Tíminn - 02.11.1972, Qupperneq 8

Tíminn - 02.11.1972, Qupperneq 8
8 TÍMINN Fimmtudagur 2. nóvember 1972 SOVEZT BROTASILFUR Þjóðleikhúsið: Sovézkur listdans Stjórnandi: Svetlana Ivanova Undirleikari: Mikhael Bank Eftir fremur óburðuga byrjun og litt annálsverða hjá tveimur umsvifamestu leik- stofnunum landsmanna, hlýtur það aö vera kærkomin tilbreyting að sjá frábæra listamenn takast á við verðug verkefni og leysa þau með jafnmiklum ágætum og raun ber vitni. Hér er hvorki kastað höndum né fótum til neins, ef svo gapalega má að orði komast. Auðsætt er, að að baki hverri hreyfingu og spori býr strangur skóli, stöðug þjálfun og rótgróin alvara. Hér er öllu káki og handahófi, alvöruleysi og meðalmennsku visað út i yztu myrkur. Dansarar okkar og leikhúsmenn margir gætu mikið lært af þessu samvizku- sama og sanna listafólki, sem virðir listgrein sina og leggur þvi við hana fulla rækt. Hér er sjálfsagi iðkaður og alvara á feröum. Enginn leikaraskapur né daður né sjúkleg löngun til að halda sýningu á sjálfum sér, imyndaðri fyndni og skop- visi. Það er markvist stefnt að þvi, að gleðja fyrst og fremst aðra og skemmta öðrum, en ekki sjálfum sér. Markmiðið er þvi annað en innantómur hlátur og þindarlaus eða auð- leikin fiflalæti, sem „menningarhávitar” stéttar- innar virðast helzt hafa i hávegum. Sumum kann að finnast, að gagnrýnandinn sé kominn æði langt frá efninu, eða verksviði sinu, en þvi er til að svara, að allt, sem getur orðið túlkandi listamönnum okkar hvatning til stærri átaka eða örvun til aukinnar þjálfunar, sé okkur ekki alls- kostar óviðkomandi. Þótt hlutur hvers ein- dansara sé ákaflega góður yfirleitt, njóta menn hinna ýmsu dansa samt sem áður i misrikum mæli, eftir efni og atriðum, túlkun og dansverki tkóreógrafiu — dansverk er nýyrði, sem myndað er á sama hátt og tónverk, leikhús- verk og ritverk) Af Eistlendingunum, þeim Tamöru Soone og Tiit Hiarm, i Dafnis og Klóe við tónlist eftir Ravel og dansverk eftir M. Murduraa, svo og i Intermezzo við tónlist eftir Prokoféf og dansverk eftir Goheizovski, stafar bliðri birtu og óræðri. Hér fallast i faðma skáldleg tilþrif og lýta- laus tækni. Túlkun N. Menovsjikovu og I. Súprúnofs á stúlkunni og delanum við tónlist eftir Sjóstakovitsj og dansverk eftir K. Bojarski er auðug af blæbrigðum og leiftrandi glettni. Enda þótt þau kunni fótum sinum fullkomlega for- ráð i Valborgarmessunóttinni viö tónlist eftir Gounod og dansverk eftir S. Sérgééf, ná þau ekki alveg jafnöruggum tökum á þvi atriði og hinu fyrrnefnda. Unaðsfanginn horfir maður á þau N. Kharatjau og R. Kharatjan svifa létt eins og fis yfir danssviðið. Með dulda glóð i gleði og öryggi i sér- hverri hreyfingu handa og fóta gera þau bæði Melódiu við tón- list Dvorak og dansverk eftir K. Goleyzocski og Prelúdiu við tónlist eftir Bogdasarjan og dansverk eftir Martirosjan töfrafögur og eftirminnileg skil. N. Sorokina og I. Cladimirof búa ekki aðeins yfir óvenju- miklu fjaðurmagni og fjöri, skaphita og persónutöfrum, heldur ljá þau lika dans- sporum sinum og limaburði ákaflega frjálsmannlegan, léttan og lifandi blæ. Erfiðustu spor og stökk virðast