Tíminn - 01.11.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.11.1972, Blaðsíða 9
Miövikudagu.r 1. nóvember 1972 TÍMINN 9 ans að honum fjarstöddum. hefðu slika skilvisi til að bera. En hvert leggur þú helzt leið þína á þessum ferðum? — A sumrin fer ég yfirleitt fjall- vegi, og ég held, að ég hafi farið flestar öræfaleiðir, frá Sprengi- sandi og vestur úr. Auk þess fer ég oft upp i Borgarfjörð með hesta mina, fæ þá geymda hjá frændfólki minu þar og grip svo til þeirra um helgar eða þegar ég yfirleitt hef tima til. Dimmvirðin hafa bjartar hliðar! — Hreppið þið ekki stundum vond veður, þegar þið eruð að flakka þetta um öræfin? — Jú, jú. Við hreppum bæði skin og skúrir, eins og sjálfgefið er, þegar ferðazt er lengi um okk- ar kæra land. Veðurfarið er nú einu sinni þannig hér, að það er ekki á visan að róa. En einhvern veginn er það nú svo, að það er ekki svo slæmt, þótt eitthvað bjáti á með veður. Þær ferðir verða manni ekki siður minnisstæðar. Þær fá sérstakt rúm i huganum eftir á, jafnvel miklu fremur en hinar, þegar litið eða ekkert ger- ist annað en að riöa leið sina i geislandi sólskini. Dimmviðrin hafa nefnilega lika sinar björtu hliðar! Þakklátur for- sjóninni — Þá er að vikja nánar að per- sónulegum högum: Hvenær gekkst þú i hjónaband og stofnað- ir þetta fallega heimili hér? — Ég kvæntist i febrúarmánuði árið 1951. Það var frændi minn, séra Jón Thorarensen, sem fram- kvæmdi vigsluna og staðurinn, sem til þess var valinn, var kjall- arinn — eða öllu heldur endinn á Hallgrimskirkju. Konan min heit- ir Ingigerður Karlsdóttir og er Reykvikingur. Móðir hennar kom hingað frá Isafirði, en faðir henn- ar, Karl Jónsson, var lengi skip- stjóri á togurum hér. En ef við hyggjum að ættfræðinni, þá liggja ættir konu minnar hér i Olfusinu og einnig að nokkru niður i Húna- vatnssýslu. — Er kona þin ekki sú hin sama Ingigerður Karlsdóttir, sem lenti i Geysisslysinu fræga á Bárðar- bungu haustið 1950? — Jú, alveg rétt. Sú er manneskjan. Hún var svo óhepp in að lenda i þessu slysi, eða kannski öllu heldur svo heppin að hafa sloppið út úr þvi eins vel og raun ber vitni. Annars er Geysis- slysið eitt af þvi, sem löngu er lið- ið. Um það er búið að skrafa og skrifa ókjörin öll, og ég held, að við ættum ekki aö lengja þetta spjall með þvi að fjölyrða um það. — Ég er alveg sammála þvi. En mig langar að bera fram eina mjög persónulega spurningu i þvi sambandi: Þekktust þið, þegar þetta slys vildi til? — Já, við þekktumst ágætlega, þegar þessi atburður átti sér stað. Hann er manni þvi ofarlega i huga, þegar minnzt er liðinna daga. Ég er forsjóninni þakklátur fyrir hve farsællegan endi þaö ævintýri tók. — Þú nefndir þarna áðan, að þú hefðir yndi af skepnum, einkum þó hestum En hefur þú ekki sótt þér ánægju i fleiri tegundir hús- dýra? — A siðari árum hef ég litið um- gengizt aðrar skepnur en hesta. Jú, ég get ekki neitaö þvi, að ég hef haft ánægju af öðrum skepn- um einnig. Ég gæti sagt vini min- um, Guðmundi Jónassyni á Asi i Vatnsdal það til hróss, að honum tókst einu sinni að selja mér nokkuð margar ær, sem ég svo hafði i fóðri hjá honum. Ekki urðu þau viðskipti til þess að spilla vin- áttu okkar, en hins vegar stóð upp á mig i réttunum, þvi að Guð- mundur skráði á mig mark. Og mér er sagt, að þessi ár, sem ég átti ærnar minar, þarna i Vatns- dalnum, þá hafi menn setið á réttarveggnum, svona þegar liða tók á daginn og sagt hver við ann- an: Hver dregur fyrir þennan Hjalta úr Sambandinu, sem aldrei sést? En, eins og ég sagði áðan: Ég hef, einkum á seinni árum, haft heldur fá tækifæri til þess að um- gangast skepnur, en ég hef gam- an af þeim. Fyrr á árum var ég oft á ferðum með föður minum, þegar hann var að skoða kýr. Ég veiti skepnum jafnan athygli, þegar þær ber fyrir mig, og ég þykist, að minnsta kosti stundum, hafa haft dálitið auga fyrir þær. — Nú hefur þú, Hjalti Pálsson, flutzt frá Dráttarvélum h.f. til Véladeildar Sambandsins og nú siðast frá Véladeild til Innflutn- ingsdeildar. Hvernig unir þú nú þessum skiptum? — Ég uni þeim vel. Verkefnin hafa vaxið og ég hef gaman af þvi að takast á við ný og ný vanda- mál. Þar aö auki held ég, að það sé hollt fyrir menn að skipta um starf, þvi menn þreytast á þvi að vinna mjög lengi að þvi sama. Verkefnin eru og verða