Tíminn - 02.11.1972, Side 4

Tíminn - 02.11.1972, Side 4
TÍMINN Fimmtudagur 2. nóvember 1972 1 í tilefni 60 ára afmælis skátastarfs t dag eru liöin en betur má ef duga skal segja 60 ár frá upphafi skátastarfs skátarnir sjálfir og i tilefni á Islandi. Skátahreyfingin hefur afmælisins reka þeir umfangs- náð miklum vinsældum á tslandi mikla starfsemi til kynningar á T5T ARMULA 7 - SIMI 84450 Heimsfrægar jósasamlokur 6 OG 12 V. 7" OG 5 3/4" Heildsala — Smásala Sendum gegn póstkröfu um land allt Engin álagning - Aðeins þjónusta IÆKKID BYGGINGARKOSTNAÐ YÐAR LEITID; IIÓPTILBODA OG EAID MAGNAFSLÁTT. IÐNVERK HF. ALHLIÐA BYGGINGAÞ3ÓNUSTA Sölu- og sýningarsalur 28 fyrirtækja NORÐURVERI v/Laugaveg & Nóatún Pósthólf 5266 Slmar: 25945 & 25930 60 SKATAÁR KVÖLDVAKA verður i Laugardalshöllinni fimmtudag- inn 2. nóvember kl. 20.00. Ljósálfar, ylfingar, skátar eldri og yngri, foreldrar og aðrir velunnarar skáta- hreyfingarinnar eru hvattir til þess að mæta. Lúðrasveitin Svanur leikur i andyri Laugardalshallarinnar frá kl. 19.30—20.00. Eitt sinn skáti, ávallt skáti. Foreldrar skáta mætið með börnunum. Bandalag islenzkra skáta. hreyfingunni. Hér á eftir gera þau Páll Gislason og Hrefna Tynes stuttlega skil á skátahreyfingunni en bæði eru þau meðal forustu- manna hennar og Páll er nú- verandi Skátahöfðingi íslands. Hrefna Tynes: Ef ég á að segja eitthvað al- mennt um skátahreyfinguna, hvað hún er og til hvers hún er þá svara ég þvi eitthvað á þessa leið. Skátahreyfingin er æskulýðs- hreyfing sem miðar að þvi að þroska einstaklinginn og gera hann hæfan og nýtan þjöðfélags- þegn. Ég skal útskýra þetta nánar. Félagsskapur sem er aðeins til að láta timann liða er ekki góður félagsskapur. Gildi skátahreyfingarinnar liggur m.a. i þvi, að hún kennir fólki að nota tómstundir sinar sér til góðs. Börn laðast að hreyfingunni, þvi að þeim finnst starfið skemmti- legt, útilegur, kvöldvökur og annað sem þau færu annars á mis við. Skátahreyfingin mismunar ekki trúarbrögðum eða pólitisk- um skoðunum þótt hugsjónir hennar séu að miklu leyti byggðar á siðgæðishugmyndum kristindómsins. Ég hef komið á skátaþing erlendis þar sem voru fulltrúar margra kynstofna og trúarbragða, fólk frá öllum ' heimsálfum, sem starfaði saman i bróðerni. Skátahreyfingin gerir aðeins ráð fyrir þvi að hver ræki sina trú, hver sem hún er. I Ég byrjaði að starfa i skáta- hreyfingunni norður á Siglufirði, þegar ég var sautján ára gömul og hef haldið þvi áfram siðan. Hugsjónir skátahreyfingarinnar :eru fyrir löngu orðnar hluti af minu daglega lifi og ég hygg að iþvi sé þannig varið með flesta, ;sem ganga hreyfingunni á hönd. Það er mjög algengt að fólk sem hefur verið skátaijsendir börn sin til okkar þegar þau hafa aldur til. Það sýnir að það telur sig hafa orðið fyrir hollum áhrifum af veru sinni þar. Nú siðustu árin hef ég aðallega starfað innan vébanda samtaka eldri, skáta þ.e. hinna svokölluðu St. Georgs gilda. St. Georgs gildin eru alþjóðafélagsskapur sem byggir á hugsjónum skáta- hreyfingarinnar. Takmark þeirra er að styðja yngri skáta og að færa skátahugsjónina út i þjóö- félagið, reyna að gera hana aö sameign sem flestra. Þegar ég tala um að styðja yngri skáta þá vil ég vekja athygli á þvi að við gerum það ekki með þvi að rétta þeim allt upp i hendurnar heldur kennum þeim aö hjálpa sér sjálfir og það tel