Tíminn - 02.11.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.11.1972, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 1. nóvember 1972 TÍMINN (Jtgefandi: Framsóknarflokkurinn ': Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-Í: arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson;!;! Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaos Timáns).g Auglýsingastjóri: Steingrimur Glslasqni. Ritstjórnarskrif-ij stofur í Edduhúsinu við Lindargötu, símar 18300-18306^1 Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusimi 12323 — aiíglýs-í: ingasimi 19523. Aðrar skrifstofur:simi 18300. Askriftargjalái: 225 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-: takið. Blaðaprent h.f. Borgarstjóri kveður 1 kosningabaráttunni fyrir borgarstjórnar- kosningarnar 1970 lagði Sjálfstæðisflokkurinn áherzlu á að borgarbúar væru fyrst og fremst að velja sér borgarstjóra til næstu 4 ára. Geir Hallgrimsson sagði þá, að hann kysi ekkert frekar en gegna borgarstjóraembætti næstu 4 ár og hann leggði borgarstjóraembættið að jöfnu við ráðherrastöðu, eða aðra vegtyllu i þvi sambandi. Á þeim grundvelli biðlaði Geir til Reykvikinga um traust og fékk það. En fljótlega kom i ljós, að Geir stefndi á önn- ur mið, og mat loforð sin við Reykvikinga ekki mikils. Hann bauð sig fram til prófkjörs Sjálf- stæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar, þegar eftir að hann hafði tekið kjöri borgar- stjóra til 4 ára og hreppti 2. sætið á lista flokks- ins. 1 framhaldi af þvi lagði hann sig i framkróka i valdabaráttunni innan Sjálfstæðisflokksins og náði með naumindum eftir harða baráttu kosn- ingu sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Sem slikur gerðist hann siðan einn helzti tals- maður flokksins á Alþingi á sl. vetri. Er þingi lauk i vor var búizt við, að borgar- stjórinn tæki að sinna störfum sinum hjá borg- inni eftir miklar frátafir um þingtimann, enda þáði hann hátt á annað hundrað þúsund kr. i laun á mánuði hjá borginni auk þingmanns- kaupsins og var eini þingmaðurinn, er gengdi öðru opinberu starfi, sem ekki tók skert embættislaun. En i stað þess hóf hann um- fangsmikil ferðalög um alla landsbyggðina á vegum flokksins. Er hér var komið málum gagnrýndi Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi Framsóknar- flokksins, borgarstjórann fyrir fjarveru frá störfum og skyldum við borgina og taldi, að hann hefði tekið að sér svo mörg og umfangs- mikil verkefni borginni óviðkomandi, að óvið- unandi væri. Borgarstjórastarfið væri nánast orðið hreint aukastarf, þótt stundum hefði heyrzt úr hans eigin herbúðum, að borgar- stjórastarfið væri svo umfangsmikið, að vart væri ætlandi einum manni. Við þessari gagnrýni snerist Geir með hinum mesta þjósti og Mbl. sagði, að bráðnauðsynlegt væri, að i embætti borgarstjóra i Reykjavik væri leiðtogistjórnmálaflokks og einkum þyrfti hann að kynna sér málefni og viðhorf lands- byggðarinnar. Sú var talin ástæða þess, að borgarstjórinn var eins og útspýtt hundskinn út um allt land til að afla sér fylgis þeirra Sjálf- stæðismanna, sem studdu Gunnar Thoroddsen á siðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. En viti menn. í fyrrakvöld kom Geir i sjón- varpið og taldi, að hann hefði tekið svo mikil verkefni að sér