Tíminn - 02.11.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 02.11.1972, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 2. nóvember 1972 TÍMINN 11 Umsjón Alfreð Þorsteinsson| Hleypur 80 km á viku Ágúst Ásgeirsson æfir eftir kerfi þjólfarans Lydiard frá Nýja-Sjálandi Keppnistimabili frjáls- Iþröttafólks er nú lokið aö þessu sinni, en ýmsir hófu þegar undirbúning fyrir næsta ár. Einn af þeim er Ágúst Ásgeirsson, hinn ungi og efni- legi hlaupari IR-inga. Viö heyrðum, að hann æfði eftir hinu stranga og erfiða kerfi nýsjálenzka þjálfarans Arthurs Lydiard, en hann er frægur á sinu sviði. Siðast fyrir störf sin í Finnlandi, en hann á mestan heiður af afrekum finnsku hlauparanna á Olympíuleikunum i Miínchen i sumar. Við hittum Ágúst að máli i vikunni og spurðum,hvernig hann hagaði æfingum sinum. — Jú, það er rétt, að ég styðst við kerfi Lydiards. í byrjun október hóf ég æfingar fyrir næsta sumar og hleyp 15 km. sex daga vikunnar. Þess má geta, að þetta er helmingi lengra en ég hljóp á sama tima i fyrra. Æfingar minar nú eru grunnþjálfun, og ég hleyp með nokkuð jöfnum hraða. Um miðjan febrúar breyti ég um;og þá kemur hið svokallaða „intervall" ég fer að hlaupa ákveðnar vega- lengdir, t.d. 800 m. á ákveðnum hraða, en þá fer ég lika að hlaupa 15 km. daglega. — En hvenær breytirðu svo aftur um æfingaaðferð? — Það gerist i april, þá fer ég að æfa á braut og legg aðal- áherzluna á stutta spretti, 100, 200 og 400. — Er þetta ekki erfitt? — Það læt ég alveg vera, en e.t.v. fyrst i stað. En ef árangur á að nást,veröur aö leggja töluvert á sig. Ég set nú markið nokkuð hatt. Næsta sumar ætla ég að reyna að ná timanum 3:50,0 min. i 1500 m. og 1:50,0 min. Í800 m. hlaupi , hvort sem það tekst nú eða ekki. Ágúst bætti árangur sinn áðurnefndum vegalengdum verulega i sumar,og ekki er að efa, að svo verður einnig næsta sumar. Mörgum frjálsi- þróttaunnendum er eflaust enn i fersku minni, er hann stakk dönsku 800 m. hlauparana af i unglinga- landskeppninni á Laugardals- vellinum sl. sumar. tþrótta- siðan óskar þessum unga og áhugasama hlaupara alls hins bezta.—ÖE ^. Agúst Asgeirsson AAörg verkefni frjáls- íþróttafólks næsta ár Ágætur samstarfsvilji kom fram á Norðurlandaráðstefnu frjálsíþróttaleiðtoga í Kaupmannahöfn 29. Norðurlandaráðstefna frjálsiþróttaleiðtoga fór fram i Kaupmannahöfn dagana 21. og 22. október. Fulltrúar Frjáls- iþróttasambands Islands á þing- inu voru örn Eiðsson og Svavar Markússon. — Þetta var ágætt þing, sagði örn Eiðsson, formaður FRÍ i við- tali við iþróttasiðuna. Hinn sanni norræni andi sveif þar yfir vötn- unum. Allir fulltrúarnir lögðu á það áherzlu, að Norðurlöndin ættu að vinna saman á sviði frjálsiþrótta, ekki aðeins i orði, heldur og i verki. — Hvað gerðist þarna helzt, sem snerti Islendinga? — Gengið var frá samningum við Dani um unglingalandskeppni i Danmorku næsta sumar, dag- . ana 28. og 29. ágúst. Þá var og rætt mikið um hinn svokallaða „Polar Match", sem er keppni milli Norður-Noregs, Sviþjóðar, Finnlands og Islands. Island var þátttakandi i þessari keppni i fyrsta sinn i fyrra. Finnar, Sviar og Norðmenn hafa mikinn áhuga á að svo verði i framtiðinni. Keppni þessi fer fram i Ulellborg i Finnlandi 28. og 29. júli næsta sumar. Helzti vandinn i sambandi við þessa keppni