mikil Að hlakka til óleystra verkefna — Er leyfilegt að spyrja, hvaða verkefni séu helzt á döfinni hjá ykkur núna? — Innflutningsdeildin er dálitið margskipt. Þar eru nokkrar undirdeildir. En af þvi aö þú spurðir svona, þá kemur mér sér- staklega i hug sú deild, sem selur fóður og fræ. Hún er mjög stór, enda mun hún flytja inn um það bil tvo þriðju hluta alls fóðurs, sem til landsins kemur. Og núna, eftir að Kornhlaðan h.f., það er að segja kornturnarnir við Sunda- höfn, urðu til — en Sambandið á einn þriðja hluta i þvi fyrirtæki —, þá réðumst við i að byggja fóður- blöndunarstöð, sem á að taka til starfa núna i janúarmánuði næst komandi. Það er svo ráð fyrir gert, að þessi nýja fóður- blöndunarstöð eigi að geta af- kastað 25 þúsund tonnum á ári. Henni er einkum ætlað að mata Suðurlandsundirlendið, ef til vill hér upp i Leirár- og Melasveit og svo austur undir Lómagnúp. Eins og sjá má, þá er þetta ekki neitt smáræðis svæði frá Leirár- og Melasveit að vestan og að Lóma- gnúp að austan. — Það er þá vist ekki neitt litil- ræði i kilógrömmum talið, sem til þarf? — Innflutningur fóðurs er dálit- ið misjafn frá ári til árs. En það er liklega ekki fjarri lagi að tala um sextiu þúsund tonn. Þó hnik-’ ast það svolitið til, eftir þvi, hvernig heyskapur hefur gengið. Innflutningur okkar, hjá sam- vinnuhreyfingunni, er ekki fjarri þvi að vera um fjörutiu þúsund tonn. Þetta hefur allt gengið vel, en óneitanlega er maður stundum dálitið hræddur um að ekki sé allt eins öruggt og vera þyrfti, til dæmis ef hafis legðist að landinu. En þá kemur aftur hitt til, að það kostár ekki neitt litið i peningum að liggja með miklar birgðir á A myndimii afhendir Hjalti Guðmundi Jónssyni, þáverandi skólastjóra á Hvanneyri, 257 þúsund krónur sem var ágóði af kalhappdrætti Innflutningsdeildar Sambandsins á Landbúnaðarsýningunni 1968. — Við verðum nú vist að fara aö slá botninn i spjalliö, Hjalti. Og af þvi aö það er ekki hægt að tala eingöngu um fortiðina við mann á þinum aldri, langar mig aö ljúka þessu með þvi að spyrja þig, hvernig þér litist á framtiðina. — Ég lit mjög björtum augum til framtiðarinnar. Mér finnst gaman að taka þátt i þvi, sem er aðgerasti kringum mig. Égheld, að verkefnin framundan séu slik, að það hljóti að verða óvenju- gaman aö spreyta sig á þeim og taka þátt i þvi með öðrum að leysa þau. Já, ég lit sannarlega björtum augum fram á veginn. —0— Hér er ekki öðru við að bæta en þvi að óska afmælisbarninu langra og góðra lifdaga, og aö hann meigi hafa sem mesta gleði af glimunni við þau verkefni, sem framtiöin kann að færa honum. -VS. Sambandshúsið i Armúla, þar sem véladeild, fræðsludeild og iðnaðardeild eru til húsa auk Samvinnu- trygginga. hinum ýmsu höfnum Norðan- lands. — Þetta var þá um innflutning- inn. En gerðist ekki eitt og annað skemmtilegt, þegar þú varst að berjast i vélamenningunni fyrr á árum? — Jú. Manni fannst eins og hvert vor væri hið dýrlegast sem komið hefði og alltaf var maður i kapphlaupi við sjálfan sig og aðra að gera betur. — Ég man til dæmis eftir þvi, að einu sinni var ég á ferð i Þýzkalandi og hitti þar Harald Arnason, sem þá var fram- kvæmdastjóri Vélasjóðs. Við tók- um tal saman og ákváðum að fara til Finnlands. Þar hittum við finnskan prófessor, Kaitara að nafni, sem hafði fundið upp mjög stóran lokræsaplóg. Þessi plógur var geysilega stór. Satt að segja hrökk ég við, þegar ég sá hann. Hann var á sjötta metra á lengd og vóg um hálft þriðja tonn. Breiddin var rétt um hálfur þriðji metri. Þegar við Haraldur sáum þennan plóg var hann illa á sig kominn og ryðgaður mjög. Það gekk þvi ekki sérlega vel að sýna okkur hann, en þó kom þar, aö við spurðum prófessorinn, hvort hann vildi ekki selja okkur plóg- inn. Jú, niðurstaðan varð sú, að plógurinn var keyptur hingað til landsins árið 1962 fyrir sextiu þúsund islenzkar krónur, og voru þaö Samband isl. samvinnufélaga og Vélasjóður, sem keyptu. Siðan hefur þessi plógur verið mjög mikið notaður, og á eftir hafa komið hugvitsmenn, sem hafa smiðað svona plóga og meira að segja aðsumu leyti miklu betri en hann var. Það var mjög gaman að taka þátt i þvi að útvega tæki, sem svo mikið gott hefur gert viö framræslu votlendis á Islandi. ■bb ÍffiTllif fc:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.