fyrir flokkinn, að hann gæti ekki gengt áfram starfi borgarstjóra. Þannig viðurkenndi hann réttmæta gagnrýni Kristjáns Benediktssonar, en jafnframt varð það hans persónulega mat, að innanflokksátökin i Sjálf- stæðisflokknum væru honum mikilvægari en loforð gefin Reykvikingum. Ef kenningar Mbl. frá i sumar um borgar- stjórastarfið eru einhvers metnar, hljóta nú að hefjast umfangsmikil ferðalög Birgis Isleifs Gunnarssonar til fundahalda og viðræðu við fólkið úti á landsbyggðinnií — TK. J0HN BULL0CH, Daily Telegraph: Enn einu sinni vofir yfir ógnaröld á Kýpur Grivas hershöfðingi bíður eftir tækifæri til að gera stjórnarbyltingu BYRJAÐ er að bóla á lækn- ingu þeirra meina, sem hafa valdið sundrungu og átökum á Kýpur á liðnum árum, en samtimis sýnist vofa yfir ný ógnaröld, sem geti skollið á þá og þá. Griska rikisstjórnin hefir valdið hvoru tveggja með verkum sinum. Tæpur fijnmtungur ibúanna á Kýpur er af tyrknesku bergi brotinn. Þeir búa i eigin hverf- um og lúta eigin stjórn. Efnt var til samningaviðræðna milli fulltrúa tyrkneskra og griskra ibiia eyjarinnar og ætlunin var að binda endi á að- skilnaðinn. Þessar viðræður hafa staðið íengi án þess að nokkuð yrði ágengt, en nokkr- ar horfur þykja á, að árangur gæti náðst, ef utanað komandi aðili kæmi til skjalanna og ræki á eftir. SAMEINUÐU þjóðunum hefur nú verið falið þetta verkefni. Ætlunin er að taka málið þar til umræðu, og við þær umræður á griska stjórnin að lýsa yfir, að hún muni aldrei fallast á Enosis — þ.e. sameiningu Kýpur og Grikk- lands, — hvað svo sem núver- andi eða væntanleg sljórn á Kýpur kynni að samþykkja i þvi efni. Tyrkneska stjórnin mun hins vegar hafna alger- lega fyrir sitt leyti löglegri skiptingu eyjarinnar með til- heyrandi viðhaldi þess ástands, sem nú rikir þar. Þessar tvær yfirlýsingar kynnu að nægja til þess að biása nýju lifi i samningavið- ræður þeirra Glafcos Cleridas af hálfu griskra Kýpurbúa og Rauf Denktash fyrir tyrkneska ibúa eyjarinnar. Þó vofir yfir sú hætta eins og löngum áður, að nýtt vopna- brak kunni að binda endi á viðræðurnar þegar minnst varir. 1 ÞETTA sinn eru þó mestar likur á, að Grikkir berðust innbyrðis. Tyrkjum sýnist þvi geta orðið nokkur bið á, að við völdum takí traust og lögmæt stjórn, sem unnt verði að semja við. Það er George Grivas hers höfðingi, sem ætlar að efna til vopnaðra átaka. Hann er þjóð- sagnahetja siðan hann stjórn- aði frelsisbaráttu Eoka- manna fyrir hálfum öðrum áratug. Hershöfðinginn var þá ekki einungis að berjast fyrir þvi að losna undan Bretum, heldur einnig fyrir samein- ingu við Grikkland. Nú telur hann Makariós forseta, fyrr- verandi vopnabróður sinn, hafa svikið og snúið baki við þeirri hugsjón. 1 fyrra var hinn aldurhnigni hershöfðingi seztur i helgan stein i Aþenu. Honum gramd- ist framvindan i stjórnmálun- umá fæðingarey sinni, en fékk ekki að gert. Þá leitaði rikis- stjórn Grikklands til hans og gaf honum kost á að hverfa aftur til eyjarinnar og stjórna þar nýrri krossferð, og i þetta sinn á hendur þeim manni, sem áður hafði verið yfirmað- ur hans. Þegar þetta gerðist hélt griska rikisstjórnin, að Makarios erkibiskup og for- seti ylli þvi, að friði á Kýpur yrði ekki komið á og afréð að leita liðveizlu Grivas hershöfðingja við að steypa forsetanum af