Tíminn - 03.11.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.11.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Föstudagur 3. nóvember 1972 ' ' ■ ■ Operullukkur Skozku óperunnar kom til landsins i fyrradag, og í gær voru Skotarnir viö æfingar á sviði Þjóöleikhússins. Skotapilsin vantaöi ekki á sviöiö, þar sem veriö var aö æfa Jónsmessunæturdraum, er saminin- hefur veriö upp úr verki Shakespears. A myndinni má sjá nokkra Skotanna á æfingunni. (Tímamynd Róbert.) Bíll í boði í verð- launasamkeppni ROLFJOHANSEN & COMPANY efnir nú, f.h. R.J. Reynolds Tobacco Co., til annarrar WINSTON keppninnar á íslandi. Óvenju glæsileg verðlaun eru i boði sem fyrr, en keppt er urn FIAT 127, fimm manna bil, auk aukaverðlauna. Keppninni er þannig hagað, að allar smásöluverzlanir, sem selja tóbak, fengu senda keppnisseðla. A seðlunum eru tvær spurningar, sem þátttakendur eiga að svara. Keppnin hófst 17. október, og frá þeim tima var hægt að fá keppnisseðla afhenta hjá næstu verzlun, sem selur tóbaksvörur. Þátttakendur eiga að svara tveim spurningum. Hver keppandi má aðeins senda einn seðil sem hann merkir með nafni og heimilisfangi, og skal póst- leggja hann fyrir 30. nóvember nk. Berist fleiri en ein rétt lausn, verður dregið úr þeim og úrslitin birt fyrir 15. desember 1972. Þá fær sá kaupmaður, sem afhendir Seðilinn, er hlýtur fyrstu verð- laun, sérstök aukaverðlaun, en þau eru ferð fyrir tvo til Mallorca. öllum er heimil þátttaka i keppninni, og þáð er ekki skilyrði, að menn kaupi WINSTON-vind- linga til að fá keppnisseðil afhentan. Fyrsti fundur sinnar tegundar & & '7.' / J f >..• Iv-X' » Tilkynning Þeir, sem telja sig eiga bila á geymslusvæði „Vöku” á Artúnshöfða, þurfa að gera grein fyrir eignarheimild sinni og vitja þeirra fyrir 20. nóvember. n.k. Hlutað- eigendur hafi samband við afgreiðslumann „Vöku” að Stórhöfða og greiði áfallinn kostnaö. Að áðurnefndum fresti liðnum verður svæðið hreinsað og bilgarmar fluttir, á kostnað og ábyrgð eigenda, á sorphauga, án frekari viðvörunar. Reykjavik, 1. nóvember. 1972 Gatnamálastjórinn i Reykjavík. Ilreinsunardeild. n v-. íf m % M 'ú'! & ■rv ( jtý -.*< TP y'-x i, 't :\ « ¥ h nfCr & • lYr- o 7 V y/ YFIRHJUKRUNARKONA Staða yfirhjúkrunarkonu Grensásdeildar Borgar- spitalans er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. janúar eða eftir nánara samkomu- lagi. Upplýsingar um stöðuna veitir forstöðukona Borgarspitalans. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist Heilbrigðismálaráði Reykjavikurborgar fyrir 1. desember 1972 Reykjavik,!. 11. 1972. ■.-•r & Ileilbrigðismálaráð Reykjavikurborgar. w rí.r í, i •7 ’i ÍS? m & rV.r? I HJUKRUNARKONUR Hjúkrunarkonur óskast á hinar ýmsu deildir Borgar- spitalans. Upplýsingar gefur forstööukonan I sima 81200. Reykjavik, 1. 11. 1972. Borgarspitalinn. % k k I sy; • C: y-' v'.i^ I I 1 DEILDARHJÚKRUNARKONA 7 öí V4* | & y -2/. „ Staða deildarhjúkrunarkonu viö Geödeild Borgar spitalans, Hvitabandinu, er laus til umsóknar. Staðan veitistfrá 15. desember eöa eftir samkomulagi. Upplýsingar um stöðuna veitir forstöðukona Borgar- spitalans. Umsóknir ásamt upplýeingum um nám og fyrri störf sendist Heilbrigðismálaráöi Reykjavikur borgar fyrir 20. nóvember 1972. Reykjavik, 1. 11. 