Tíminn - 03.11.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.11.1972, Blaðsíða 1
A V GOÐI ffjrir gooan mat IGNIS KÆLISKÁPAR RAFTORG SÍMI: 26660 RAFIÐJAN SIMI: 19294 V / Endurheimta gönguseiða - stórmál, þegar fiskeldisstöðvum hraðfjölgar Þessi mynd var tekin i gær i Miöbæ við Háaleitisbraut, þar sem skátar höfðu gestaboö á þeim degi, er skátahreyfingin islenzka er sextiu ára. Þar var margt gesta, og hér sést forseti Sameinaðs alþingis, Eysteinn Jónsson, skera fagurlega skreytta rjómatertu, en kertaljósin blakta fyrir framan Gunnar Thoroddsen. — Timamynd. Gunnar. „Fríðsamleg bráðabirgða- lausn eindregin ósk mín" — sagði forsætisráðherra í umræðum um landhelgisdeiluna i gær Stp—Reykjavík A Alþingi i gær sagði Ólafur Jó hannesson forsætisráðherra, að það væri eindregin ósk sin, að takast mætti að leysa landhelgis- deiluna með friðsamlegum hætti og bráðabirgðasamkomulagi en eins og kunnugt væri, hefði náðst samkomulag við Breta að taka upp samningavið- ræður á næstunni. Forsætisráð- herra sagði þaðsannfæringu sina, að bráðabirgðasamkomulag væri báðum aðilum deilunnar fyrir beztu, enda þótt báðir yrðu að slaka nokkuð til frá þvi, sem þeir kysu helzt. Hann kvað það ekki á sinu valdi að fullyrða neitt um það, hvort takast myndi nú i þeim viðræð- um, er fram undan væru, að kom- ast að sliku samkomulagi i land- helgisdeilunni. Það væri skoðun sin, að við ættum mikið á okkur að leggja til þess að reyna að komast að samkomulagi. En það skyldum við gera okkur alveg ljóst, að við fengjum aldrei með samkomulagi þá lausn i þessari deilu, sem við gætum verið alger- lega ánægðir með. Þá yrðum við einnig að vera við þvi búnir að sjá af einhverju þvi, sem við hefðum talið æskilegt og raunar ótviræð- an rétt okkar. Hins vegar heföum við jafnan sagt, að við vildum sýna þá sanngirni að taka nokk- urt tillit til hagsmuna þeirra fisk- veiðiborga, sem hafa stundað veiðar hér um ákveðinn tima að undanförnu. Forsætisráðherra tók það skýrt fram, að auðvitað gæti aldrei orð- ið um neitt samkomulag til bráðabirgða að ræða i fiskveiði- deilunni, nema það sýndi ótvi- rætt, að það fæli i sér verulega takmarkaðar fiskveiðar þeirra þjóða, er Islendingar ættu i deilu við Það hljóta þessar þjóðir að gera sér ljóst, og án sliks þjónar samkomulag ekki neinum til- gangi. Forsætisráðherra gat þess og i ræðu sinni, að ánægjulegt væri til þess að vita, að við siðustu taln- Fiskeldisstöðvar á landinu eru nú orðnar átta, að meðtöldum l.árósi, er hefur talsverða sér- stöðu, en auk þess eru þrjár i upp- siglingu og sumar þeirra að komast i gagnið. Mikið cr i húfi, að sem mest endurheimtist af seiðunum, sem klekjast út og ala aldur sinn fyrstu misserin i þessum eldisstöövum. Þetta mál var einmitt eitt af þvi, sem var til umræðu á fundi áhugamanna um fiskirækt á þriðjudaginn var. Á þessum fundi fluttu þeir Þór Guðjónsson veiðimálastjóri og Arni tsaksson fiskifræðingur er- indi um laxeldi og endurheimtu gönguseiða og röktu tilraunir þær og athuganir, sem gerðar hafa ingu á brezkum skipum að ólög- legum veiðum innan 50 mílnanna, er fram heföi fariö fyrir tveimur til þremur dögum, hefði komið i ljós, að þau væru miklu færri en áður, eftir að landhelgin var færð út i 50 milur, alls aöeins 16, sem