ég að sé hin rétta uppeldisaðferð. Hrefna Tynes Fyrsta útilegan varð að skátahreyfingu Skátastarf hófst með útilegu á eyju á ánni Thames við London árið 1907. Þá fór Baden-Powell, sem var heimsfrægur hers- höfðingi úr Búastriðinu, með nokkra drengi og kenndi þeim að bjarga sér úti i náttúrunni við frumstæð skilyrði og meta gildi þess að kynnast dásemdum úti- vistar i fallegu umhverfi. Páll Gislason. Það má segja að þessi útilega á Brownsea-lsland hafi tekizt svo vel, að upp frá þvi fóru að myndast hópar drengja, sem kölluðu sig skáta, Baden-Powell skáta, sem aðhylltust reglur hans og aðferðir við útistörf og leiki. Hreyfingin barst siðan út um allan heim og hefur sifellt verið að vaxa og eflast, svo að nú er hún langstærsta frjálsa æskulýðs- hreyfing heimsins með um 23 milljónir virkra félaga. Skátastarf á islandi Hingað barst skátahreyfingin fljótt, þvi að 2. nóvember 1912 var stofnað félag skáta hér, — Skáta- félag Reykjavikur. Meðal foringja þá var Helgi Tómasson, sem siðar varð skátahöfðingi tslands um langt skeið. Siðan voru fleiri skátafélög stofnuð, þ.á.m. Skátafélagið Væringjar, sem starfaði lengi innan K.F.U.M. undir handleiðslu sr. Friðriks Friðrikssonar. Stúlkurnar komu svo fljótlega og stofnuðu sin kvenfélög, það fyrsta 1922 hér i Reykjavik. Skátahreyfingin breiddist svo hægt úr um landið. Viða voru stofnuð skátafélög, sem störfuðu með miklum krafti. Árið 1924 stofnuðu skátafélög drengja svo Bandalag islenzkra skáta, til þess að efla samstarf skáta og félags- starfið i heild. Hefur það staðið fyrir fjölmörgum landsmótum skáta, foringjanámskeiðum, utanförum skáta, erindrekstri og margháttaðri aðstoð við skáta- félögin, auk samskipta við erlenda skáta, en skátar leggja mikla áherzlu á kynni meðal skáta bæði innanlands og utan. Eftir striðið eða árið 1946 sameinuðust drengir og stúlkur i eitt bandalag og mun það vera fyrsta skátabandalagið i heiminum, sem það gerði. Þróunin hefur svo verið sú sama viðast hvar og mörg lönd farið að okkar dæmi, þvi að hugsjón og markmið allra skáta er hið sama, þó að verkefnin séu eitthvað mis- munandi. Og nú hefur islenzkum skátum hlotnazt sá heiður að vera falið að standa fyrir fyrstu sam- hliða ráðstefnum Evrópu-skáta- foringja stúlkna og drengja i Reykjavik árið 1974. En hvaö gera skátar? Alla tið hafa skátar lagt mesta áherzlu á að búa unglinga undir að geta brugðizt vel við kjörorði sinu „Vertu viðbúinn”. Til þess læra þeir að bjarga sér úti i náttúrunni, læra að búa sig i úti- legu, tjalda, matreiða, ferðast eftir landabréfi, nota áttavita, hnýta hnúta og margt fleira. t skátaheiti sinu lofa skátar að hjálpa öðrum og úti frá eru þeir mest þekktir fyrir ýmsa hjálpar- starfsemi, þar sem skátinn lærir að vinna án þess að hugsa um það, hvort hann fær greitt fyrir starfið. Eru nú starfandi 9 hjálparsveitir skáta viðsvegar um landið, sem eru reiðubúnar með velþjálfað og vel útbúið lið til að veita hjálp. Allir skátar leggja sérstaka áherzlu á þjálfun i „Hjálp i viðlögum”, svo að hægt séað veita hjálp strax, ef slys ber að höndum. Þó að mikið af starfseminni, svo sem æfingar, fari fram innan- á íslandi húss á vetrum i hinum mörgu skátaheimilum, þá leggja skátar mest upp úr útistarfi: göngu- ferðum og útilegum, og fara þá bæði stutt og langt, eftir atvikum. Fyrir 60 árum fóru Reykja- vikurskátar i fyrstu