enn- fremur vera I. Vladimirof leikurinn léttur. Þótt dansar þeirra allir veki sanna aðdáun og hrifningu, hugsa ég, að list þeirra seilist hæst i dans- atriöinu úr Spartakusi við tón- listeftir Khatsjatúrjan. og dansverk eftir Grigorovitsj. Þá er S. Jagúdin mjög fót- frár og stökkharður lista- maður, sem sýnir okkur þeysidans af miklum krafti og iþrótt. Enda þótt S. Efremova og N. Sérgééf standi verð- launahöfunum, N. Sorokinu og J. Vladimirof ekki á sporði, bjóða þau af sér ósvikinn þokka og sýna listræna hóf- stillingu i hvivetna. Að öðrum listdönsurum ólöstuðum hugsa ég, að L. Gersjúnova sé sú litla lipurtá og smáhönd fina, sem lik- legust sé til að vinna hug og hjarta flestra áhorfenda. t Svaninum deyjandi flögrar hún eins og feigt næturfiðrildi yfir leiksviðið svo létt virðist hún vera og ójarðbundin. Hún er lika dásamleg Gisella og Júlia. Mótdansari hennar reynist henni og verðug stoð og stytta. V. Múkhanova fer með slik- um leifturhraða yfir leik- sviðið, að örðugt er að meta list hennar með nokkurri nákvæmni,. Eini gallinn við þessa annars fáguðu listdans- sýningu er sá, að hún hefur aðeins upp á brotasilfur að bjóða. Að minum dómi hefði það verið miklu hyggilegra að dansa stærri en færri atriði úr 4-5 ballettum, eða alveg óstyaa balletta eins og Hinn konunglegi danski ballett gerði á sinum tima, en þrátt fyrir það hljótum við að vera þessu sovézka listafólki inni- lega þakklát fyrir að hafa tint slikar skinandi gersemar upp úr gullkistu sinni. Rétt er að geta þess, að sá, sem þetta ritar sá þriðju sýningu Sovétmanna þann 27. okt. Halldór Þorsteinsson 2 bækur frá ísafold Bókaflóðið, sem svo er stundum nefnt, er i þann veginn að hefjast. Eitt hinna stærri forlaga, tsa- foldarprentsmiðia. sendi frá sér sjö bækur, þar á meðal tvær skáldsögur eftir þekkta rithöf- unda. lsafoldarprentsmiðja kynnir þessar bækur á svolátandi hátt: Járnblómið, skáldsaga eftir Guðmund Danielsson, nýtt stór- virki úr hendi þessa afkastamikla rithöfundar. Þetta er 33. bókin sem hann hefur skrifað, og tvi- mælalaust ein hin merkasta. Efni bókarinnar fjallar um liðandi stund i velferðar þjóðfélaginu með öllum þess vandamálum. Upphaf sögusviðsins er litið Thor Vilhjálmsson sjávarþorp á brimlamdri strönd Suðurlandsins á timum hernáms áranna, en færist um fleiri staði likt og á kvikmyndatjaldi i hinni hröðu atburðarás þessarar sérstæðu sögu. Helgistaðir þjóð- arinnar, Þingvellir, Skálholt. höf- uðborgin, heiðarkotið Rauðagjá koma allir við sögu, en umfram alU. beinir höfundur kastljósi sinu hlifðarlaust inn i hugarheim og sálarafkima personu sinna, sýnir lesendum hið sigilda og óum- breytanlega eðli manneskjunnar i rótleysi nútimans og upplausnir samfélagshátta liðinna tiða. Les- andinn skynjar raunverulegar persónur smatiðarinnar gegnum hálfgagnsætt mynztur skáld söguformsins, persónur tveggja kynslóða sem höfundur hefur val- 4 Guðmundur Danielsson ið tvö teikn, járnblómið og kross- inn. Stef listaverksins er sár- saukafull leit ungu kynslóðar- innar að nýju m lifssannindum, betri, heimi, tilbrigðin skýra frá villigötum þeirrar leitar, en bókinni lýkur með spurningu