Tíminn - 02.11.1972, Qupperneq 9

Tíminn - 02.11.1972, Qupperneq 9
Fimmtudagur 2. nóvember 1972 TÍMINN 9 cunum bezt ist um of? lingur Sigurðarson. livanneyri. Gamla skóiahúsiö til hægri, fjósiö til vinstri á myndinni.1 Þessir menn þurfa aö átta sig á þvi hve mikil verðmæti fara for- görðum hjá þeim, og þeim má benda á að gott hey hefur inni að halda flest þau efni sem venjuleg skepna þarfnast. Sérstaklega nytháum kúm, þarf að sjálfsögöu alltaf að hygla með fóðurbæti. Sennilega gera fáir sér grein fyrir þvi, að um það bil fjórði eða fimmti hluti af útlagðri vinnu bóndans fer til heyöflunar. Þvi er sérstök ástæða til að vanda þann þátt sem bezt. Fjölskyldubúið á erfitt uppdráttar i framtiðinni Gisli Karlsson er búnaðarhag- fræðingur að mennt og kennir þá grein við skólann. — Starf mitt er einkum fólgið i áætlanagerð og skipulagningu, segir hann, er okkur ber að garði. — Það vantar skýra stefnumörk- un i landbúnaði og rannsóknir á hlutverki hans i þjóðarbúskapn- um bæði eins og hann er i dag, og hvernig hann á að vera i framtið- inni. Búreikningar og notkun þeirra er töluverður þáttur i starfinu og nota ég þá niðurstöður búreikn- inga, sem bændur viðsvegar að af landinu færa, i samvinnu við Búreikningastofu landbúnaðar- itis, við úrvinnslu gagna. Það eru um 150 reikningar, sem árlega berast og fjöldi þeirra fer heldur vaxandi með ári hverju, þótt enn sé langt i land með að nógu marg- ir noti þessa aðferð til að fá yfirlit yfir bú sitt. Þá fyrst er hægt aö fá yfirlit yfir stöðu landbúnaðarins, þegar allir eða a.m.k. allflestir hafa tekið þetta upp. Bændur ættu að athuga, hvað hagkvæmast er að framleiða á hverri einstakri jörð, og fara þá eftir þvi. Nú eru jarðir misvel fallnar til fjár eða kúabúskapar, en allar stórsveiflur i búskapar- aðferðum eru óæskilegar. Nú eru reiknuð 20 ærgildi i kú gildinu, en það er ekki svo ýkja langt siðan þau voru talin sex. Slikar hafa breytingarnar orðið. Fóðrun verður að kanna sérstak- lega og þá að hvaða marki bætt fóðrun kemur fram i auknum af- urðum. Eins þarf að athuga málin út frá vetrarbeit og upp á hvað sumarhagarnir hafa að bjóða. Visitölubúið er nú um 400 ær- gildi, en meðal bústærðin á þeim reikningum, sem Búreikninga- Gisli Karlsson Nýja skólahúsið i byggingu. Heimavistarherbergi hafa verið tekin i notkun fyrir nokkru. og cr nú unnið að byggingu fieiri, ásamt mötuneyti og skólastofum. Vonir standa til, að hægt sé að taka þann hluta hússins, sem nú er i byggingu, i notkun næsta haust. senda yfirleitt eitt eintak af hverju nýju tæki til prófunar. Það er ekki kvöð á þeim en flest gera þetta, enda leggja bændur tölu- verða áherzlu á, að prófunar- skýrsla liggi fyrir um tæki, sem þeir hyggjast kaupa. Jákvæöur dómur i prófunarskýrslu hefur þvi að sjálfsögðu verulegt auglýs- ingargildi. Annars eru skýrslur um niður- stöður prófananna gefnar út og sendar búnaðarblaðinu Frey. Þar geta menn þvi lesið sér til um, hvaða dóm tækin hafa hlotið. Ar- lega prófum við milli 10 og 20 tæki, og að tilraunum loknum er þeim skilað aftur til umboðanna. Þau tæki, sem mestri byltingu hafa valdið á siðustu árum eru vafalaust heyþyrlur, hjólmúga- vélar og sláttuþyrlur. Þessi sér- smiðuðu tæki bera af þeim, sem fyrir voru, bæði af þvi, er tekur til afkasta og velvirkni. Það er eig- inlega mjög erfitt að gera sér i hugarlund, hvaða vélar eru lik- legar á markað á næstunni, en uppfinningamönnum leggst alltaf eitthvað til og lengi er hægt að endurbæta þau verkfæri, sem fyr- ir eru á markaðnum. Auk tækjaprófananna stundum við heyverkunartilraunir og þá gjarnan með tiíliti til þess, hvaða nýtingu tæknin gefur. Gerðar hafa verið tilraunir með mismun- andi snúningsaðferðir, súgþurrk- un heys, votheysverkun o.fl., en eins og fram kemur hér að fram- an hefur Bjarni Guðmundsson þennan þátt starfseminnar nú aðallega með