vitað hefði verið um með fullri vissu. Kvaðst forsætisráðherra fyrir sitt leyti eindregið vona, að Bretar hefðu tekið eitthvert tillit til þeirra ábendinga af hálfu Is- lendinga, að fátt eða ekkert myndi greiða betur fyrir friðsam- legu bráöabirgðasamkomulagi i fiskveiðideilunni en það, að Bret- ar kölluðu skip sin út fyrir land- helgismörkin á meðan á samn- ingaviðræðum stæði. verið i stöðinni i Kollafirði. En mjög margt er enn á huldu, bæði um erfðaeiginleika laxins og hvernigbezt er að haga uppeldi seiða, svo að þau verði sem bezt á sig komin, þegar þau fara i sjó. — Af tilraununum i Kollafirði er það að segja i stuttu máli, sagði veiðimálastjóri, erTiminn átti tal við hann eftir fundinn, að endur- heimta merktra laxaseiða eins árs hefur ekki verið góð, og tveggja ára seiði, sem verið hafa inni allan timann, hafa ekki skilað sér. Af þeim, sem verið hafa inni eitt ár og úti annað ár, skilar sér um 4%. En þar er mikill munur á einstökum hópum, og hafa endurheimzt bezt seiði, sem sleppt var 1960 - 10,5%. Við höfum mikinn hug á þvi að finna úrræði, sem tryggja góða endurheimtu eins árs seiða. t Kollafirði eru á döfinni tilraunir, sem beinast að þvi að stytta klak- timann með þvi aö ylja vatnið, byrja fyrr að vorinu að fóðra seiðin og ná þeim i göngustærð fyrir haustiö. Hér kemur einnig til, hversu haga skal fóðrun. Við skiptum fóðri i feitt fóður og þurr- fóður. Dr. Jónas Bjarnason læknir hefur sett saman þurr- fóðurblöndu, sem miklar vonir eru bundnar við. Með þetta allt verðum við að þreifa okkur áfram, en með aukinni tækni og viðtækari þekkingu getum við vissulega vænzt þess aö finna að- ferðir, sem stuðla að þvi aö gönguseiði skili sér betur en áður. Þar sem náttúran er ein að verki, nær eKthvað um 2% seiöa þriggja áTa aldri, miðað við hrogn, en i eldisstöðvum allt að 65%. En þegar seiðin eru komin i sjó, veltur að sjálfsögðu á ýmsu, hvernig þeim farnast, og kemur þar vitaskuld margt til. Hin siðustu ár virðist afkoman þar hafa veriö góð eins og ráöa má af þvi, að þrjú metveiðiár hafa rekið hvert annað — 1970 1971, og 1972, sagði veiðimálastjóri að lokum. Viðurkennir nú í reynd, — að hann hafi mikilvægari málefnum að sinna, sagði Kristján Benediktsson t upphafi borgarstjórnar- fundar i gær las borgarstjóri upp bréf til borgarstjórnar, þarsem hann fór fram á lausn frá embætti frá fyrsta desem- ber n.k. að telja. Segir i bréf- inu, að hlaðizt hafi á hann ým- is konar störf við landsmál al- mennt og jafnframt hafi hann verið kjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Sagði hann, að hann teldi borgar- stjóraembættið þarfnast meiri tima en hann hefði yfir að ráða og þvi tæki hann þessa ákvörðun nú. Kristján Benediktsson borg- arfulltrúi Framsóknarflokks- ins tók næstur til máls og sagði m.a.: „Borgarstjóri Geir Hall- grimsson hefur óskað eftir lausn frá starfi sinu sem borg- arstjóri frá 1. desember nk. Aðalástæðuna fyrir þessari ákvörðun telur borgarstjóri i bréfi sinu til borgar- stjórnar vera þá, að frá þvi hann var siðast kjörinn borg- arstjóri til fjögurra ára i júni- mánuði 1970, hafi hlaðizt á Framhald á bls. 19 Við borgarstjóraskipti á borgarstjórnarfundi i gær — Timamynd: Róbert.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.