Tíminn - 02.11.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 02.11.1972, Blaðsíða 16
165 föng■ KÍNA VILL HJÁLPA SÞ FJÁRHAGSLEGA um sleppt til V- og Frakkland hafa annaðhvort al- veg eða að einhverju leyti neitað að greiða framlög sin til friðar- sveita SÞ, á þeim forsendum, að þau séu ekki hlynnt starfsemi þeirra. Heimildirnar sögðu, að SÞ-am- bassador Kina hafi snúið sér til Ole Algárd, formanns nefndar, sem hefur það verkefni að fást við fjárhagsvandræðin, og skýrt hon- um frá, að Kina hefði áhuga á að hjálpa til við lausn vandans. AlgSrd er sérlegur vinur Kinverj- anna hjá SÞ, þar sem hann var um árabil ambassador Noregs i Peking. Ekki vildu heimildirnar skýra nánar frá tilboði Kinverja, en létu i l.íósi ánægju sina yfir þessu, sem fordæmi, sem ef til vill gæti orðið til.að fleiri þjóðir byðust til að leggja fram frjáls framlög. Klukkan f jögur i gær var hestur leiddur heim i garð að Ægisiiðu 74 og færður Hjalta Pálssyni framkvæmdastjóra sem afmælisgjöf. Hesturinn er bleikur að lit, sex vetra og heitir Kóngur, kynjaður frá Prestshúsum i Mýrdal, undan þekktum, sunnlenzkum kynbóta- hesti, Skýfaxa. Myndin er tekin, er Hjalti veitti afmælisgjöfinni við- töku. (Timamynd Róbert) NEB—New York Kinverjar eru sagðir hafa látið að þvi liggja, að Kina vilji hjáipa Sameinuðu þjóðunum út úr fjár- hagsvandræðum þeirra með frjálsum framlögum. Það eru heimildir innan SÞ, sem sögðu frá þessu i gær. Fjárhagsvandamál SÞ eru m.a. til komin vegna þess að fjöldi aðildarlanda m.a. Sovétrikin Fimmtudagur 2. nóvember 1972 Berlínar NTB—Berlin 1 Austur-Þýzkalandi var i gær þyrjað að láta lausa mörg þúsund pólitiska fanga,og er það liður i sáttmálanum um að koma sam- bandi Austur- og 'Vestur-Þýzka- lands i eðlilegra horf. Alls 165 föngum var i gær sleppt vestur yfir múrinn, en 19 þeirra voru þegar handteknir vestan megin fyrir gömul afbrot þar. Síldarsöltun á Stöðvarfirði B.K. — Stöðvarfirði: 1 siðustu viku söltuðu Stöðfirð- ingar 370 tunnur af sild, sem Or- firisey RE 14kom með úr Norður- sjó. Fyrir nokkrum árum hefði þetta ekki þótt fréttnæmt austan- lands, en þar sem plönin iðuðu áð- ur af lifi, rikir nú þögn, og máf- arnir muna betri daga. Sildin var isuð i kassa og óskemmd með öllu. Haustið hefir fram til þessa verið einstaklega gott á Stöðvar- firði, eins og annars staöar aust- anlands og þvi taka menn áhlaup- inu um siöustu helgi með jafnað- argeði. Undanfarið hefur þó ekki gefið vel i sjó, en afli hefur verið ágætur, er gefið hefur. Það eru litlir þilfarsbátar, sem veiðarnar stunda og geta þeir skiljanlega ekki sótt eins fast og aðrir stærri. Heilsufar hjá fólki og fénaði hefur veriö i algeru samræmi við góðviðrin i haust. Nýtt leiðbeiningarmerki um aö þungir og hægfara bilar skuli flytja sig yfir á klifurreinina upp brekkuna. Nýi Hellisheiðarvegurinn opnaður: Sérstök akrein fyrir þunga og hægfara bíla SB—Reykjavik Niu km kafli hins nýja Suður- landsvegar á Hellishciði var tek- inn i notkun i gær. Er það eystri hluti heiðarinnar frá Smiðjulaut, niður Kamba i Ölfus. Austustu 5 km.cr linnuiaus brekka þar sem halli er inestur um 8%. Vegurinn er þar þrjár akreinar, tvær fyrir uppaksturjOg er önnur þeirra ætl- uð fyrir stóra og þunga bila, sem annars myndu tefja fyrir umferð- inni. Til að gefa vegfarendum til kynna, hvernig aka beri á þessum bratta þriggja akreina vegi, hafa BANDARIKIN RAÐA MÓTÞRÓA THIEUS — segir Chou En-Lai í Peking NTB—Peking, Saigon Chou cn-Lai, forsætisráöherra Kina, sagði i gær, að hann væri þeirrar skoöunar, að Bandarikja- menn hefðu fengiö Thieu forseta S-Vietnam til aö vera mótfaliinn friöarsáttmála þeim, sem gerður var milli Bandarikjanna og N- Vietnam. Ilaft er eftir talsmanni Hvita hússins í gær, að óvist sé, að sátt- málinn verði undirritaöur fyrir forsetakosningarnar. Chou sagði fréttamönnum i Peking i gær, aö hann hefði haft samband við N-Vietnam og Bandarikin vegna friðarsátt- málans. Þá sagði hann.aö frétt- irnar