða fyrir er- lendan markað. Undanfarið hafi þvi verið unnið ötullega að áætl- ana-og tillögugerð um ýmiss kon- ar endurbætur á islenzkum fisk- iðnaði, sem nauðsynlegar verði af þessum sökum. Framkvæmdir séu sums staðar hafnar, en ráð- gert sé að auka þær verulega á næsta ári og ljúka eins frekast sé kostur á næstu þremur til fimm árum. Samfara slikum endurbótum er, skv. frumvarpinu gert ráð fyr- ir reglulegu gæðaeftirliti,og verði i þvi sambandi þörf á stóraukinni þjónustu við fiskvinnslustöðvar. Slik þjónusta verði aldrei fram- kvæmd, svo vel sé, nema sér- fræðingar séu staðsettir i lands- hlutunum og ef til vill viðar. 1 frumvarpinu er farið að nokkru að þvi fordæmi, sem skapazt hefur i Vestmannaeyj- um, þar sem hafinn er starf- ræksla rannsóknastofu með sam- vinnu Rannsóknastofnunar fisk- iðnaðarins og fiskvinnslustöðva á staðnum, að leggja áherzlu á að leita samstarfs við fiskiðnað, aðra matvælaframleiðcndur og sveitastjórnin á viðk., stöðum. Bent er á, að rannsóknastofur eins og þær sem um ræðir i frum- várpinu, geti, þótt litlar séu, haft ótrúleg áhrif til hagsbóta fyrir byggðarlagið. Þær geti ásamt menntastofnunum myndað kjarna sérfróðra manna, sem sé oft ótrúlega fljótur að laða að ýmiss konar aðra starfsemi, sem ekki fengi að þróast án sliks sam- félags. Flutningsmenn frumvarpsins telja, að umrædd þjónusta verði svo mikilvæg fyrir islenzkan fisk- iðnað og byggðarlög, að sjálfsagt sé að verja nokkru fjármagni til þess að koma henni á fót. Heimildarkvikmynd um Árnes- og Rangárvallasýslu: Sveitastörf fyrrí tíma varðveitt á filmu SB—Reykjavik Fyrir nokkrum árum var hafizt lianda um gerð heimildarkvik- myudar um Arnes- og Rangár- vallasýslur, einkum gamla at- vinnuhætti i landbúnaði. Fjár- skortur hamlaði kvikmyndatöku um nokkurt skeið, en i sumar var allmikið unnið, vegna þess að þjóðliátiðarnefnd íiljóp undir bagga7og er nú miðað við,að kvik- myiidin verði fullbúin til sýningar árið 1974. Það er Vigfús Sigurgeirsson, sem haft hefur á hendi kvik- myndatökuna sjálfa frá upphafi, en byrjað var á henni fyrir einum sjö eða átta árum. Myndin er tek- in i svart/hvitu, og enn er ekki ákveðið, hvað hún verður löng. 1 myndinni sjást gamlar og nýj- ar aðferðir við mjólkurvinnslu og öll helztu landbúnaðarstörf, en sjávarútvegurinn er ekki með. Ýmis atriði hefur þurft að leika, þar sem aðferðirnar, sem sýndar eru, tiðkast ekki lengur, svo sem torfskurður, sláttur með orfi og ljá og mjólkun með höndunum i tréfötu. Haraldur Matthiasson, menntaskólakennari á Laugar- vatni, hefur lagt mikið af mörk- um við gerð myndarinnar. Þjóðhátiðarárið verður mynd þessi sýnd i heild, en ýmis þau at- riði, sem klippt verða úr við end- anlega gerð hennar, verða varð- veitt, ef til vill á byggðasafni og sýnd fólki þar. Væntanlega fá Arnesingar og Rangæingar einnig að sjá myndina sjálfa, þegar þar að kemur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.