er hinn mikli kostnaður. Hin löndin treysta sér varla til að senda lið hingað fjórða hvert ár, en eru nú að at- huga möguleika á að styrkja held ur för islenzka liðsins út hverju sinni. Annars er þetta mál i frek- ari athugun hjá norsku, finnsku og sænsku samböndunum. Eitt er vist, islenzka liðið er velkomið til þessarar keppni i Finnlandi næsta sumar. — Eitthvað fleira hefur verið rætt um á þinginu? — Já, það var ýmislegt annað á dagskránni, m.a. tillaga frá Frjálsiþróttasambandi Islands um að skora á Norðurlandaráð, að hrinda i framkvæmd stuðningi við norrænt iþróttafólk i sam- bandi við ferðalög milli landanna. Þessi tillaga var samþykkt ein- róma og verður rædd á þingi Iþróttasambanda Norðurland- anna i Osló i vor, þar sem mættur verður fulltrúi frá Norðurlanda- ráði. Hér á er á ferðinni mjög merkilegt' mál, ekki sizt fyrir okkur tslendinga. A þinginu var samþykkt, að efna til Norðurlandamóts i fjöl- þrautum næsta sumar i Noregi, en mótið er enn ótimasett. Töluverðar umræður urðu um Norræna bikarkeppni kvenna og samþykkt að halda hana 1974, en á næsta þingi verður gengið frá fjárhagshlið keppninnar. Keppni þessi verður með sama sniði og Evrópubikarkeppnin. Loks var rætt um þjálfaramál, samþykkt að ha'da ráðstefnu um dómaramál og ákveðið að efna.til ráðstefnu unglingaleiðtoga i Nor- egi snemma á næsta ári. Næsta Norðurlandaráðstefna verður haldin i Helsingfors 1973. i gærkvöldi hélt Reykja- víkurmótið í handknatt- leik áfram. í fyrsta leik- kvöldsins sigraði Þróttur Fylki léttilega. Staðan í hálfleik var 7—3, en leiknum lyktaði 18—8. i öðrum leik kvöldsins igraði Valur iR í spenn- andi leik, sem lauk 13—n. Staðan i hálfleik VALUR-IR 13:11 var 8-6. iR ingar voru óheppnir því þeir áttu hvorki meira né minna en átta stangarskot. Leikurinn var harður og dómgæzlan ekki upp á marga fiska. Síðasti leikur kvöldsins var milli Fram og KR og lyktaði honum 17 — 13. SIBS Endurnýjun Dregið verður mánudaginn 6. nóvember BARNALEIKTÆKI * ÍÞRÓTTATÆKI VUavrkttmSi BERNHARÐS HANNESS.. SuSurlandtbraut 12. Sfmi 35810. Sumarauki A sunnudaginn var fengu sunnlenzkir golfmenn góðan sumarauka, en þá var hér hiö bezta veður til iþróttakeppni utanhúss og margir kylfingar þvi á völlunum, sem flestir eru cnn vel.keppnishæfir. Hafnfirðingar héldu punkt- mót með 3/4 úr forgjöf á sinum velli, en þar eru flat- irnar enn i notkun og i sæmi- legu ástandi. Mættu i þessa keppni nær 50 kylfingar af Suðurnesjasvæðinu,ög börðust þeir um á vellinum fram i myrkur. úrslit urðu þau,að þeir Gisli Sigurðsson, GK og Jón Þór Ölafsson, GR urðu efstir og jafnir með 37 punkta. Léku þeir aukaholu til úrslita og sigraði Gisli i þeirri keppni. 1 þriðja sæti kom Jóhann Benediktsson, GS og fjórði varð Gunnlaugur Ragnarsson með 33 punkta. Þar á eftir komu svo þrir Hólmarar þ.e.a.s. af Hólmættinni, en þaö voru þeir Sigurður Hólm, Karl Hólm og Björgvin Hólm allir með yfir 30 punkta. Hafnfirðingar fyrirhuga að halda annað golfmót með svipuðu sniði um næstu helgi. Er hugmyndin að halda það á laugardag, ef veður leyfir, en annað á sunnudag, ef veðrið verður þá eitthvað skaplegra. Mótið mun hefjast kl. 13,00. og verða siðustu menn ekki sendir út eftir kl. 13,30, þvi þá ná þeir ekki inn aftur fyrir myrkur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.