Tíminn - 03.11.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.11.1972, Blaðsíða 3
Föstudagur 3. nóvember 1972 TÍMINN 3 Banninu aflétt íHull ÞÓ—Reykjavik. Hafnarverkamenn i Hull afléttu afgreiðslubanni á islenzk skip i gærdag, en bannið hefur staðið yfir alla siðustu viku. Formæl- andi hafnarverkamanna i Hull sagði i gær, að banninu væri aflétt til að auðvelda viðræður þær, sem •bráðlega hæfust út af landhelgis- málinu. Aður hafði banninu verið aflétt i Felixstowe og Ipswich. Flugfreyjur teknar K.Á eldhúsinnréttingarnar á sýningunni (Tlmamynd Gunnar) K.Á. eldhús á sýningu Byggingarþjónustunnar KJ—Reykjavik Þessa dagana stendur yfir sér- sýning á heimiiistækjum i húsa- kynnum Byggingaþjónustu arki- tekta, að Laugavegi 26. Á sýningunni eru auk hcimilis- tækjanna, sýnishorn af tveim eidhúsinnréttingum frá Tré- smiðju K.Á. á Selfossi. Ólafur Haraldsson fram- kvæmdastjóri Trésmiðju K.A. sagði i viðtali við Timann, að þessar innréttingar, sem væru á sýningunni væru framleiddar i einingum og staðlaðar, og af- greiðslufrestur þvi mjög stuttur, eða innan við mánuður, ef ekki þarf að sérsmiða einstaka hluta. Innréttingarþessareru af nýrri gerð, og það sem einkum ein- kennir þær, eru fletirnir á skápunum. t þessa fleti má ýmist fá harðplast eöa veggfóður, og er veggfóðrið mun algengara. Það hefur lika þann kost,að hægt er að skipta um liti á flötunum með litilli fyrirhöfn, og þannig er hægt að breyta til og lifga upp á eld- húsið með litlum tilkostnaði. Þá er allur innri hluti innréttinganna úr plasthúðuðum plötum, sem er nýjung, og auðveldar það alla hreingerningu. Hurðirnar i inn- réttingunum eru vængjahurðir, og algengustu viðartegundirnar eru palisander og fura. Á sýningunni i Bygginga- þjónustu arkitekta eru heimilis- tæki af Husquarna gerð og frá Rafbúð SIS i Ármúla, ei ;rzl- unin býður upp á fjölbreytt úrval margskonar heim ilistækja. Vaskar og blöndunartæki i inn- réttingunum eru frá Bygginga- vörudeild SIS. 1 verzlunarmiðstöðinni Noröur- veri, Hátúni 4a er Söluskrifstofa K.Á. og þar er hægt að fá upp- gefið verð á mismunandi stórum eldhúsinnréttingum af þessari nýju gerð og siminn á skrif- stofunni 21830. Klp—Reykjavik. Um siðustu helgi komst upp um smygl á áfengi á Keflavikurflug- velli. Þá voru handteknar tvær yfirflugfreyjur hjá ööru flugfél- aganna hér, svo og starfsmaður hjá sama flugfélagi á Keflavikur- flugvelli. Viðurkenndu þau, að hafa á nokkuð löngum tima komið með ólöglegt áfengi inn til lands- ins, en magnið mun nema á milli 50 og 65 flöskum. Afengið hafði fólkið keypt i Fri- höfninni og flutt það með sér, en siðan komið með það aftur til landsins og komizt með það fram hjá tollvörðunum i flugstöðvar- byggingunni. Munu þau hafa tek- iö með sér nokkrar flöskur i hverri ferð og notið veiganna i hópi vina og vandamanna, en ekki selt það. Leiörétting Það var missagt i blaðinu i gær, að Þórarinn Sveinsson hafi verið hættur kennslu á Eiðum. Hann kenndi fram á siðasta dag, þótt heilsa hans leyfði ekki, að hann