Tíminn - 03.11.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.11.1972, Blaðsíða 5
Föstudagur 3. nóvember 1972 TÍMINN 5 20 millj. á tveim mánuðum í Landhelgissjóð ÞÓ—Reykjavik Landssöfnun i Landhelgissjóð hefur nú staðið i tvo mánuði»og á þessum tima hafa safnazt tæplega tuttugu milljónir króna. 1 fréttatilkynningu frá fram- kvæmdanefnd landssöfnunar- innar segir, að söfnunargögnum hafi verið dreift um land allt og i þvi skyni leitaði framkvæmda- nefndin til fjölmargra aðila, sem tóku málaleitan hennar mjög vel. — Þannig voru send söfnunar- gögn á vegum nefndarinnar með aðstoð Vinnuveitendasambands Islands, Landssambands islenzkra útvegsmanna, Verzlunarráðs Islands, Félags islenzkra iðnrekenda, Lands- sambands iðnaðarmanna, Félags islenzkra stórkaupmanna, Meistarasambands bygginga- manna , Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna, Sölusambands islenzkra fiskframleiðenda, Sam- bands islenzkra samvinnufélaga, Búnaðarfélags íslands og Stétta- sambands bænda, auk þess sem send voru söfnunargögn til allra fyrirtækja, sem rekin eru af hinu opinbera. Allir þessir aðilar sendu gögn til félagsmanna sinna og aðildar- félaga^og hafa þannig lagt fram- kvæmdanefndinni lið og veitt henni ómetaniegan stuðning. Nú þegar hafa nefndinni borizt skilagreinar frá nokkrum aðilum, en þess er þó ekki að vænta, að al- mennt fari að berast skil fyrr en að nokkrum tima liðnum. Undirbúningsstarfi fram- kvæmdanefndarinnar er nú lokið að mestu, enda þótt enn séu verk- efni óleyst, sem unnið er að. Má þar til dæmis nefna ýmsar fjár- öflunarleiðir. aðrar en fjár- söfnun, útgáfu- og kynningar- starfsemi I frétt frá nefndinni segir, að það sé von nefndarinnar , að landsmenn bregðist vel við, er til þeirra verður leitað,og þeir, sem ekki hafa þegar lagt fram sinn skerf til eflingar Landhelgisgæzlu Islands/láti eitthvað af hendi rakna i þvi skyni. Heitir nefndin á alla Islendinga, að þeir snúi bökum saman og standi sameiginlega vörð um þetta hagsmunamál þjóðarinnar. — Hér er ekki um að ræða stjórn- málalegt dægurmál. Skoðanir manna kunna að vera skiptar um aðferðir og leiðir, en það er óum- deilanlegt, og um það eru allir sammála, hvar i flokki, sem þeir standa, að efla verður Land- helgisgæzlu Islands, ef takast á að vernda fiskimiðin við landið, og er það öllum Islendingum kappsmál. TIL ÞESS ÞARF NÝTT VARÐSKIP. Margrét Guðmundsdóttir og Kristbjörg Kjeld I hlutverkum slnum Myndin er tekin á æfingu. (Timamynd Gunnar). Lýsistrata í næstu viku I næstu viku frumsýnir Þjóð leikhúsið hinn sigilda gamanleik „Lýsiströtu” eftir Forn- Grikkjann Aristófanes.sem uppi var á árunum 450-388 fyrir Krist. Þýðandi er Kristján Árnason menntaskólakennari og leikstjóri Brynja Benediktsdóttir, og er þetta i þriðja sinn sem hún setur leikinn á svið. Sigurjón Jóhanns- son teiknar leikmynd og búninga, og Atli Heimir Sveinsson útsetur og stjórnar tónlistinni og hefur auk þess samið hluta hennar. Lýsistrata gerist i Grikklandi hinu forna og lýsir hvernig kon- urnar taka til sinna ráða, þegar strið geisar og allir karlmenn, sem vettlingi geta