stóli. GRIVAS hershöfðingi hefir látið hendur standa fram úr ermum og ekki dregið af sér þetta ár, sem hann er búinn að (icorgc (irivas hershöfðingi. dvelja á Kýpur.Hann heíur safnað saman öfgamönnum til hægri, sem eru nákvæmlega sama sinnis og hann, gömlum Eoka-mönnum og unglingum, sem lita upp til hans og dá hann vegna frægðarljómans. Grivas er búinn að mynda skæruliðasveitir úr þessum efnivið. Þær eru að visu fá- mennar, en þrautþjálfaðar. Hann hefur einungis beðið þess að griska stjórnin gæfi samþykki sitt til, að hann léti til skarar skriða. En heimildin til aö hefjast handa lét á sér standa. Hershöfðingjarnir i grisku rikisstjórninni komust hins vegar að þeirri niðurstöðu, að hyggilegast yrði að sætta sig við Makarios erkibiskup þeg- ar öllu væri á botninn hvolft. Arftakinn yrði sennilega enn óþægari ljár i þúfu en hann og tækist liklegast ekki að hafa jafn ágæt tök á hinum stóra, griska meirihluta á eynni. Hershöfðingjastjórnin sneri þvi við blaðinu og sagði Grivas að hætta við allt saman. Hann þverneitaði að verða við þeim tilmælum og rfkisstjórnin gerði sér loksins ljóst, að hún hafði vakið upp draug, sem hún réði ekki við. NU ætlar gamla striöshetj- an að róa á eigin spýtur. Grivas hefur verið á höttunum eftir átyllu til að hef jast handa og notið viö það aðstoðar hinna þriggja biskupa á eynni. Biskuparnir i Paphos, Kitium og Kyreniu halda fram, að erkibiskup kirkju þeirra geti ekki samtimis farið m«t> ver- aldlegt vald eins og Makarios hefir gert. Trúarhiti er afar mikill á Kýpur. Grivas treystir á, að annar hvor aðilinn aðhafist eitthvað, sem hann geti not- fært sér. Njósnarar grisku stjórnarinnar halda fram, að hershöfðinginn ætli að gera stjórnarbyltingu. Ráöa eigi láeina forustumenn ai' dögum og siðan ætli liðsmenn hans að ná erkibiskúpaskrifstofunni, lorsetahöllinni, upplýsinga- þjónustunni og helztu fjar- skiptastöðvum á sitt vald. Aðalstöðvar hershöfðingj- ans eru nú i Limasol og hann má heita Irjáls ferða sinna. Rikisstjórnin á Kýður getur ekki hafizt handa gegn honum, þar sem henni er ljóst að ef hún gerði það hlyti hún óhjákvæmilega að hraða þeirri framvindu, sem hún vill umfram allt reyna að forðast. RAÐHERRARNIR á Kýpur fullyrða, að griska rikisstjórn- in verði að koma til hjálpar einu sinni enn. Það hafi jú ver- ið hún, sem sendi hershöfðingjann til Kýpur til þess að koma þar af stað vandræðum. Henni beri þvi skylda til að koma honum það- an burt aftur. Grivas hershöfðingi gerir sér fulla grein fyrir ástandinu engu siður en andstæðingar hans. Hann hefir keppzt við undirbúning sinn á liðnu ári og skæruliðasveitir hans eru reiðubúnar til atlögu. Eins og stendur er aðeins spurt um eitt á Kýpur: Hver verður til þess að hleypa skriðunni af stað? Gripi griska rikisstjórnin ekki til sinna ráöa hlýtur að þvi að reka, að annað hvort Grivas eða Makarios taki sér frumkvæðið og þá verður ekki hjá blóðsúthellingum og mannfalli komizt. Þá verður einnig að engu sá árangur, sem áunnizt hafði i bættri sambúð rikisstjórna Tyrk- lands og Grikklands, en við hann voru bundnar vonir beggja þjóðarbrotanna á Kýp- ur. Þá hlýtur og að ásannast aðenn má Grivas hershöfðingi sin meira en flestir aðrir, enda þótt hann sé orðinn 78 ára.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.