hvort hans sé nokkurs staðar að vænta. Járnblómið er einhver sérkennilegasta og djarfasta skáldsaga islenzkra nútima bók- mennta. Folda, nefnist ný bók eftir Thor Vilhjálmsson. Bókin hefur undir- titil Þrjár skýrslur, og er i raun réttri þrjár stuttar skáldsögur, sem eru ferðasögur i einhverri mynd. Fyrsta sagan er eins konar hamlör inn i þjóðlegan hug- myndaheim, i stil eftirleitar, kokkteilveizla með álfum og át- veizla með tröllum, — háðsmynd af samkvæmisháttum. önnur sagan hefnist Sendiförog er bráð fyndin lýsing af hátiðlegri reisu til dýrðarlanda sósialismans og þeim mönnum , sem til slikra ferðalaga veljast. Siðasta skýrsl- an nefnist Skemmtiferð og er ferðasaga hjóna nokkurra til Suð- urlanda, raunsæ og átakanleg mynd af þessum ferðum eins og þær eru tiðkaðar. Thor er sér- kennilegasti rithöfundur og snjallasti stilisti i hópi yngri rit- höfunda og jafnframt einhver hinn umdeildasti þeirra. Frá- sagnalist Thors er lesendum auð- veldari i þessari bók en endra- nær. og hin margbreytilega inn- sýn.sem lesandinn hlýtur f hug- myndaheim samtiðarinnar er hverjum hugsandi manni við- komandi. í heimsókn ó Hvanneyri I. Hvaðhentar I og kindunum — dn þess að budda bóndans létt Myndir: Róbert Ágústsson — Frdsögn: Er Hver er sá Islendingur kominn til vits og ára, sem ekki hefur heyrt getið um Hvanneyri í Anda- kíl? Nafnið eitt hefur á sér ein- hvern sérstakan blæ — sennilega frá þcim tima er íslendingar voru að endurreisa þjóðfélag sitt eftir margra alda kúgun erlends valds. Byggingar skóla eiga sterkasta þáttinn i baráttunni fyrir menn- ingarlegu sjálfstæði og einn fyrsti skólinn hérlenclis i nýrri tlð var einmitt reistur á Hvanneyri. Það var árið 1889, sem bænda- skólinn þar tók til starfa, og hefur starfað óslitið siðan. A þessum 83 árum hafa 5 skólastjórar verið við skólann, en hinn sjötti, Magnús Jónsson, tók við i haust. Er óhætt að fullyrða að stjórnend- ur skólans hafa allir verið af- burðamenn og markað djúpspor i sögu islenzks landbúnaðar. Eins hafa valizt að staðnum margir úrvals kennarar, sem hafa getið sér þann orðstir, er seint mun deyja i sveitum landsins. Löngum var búið stórt á Hvanneyri, sennilega allt frá þvi er Skalla-Grimur gaf Grimi há- leygska þar land. Jörðin er vel i sveit sett og þar runnu jafnan margar stoðir undir bú. Lax, dúnn og selur ásamt einhverju bezta starengi á landinu — allt þetta stuðlaði að vexti og við- gangi jarðarinnar, sem mun hafa verið meðal hæst metnu jarða á tslandi. En Hvanneyri á lika sina sorgarsögu. Þegar skólinn var settur þar, voru umhverfis bæinn mörg kot, þar sem fátækir leigu- liðar bjuggu. Til að rýma staðinn voru þeir reknir burt með harðri hendi. Slikur hefur löngum verið réttur leiguliðans, þegar þeir hafa þótt standa i vegi fyrir mál- um, sem brotið hafa i bága við hagsmuni þeirra. Sumir yfirgáfu staðinn bljúgir i huga en nauðugir þó, en aðrir fóru i heiftarhug. Svo er sagt, að kona ein hafi mælt svo um, er hún hrökklaðist burt, að á staðnum skyldu verða þrir stór- brunar. Siðan hefur tvisvar brunnið á staðnum, og er von- andi, að ekki hendi slikt i þriðja sinn. Reisulegt hefur löngum þótt