valdið,eru á vigvöllunum. Þær finna það ráð að neita körlunum um bliðu sina nema þeir semji frið og hverfi til friðsamlegri starfa. Rösklega 30 leikarar taka þátt I sýningunni. Titilhlutverkið Lýsistrata er leikið af Margréti Guðmundsdóttur.en auk þess fara þau Bessi Bjarnason, Erlingur Gislason, Þóra Friðriksdóttir og Kristbjörg Kjeld með veigamikil hlutverk i leiknum. Myndin er úr kerskála.og er þarna verið að hella áli á flutningavagn. ( Timamynd Róbert) Lokaáfangi álversins tekinn í notkun Erl—Reykjavik Nú er byggingaframkvæmdum við álverið i Straumsvik að fullu lokið. Siðast liðinn föstudag voru siðustu kerin i nýja kerskálanum tekin i notkun, en hin fyrstu þeiíra komu i gagnið 19. septem- ber. t nýja skálanum eru 120 ker, en i þeim eldri 160. Einnig hefur verið byggður nýr súrálsgeymir, sem tekur 40.000 tonn. Með tilkomu þessara nýju bygginga eykst árleg afkastageta verksmiðjunnar úr 44.000 tonnum i 77.000 tonn. Hans Jetzek skrif- stofustjóri tjáði okkur, að eftir tvö til þjúr ár þyrfti ekki að kviða erfiðleikum i sölu samkvæmt þvi sem horfur væru nú á heims- markaði, en sem kunnugt er.hef- ur álfélagið átt i nokkrum erfið- leikum undanfarið, vegna lægra verðs og aukins framboðs á heimsmarkaði. En nú er útlitið mjög gott. I tilefni dagsins var veizlukost- ur á borðum starfsfólks allan sól- arhringinn og á laugardaginn var skyldmennum þess boðið i skoð- unarferð um álverið. Þann dag var þar einnig veizla,og voru gestir þá yfir 1.300. Hefði ekki komið til lokahóf heimsmeistara- einvigisins i sumar, hefði það ef laust orðið veizla aldarinnar hér- lendis. Rjómaterturnar voru taldar i fermetrum, og skipti flat- armál þeirra nokkrum tugum fermetra. Nú er samningurinn milli is- lenzka rikisins og Alusuisse upp fylltur með þessum lokaafanga bygginga, en sem kunnugt er, var Almannatryggingarnar verða æ mikilvægari þáttur i lifi okkar. i fjárlögum fyrir næsta ár renna rúmlega 6400 milljónir króna til tryggingamála. Upplýsingar og fræðsla um þessi mál er þvi brýn nauðsyn. A þessu er nú vcrið að ráða bót. I dag kl. 10,25 hefjast fræðslu- þættir um almannatryggingamál ekki gert ráð fyrir hinum marg- umræddu hreinsitækjum i upp- hafssamningunum. Ekki er vitað, hvað þeim liður, en enn er verið að athuga, hver afkastageta þeirra þarf að vera, og hve mörg- um efnum þau þurfa að geta eytt. Mengun frá verksmiðjunni mun ekki talin komin á það stig, sem háskalegt er talið erlendis, en e.t.v. er islenzk náttúra viðkvæm- ari. Vonandi verður þess ekki langt að biða, að uppsetning tækj- anna hefjist. i rikisútvarpinu. Umsjónarmaður þessara þátta er Orn Eiðsson, ný- ráðinn upplýsingafulltrúi Tryggingastofnunar rikisins. Ekki er þó endanlega ákveðið, hve oft þessir þættir verða fluttir. Þá er einnig I undirbúningi að gefa út stutta fræðslubæklinga um almannatryggingar. Fræðsluþættir almannatiygginga , við erum flutt að Alftiólsvegi 5 Köpavogi oghöjum fengið nýtt símanúmer 43311 Þelta er fluftnlngstilkynning AUGLYSINCASTOFA KRISTÍNAR KK ÁLPHÓLSVEGI5 KÓPAVOGI SÍMl: 4 3311

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.