höndum. Fæðan melt i tilraunaglösum Á rannsóknarstofunni hittum við fyrir Jón Snæbjörnsson. Hann annast bæði sjálfstæðar fóður- efnarannsóknir og hefur eftirlit með verklegum æfingum nem- enda. — Aðstaðan er auðvitað langt frá þvi að vera nógu góð hér, seg- ir hann, auk þess sem nemendur eru svo margir, að þeir þrengja verulega að starfseminni. En hér er peningaskortur eins og viðar. Þó hafa rannsóknarstofurnar á Akureyri og i Keldnaholti mun betri aðstöðu og geta rannsakað fleiri atriði. Við höfum t.d. ekki aðstöðu til að fást við jarðvegs- sýni að neinu marki, — helzt þá að við mælum sýrustig hans. Það eru þvi einkum tilraunir með mismunandi áburð og grastofna, sem við gerum, ásamt fóðurefna- rannsóknum. 1 fóðurefnarann- sóknunum er það aðallega steinefnainnihald og protein eða eggjahvituinnihald sem rannsak- að er af Bútæknideild. Við höfum hér ágætan heimasmiöaöan bor Ólafur Guðmundsson Jón Snæbjörnsson til að taka heysýni úr hlöðum allt niður á þriggja metra dýpi. Meðalaldur starfs- inanna er 33 ár Allir Hvanneyringar kannast við ,,ráðsa”, þ.e. Guömund Jó- hannesson, sem lengi var ráðs- maður á staðnum, og honum samgróinn. Nú hefur Guömundur látið af starfi sinu, en nýr ráðs- maður tekið við. Sá heitir Sigurð- ur Karl Bjarnason, Snæfellingur að ætt og uppruna. — Nei, það verður aldrei nema einn ráðsi, segir hann og brosir, er við spyrjum hvort hann eigi von á þvi, aö nemendur kalli hann þvi nafni. — Ég tók við starfinu um miðjan október, og get þvi ekki gefið ykkur neinar öruggar tölur um búið. Enn er slátrun heldur ekki lokið. Þó verður á fjórða hundrað fjár á fóðrun, en um nautgripafjöldann get ég ekki sagt enn, þvi að auk mjólkurkúa erum við með töluvert af Gallo- way-blendingum, sem flestum er lógað á öðru ári. — Það er min skoðun að búið eigi fyrst og fremst að reka sem tilraunabú og stunda þar af- kvæmarannsóknir o.fl. Búið er rikisbú, rekið i tengslum við skól- ann og ráðsmaöur þvi undir skólastjóra settur. Nú er þvi alveg hætt að iáta nemendur vinna að búinu, en þeir fá aö hafa hér hesta, sem þeir geta sjálfir sinnt. Auk þess á svo búið sjálft nokkur brúkunarhross, sem notuð eru i smölunum og þess háttar snúningum. Sigurður Karl er ungur maður, útskrifaður frá framhaldsdeild- inni á Hvanneyri árið 1970. Hann fellur þvi vel inn i þann hóp ungra manna, sem staöinn situr, en nemendur hafa reiknað meðal- aldur hans 33 ár. Siguröur Karl Bjarnason ÁHvanneyri mætast gamii og nýi timinn, Hér er Þúfnabani, ein elzta jarðvinnsluvélin, sem farið var meö um islenzkan svörð. Nú hafa önnur nýtizkulegri og stórvirkari tæki leyst hann af hólmi, ,,en orðstir / deyr aldregi / hveims sér góðan getur”. stofa landbúnaðarins fær i hendur er 427,9. Um aukna samvinnu i landbún- aði og hagkvæmni hennar sagði Gisli, að i framtiðinni yrði erfitt að reka fjölskyldubúið, eins og þau væru flest núna. Einhvers konar sameign og samvinna hlyti að verða framtíðar úrlausnin. Hins vegar gæti hið óstöðuga is- lenzka veðurfar spillt fyrir i þeim efnum. Það hefði t.d. komið i ljós i vondu sumri eins og sl. sumar var suðvestanlands, að hverjum bónda hefði ekki veitt af að eiga allar vélar einsamall, til að geta haft þeirra full not þann stutta tima, sem þurrkar stóðu. Prófa 10—20 tæki á hverju ári Tilraunastjóri bútæknideildar heitir Ólafur Guðmundsson, son- ur fyrrverandi skólastjóri. Hann er e.t.v. mestur heimamaður á staðnum, og jafnframt sá er lengstan starfsaldur hefur að baki og er þó enn ungur maður. Ólafur hefur starfað á Hvanneyri siðan 1954, fyrst hjá Verkfæra- nefnd rikisins, en siðar hjá Bú- tæknideild Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, þegar hún tók við hlutverki Verkfæranefndar. — Starf mitt er einkum fólgið i prófunum á nýjum tækjum, segir Ólafur. Innflutningsfyrirtækin

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.