kenndi fullan vinnudag. Hlutað- eigendur eru beðnir afsökunar á þessari missögn. Sundurskornir vegir ó Neskaupstað Kerlingarfjallafólk Skiðaskólinn i Kerlingafjöllum heldur jafnan hausthátið fyrir nemendur skólans og aðra velunnara hans. Að þessu sinni verður hausthátiðin haldin i Glæsibæ i kvöld, föstudag klukkan 20.30. Hátiðin i Glæsibæ er eingöngu fyrir fullorðna — Yngri kynslóðin verður þó ekki útundan, þvi á sunnudaginn 5. nóvember verður haldinn skemtun fyrir börn 14 ára og yngri i Lindarbæ uppi og hefst hún kl. 4 eftir hádegi. Um kvöldið verður skemmtun fyrir unglinga á aldrinum 15-18 ára i Lindar- bæ niðri og hefst hún klukkan 20.30. A þessum skemmtunum Kerlingarfjalla manna verða kvikmyndir sýndar og sungið verður af sama kraftinum og gert er á kvöldvökunum i Kerlingarfjöllum. ÞÓ—Reykjavik. í vatnsveðrinu, sem lamdi Austfirði um siðustu helgi, rann mikið úr vegum hér i Neskaup - stað. Vegir,sem liggja hér i hlið- um, voru viða sundurskornir, þegar loksins stytti upp, en alvar- legar vegaskemmdir urðu ekki, sagði Benedikt Guttormsson, fréttaritari Timans þar eystra, er við ræddum við hann. — I rign- ingunni komst vatn sums staðar inn i kjallara, en ekki mun vatns- elgurinn hafa valdið neinum skemmdum, sem heitir. Mjög ógæftasamt hefur verið frá Neskaupstað að undanförnu, en þegar gefið hefur,hafa linubát- ar aflað ágætlega. Togskipið Barði landaði 50 tonnum i vikunni eftir viku útivist, en tiðarfarið hefur háð veiðum togskipa fyrir Austurlandi siðustu vikurnar. Slátrun er nú lokið i sláturhúsi kaupfélagsins Fram. Þar var slátrað 3800 fjár, dilkar eru ágæt- ir og meðalþyngdin mun hærri en i fyrra, eða i kringum 16 kiló. Glímunámskeið Ungmennafélagsins Vikverja Ungmennafélagið Vikverji gengst fyrir glimunámskeiðifyrir byrjendur 12 til 20 ára og hefst það föstudaginn 3. nóvember n.k. i íþróttahúsi Jóns Þorsteinsson- ar, Lindargötu 7 — minni salnum. Kennt verður á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 7-8 siðd. Á glimuæfingum Vikverja er lögð áherzla á alhliða likams- þjálfun: fimi, mýkt og snarræði. Ungmennafélagar utan Reykjavikur eru velkomnir á glimuæfingar félagsins. Komið og lærið holla og þjóð- lega iþrótt. Ungmennafélagiö Vikverji Happdrætti Framsóknarflokksins \ Maður fyrir bíl Vinningar í happdrætti Framsóknarflokksins eru tvær lúxusbifreiðar, Opel Rekord og Opel Kadett, báðar af árgerð 1973. Verðmæti þeirra er kr. 1.080,000,00 og út- dráttur fer fram i happ- drættinu 18. nóv. n.k. Framsóknarfólk er eindregið hvatt til þátt- töku í miðakaupum til styrktar starfsemi flokksins, og trúnaöar- menn eru beðnir að vinna rösklega að miða- sölunni. Tekiðerá móti skilum fyrir heimsenda miða á skrifstofu happdrættis- ins, Hringbraut 30, opið til kl. 6,30 og á afgreiðslu Tímans, Bankastræti 7, Reykjavík á afgreiðslu- tima blaðsins. Gíróreikningur happ- drættisins við Sam- vinnubanka islands er nr. 34444. Tekið er á móti peningagreiðslum inn á hann i öllum bönkum, sparisjóðum og póst- húsum um land allt. Klp—-Reykjavik. Snemma i gærmorgun varð fullorðinn maður fyrir bil á mót- um Skipagötu og Kaupvangs- strætis á Akureyri. Var maðurinn fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri, og kom þá i ljós,að hann var meö- al annars mjaðmagrindarbrotinn og hafði auk þess hlotið önnur minni meiðsli. Var liöan hans eft- ir atvikum góð i gærkveldi. Táknræn Mbl.