Tíminn - 03.11.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 03.11.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Föstudagur 3. nóvember 1972 t>aö er friðsælt í kjarrinu, og yndisleg birkianganin á vorin. Húsfellinga llúsafell — umhverfiö þar er búiö aö heilla margan listmálarann Kinn er sá bóndi á landinu, sem cingöngu byggir afkomu sina á þvi að hýsa gesti og vcita þeim alls kyns fyrirgrciðslu. Það er Kristleifur Þorsteinsson á Húsa- felli, sem fyrir sjö eöa átta árum hóf aö reisa snotur og haglega gcrö smáhýsi í grennd viö bæ sinn, i þvi skyni aö leigja þau sumarleyfisfólki og fcrðamönn- um til iveru. — Þetta hófst á þeim árum, er hér var þribýli, sagði Kristleifur. Viö sáum, að féð var of margt — skógurinn þoldi ekki áganginn og annar gróður var i hættu. Þetta var okkur Húsafellsmönnum við- kvæmt mál. A Húsafelli voru fyrrum afarmiklir skógar, og i Bæjarfellinu var á sinni tið ein- hver bezti raftskógur á öllu land- inúsunnan og vestan verðu. Þang að sendu Skálhyltingar lestir til þess að sækja klyfjar af viði i ár- efti, og lengi fram eftir komu menn viös vegar að til þess að gera til kola. En smám saman hafði gengið á skóginn, þvi að náttúran hafði ei við að endur nýja það, sem burt var numið, bæði með beit og á annan hátt. — Ég varð fyrstur til þess að létta á landinu, þegar við sáum, að þaö var ofsetið, sagði Kristleif- ur enn fremur. Ég hætti fjárbú- skap og lagði út á þessa nýju braut. Nú eigum viö sina hálf- lenduna hvor, ég og Guðmundur Pálsson, mágur minn, og við höf- um báöir fullan hug á að friða og græða Húsafellsland, svo að það veröi með timanum þvi skrúði skrýtt, sem það hefur bezt verið. Hálflendu mina, svæðið frá Bæjargili út i Heyðarfellsskóg, girti ég, þegar sauðféð var úr sög- unni, og ég setti mér það mark, að klæða mitt fjall skógi. Við það hef ég minn hátt. Siðustu þrjú árin hef ég safnað birki fræi, sem ég sái svo, allt að tuttugu pundum á ári, og það eru býsna mörg fræ- korn i hverju pundi, svo að það eru margar plöntur sem koma upp og skjóta rótum, ef allt er með felldu, þótt margt frækornið fari auðvitað forgörðum. Náttúr- an er i sjálfu sér eyðslusöm, þeg- ar jafnmikilsverður þáttur og viðhald lifsins er annars vegar, og svo hefur mér ekki tekizt að friða landið fyrir sauðfé svo að til fullnustu sé. Vanhöldin i litlu birkiplöntunum minum hafa satt að segja orðið mikil núna fyrstu árin. En ég vona, að það standi til bóta. Hér er aldagamall siður, að bú- peningur leiki lausum hala um allar jarðir, en sá skilningur glæðist vonandi smám saman, að sumir kunna að vilja og eiga rétt á að nýta lönd sin á annan hátt en beita þau. Þá opnast augu sauð- fjáreigenda, til dæmis, fyrir þvi, að þeir verða að haga svo til að fénaður þeirra valdi ekki usla á landi annarra manna, sem sett hafa sér annað markmið en fram- leiða kjöt og ull. Breyttum timum hlóta að fylgja nýir siðir og ný Elzta húsið á Húsafelli — neðst er heita keriö viölaugina. sjónarmið, og á þvi átta menn sig sjálfsagt smám saman þó að það taki sinn tima að breyta ævafornri venju i hugsun og háttum. — Hvernig vegnar svo þér við þá starfsgrein, sem þú snerir þér að i stað sauðfjárbúskaparins? — Ég get ekki annað sagt en mér hafi gefizt hún vel. Ég hef si fellt verið að fjölga húsunum og búa betur i haginn fyrir gesti mina. Á næsta ári verð ég búinn að ná þvi takmarki, sem ég stefni að i bili, að ég vona. Þá verða komin hér tuttugu og fimm iveru- hús af tveim gerðum, fimmtán stærri og tiu minni, risinn veit- ingaskáli, sem þjónar hverfinu, Snyrtingu lokið, i kringum sund- laug og komið hús, sem ætlað er til heilsuræktar i sambandi við gufubaðið. — Og þig skortir ekki gesti? — Það er gifurleg aðsókn á sumrin og eins um páska og hvitasunnu. Bráðum rekur kannski að þvi, að einhverjir fari að halda jólin hjá okkur. En þó að flestir flykkist að á sumrin, þá er Smóhýsunum hefur fjölgaö ár frá ári, og aö vori veröa þau oröin tuttugu og fimm. ekki siður yndislegt á Húsafelli á vorin, þegar vel viðrar og jörð er að lifna, og eins fyndist mér til- valið fyrir fjölskyldur að dveljast hjá okkur um helgar i góðri tið á veturna — það væri, held ég, góð hvild, bæði fyrir fullorðna fólkið að losna úr daglegu stappi og krakkana, sem kúldrast vetrar- langt i skóla. Samt vil ég ekki eggja fólk á að koma upp eftir i svartasta skammdeginu — tæp- ast fyrr en komið er nokkuð fram i febrúar, nema þá i alveg ein- sýnni tið. — Er ekki algengt, að menn stundi viðlika atvinnu og þú ann- ars staðar á Norðurlöndum? — Jú, alsiða, og ég vil hiklaust kalla þetta búskap, rétt eins og hvað annað. Það er svo sannar- lega búskapur á Húsafelli, þótt búfénaður sé þar ekki, og afkom- an hvili á öðrum stoðum en sauð- fjárrækt. Við hjónin brugðum okkur til Noregs til þess að sjá, hvernig þessu er hagað þar, og ég held, að það megi kalla þetta miðlungs búskap hjá okkur á norskan mælikvarða. En við höfum heita vatnið úr Selgili fram yfir norsku bændurna. Kannski má lika telja það, að við útvegum fólki hesta á næstu bæjum, ef þess er óskað. Nú eru islenzk búnaðarsamtök lika farin að viðurkenna þessa búgrein, og á siðasta búnaðar- þingi var meira að segja skipuð milliþinganefnd til þess að kanna, hvaða möguleikar hér kunna að leynast fyrir bændastéttina. Þar sem svo hagar til sem á Húsafelli, er einmitt mjög vel til fallið að tengja slikan búskap landgræðslu og skógrækt, enda verður staðurinn gestum þeim mun hugljúfari sem þar er gróðursælla. Svo mælti Kristleifur á Húsa- felli. Þeir, sem dvalizt hafa þar efra,kunna það að segja, aö^þeim finnst vistin góð, enda talar að- sóknin sinu máli um það. Þótt þetta ár hafi ekki enn runnið skeið sitt á enda, er Kristleifur þegar farinn að raða i húsin næsta sum ar, og það er vissara fyrri þá sem pantað hafa hjá honum dvöl, að staðfesta pantanir sinar, áöur en allt of langt er liðið á vetur. Satt að segja er allt að fyllast hjá hon- um um miðbik sumarsins næsta. J.H.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.