1972. Ileilbrigðismálaráð Reykjavikurborgar. I I y v>J w Háskólahátíð á Islandi Háskólahátið verður haldin n.k. laugardag, 4. nóvember, kl. 2. e.h. i Háskólabiói. Þar leikur kammerhljóm- sveit Tónlistarskólans undir forystu Björns Ólafssonar. Vararektor, Jónatan Þórmundsson, prófessor, flytur ræðu. Stúdentakórinn syngur undir stjórn Herberts H. Agústssonar við undirleik blásarakvartetts úr Sinfóniu- hljómsveit tslands. Vara- rektor ávarpar nýstúdenta, og þeir ganga fyrir hann. Einn úr hópi nýstúdenta flytur ávarp. Hádegisverðar- fundur SVS og Varðbergs Félögin VARÐBERG og SAMTÖK UM VESTRÆNA SAMVINNU (SVS) gangast fyrir fundi i sameiningu laugardaginn 4. nóvember. Ræðumaður fundarins er for- maður Sjálfstæðisflokksins, Jóhann Hafstein, fyrrverandi forsætisráðherra, og fjallar hann um utanrikismál Islands. Fundurinn, sem er fyrir félagsmenn og gesti þeirra, verður haldinn i Leikhús- kjallaranum, og verður húsið opnað kl. tólf á hádegi. VS—Reykjavik. A morgun, laugardaginn 4. nóvember, kl. 14.00, halda A.A. samtökin i Reykjavík opinn kynningarfund í Austurbæjarbiói. t tilkynningu, sem blaðinu hefur borizt, segir svo meðal annars: „A fundi þessum mun verða leitazt við að gefa sem sannasta mynd af starfsemi samtakanna og þeim aðferðum, sem A.A. menn beita til að losna úr viðjum ofdrykkjunnar...” „Til þessa fundar er ekki boðað i áróðursskyni i venjulegri merkingu þess orðs. Að baki okk- ar standa engin félagsleg eða fjárhagsleg öf 1.. ” Enn fremur segir, að markmið A.A. manna sé aðeins eitt: „Að lifa lifinu án áfengis og hjálpa öðrum, sem vilja losna út úr vita- hring ofdrykkjunnar að gera slikt hið sama.” Að lokum segir: „Þegar ofdrykkjumaður óskar eftir hjálp, viljum við að A.A. sé til taks, og i þvi máli ber hver og einn okkar sina ábyrgð. En til þess að svo megi verða, þarf of- drykkjumaðurinn og fjölskylda hans að vita hvar við erum og hvernig við erum. Þess vegna biðjum við yður að sitja með okkur fundinn i Austur- bæjarbiói.” Þangaö geta menn snúið sér Enn fremur hafa A.A. samtökin sent frá sér eftirfarandi upp- lýsingar um hinar ýmsu deildir samtakanna á íslandi: Reykjavik: Mánudaga, þriðju- daga, miövikudaga, fimmtudaga og föstudaga að Tjarnargötu 3c kl. niu eftir hádegi og i Safnaðar- heimili Langholtskirkju á föstu- dögum kl. niu eftir hádegi og á laugardögum kl. tvö eftir hádegi. Simi og simsvari er 16373 Pósthólf 1149. Viðtalstimi að Tjarnargötu 3c kl. sex til sjö alla virka daga, nema laugardaga. Vestmannaeyjar: Að Arnar- drangi, fimmtudaga klukkan hálfniu. Simi og simsvari (98) 2555. Pósthólf 123. Keflavik: Að Kirkjulundi klukkan niu eftir hádegi á fimmtudögum. Simi (92) 2505. Selfoss: Alla fimmtudaga klukkan niu eftir hádegi i kirkjunni, kjallara. Fjögur söng- lögeftir Stein Stefánsson Rikisútgáfa námsbóka hefur gefið út fjögur sönglög eftir Stein Stefánsson, skólastjóra á Seyðis- firði. Lögin eru raddsett fyrir tvi- og þriradda barna- og unglinga- kóra og gerð við ljóð eftir þekkta höfunda: Hreiðrið mitt eftir Þor- stein Erlingsson, Hún kyssti mig eftirStefán frá Hvitadal, Snati og Óli eftir Þorstein Erlingsson og Jólin koma eftir Jóhannes úr Kötlum. Söngkennurum hefur lengi þótt skorta aðgengilegar útsetningar handa barna-og unglingakórum, og er þess þvi vænzt, að þessi út- gáfa komi að góðu haldi. Sönglögin eru prentuð i Litbrá hf„ nóturnar skrifaði Hannes Flosason, söngkennari. Vetrarmaður óskast Vetrarmaður, unglingspiltur eða fullorðinn maður óskast á reglusamt sveitaheimili. Upplýsingar i sima 12001 og 83930. bifreida stjórar SOLUM; Afturmunstur Frammunstur \ Snjómunstur BARÐINNHF. ÁRMÚLA 7. REYKJAVÍK. SÍMI 30501.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.