Tíminn - 02.11.1972, Side 1

Tíminn - 02.11.1972, Side 1
GOÐI skápar JQ/iötfo/kvéfa/t hJt RAFTÆKJADEILD Hafnarsiræti 23 Símar 18395 & 86500 Banaslys aðEiðum A þriöjudagskvöldið var bana- slys aö Eiöum, aðeins örskamm- an spöl frá skólahúsunum. Þórar- inn Sveinsson, fyrrverandi kenn- ari á Eiðum, varð þar fyrir jeppa- bifreið. Þetta gerðist um sexleytið, er orðið var skuggsýnt. Þórarinn var á gangi á veginum á svoköll- uðum Eiðaöxlum, er hann lenti fyrir jeppanum. Höfuðkúpubrotn- aði hann og lézt svo til samstund- is. Þórarinn Sveinsson var hálf- sjötugur, þjóðkunur maður. Hann var iþróttakennari að mennt og lengi meðal helztu forvigismanna ungmennafélags- og iþrótta- hreyfingarinnar á Austurlandi. Kennari var hann á Eiðum á fjórða tug ára, en hætti kennslu fyrir fáum árum. Hann lætur eftir sig konu, Stefaniu Ósk Jónsdótt- ur, simstöðvarstjóra á Eiðum, og tiu uppkomin börn á lifi. Við Elliðaár Þetta er nokkuð stórborgara- leg mynd,og gestur, sem leit inn til okkar, hélt lika, að hún væri frá Stokkhólmi. En hann leitaði langt yfir skammt. Þannig líta samgöngumann- virkin við Elliðaárnar út úr lofti. Timamynd Gunnar Djúpsprengjur í vörpuna ÞÓ—Reykjavik Það er ekki oft, sem fslenzk fiskiskip hafa fengið djúp- sprengjur i vörpurnar. Þetta bar þó til i fyrrinótt,en þá fékk Svartfugl RE-200 tvær gamlar djúpsprengjur i vörpuna, þar sem báturinn var að veiðum fyrir sunnan land. Báturinn fór með djúp- sprengjurnar inn til Sand- gerðis. Kom i ljós, að sprengjurnar voru gamlar og af brezkri gerð, og er um að ræða djúpsprengjur frá striðs- árunum. Samkvæmt beiðni Land- helgisgæzlunnar fóru varnar- liðsmenn til Sandgerðis og gerðu sprengjurnar óvirkar. Stúdentar fengu ekki verkfallsfrí Erl—Reykjavik. Seint i fyrrakvöld tókst sam- komulag i deilu stundakennara I háskólanum við yfirvöld. Höfðu kennararnir hótað að leggja niður vinnu i gær, ef ekki yröi gengið að kröfum þeirra um hærra kaup og breytt vinnumat. Jónatan Þórmundsson, er nú gegnir rektorsstörfum, sagðist i gær ekki geta gefið upp niður- stöður samninganna, þar eð ekki væru öll kurl komin til grafar enn. Kennararnir lögðu hins vegar ekki niður störf i gær, þar eð gengið var aö aðalkröfu þeirra, þeirri, að framvegis verði kennslan metin i vinnustundum, en ekki einingum, eins og verið hefur. Það var Bandalag háskóla- manna sem annaðist viðræöurnar fyrir hönd stundakennaranna, en það telst ekki fullgildur samningsaöili, heldur heyrir þetta undir B.S.R.B. Háskólaráð tók hins vegar vel undir kröfu kennaranna og taldi, að þeim Aðeins 21 Breti innan línu ÞÓ—Reykjavlk Landhelgisflugvélin SÝR taldi erlend fiskveiðiskip á miðunum kringum tsland i gær og i fyrra- dag. Alls reyndust erlend veiði- skip vera 68 á miðunum kringum landið. Eru það miklu færri skip en verið hafa á miðunum siðan landhelgin var færð út. Munar hér mest um brezka togara,sem voru aðeins 21 talsins á miöunum þessa dagana. 16 brezkir togarar voru að ólög- legum veiðum og átta v-þýzkir. Þetta þýðir,að aöeins 24 skip voru að ólöglegum veiðum, en undan- fariö hefur fjöldi þeirra komizt upp i 80. Annars skiptust skipin á þannig eftir þjóðerni: 16 brezkir togarar að ólöglegum veiðum, fimm brezkir togarar á siglingu, átta vestur-þýzkir aö ólöglegum veiðum, 18 vestur-þýzkir að lög- legum veiðum og einn á siglinu. Þá voru á miöunum 10 færeysk skip og þrjú belgisk, sem veiddu samkvæmt heimild. Þá voru fimm óþekkt skip innan fiskveiði- takmarkanna og einn rússneskur togari var á siglingu undan suðurströndinni. Ekki er vitað, hvað veldur þessari fækkun brezkra togara á tslandsmiöum, en verið getur, aö óveðrið á dögunum hafi haft ein- hver áhrif á togaraeigendur og skipstjóra, sömuleiðis geta væntanlegar viðræður milli Islands og Bretlands út af land- helgismálinu haft þau áhrif á brezka, aö þeir haldi sig I hafi- legri fjarlægð á meðan a viðræðum stendur. væri i raun og veru enginn akkur i þessum störfum, þvi að þeir ættu kost á mun betur launaðri vinnu annars staðar. Þvi annaðist það milligöngu með aðiljum og kom á þessum fundi með þeim, fulltrúumBH.M. annars vegar og ráðuneytanna hins vegar. A þeim fundi náðist svo samkomulag að mestu um þann grundvöll, er lagður var niður. Stúdentar fengu þvi ekki fri úr timum þessara kennara i gær, eins og margir þeirra hafa eflaust vonað. Þórarinn Sveinsson kennari á æskualdri. Illurá sér ills von Hér sjá menn Fleet- wood-togarann Wyre Victory að veiðum á is- iandsmiðum. Á eftir sér dregur hann flothylki á lögum streng, og er smá mynd af þvi felld inni efra hornið til hægri. Þessum streng er ætlað að flækjast i skrúfur varðskipanna, þegar þau gera tilraun til þess að klippa vörpuna aftan úr togaranum og hefta með þvi veiðiþjófnaðinn. (Ljósmynd: Baldur Halldórsson.) ■f *■>'*

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.