-forsíða Stjórnarkreppa Geir Ilallgrímsson líi-tur af starfi boruurstjóra rittih r twir itvs ItnOíj» di, uó llirvír f«l. íiuniutr* t»(tttx 'stító Stý rmtr (ímvnarxMm rtAÍQH rifxljvtri Myndin, sem hér fylgir meö, er af forsiöu Mbl. i fyrradag. Yfirleitt birtir Mbl. ein- göngu erlendar fréttir á lorsiöu sinni. Þarf mikil tiö- indi af innlendum vettvangi, svo út af þvi sé brugöiö. Eins og sést af myndinni þóttu þau tiöindi, sem á þessari forsiöu cru, á heimsmælikvaröa. Aö öðru leyti er þessi forsiða Mbl. mjög táknræn fyrir atburöina og stööuna i Sjálfstæöisflokkn- um. Efst er stór mynd af hin- uin veröandi formanni i Sjálf- stæöisflokknum en neðar sitt til hvorar handar viö hann eru dyggustu aöstoöarmenn hans, báöir á uppleiö undir handajaöri Geirs, hinn verö andi borgarstjóri Birgir lsleif- ur Gunnarsson og Styrmir Gunnarsson, nýr ritstjóri viö Mbl. Það er athyglisvert, aö tilkynnt er sama dag um þaö, að aöalfulltrúi Geirs á rit- stjórn Mbl. skuli dubbaður upp i ritstjóra sama daginn og Geir lýsir yfir, að hann ætli aö kasta sér út i innanflokksátök- in i flokknunijþvi eins og sést af stórri fyrirsögn undir myndinni af Geir, þá er „Stjórnarkreppa ” i Sjálf- stæðisflokknum. Og liinn nýi ritstjóri er i svo mikilli gleöivimu i gær vegna uppheföarinnar og þeirrar vonar, scm bundin er viö húsbóndann, hinn verðandi leiötoga Sjálfstæöisflokksins, aö honuin finnst eins og hann sé þegar kominn i rikisstjórn, þvi aö leiöari blaösins i gær, sem ber yfirskriftina. „Orsök efnahagsvandans" hefst á þessum oröum: Málgögn stjórnarandstöö- unnar gera nú ákafa tilraun til að sannfæra almenning um, aö efnahagsvandinn sé fyrst og fremst afleiöing aflabrests og kostnaöarhækkana af völd- um gengisbreytinga erlend- is". Ritstjórinn er oröinn svo háttstemmdur eftir Geirs- flugið, aö hann kallar stjórn- málaandstæðinga Sjálfstæöis- flokksins stjórnarand- stæðinga. Hann á eftir aö koma niður á jöröina. Merkur áfangi Eins og kunnugt er,hefur iönaöurinn ekki setið viö sama borö og sjávarútvegur og landbúnaöur, hvað snertir lánafyrirgreiöslu hjá banka- kerfinu. Á undanförnum árum var það eitt af baráttumálum þingmanna Framsóknar- flokksins á Alþingi, aö iönaö- urinn yrði viöurkenndUr, sem jafn rétthár atvinnuvegur i þessu tilliti. Viöreisnarstjórn- in og flokkar hennar stóöu sem veggur gegn þvi, og ekkert gerðist i málinu. Nú næstu daga er verið að ganga frá samkomulagi viö viöskipta- bankana um framkvæmd sér- stakra iðnrekstrarlána, sem veitt verða gegn verötrygg- ingu I hráefnum og afuröum iönaöarins (afurðalán), en á Framhald af 19. siðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.