um sáttmálann væru ekki lengur stórkostlegar, fyrst ímmfm Bandarikin hefðu ekki staðið við að undirrita hann á tilsettum tima. Thieu forseti S-Vietnam hélt ræðu i gær I tilefni þjóðhátiðar- dags landsins. Gagnrýndi hann þar friðarsáttmálann harðlega, þannig að ljóst er, að andstaða hans hefur ekki minnkað. Tals- maður sendinefndar N-Vietnam i Paris sagði i gær, að ræða Thieus sýndi ljóslega, að það væri for- setinn sjálfur, sem stæði i vegi fyrir þvi,aö friður gæti orðið I Vietnam. Vietnamar og Banda- rikjamenn væru enn að láta lif sitt i Víetnam, en sjálfur hugsaöi Thieu aðeins um að auðgast. 1 gær kom til harðra átaka lög- reglu og mótmælenda, sem safnazt höfðu saman utan við fundarsal i Boston, er kosninga- fundur repúblikanaflokksins stóð þar yfir. Mótmælendur voru um 7500 talsins og voru að mótmæla striöinu i Vietnam. verið sett upp nokkur leiðbeining- armerkijOg nafa sum þeirra ekki sézt hérlendis áður. Við Kambabrún ,er nýtt merki með tölunni 8%, og gefur það til kynna brattann. Nokkru austar eru merki, sem gefa til kynna hættulegar beygjur næstu 3 km. Ekki eru þessar beygjur þó krappari en svo,að aka má þær með 60 km hraða i góðu færi. Ef lagt er á brattann austan frá, er fyrst komið að nýju leið- beiningarmerki, sem táknar,að framundan sé vegur með klifur- rein,og að þungir bilar eða hæg- fara skuli færa sig yfir á hana. A tveimur stöðum á leiðinni upp er svo minnt á, að sömu bilar skuli halda sig á klifurreininni. Siðan kemur merki, sem gefur til kynna að klifurreinin sé brátt á enda, en þá er brekkan búin og allir bilar hafa náð eölilegum hraða. Til frekari leiðbeininga eru málaðar nýjar varúðarlinur á milli akreina, og gefa þær til kynna^ hvort heimilt sé eða óheimilt að skipta um akrein á hverjum stað og þá hvernig. Þess má geta, aö leiðbeiningarmerk- in um klifurrein, bráttamerkið og aðvörunarmerkið um enda klifur- reinar eru ekki i reglugerð um umferðamerki. Kísilgúrinn á land í Ipswich í stað Goole ÞÓ—Reykjavik Hafnarverkamenn i Ipswich i Englandi samþykktu á fundi i gærmorgun, að afgreiða öll skip og allar vörur sem færu til Islands. Það eru einkum skip Hafskips hf., sem koma til Ipswich, og Halldór Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Hafskips tjáði okkur, að Langá væri væntanleg til Ipswich n.k. þriðjudag, og siðan fermir skip frá Hafskip i Ipswich á 10 daga fresti. Halldór, sagði að Hafskip flytti allan kisilgúr út frá tslandi og mikið af honum færi til Englands. Kisilgúrnum hefur ávallt verið skipað upp i Gool, en það er lítil hafnarborg fyrir ofan Hull. Ekki er reiknað með, að hafnbanninu verði aflétt við Humberfljót fyrr en búið er að leysa landhelgis- deiluna við Breta. Sagði Halldór, að nú væri verið að athuga hvort ekki væri unnt að skipa kisil- gúrnum á land i Ipswich i stað Goole. Að öllu jöfnu fara skip Hafskips þrjár til fjórar ferðir i mánuði til Englands með kisil- gúr. Fékk 28 kr. fyrir síldarkílóið ÞÓ—Reykjavik. Islenzku sildveiðiskipin, sem stunda veiðar i Norðursjó seldu alls 20 sinnum i Danmörku frá timabilinu frá 23.-28. október. Skipin seldu að þessu sinni alls 965 lestir fyrir 20.3 milljónir króna og meðalverð var mjög gott eða 21.09 krónur. Hæstu heildarsölu fékk Helga Guðmundsdóttir BA, en skipið seldi 73.5 lestir 27. október fyrir 1.543.491 krónur. Hæsta meðal- verðið fékk Óskar Magnússon AK. Óskar seldi 38.7 lestir 24. október fyrir 1.085.628 krónur og meðalveröið var 28.05 krónur, og er þetta jafnframt hæsta meðal- verð sem islenzkt sildveiðiskip hefur fengið á þessu ári i Dan- mörku. DRENGUR HLJOP FYRIR BÍL Klp—Reykjavik Um kl. 17,30 i gær varö 5 ára gamall drengur fyrir bil á mótum Ármúla og Háaleitisbrautar. Mun drengurinn hafa hlaupiö úr á götuna og I veg fyrir bifreiðina, sem mun þó ekki hafa verið á mikilli ferð. Drengurinn var þegar fluttur á Slysavarðstofuna, en hann mun hafa verið nokkuð mikið meiddur á höföi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.