að lita heim að Hvanneyri. Bygging- ar skólans voru á sinum tima stærri og glæsilegri en annars staðar þekktist, en nú hafa þær nokkuð látið á sjá, þótt enn séu þær stórar i sniðum. Nú er hafin endurbygging skólahúsanna, og linnir henni vonandi ekki fyrr en Bjarni Guðmundsson staðurinn stendur sem nýr. Færi vel á þvi, að á 100 ára afmæli skólans gæti Hvanneyri skartað nýjum húsum, jafnt yfir fénað sem fólk. Samhliða skólanum hefur verið rekið stórbú á Hvanneyri, og ýmiss konar tilraunir til hagsbóta ilandbúnaði hafa verið stundaðar þar. Nú er auk þess á staðnum Nautastöð Búnaðarfélags ís- lands, og fá kýr viðs vegar um landa sina glaðningu flutta þaðan djúpfrysta i glösum. Þvi miður höfðum við ekki tima til að heim- sækja nautastöðina, er við vorum á ferð þar upp frá fyrir stuttu, en af forráðamönnum tilraunastarf- seminnar náðum við tali, svo og af ráðamönnum skólans og nokkrum nemenda. Munu greinar frá þessari ferð birtast i blaðinu næstu daga. Fjórði hlutinn af útlagðri vinnu fer til heyöflunar Fyrst hittum við að máli Bjarna Guðmundsson, sem eink- um hefur með höndum ýmiss konar heyverkunarrannsóknir. — Rannsóknirnar miða einkum að þvi, hvað sé hagkvæmast fyrir pyngju bóndans og bezt fyrir kýrnar og kindurnar um leið, seg- ir Bjarni. — Rannsóknaraðstaðan er ágæt hér og sérstök áherzla hvilir á rannsóknunum i sam- bandi við kennslu. Við höfum gott tún og gott bú, svo að heimatökin eru hæg fyrir okkur. Undanfarið höfum við mest stundað athugan- ir á fóðurefnatapi heys við mis- munandi þurrkunaraðferðir. Minnsta tap, sem við höfum mælt i þurrheyi, er 10-20%. Þá er hey- ið þurrkað i góðum þurrki i einn eða tvo daga og siðan hirt i góða súgþurrkun, ekki þó með upphit- uðu lofti. Svo furðulegt, sem það kann að virðast, verður ekki séð, að upphitun súgþurrkunarloftsins hafi i för með sér, að efnatapið verði minna en við venjulega súg- þurrkun. Mesta tap, sem við höf- um mælt,er hins vegar milli 50 og 60%, en þá var varla hægt að segja, aðum fóður væri að ræða. í sæmilegum sumrum verður ekki séð, að upphitun súgþurrkunar- loftsins hafi mikið að segja, en i ó- þurrkum eins og voru hér sunn- anlands i sumar, flýtur það geysi- mikið fyrir. Þó eru að sjálfsögðu alltaf takmörk fyrir þvi, hve mik- ið af illa þurrkuðu heyi má hirða i einu, án þess að skemmdir hljót- ist af. I þessu sambandi er rétt að minnast litillega á súgþurrkun vélbundins heys, sem er vægast sagt mjög vandasöm. Böggunum þarf að raða svo vel i hlöðurnar að hvergi verði glufa á milli. Á þessu vill oft verða misbrestur, loftið dreifist misjafnt, heyið mis- þornar og stór hluti þess skemm- ist. Ég held, að aldrei verði nóg- samlega brýnt fyrir bændum, hversu mikill auður er fólginn i grasinu og ræktun þess. Þvi ber öllum skylda til að fara vel með þessi auðæfi og spilla þeim ekki með trassaskap i þurrkun og hirð- ingu. Lágt kjarnfóðurverð getur haft þau áhrif, að bændur hugsi minna um þessi atriði en skyldi. Margir hugsa e.t.v. sem svo, að efnatap heysins geti þeir alltaf bætt upp með kjarnfóðurgjöf, og haft heyið sem hálm til kviðfylli.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.