útileguna inn að Elliðaám og tjölduðu þar á hólma i ánum. Þó að nú sé farið lengra og útilegur almennar, þá hefur útilifið og skátastarfið, sem er samfara þvi, sömu heillandi áhrif á huga unglingsins og áður. Hver er styrkur skáta- starfs? Ég held að tvennt sé það, sem gefur skátastarfi sérstakt gildi umfram það sem þegar hefur verið talið, en það eru skátalögin og skátaheitið, sem gefa starfinu hina siðferðilegu undirstöðu, — og svo flokkakerfið, þar sem 6-8 drengir eða stúlkur starfa saman að verkefnum undir forustu litið eitt eldri flokksforingja. 1 skátálögum segir, hvað sk- átinn er og hvað hann gerir, en þau banna ekkert,heldur höfða til unglingsins að vera sannorður, tryggur, hæverskur, hlýðinn, dýravinur glaðvær og góður vinur. Skátans er svo að þjálfa sig i að breyta eftir þessu með skáta- lögin að áttavita i störfum sinum. Flokkakerfið býður upp á mikla möguleika til fjölbreytni i verk- efnum og ótrúlega þjálfun hvers einstaks félaga, sem verður virkur þátttakandi i starfinu en ekki bara áhorfandi. Hver skáti fær innan flokksins ábyrgð á starfinu eftir þroska sinum og getu. Reynslan sýnir svo, að skátinn vex við störfin, og þetta býr hann undir það siðar i lifinu að t^ka að sér ábyrgð i þjóðfélaginu. Með hæfilegri uppörvun vaxa verk- efnin, sem valdið er. Minnisstæöur atburöur! Ég er búinn að vera skáti i 36 ár, og margt starfað á þeim tima, en þó finnst mer minnisstæðastur sá atburður, þeggr ég var 14 ára gamall flokksforingi Lunda- flokksins.og við fórum i fyrstu flokksútileguna. Við vorum 6 skátar saman. Fórum við fyrst með strætisvagni til Hafnar- fjarðar, en gengum siðan suður i Helgadal með allt okkar hafur- task. Varðeld kyntum við i þessum fallega dai um kvöldið og lögðumst svo i pokana okkar, en þá breyttist mjög veður og gerði vonzkuveður með stormi og rigningu. Urðum við að halda við súlur og stög tjaldsins alla nóttina. Varð mér þá oft hugsað til ábyrgðar á drengjunum „minum”. Daginn eftir, þegar við komum niður i Hafnarfjörð, hittum við eldri skátaforingja, sem hrósaði okkur fyrir að geta hafzt við i þessu veðri um nóttina. Mér er ennþá minnisstætt eftir 34 ár, hve stoltir við vorum, er strætisvagninn bar okkur heim til Reykjavikur. Skátastarf er fyrst og fremst æskulýösstarf. Nú eru starfandi um 5000 skátar á tslandi og eru þeir flestir á aldrinum 8-18 ára,en þeir ættu að geta verið helmingi fleiri, að minnsta kosti, en til þess vantar betri aðstöðu og meira húsnæði, en þó fyrst og fremst fleira full- orðið fólk, sem vill fórna nokkru af tómstundum sinum til þess að hjálpa og leiða skátastarfið. Hinir ungu skátar eiga sjálfir að vinna störfin, en þeir þurfa uppörvun og forustu þeirra eldri. Þó að skátahreyfingin sé nú 60 ára hér á landi, sýnir hún engin ellimörk, þvi að það er mikil gróska viða á landinu i skáta- starfi,og viða er verið að undirbáa stofnun Skátafélaga. Það er verk okkar hinna eldri að styðja við þetta framtak hinna • yngri. Fjölmargir gamlir skátar ættu að skoða hug sinn og athuga, hvort ekki eru nú timamörk að hefja skStastarf aftur t.d. með börnum sinum. Á fimmtudagskvöld 2. nó- vember munu hittast eldri og yngri skátar og minnast fram- taksins fyrir 60 árum. Látum þennan dag verða upphaf aö auknu og betra skátastarfi fyrir islenzka æsku. PállGislason

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.